Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.03.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur M. marz 1972. TÍMINN 15 List um landið Framhald af bls. 1. Aflabrögð Framhald af bls. 1. hæsti linubáturinn, sem er Þrymur, kominn með 460 tonn frá áramótum, sagði Svavar Jóhannsson. Maria Júlia, sem einnig er á linu, er litið eitt lægri. Einn netabátur er gerður út frá Patreksfirði, og hefur hann aflað mjög vel, en hann hefur landað miklu af sinum afla á Ólafsvik. Þá eru Pétur Thorsteinsson og Hólmanes á trolli, og hafa þeir aflað ágætlega, komi með þetta 50 —60 i veiðiferð. — Sjö bátar eru gerðir út frá Eyrarbakka i vetur, og hefur afli þeirra verið mjög tregur það sem af er. Fyrst og fremst er það gæftaleysi, sem hefur háð þeim, sagði Hjörtur Jónsson á Eyrarbakka. — Eins og er, þá eru allir Eyrarbakkabátar i Þorláks- höfn, en höfnin hér er nú alveg lokuð vegna brims. I vetur hefur það oft komið fyrir, að bátarnir hafa orðið að landa i Þorlákshöfn, og hefur þá aflanum verið ekið hingað á bílum. Næg atvinna er nú á Eyrar- bakka, og eitthvað mun ennþá vanta þangað af fólki. Aðalsteinn Aðalsteinsson á Höfn í Hornafirði sagði, að tíðarfarið væri búið að eyðileggja mikið fyrir Horna- fjarðarbátum. Bátarnir hafa fengið 16 — 17 tonn þegar gefið hefur, og er heild- daraflinn orðin heldur meiri en á sama tima i fyrra, þó svo að engin linuvertið hafi verið frá Hornafirði i vetur. 11 netabátar eru nú gerðir út frá Hornafirði og einn troll- bátur. Heildarafli bátanna er nú kominn eitthvað á þriðja þúsund tonn. Mikil og góð atvinna er nú á Hornafirði, og vantar þangað fólk. Sigurgeir Kristjánsson i Vestmannaeyjum sagði, að tiðin hefði verið sérstaklega slæm. — Það er alltaf hafátt, og erfitt fyrir bátana að stunda róðra. Þó svo að gefið hafi, hefur aflinn verið mjög tregur, og er, hann eitthvað svipaður og á sama tima á s.l. vertið, og var hann þá ekki mikill. Frá Vestmannaeyjum eru nú gerðir úr á milli 70 og 80 bátar. til dvalar erlendis. a árunum 1964-69 voru veittir 40 hliðstæðir styrkir. Þá er áformað að veita 680.000 kr. i styrki til fræðimanna og náttúrufræðinga. Auglýst hefur verið eftir um sóknum, og eiga þær að hafa borizt fyrir 10 april. Á undanförnum árum hefur Menntamálaráð lagt aðaláherzlu á bókaútgáfu, og áhugi er á að halda henni áfram af fullum krafti. 1 uppsiglingu er flokkur þýddra merkisrita heimsbók menntanna. A þessu ári kemur út fyrsta verkið i þeim flokki, Fást eftir Goethe i þýðingu Yngva Jóhannessonar, sem leikið var i Þjóðleikhúsinu i fyrra. Bóka- flokkur þessi kemur i tvenns konar útgáfu: annars vegar i fallegu bandi, en hins vegar ódýrari búningi, sem einkum er ætlaður skólafólki og öðrum, er takmörkuð fjárráð hafa. Fyrstu bækurnar i alfræði- safninu eru unnar i Prent smiðjunni Odda, Sveinabókband- inu, Auglýsingastofunni h.f., .en Prentþjónustan gerði myndir i bær. 1 Stjörnufræði dr. Þorsteins Sæmundssonar birtast i fyrsta sinn stjörnukort yfir allan himin- inn með islenzkum nöfnum Bók Þorsteins og Bókmenntir Han- nesar Péturssonar skálds eru báðar uppflettibækur, en efni þeirra var upphaflega samið fyrir stóra Alfræðiorðabók, sem stóð til að Menningarsjóður gæfi út. í fyrra var horfið frá þvi ráði og ákveðið að gefa fremur út safn bóka um margvislegustu fræði, og endurskoðuðu höfundarnir verk sin með hliðsjón af þvi. Næstu bækur i alfræðisafninu koma væntanlega út i vor. Þær eru islenzkt rithöfundatal eftir Hannes Pétursson, bók um læknisfræði, sem Guðsteinn Þengilsson læknir leggur drýgstan hlut til, önnur um lögfræði, og er Sigurður Gissurarson lögfræðingur aðal- höfundur hennar. Páll Bergþórsson hefur samið veðurfræði fyrir alfræðisafnið, og kemur hún væntanlega i bók með jarðfræði, sem Guðmundur Kjartansson er langt kominn að skrifa. Þá er m.a. i ráði að gefa út bækur um tónlist, Ásatrú og þjóð- trú, en Alfræði Menningarsjóðs getur með timanum orðið tugir bóka, ef vel gengur. TILBOÐ OSKAST i nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, miðvikudaginn 15. marz, kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd Varnarliðseigna Þrastalundur Veitingaskáli UMFl i Þrastaskógi er til leigu næsta sumar. Tilboð óskast send i skrifstofu Ungmennafélags íslands, Klapparstig 16, eða i pósthólf 406, fyrir 30. þessa mánaðar. Ungmennaf élag íslands Aðstoðarmaður félagsráðgjafa Kleppsspitalinn óskar eftir að ráða að- stoðarmann til starfa hjá félagsráðgjafa. Upplýsingar gefur félagsráðgjafi Klepps- spitalans i sima 38160. Umsóknir sendist Skrifstofu riki spital- anna, fyrir 17/3 '72. Reykjavik, 10. marz 1972. Skrifstofa rikisspitalanna Eiriksgötu 5. Ml^ i5f > Spennið FORD fyrir plóginn ÓBREYTT VERÐ? — FORD BÝÐUR BETUR! Aukin afköst stytta vinnutimann. Hin mikla vélarorka og dráttarhæfni FORDtraktorannagerirþérkleyftaðnýta stór landbúnaðartæki með fullum afköstum dag hvern árið um kring. 100% óháð vökvakerfi. 8 hraða gírkassi og fullkomlega óháð aflúrtak, sem skipt er með einu hand- taki. Yfirstærð á hjólum. Gæðin tryggja lágan viðhaldskostnað og hæsta endursöluverð. LÁTIÐ FORD „HARÐJAXLANA" LÉTTA YDUR BUSTÖRFIN! ÞORHF REYKJAVIK SKOIAVOROUSTIG 25 TRAKTORAR PANTIÐ FORD TRAKTOR FYRIR 20.MARZ DISK0TEK í kvöld og sunnudagskvöld Plötusnúður: Annel Borgar Þorsteinsson NÝJUSTU P0PPLÖGIN Munið nafnskírteinin wmmiiw

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.