Tíminn - 11.03.1972, Síða 12

Tíminn - 11.03.1972, Síða 12
12 TÍMINN I-augardagur II. marz 1972. Ef til vill hefur hr. Middleman aðeins igleymzt... — Hr. Middleman gleyimzt? mælti Froy. — EkM hefir það nú komið fyrir I 30 iár! Lögregluþjónninn mæltist nú til þess, að sér væri fylgt inn í herbergið, þaa- sem peningamir voru geymdir. Það var læst, en þegar þvl var lokið upp, leyndi það sér eigi, að einhver hafði verið þar á stjái. Hér og hvar á gólfinu lá, hvað innan um annað, seglgam og lakk. Lampi stóð þar á einni hyll- unnl. Tvær stórar kistur, sem við- skiptamenn bankans áttu, höfðu verið hrotnar upp. Verkfæri, sem hagnýtt höfðu verið, lágu þar rétt hjá. Hr. Froy dró út eina skúffuna og kallaði: — Komið hingað, herrar mín- ir! mælti hann. — í gærkveldi voru hér tvær þúsundir sterlings- pnnda! Ég taldi sjálfur pening- ana! Nú ar þetta horfið! Ekki einn einasti igullpeningur eftir! — En bankaseðlarnir! mælti hr Damby, — hvað skuldi þeim líða? Að svo mæltu, taldi hann böggl ana: og bætti þá við: — Þeir eru héma allir! Ræningjamir hafa eigi tekið eftir þeim! — Eða þá ekid viljað stofna sór í hættu! mælti lögregluþjónn- inn. — Það era tölur á þeim, sem hefðu getað komið upp um þá, — en gullið er æ hvað öðru líkt. Hr. Froy leit reiðilega til lög- regluþjónsinfl. — Sjáið sjálfir! mælti lögreglu þjónninn þá enn fremur. — Þorp aramir hafa verið hér öllu igagn- kunnugir! Þeir hafa vitað, hvar lyklarnir voru, og hvar hvað um sig lá! Þeir hafa og vitað, að aðal- gjaldkerinn, sem kvað vera mjög samvizkusamur maður, var fjar- verandi, og að sá, sem störfum hans gegndi — án þess ég vilji þó styggja yður — var eigi jafn- oki hans. — Hitt sýnist þeim á hinn bóginn hafa verið ókunnugt um, að hr. Middleman myndi vera hér næturlangt, og það hefur kost að líf hans, vesalingsins. — Er það yðar skoðun? — Ég lít svona á málið, svar- aði lögregluþjónninn. — Ræningj amir hafa heimtað lyklana af hr. Middleman, en hann hefur eigi viljað afhenda þeim þá, og þá hefur farið, sem farið er! — En þar sem hér er um mikil- varðandi mál að ræða, ■— mælti lögregluþjónninn ennfremur, — verð ég að flýta mér, og igefa yf- irmönnum mínum skýrslu. Fregnin um morðið flauig nú um alla Lundúnaborg. Kvöldblöðin fluttu nákvæma skýrslu um þennan hryllilega at- burð, og gátu um allt, er horfið hafði úr bankanum. Ræningjarnir hlutu að hafa ver ið gagnkunnugir f bankanum. Meðal þess, er horfið hafði, var og dýrgripur, sem komið hafði verið til igeymslu f bankanum, fyr ir fáum dögum, og hafði þó eng- inn vitað, hvar hann var látinn, nema hr. Warner og Damby. Talsvert af skfru gulli, og ýms- ir aðrir dýrir gripir, hafði og horfið. n. KAPÍTULI. Tvær gamlar jungfrúr, Grigg að nafni koma nú til sögunnar. Þær voru af tignum ættum, en veittu þó forstöðu heima-skóla, sem ætlaður var ungurn stúlkum. En nú var sumarleyfið, og skóla stofumar því mannlausar þann sex viknatímann er það stóð yfir. Ungu stúlkumar voru nú fam- ar heim til foreldra sinna. Tvær vora þó enn ófamar, en þó brátt á förum. Þær vora báðar laglegar stúlk- ur, önnur grönn og björt á