Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 14. marz 1972. Ríkarðssafn i niii m 1111 Skýringin á afstöðu Sjálfstæðisf lokksins t Reykjavikurbréfi Mbl. sl. sunnudag kemur loks ótvirætt fram, hvaö þaö er, sem mestu ræöur um þá heift, sem st- jórnarandstaöan er haldin vegna skattalagabreytinga rikisstjórnarinnar, sem nú eru á lokastigi á Alþingi. Astæö- urnar eru þær, aö meö skatta- breytingunum á aö fella úr lögum skattfrelsi hlutafjár- arös og ákvæöi um flytis fyrningaheimildar fyrirtækja. Ef fyrirtækin heföu notiö þessa ákvæöis viö álagningu á þessu ári, heföi 300-500 milljónum veriö létt af fyrir- tækjunum og velt yfir á al- menning. Skattar á launa- mönnum heföu oröiö aö veröa þetta miklu hærri, en þeir veröa, vegna þess aö þetta ák- væöi er fellt úr lögum. Prófessor Ólafur Björnsson sýndi manna bezt fram á þaö, til hvers lagaákvæðin um skattfrelsi hlutafjárarös heföu íleitt. Ólafur sýndi fram á þaö, aö alls konar gervifélögum myndi skjóta upp I þvi skyni einu aö opna mönnum nýjar leiöir til aö komast hjá þvi aö greiöa skatta til rlkis og sveit- ar. Menn myndu nánast stofna hlutafélög um sjálfa sig I svefnherberginu meö konu og krökkum, hrein gervifélög, sem myndu tryggja fjölskyld- unni rúmar 100 þúsund alveg skattfrjálsar. Þannig gætu þeir, sem aöstööu heföu til, velt hluta af réttmætum gjöld- um til rikis og sveitar yfir á aöra þegna, sem ekki heföu vilja til aö svikja samfélag sitt meö stofnun slikra gervihiuta- félaga, sem mjög er auövelt aö setja á stofn, vegna þess aö gildandi hlutafélagalöggjöf er stórgölluö. Hjá hverjum hefði þá lækkað Um þetta mál er óþarfi aö þrefa meira. Þetta ákvæöi skattalaga veröur fellt niöur og kemur þvi aldrei til fram- kvæmda. En þakka ber Mbl. fyrir þá hreinskilni aö greina frá þvt umbúöalaust, hvaö valdi mestu um andstööu Sjálfstæöisflokksins viö skattabrey tingar rlkis- stjórnarinnar. Hitt er hins vegar öllum Ijóst, aö þau ák- væöi, sem Sjálfstæöisflokkur- inn vill umfram allt halda I skattalögum, heföu þýtt stór- hækkaöa skatta allra heiöar- legra launamanna, en lægri skatta hjá hlutafjáreigendum og fyrirtækjum. „Stórmarkaður” KR0N? KRON hefur nú I undirbún- ingi aö koma upp „stórmark- aði” á höfuöborgarsvæöinu. Fyrirmyndin er sótt til Svlþjóöar. Er ráögert aö reisa verzlunarhús á einni hæö, sem hafi mjög fjölbreytt úrval neyzluvara á boöstólnum. Lágmarksstærö sliks stór- markaðar er talin 4 þúsund fermetrar. Tveir staöir hafa veriö teknir til athugunar I þessu sambandi, austurhluti Kópavogs, sem þykir álitlegur staöur, en einnig þykir mjög koma til greina aö markaöur- inn yröi inni viö Sundahöfn, og þá I tengslum viö birgöastöt StS, sem þar á aö rlsa. - TK. Eirikur Sigursson, fyrrv. skóla- stjóri á Akureyri vikur I eftir- farandi bréfi aö hugmynd, sem er fullrar athygli verð, og þykir Landfara fengur að fá aö koma henni á framfæri: „t júni 1970 var yfirlitssýning á verkum Rikarðs Jónssonar i Casa Nova, sýningarsal Menntaskól- ans i Reykjavik. Var sýningin haldin i tilefni af 80 ára afmæli listamannsins, þó aö hann væri þá orðinn nærþvi 82 ára. Sýningin var mjög vel sótt, en þar komu um 9000 manns og bendir þaö á hinar miklu vinsældir Rikarös og að þjóðin kann að meta verk hans. Mun sjaldgæft að sýningar séu svo vel sóttar i Reykjavik. 