Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. marz 1972. TÍMINN 7 ferðar er sá, að unnt er að velja úr, þ.e.a.s. veiða fullorðinn fisk án þess að hreyfa við seiðunum. Þetta er gert með nákvæmri stjórn á straumstyrkleika og tiðni. Vel heppnaðar tilraunir hafa leitt til smiði enn öflugri tækja, sem nú er verið að koma fyrir i stórum fiskiskipum. Fjöldi þeirra skipa Sjávarút- vegsmálaráðuneytisins, sem búin eru hinum nýju tækjum, fer sivaxandi. Um næstu ára- mót munu þau verða rösklega þrjátíu. Svindlar hann í spurningaþáttum Maður nokkur Dr. Massimo Inardi, sem hefur unnið stóra sigra i spurningaþáttum i sjónvarpinu á nú yfir höfði sér málsókn. Astæðan er sú, að and- stæðingar hans, sem tapað hafa fyrir honum,telja að hann notist við fjarskynjun og hugsana- flutning, og eigi hanngengi sinu þessu að þakka. Hafa and- stæðingarnir bent á, að dr. Inardi sé doktor i sálarfræði og dulskinjunum. Stöðumælarnir nýjung í Paris Hver skyldi trúa þvi, að stöðu- mælar voru fyrst settir upp i Parisarborg i október-byrjun i haust. Þá voru settir upp 1700 mælar, og i janúarlok, þegar þeir höfðu verið i notkun i fjóra mánuði, var gefin út skýrsla um notkun þeirra. A f jórum mánuð- um höfðu komið i mælana 1.347.00 frankar, 1.570 bréf- klemmur, 890 hnappar, 755 tyggigúmmiklessur og nokkur þúsund eldspytur. Eftir þvi sem lengra leið frá þvi mælarnir voru teknir i notkun fjölgaði frönkunum, sem i þá voru settir, og draslið minnkaði. Mátti þvi sjá, að ökumenn Parisarborgar gerðu sér smátt og smátt ljóst, að þeir þurftu að borga fyrir að nota mælana og bilastæðin við þá. Fyrstu tvær vikurnar, sem mælarnir voru i notkun, var til- kynnt um 400 skemmdarverk á þeim. Þar á meðal voru þrir mælar, sem höfðu verið sagaðir niður eða brotnir., og þeim sið- an hreinlega stolið. Nú hefur mikið dregið úr skemmdar starfseminni, og þarf ekki að gera við mælana nema 80 sinn- um á mánuði. 1 febrúar og marz átti að bæta við eitt þúsund nýj- um mælum, og eru þeir allir af nýrri og fullkomnari gerð, heldur en þeir sem fyrst voru settir upp. Eiga þeir alls ekki að taka við bréfklemmum né hnöppum. Töluverð vandræði stafa af þvi, að fólk notar ekki þá peninga i mælana, sem nota á. Reyna margir að stinga 10 og 20centimepeningum i mælana i staðinn fyrir einum franka. Þó fór svo, að meiri hluti öku- manna hætti við þetta, þegar hann komst að raun um, að mælarnir hreyfðust ekki, þótt þessum smápeningum væri stungið i þá, og þar með voru peningarnir glataðir. Nokkuð hefur borið á erlendri mynt, t.d. belgiskri, en þótt undarlegt megi virðast eru þeir peningar yfirleitt meira virði heldur en frankinn. Hver vill sjá nakinn karlmann? Yfirleitt hefur þvi vist verið haldið fram, að ánægjulegra væri að sjá klæðlausa konu heldur en nakinn karlmann. Yves Saint-Laurent, maðurinn að baki Dior-tizkuhúsinu i Paris, er þó ekki þeirrar skoðunar. Þvi var það, að hann lét mynda sig allsberan og birta myndina i heilsiðu auglýsingu i frönsku blaði. Hann heldur þvi nefnilega statt og stöðugt fram, að konur vilji mjög gjarnan sjá vel- byggða karlmenn fáklædda. Hér sjáið þið myndina af tizku- kónginum. Rafmagn á veiðum. Þykkur vatnagróður, sef