Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA r SEXDIBIL AS TOÐIN HF EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Akkeri „gull- kipsins fundið framan við Skaftafell rr ÞÓ-Reykjavík. EV-Kirkjubæjarklaustri. Nú er talið, að búið sé að finna akkerið af „gull- skipinu” marg umtalaða, sem strandaði við Skeiðarár- sand á 16. öld. Það voru þeir Bergur Lárusson, Kristinn Guðbrandsson og félagar þeirra, sem urðu varir við akkerið, er þeir voru að leita að þvi sunnan við Skaftafell nú fyrir helgina. Sögusagnir eru til um það, að akkerið hafi verið flutt upp undir brekkurnar sunnan við Skaftafell eftir að gullskipið strandaði. En bændur þar munu hafa ætlað að nota akkerið til smfða. Ekki er búið að grafa akkerið upp, en nokkuð djúpt er á þvi. Aö auki er mikil bleyta þarna i sandinuir;; og mun það kosta dálitla fyrirhöfn að grafa akkerið upp. Bergur Lárusson sagði, er við ræddum við hann#að hann þyrði nú ekki alveg að fullyrða það, að hér væri um akkeriö úr skipinu að ræða.! Hinsvegar er hér um stórt járnstykki að ræða,og það er I Framhald á bls. 19 Ljósmyndin var tekin i siðasta Skeiðarárhlaupi. Uppdrátturinn sýnir Skeiðará og Grimsvötn, cn þar eiga hlaupin upptök sin. „Gæti bezt triíað að Skeiðarár- hlaup væri á næstu grösum” ÞÓ-Revkiavik. „Skeiðará hefur verið i hægum vexti siðustu daga og ég sé mun á henni frá þvi i gær. Bezt gæti ég rúað, að Skeiðarárhlaup væri á næstu grösum”, sagði Ragnar Stefánsson bóndi i Skaftafelli, i viðtali við Timann i gær. Ragnar sagði, að i siöustu viku hefði verið rigning og þar af leið- andi hefði öll vötn aukizt til muna, en þegar það byrjaði að fjara i þeim, varð Skeiðará eftir og vatnsmagnið i henni hefur aukizt dag frá degi. Ekki sagðist Ragnar geta ennþá gert sér grein fyrir, um hvort hér væri um smávægilega jökulþjðu að ræða eða stórhlaup. Þetta kemur allt i ljós á næstu dögum, sagði hann, en ég held samt, að hér sé um stórhlaup að ræöa. Ain hagar sér alveg eins og i siðustu hlaupum, en vanalega tekur það ána um það bil tvær vikur að komast i algleyming. Kramhald á bls. 19 KVEIKT A LITLA-HRAUNI ('rimamynd JBS) Litla-Hraun stendur i ljósum logum á sunnudagskvöld Fangarnir 34 reknir í útihús, og fluttir í bifreið til Reykjavíkur. Reynt að gera við nýja húsið ó Litla-Hrauni til brdðabirgða. OÓ-Reykjavik. :i4 föngum á Litla-Ilrauni var ekiðtil Reykjavikur á sunnudags- kvöld, eftir að eldur kom upp i risi fangahússins. Er talið vist að um ikveikju sé að ræða. Tveim fang- anna, sem voru á Litla-Hrauni, tókst aö strjúka, en þeir voru handsamaöir á leiöinni til Reyk- javíkur. Eldurinn kviknaði laust fyrir kl. niu á sunnudagskvöld. Voru flestir fanganna þá aö horfa á sjónvarp, en kveikt var i blaða- bunka á rishæðhússins. Er vist að einhver hefur kveikt i blaða- bunkanum, en hver hefur verið þar að verki er ekki vitað. Það var i þvottahúsi vistheimilisins, sem eldurinn var mestur, en blöð- in voru i geymslu þar fyrir framan. Auk fangavaröa hafði einn fanginn lykil að rishæðinni, en hann sá um þvottavélar og önnur tæki, sem þar voru geymd. Ekki beinist grunur að þeim manni öðrum fremur, enda getur hver fanganna sem er hafa tekið lykilinn frá honum og komizt þannig á loftið. Slökkviliðið á Eyrarbakka og Selfossi komu fljótlega á vett- vang, og gekk vel að slökkva eld- inn. Voru allir fangarnir drifnir út og settir i annað hús á lóö- inni, sem annars er notað sem vélaviðgerðarverkstæði. Markús Einarsson forstöðumaður fangelsisins sagði Timanum,.að fangarnir hefðu allir verið rólegir meðan á brunanum stóð.og hafi ekki komið til neinna vandræða með þá, nema aö bvi undan- skildu, að tveir þeirra notuðu tækifærið og struku. Þeir stöðvuðu jeppabil, sem var á leiðinni til Selfoss, og fengu far með honum. A Selfossi tóku þeir leigubil og báöu bilstjórann að aka sér til Reykjavikur. Lögregl- an á Selfossi komst fljótlega að þvi i hvaða bíl þeir voru,og var billinn stöðvaður við Rauðavatn og fangarnir handsamaðir þar. Meðan á brunanum stóð voru allir fangaverðir á Litla-Hrauni, 16 talsins, kallaðir á staðinn,og einnig komu þangað lögreglu- menn frá Selfossi og Reykjavik. Undir miðnættið voru svo fangar- nir fluttir i rútubil til Reykja- vikur. Voru þeir settir inn i Hegn- ingarhúsið við Skólavörðustig og I fangageymsluna i nýju lögreglu- stööinni við Snorrabraut, 17 á hvorn stað. t lögreglustöðinni er vond aðstaða til að geyma refsi- fanga. Þar er litið og ónógt eld- hús, en einhvern veginn verður að geyma mennina þar til þeir verða sendir aftur austur að Litla- Hrauni. 1 fangahúsinu á Litla-Hrauni er nú allt fljótandi i vatni,og allar rafleiðslur eru ónýtar af vatni. Það tekur að minnsta kosti tvær vikur að koma rafmagninu i hús- inu I lag. Nær er lokið við að reisa nýja álmu við fangahúsið, en hún er ekki alveg tilbúin enn sem komið er, en sjálfsagt verður framkvæmdum við hana nú hraðað,svo að hægt verði að koma refsiföngunum þar inn. En þar er Frh á bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.