1 sambandi við þessa sýningu kom fram athyglisverð hugmynd i blaðagrein eftir Hjálmtý Pétursson. Hún er sú, að komiö veröi upp Kjarvals- og Rikarðs- safni i Listasafni Islands eða hinu nýja listasafni á Miklatúni. Til- færir hann ummæli Kjarvals um þetta atriði: „Þaö átti að byggja sameiginlega yfir verk okkar Rikarðs Jónssonar, við stöndum jafnfætis i listinni, ég nota liti, pensil og striga, en Rikarður, vinur minn, notar tálguhnif og berar hendurnar”. Ég vil hér með taka undir þessa athyglisverðu hugmynd. Nauðsynlegt er aö ætla verkum Rikarðs eitthvert húsnæði i fyrir- huguðu listasafni á Miklatúni. Byrja má með þvi aö láta þangaö brjóstmyndir af merkum Is- lendingum, sem nú eru geymdar i vinnustofu Rikarðs, svo aö þær verði til sýnis fyrir almenning. Mun kominn timi til, að Mennta- málaráöuneytiöfesti kaup á þess- um myndum i þessu skyni. Siðar munu fleiri verk hans bætast i þetta safn. Þjóðin stendur i mikilli þakkar- skuld við Rikarð Jónsson. Það er nauösynlegt aö forráðamenn hennar geri sér það ljóst. Þvi ber henni að varðveita verk hans. Þessi hugmynd um Ríkarössafn i listasafninu á Miklatúni er bæði framkvæmanleg og sjálfsögð. Kominn er timi til að hefja við- ræöur við listamanninn um þetta mál. Mér þykir eðlilegt að Mennta- málaráðuneytið hafi forgöngu I þessu máli. Þetta greinarkorn er ritað til að vekja athygli á, að ekki veröi vanrækt að geyma okkar þjóðlegu list frá þessari öld. Þaö er nauösyn, sem ekki má gleymast. Eirikur Sigurösson”. Þrjár spurningar til samgöngU' málaráðherra Og svo er hér bréf um sam- göngumál frá K.B.Þ. og vikur hann þar spurningum aö sam- göngumálaráðherra um vega- bætur á Norðausturlandi: „Nýlega voru afgreidd lög frá Alþingi, sem heimiluöu rikissjóði að gefa út happdrættisskuldabréf svo hægt yrði aö fullgera hring- veg um landið. Þessi lög, hafa vakiö mikla athygli manna, þar sem loks á aö ryðja þessu þjóð- hagsmáli i framkvæmd. Nú er það svo, aö íbúar Norðaustur- lands eru mjög illa settir með samgöngur bæöi til lands og sjávar. Til dæmis, hefur fækkað flugferðum til Raufarhafnar og Þórshafnar. Fyrir fjórum árum var flogið þrisvar I viku á þessa staði, en ekki nema einu sinni nú.. Þess vegna langar mig að spyrja samgöngumálaráöherra þriggja spurninga og vonast til að hann gefi svör við þeim. Þær eru svo- hljóöandi: I. Má vænta þess að gerðar veröi róttækar aðgeröir i vegamálum um Húsavik, Tjörnes, Raufar- höfn, Þórshöfn og Vopnafjörð? Þessar leiðir eru illfærar á haustin oftast nær og oftast ófærar á veturna. II. Hefur verið hugsað um að fjölga flugferðum til Raufar- hafnar og Þórshafnar? III. Hefur veriö gerð athugun á bættum samgöngum á sjó milli Akureyrar og Vopnafjarðar meö viðkomu á Raufarhöfn og Þórs- höfn. Við þessum spurningum vænta Þingeyingar svars. K.B.Þ.” TII.BOÐ ÓSKAST i að reisa og fullgera veitingahús að Vík i Mýrdal. útboðsgögn fást afhent á verk- fræðistofu vorri gegn 5.000 króna skila- tryggingu. Tilboðum skal skila til Vekrfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen sf., Ármúla 4, Reykja- vik, fyrir 28.marz 1972, kl. 11 og verða þau þá opnuð þar. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sf., Ármúla 4. TIL FERMINGARGJAFA STEINHRINGAR GULLOG SILFUR fyrirdömurog herra GULLARMBÖND HNAPPAR - HALSMENo.fi. SENTÍ PÓSTKRÖFU GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 Simi 14007 Tið vel lil tl l*U ' II ■ v:V:':':-:V;V:v: m gar s ■' ■ ’ 111 !!!!!! nimfnl jpvraai - FNi - Síðumúla : vr . Re ykjavík ' *' • Síraar 3*85 IS5 * ’t og 3-42-00 SVEFNBEKKIR Ódýrir vandaðir svefnbekkir til sölu að öldugötu 33. Upplýsingar i sima 19407. MAÍTAKtnAMLÓGMADUK AUSrUASTMÆTI é SÍMI I13U H E IMSFRÆGAR LJÓSASAMLOKUR 6 og 12 v. 7” og 5%” BÍLAPERUR, fjölbreytt úrval. Viðurkennd vestur-þýzk tegund. Heilsala — Smásala Sendum gegn póstkröfu um land allt. VU'IIII Ármúla 7. - Sími 84450 S. Helgason hf. STEINIÐJA Einholti 4 Slmar 2ÍÍ77 00 14254 WELGER HEYHLEÐSLUVAGNAR l8oE24m ÞORHF REYKJAVÍK SKÓLAVÖROUSTÍG 25 TRAKTORAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.