Tíminn - 12.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.03.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 12. marz 1972. • nn og málofni Sjálfstæðis- og samstöðugildi landhelgisbaráttunnar Finnlandsför forsetans Forsetahjónin eru komin heim úr vináttuheimsókninni til Finn- lands, og bendir allt til þess, að hún hafi náð tilgangi sinum eins vel og fremstu vonir stóðu til. Forsetahjónin hafa með alúð sinni og virðulegri en mannlegri framkomu greitt götuna milli þessara tveggja jaðarþjóða Norðurlanda — götu, sem er i senn löng og stutt, löng i milum en stutt i samkennd, sem eft er ótrú- lega nákomin milli Finna og ts- lendinga. Mikill áhugi og ómæld vinsemd komu greinilega fram i fjölmiðl- um Finna, meðan á heimsókninni stóð. Finnar hafa að vonum vitað fremur fátt um tsland og Islend- inga, svo að þetta hefur verið kærkomin fræðsla. Gagnkvæmar vináttuheim- sóknir norrænna þjóðhöfðingja eru orðnar alltiðar, og er það sizt að lasta, og ætið mun fremur leiða gott af þeim en illt. Hins vegar vilja þessar heimsóknir verða nokkuð einhæfar. Tveggja eða þriggja daga dvöl fer i skipu- lagðar athafnir, sem flestar eru tákn, en frelsisblæ sannrar og mannlegrar vináttuheimsóknar vantar. Þetta getur vafalaust ekki öðruvisi verið i opinberum heimsóknum. En þó vaknar spurning um það, hvort ekki sé unnt að gera samskipti þjóðhöfð- ingjanna virkari lið i norrænni samvinnu, til að mynda með þvi, að þeir efndu til sameiginlegs fundar einu sinni á ári, þar sem þeir og samstarfsmenn þeirra ræddu um ýms mál, er þeir gætu veitt brautargengi til sameigin- legrar blessunar norrænum þjóð- um. Ýmsir munu segja, að þetta sé verk stjórnmálamanna, sem fara með pólitiskt vald, en fleiri aflgjafar eru til i samstarfi frændþjóða, og sum mál eru þannig vaxin, að valdalitlir þjóð- höfðingjar gætu meira góðu til vegar komið en aðrir. Það er ekki vist nema ýmislegt gott gæti sprottið af sliku samstarfi nor- rænna þjóðhöfðingja, og vel væri reynandi að bæta slikum þætti við hefðbundnar og stirðlegar vin- áttuheimsóknir og norrænt sam- starf. Menntasókn bænda Búnaðarþingi er lokið, og verk þess varð á ýmsan hátt gott spor fram á veg. Það lagði til ýmsar timabærar breytingar á megin- bálkum laga um landbúnað, og það hélt áfram að skýra stefnuna i þeirri menntasókn, sem búnaðarþing i fyrra ákvað að heyja á áttunda áratugi aldar- innar. Bændur hafa til þessa verið sjálfmenntuðustu þegnar lands- ins, og eru það kannski enn. En þó hlýtur þetta að vera farið að breytast, og eins hitt, að sjálfs- menntun og kunnátta i viðteknu búskaparlagi á ekki jafnvel við og áður. Augljóst er, að bændur verða að heyja sér i æ rikari mæli þekkingu i starfi og beinlinis að beita visindum meira en áður. Augljóst má vera, að hér eftir verður hver einasti bóndi að hafa á valdi sinu verulega búfræði- þekkingu og eiga þess kost að endurnýja hana miklu örar en verið hefur. Strjálbýlið kallar á miklu meiri búþekkingu hjá hverjum einstaklingi en annars staðar. tslenzkir bændur geta ekki notið leiðsagnar við hvert búverk. Takmarkið hlýtur að vera, að langflestir bændur hafi verið á bændaskóla og geti siðar sótt margvisleg námskeið i verk- legum og bóklegum búfræðum, er að haldi koma i timabærum bú- skap. Þrætueplið Bændahöll Lengi hefur Bændahöllin svo- nefnda verið sjálfgefið þrætuepli meðal bænda. Um byggingu hennar i upphafi voru mjög skiptar skoðanir, og mörgum bændum þótti hart að þurfa aö greiða skatt til þess að koma henni upp. Hitt fer vart milli mála lengur, að bændastéttin öll hefur nú sóma einan i augum alþjóðar fyrir þetta þrekvirki og rekstur bezta gistihúss landsins um ára- bil. Þegar Bændahöllin var vigð, lét einn aðalforingi verkalýðs- stéttarinnar svo um mælt, að i þessu verki hefði hann séð stór- hug bænda mestan, og gjarna vildi hann óska þess, að sú stétt, sem hann væri i forsvari fyrir, lyfti sliku Grettistaki. Ýmsir hafa spurt, hvort ekki væri frá leitt, að bændastéttin ætti og ræki gistihús i höfuðborginni. Þvi er til að svara, að það er engin nýlunda, að bændur séu gestgjafar. Is- lenzk bændaheimili voru svo að segja einu gistihús landsins i niu aldir. Þvi skildu bændur ekki halda þvi starfi áfram með skip- an nýrrar aldar? Og oft þurfa bændur á gistirúmi að halda i höuðbogarferð. Þetta ágreinings- mál heyrir til liðnum tima, en nýtt hefur skotið upp kolli — stækkun Bændahallarinnar. Hússtjórn hennar telur, að nauðsynlegt sé að stækka hana til þess að rekstur hennar sé örugg- lega tryggður og gistihúsið svari kröfurn timans. Þess mun kostur að gera þetta án þess að bændur þurfi að leggja fram meira fé. Þetta virðist þvi augljóst úrræði, bæði með hag bændastéttarinnar og þjóðarinnar fyrir augum. 