brá, en hin dökk yfirlitum, og augun snör, og alvörumikil. önnur þeirra var firænka millj- óna-eiganda og stóð það til, að hún erfði hann, en hin var dótt- ir manns, sem enginn vissi, af -hverju lifði. Var og sem steini væril étt af hjarta jungfrúnna, f hvert skipti er faðir hennar sendi þei skóla- og fæðispeninga fyrir hana. Mismunurinn í Iffskjörum stúlknanna hafði þó eigi aftrað' því, að þær yrðu beztu vinkonur, — og það í fyllsta skilningi. En nú var svo komið, að þær áttu að skilja, því að hvorug þeirra ætlaði sér að koma aftur f skól- p.nn. — Guði sé lof, mælti ljóshærða stúlkan, er hét Grace, er þær gengu f sfðasta skiptið saman f garðinum. — Guði sé lof, að ég kemst héðan, þvf að ég hefi lengi haft viðbjóð á staðnum, og þá eigi sfður á jungfrúnum Griigg! Mér þykia* aðeins leitt að verða að skilja rið þig, Anna, því að þú hefur verið eina huggunin mfn héma, og þér gleymi ég aldrei Anna Studly yppti öxlum. — Þú átt unaðsríkt líf í vænd- um, Grace, mælti hún. — Þú ert erfingi forríks frænda þíns, — eignast höll og heldur dýrlegar veizlur. — En sem mér þykir þá ekk- ert gaman að, þar sem þú verð- cr ekki hjá mér. — Þú eit væn, Grace, og ég veit alls ekki, hvað framtfðin br segir. — En þú gleymir því, að nú skiljum við f dag, og hittumst ekki aftur. i— Það hefurðu nú oft gefið í skyn, Anna, mælti Grace. — En segðu mér, hví geturðu þá ekki, þegar ég hefi verið um hríð í Loddonford, hjá frænda mínum. komið, og verið hjá mér? Frænda mínum er það eigi móti skapi. — Ég hefi þegar minnzt á þig 1 bréfi til hans. — En ég get nú samt ekki komið! — Því ekki, Anna? Viltu þá vera laus við mig? — Þú lætur eins og þú vitir ekki, hve vænt mér þykir um þig, en hvemig get ég sagt hvað ég geri, eða ekki geri, þar sem ég veit, að þú meinar það, sem þú í skauti sínu, að því er mig snert- ÍT? — Hvað gæti það verið, þér óvænt? Þú ert dóttir kapt. Studl- y‘s. — Þú verður heima um hríð, og kemur svo til mín! En langi föður þinn, til að sjá þig, getur hann heimsótt þig hjá mér! Anna hristi höfuðið, og var all- sorgmædd að sjá. — Ég veit ekki hvort þér geðj- ast að honum, mælti hún. — Mér — sem er þó dóttir hans -— líður einatt illa, er hann er nálægt mér. Lfður þér illa, þegar þú ert ná- Iægt honum? mælti Grace. — En mig minnir annars, að hann hafi einhvem tfma komið til frænda 1060. Lárétt 1) Byggingarefni. 5) Fiskur. 7) Drykkur. 9) Mjaka. 11) Útlim. 13) Fæða. 14) Sjúk- dómur. 16) Röð. 17) Búkhljóð. 19) Hestsnafn. Lóðrétt 1) Liflát. '2) A heima. 3) Hestur. 4) Eins. 6) Siðaðir. 8) Bókstafur. 10) Skemmdin. 12) Skógur. 15) Fáfengi. 18) Fljót. Ráðning á gátu No. 1059. Lárétt. 1) Braska. 5) Ról. 7) Tá 9) Lævi. 11) Una. 13) Rak. 14) Lamb. 16. Ra. 17) Mikið. 19) Vaskri. Lóðrétt 1) Bitull. 2) At. 3) Sól. 4) Klær. 6) Bikaði. 8) Ana. 10) Varir. 