og trjástúfar torvelda fiskveiðar við árbakka og á grunnu vatni uppistaðna og stöðuvatna. Hins vegar eru þessir erfiðleikar ekki óyfirstiganlegir. Sovézkir vis- indamenn og hönnuðir hafa búið til allmörk tæki af gerðinni „Pelikan.” Tæki þessi gefa frá sér rafmagnshögg og með þeim má veiða 200—250 kg. á klukku- stund. Gerð tækisins byggist á „áhuga” fiskanna á rafstraumi. Strauninum er hleypt l. að for- skauti, málmstaut, sem rekinn»i vatnið. Fiskar i 1 l>/2 — 3 m ra- dius renna á „rafbeituna.” skauti, málmstaut, sem rekinn er niður i vatnið. Fiskar i 11/2 — 3 m radius ranna á „rafbeit- una.” Einn kostur hinnar nýju að- Finnskt hálsmen Lucia Tavares Petterle Braziliu, sem kjörin var Miss World á siðasta ári hlaut meðal annaarsi verðlaun hálsmen mikið og fagurt, sem kallað er Blómaveggurinn. Það var þekkt skartgripafyrirtæki i London, Booty Jewellery, sem gaf fegurðardisinni hálsmenið. Sá sem teiknaði menið er Finninn Björn Weckström, og hafa Finnar sent þessa mynd út af fegurðardísinni með hálsmenið sitt, enda eru þeir stoltir af að það skuli hafa verið Finni, sem teiknaði það. Sumir telja það reginvitleysu að giftast allri stúlkunni, þegar maður verður ástfanginn af spé- koppi. Benni litli situr i leikfangahrúg- unni sinni og lætur sér leiðast. Allt i einu segir hann við móður sina: — Mamma, veiztu, hvað ég vildi vera? — Nei. — Ég vildi vera tveir fallegir og skemmtilegir hvolpar. — Hvers vegna tveir? — Svo við getum leikið okkur saman. Binni litli er i leikskóla, þar sem ein fóstran er sérlega barm- fögur. Þegar Binni kom heim einn daginn, sagðist honum þannig frá: — Og svo vorum við i leikfimi og Stina sýndi okkur, hvernig á að standa á höfðinu,og þá datt allt i einu annað lungáð á henni upp úr kjólnum. Arið 1938 vann Júgóslavinn Ravivoji Momirski alþjóðleg verðlaun fyrir að skrifa stytztu bók i heimi. Bókin hét „Hver stjórnar heiminum?”, og inni- haldið var aðeins eitt orð: „Peningar”. — Þetta lagast með mat- reiðsluna hjá þér, elskan. Nú er maður farinn að geta séð gegnum reykinn. — Þaðvar i stórveizlu, sem einn gestanna sagði við sessunaut sinn: — Hvað, situr þú ekki hér og hámar i þig buff, og ég sem hélt, að þú værir grænmetisæta. — Já, en fyrir mér er þetta ekki buff, heldur forboðinn ávöxtur. Svo er það Hollýwoodstjarnan, sem var nýgift og eiginmaðurinn bar hana á örmum sér yfir þrösk- uldinn að hinu nýja heimili. — Heyrðu elskan, mér finnst ég kannast við þetta. Ertu viss um, að við höfum ekki verið gift áður? Loks kom að þvi að pipar- sveinninn gifti sig. Það var afar hátiðlegt kirkjubrúðkaup, og presturinn hélt hjartnæma ræðu. Nokkrum dögum seinna settist brúðguminn niður og skrifaði prestinum þakkarbréf fyrir hvað hann hefði bundið enda á ham- ingju hans með mörgum fallegum orðum. Hann hitti gamlan kunningja i bænum og bauð honum upp á biximat á næsta veitingastað. — Nei, takk, svaraði vinurinn. — Ég borða aldrei biximat á veitingastöðum, þvi þar veit ég ekki, hvað er i honum. Reyndar ekki heldur heim, þvi þar veit ég, hvað er i honum. /-8 ;i DENNI DÆAAALAUSI —Viltu meiri köku Denni? —Ef þér þykir það ekki verra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.