1 höfuðborginni þarf að risa eitt stórt og mjög fullkomið gisti- og ráðstefnuhús, og auðveldast er að bæta við Bændahöllina þvi sem til þess þarf og gera Sögu fullkomið gistihús. Með þvi ætti rekstur hennar að vera fjárhagslega tryggður og fjármunir þeir, sem bændastéttin hefur lagt i þetta, tryggðir bezt. Ef af stækkun yrði ekki, en nýtt og fullkomnara hótel yrði byggt, gæti rekstur Sögu verið i hættu. Þess vegna virðist einsætt, aö ákvörðun um þetta væri tekin með hliðsjón af þessu einu, án þess að blanda i það ágreiningi, sem áður hefur verið. En nú ber svo við, að svo virðist ekki unnt, og gamla striðið blossar upp að nýju. Búnaðarþing samþykkti stækkunina með litl- um meirihluta og fundur Stéttar- sambands bænda felldi hana i sumar. Hver verður niðurstaðan? Litill vafi er þó á þvi, að bænda- stéttin ræður þessu máli til lykta með fullum sóma og án þess að brestur komi i stéttarlega sam- stöðu, sem er til fyrirmyndar. Bændur kunna öðrum betur að vera ósammála og vinna þó saman um leið. Fyrirgangur íhaldsins Ekki er ósennilegt, að mörgum ihugulum manni hafi blöskrað fyrirgangur Sjálfstæðismanna á Alþingi og i blöðum vegna skatta- lagabreytinga rikisstjórnarinnar. Engu hefur verið likara en grimmt dýr væri að verja af- kvæmi sitt, enda má vafalaust með nokkrum rétti segja, að þarna sé ihaldið að verja þau sér- réttindi, sem það telur sinu fólki dýrmætust. Eftir að hafa fengið ráðrúm i heilan áratug til þess að hagræða skattalögum i samræmi við hugsjónina um thalds-tsland og náð verulegum árangri i þvi efni, þykir þvi að vonum sár- grætilegt að sjá þessi meistara verk að engu gerð og aftur snúið við á braut félagshyggju og almannahagsmuna. Sjálfstæðis- menn komust býsna langt i þvi á einum áratug að færa skattabyrð- arnaraf herðum stórtekjumanna, rikisbubba og gróðafyrirtækja yfirá bak þeirra stétta, sem hafa miðlungslaun eða minna. Þeir kórónuðu verkið með skattfrelsi peningaarðs af hlutafé i veruleg- um mæli og margfrægum „flýtis- fyrningum” góðra fyrirtækja. Nú var svo komið, að hefði verið lagt á borgarana eftir skattakerfinu eins og þeir gengu frá þvi á s.l. vori, hefði meginhluti skatta- byrðarinnar lagzt með margföld- um þunga á veikbyggðustu bökin i þjóðfélaginu. Ofsareiði Sjálfstæðisflokksins yfir þvi, að nýja rikisstjórnin brá við hart og fljótt til þess að koma i veg fyrir þetta og færa byrðarnar til á ný eftir þvi sem hún og flokkanþeir, sem að henni standa, taldi réttlátara, er þvi i raun og veru skiljanleg. Ihald Sjálfstæðis- flokksins og þjónusta við peningavaldið kom þar grimu- laust fram, og þjóðin fékk að horfa á striðsmenn þeirra sjónar- miða berjast fyrir ihaldskerfinu með öllum tiltækum ráðum, þar sem einskis var svifizt. 1 þessum átökum hefur þjóðin séð greinilega muninn á viðhorf- um peningaihalds og félags- hyggju. Stjórnarferillinn siðasta áratuginn sýnir, hvernig ihalds- stjórn sérhagsmunanna og einka- gróðans þokar þjóðmálum eins og skattamálum fram sér til hags- bóta og færir i þann stakk, sem henni þykir bezt hæfa, á kostnað alls almennings. Sú stefnubreyt- ing, sem nú er hafin með ger- breytingu skattalaga og áfram- haldandi endurskoðun þeirra á næstu árum, er talandi tákn um öndverða stefnu félagshyggju- manna. Hversu sem fer um það stjórnarsamstarf, sem nú er hafið, á það vonandi eftir að koma betur i ljós, hver reginmunur er á þessum viðhorfum ihalds og félagshyggju i þjóðmálum, og linurnar hafa þegar skýrzt i vit- und þjóðarinnar af atburðum sið- ustu vikna. Fáum við her- skipaheimsókn? Baráttan fyrir 50 milna land- helgi komst i