12) Amma. 15) Bis. 18) KK. HVELL G E I R I 7HANKS FOR YOUR HELf? QUEEN FRIA/ THE SCOUT- SHIPS ^ WILL SEE THAT NO AMBUSH AWAITS YÚU, FLASH! ^ PO COME BACK- SOOH! 7HE POWNEP JETCOPTER IS GONE/ SOMEBOP/ CLEAREP AWAy THE EVIPENCE' © Bvlls Þessar vélar munu fylgja þér, og sjá til þess, að þér verði ekki mein gert, Hvellur. — Komdu fljótt aftur. — Þakka þér fyrir hjálpina, Fria drottning. — Hvellur er kominn á staðinn, þar sem skotið var á hann. — Þyrlan, sem hrapaði, er horfin. Einhverjir hafa verið hér á ferð, sem hafa hreinsað til eftir slysið. D R E K I Þessi maður, sem ég beindi sverði minu að sagði mér merkilega hluti. — Hvað? — Uss. — Við erum margir, og höfum lifað lengi. — Ég fékk dónann til að játa. —Við rændum þá, sem minni máttar eru, þá sem ekki geta varið sig. — Þið viðurkennið þetta, aumingjarnir ykkar. — Við erum ekki huglausir, við erum hrægammar. LAUGARDAGUR n.marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar, Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30. Víðsjá. Haraldur Ólafsson dagskrárstjóri flytur þáttinn. 15.00 Fréttir 15.15 Stanz. Jón Gauti og Arni Ólafur Lárusson stjórna þætti um umferðarmál og kynna létt lög. 15.55. islenzt máL Endurtek- inn þáttur dr. Jakobs Benediktssonar frá s.l. mánudegi. 16.15 Veðurfregnir .Barna timi. 16.45. Barnalög 17.00 Fréttir. A nótum æskunn- ar. Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.40 Úr myndabók náttúrunnar. Ingimar Óskarsson náttúrufræðingur talar um alparósir. 18.00 Söngvar I iéttum tón Franski söngvarinn Charles Aznavour syngur. 18.25. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 1 sjóhending. Sveinn Sæmundsson talar á ný við Brynjólf Jónsson og nú um Halaveðrið og ýmsa merka togaramenn. 20.00 Hljómplöturabb. 21.15. Sitthvað i hjali og hijómum. Knútur R. Magnússon flytur þátt um tónskáldið Arthur Benja- min. 21.40 óvisindalegt spjall um annað land. Örnölfur Árna- son flytur fjórða pistil sinn frá Spáni. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (35). 22.25 Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárslok. Laugadagur 11. marz. 16.30 Slim John.Enskukennsla i sjónvarpi. 16. þáttur. 16.45 En francais. Frönsku- kennsla i sjónvarpi. 28. þátt- ur. Umsjón Vigdis Finn- bogadóttir. 17.30 Enska knattspyrnan. Úrslitaleikur i bikarkeppni ensku deildanna. Chelsea- Stoke City. 18.15 iþróttir.' Landsleikur i knattspyrnu milli Itala og Grikkja, og siðari hluti golf- keppni milli Jack Nicklaus og Sam Snead. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Skýjum ofar. Brezkur gamanmyndaflokkur um tvær flugfreyjur og ævintýri þeirra. Berti frændi á biðils- buxunum. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 20.50 Vitið þér enn? Spur- ningaþáttur í umsjá Barða Friðrikssonar. Keppendur: Séra Ágúst Sigurðsson og Eirikur Eiriksson frá Dag- verðargerði i Hróastungu. 21.25 Nýjasata tækni og vis- indi. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.55 Kærleikur. Ungversk biómynd frá árinu 1970. Leikstjóri Kárloy Makk. Aðalhlutverk Lili Darvas, Mari Turocsik og Ivan Darvas. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Myndin greinir frá aldraðri konu, sem liggur rúmföst. Tengdadóttir hennar heim- sækir hana iðulega og færir henni fréttir af syninum, sem ekki á hægt um vik að heimsækja móður sina. 23.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.