nýjan áfanga i vik- unni sem leið, er viðbrögð rikis- stjórna Breta og V-Þjóðverja við tilkynningu okkar um útfærsluna og uppsögn samningsins frá 1961 urðu kunn. Báðar hafa rikis- stjórnirnar lýst yfir, að þær muni skjóta málinu til alþjóðadóm- stólsins og láta skina i smáhót- anir um leið. Haft er eftir vestur- þýzkum ráðherra, að nú muni ts- lendingar illa staddir eftir þessa skák og liklegt sé, að þeir muni draga inn klærnar. Brezkir ráð- herrar vilja engan veginn fortaka það, að þeir kunni ekki að bregða sér i herskipaheimsókn hingað eins og um árið. Allt þetta er hvorki annað né meira en við bjuggumst við, og það mun engu breyta um viðhorf okkar i málinu. Þjóðin stendur nú sameinuð þrátt fyrir öll önnur ágreiningsmál, og það er raunar hið eina, sem skiptir máli. Og eitt er vist: Þvi fleiri stefnur sem koma og þvi fleiri brezk herskip, þvi ófúsari verður hún að láta af þessum lifsrétti sinum. Þetta hef- ur allt saman stórmikið sjálf- stæðisgildi, á sama hátt og Sigurður skólameistari sagði um latinuna, að hún hefði erfiðisgildi. Liklega er það rétt, að þjóðinni er beinlinis nauðsynleg.t að komast i nokkuð krappan dans i baráttu fyrir málefnum sinum öðru hverju til þess að sjálfstæðis- kyndillinn fölskvist ekki, og það er eins og menn nái ekki saman yfir mörk ágreinings um skatta og önnur þjóðmál dagsins, nema þegar landhelgina er að verja eða handritin að sækja, en undir þvi er framtiðarsjálfstæði öðru frem- ur komið, að menn fái slik tæki- færi til að ná saman og berjast saman. Hamingjan má vita hvernig fer, ef allt verður svo slétt og auðvelt, að engin þörf er á slikri samstöðu framar. Listamanna- laun Miklar umræður hafa orðið að undanförnu um úthlutun lista- mannalauna, góðu heilli, þvi að þá munu þessi viðkvæmu mál verst komin, ef'menn þegja alveg um þau. Allhart hefur verið deilt á kerfi það, sem gilt hefur og hefur nú einu sinni enn verið dæmt óhæft. Og það er það vafa- laust, enda virðist enginn mæla þvi bót. En það vefst fyrir mönnum að koma með góðar úr- bótatillögur, sem allir felli sig við. Othlutunarnefndin hefur lika orðið fyrir ákúrum og sumir teija, að hún gæti gert betur og úthlutað af meira réttlæti, jafnvel þótt kerfið sé stórillt. Það er vafalaust satt, en þá vaknar spurningin: Hvað er réttlæti i slikri úthlutun? Um það eru heldur en ekki skipt- ar skoðanir. Nefndinni hefur verið borið á brýn, að þar ráði klikuskapur og jafnvel, að þar hafi myndazt samstæður meirihluti, helzt p- ólitiskur, og hafi hann samið um úthlutun með hrossakaupum. Þetta eru f jarstæðar ásakanir, og það mundu atkvæðaseðlar nefn- darinnar sanna, svo að ekki yrði um villzt. Þar kemur enginn samantekinn meirihluti fram. Auðvitað hlýtur slik leynileg kosning að leiða til tilviljunar- kenndrar niðurstöðu, og hefur svo lengi verið. Þó má segja um þessa siðustu úthlutun, að hún er viðsýnni og breiðari en oftast áður. Þvi til sönnunar má nefna, að nú komust inn i úthlutunina tiu listamenn, sem aldrei höfðu fengið listalaun áður, og hafa aldrei jafnmargir nýir menn ver- ið teknir inn s.l. tiu ár að minnsta kosti. Þetta eru allt saman ungir, starfandi listamenn eða virkir listamenn á góðum aldri. Til samanburðar má nefna, að 1971 voru aðeins fjórir nýir teknir inn. Eðlilegt er, að lögin um lista- mannalaun verði nú endur- skoðuð, og væri til að mynda reynandi að láta listamennina sjálfa eiga hlut að úthlutun. Al- þingi gæti ákveðið heildarfjárhæð til listalauna, og siðan væri upp- hæðinni skipt milli listgreina til að mynda af nefnd Alþingis. Siðan réðu listamenn i viðkom- andi grein, hvernig fénu væri skipt milli starfsstyrkja og an- narra launa, og vildu þeir ekki annast skiptingu sjálfir, gætu þeir kosið til þess menn, er þeir treystu, utan greinarinnar. Þetta er ein tillaga af mörgum, er til greina kæmi. Ekki er vist, að meiri friður yrði um þessa út- hlutun en þá, sem nú er, en þegar menn vilja breyta, verður'-að þreifa sig áfram og láta reynsl- una velja eftir þvi sem kostur er. Um annað er ekki að ræða, þegar ekki liggur neitt úrræði, sem sammæli er um, i augum uppi. — AK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.