Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 14. marz 1972. Vinur minn hefur lanað mér bilinn sinn, og við ökum i sólarátt. bað er bjart yfir Suðurnesjum þennan sólrika góudag. Lognaldan leikur létt um flúðir og tanga Vatnsleysustrandar og fellur nær óbrotin við Stafnes, hina gömlu sögufrægu verstöð áraskipaút- gerðarinnar. Þá var þar margt um manninn og vermenn, sem þangað sóttu að norðan og austan, komu aftur heim menn að meiri og kunnu margar sögur að segja af litriku lifi i verinu. En þótt þeir timar séu nú langt aö baki, og þarna sé ekki lengur áraskipum ýtt úr vör, er margt um manninn út af Stafnesi i dag. Þar er fjöldi bila — -R-Y-ö-G. HVað er eiginlega um að vera? Siðhærður maður svarar þessari dæmalaust barnalegu spurningu minni. „Auðvitaö er fólkið að njóta góða veðursins”. Já auðvitað. Fólkið er að njóta góða veðursins. Fjölbýlismaðurinn leitar gjarna á fáfarnar slóöir, þegar hann á þess kost. Við ætlum á Laugarvatn næsta vetur. skapa sér staðfestu. Það er yzta býlið i hverfinu. Bali Vinur minn prisar góða veðrið, en ég rölti heim að Bala. Þar býr Guðmundur Guðmunds- son. Hann er fæddur á Hrauni i Grindavik. Foreldrar hans, Guð- mundur Loftsson og Guðlaug Sveinsdóttir, voru þar i húsmenn- sku. Hann var ættaður úr Lan- deyjunum, hún undan Eyjafjöllum. Seinna fluttu þau i litinn bæ þar á Hrauni, og kölluðu Hraunstún. Móðir min dó 1914. Þá fluttist ég til föðursystur minnar, Helgu Loftsdóttur, og manns hennar Daða Jónssonar, og ólst eftir það upp hjá þeim. Ég er siðgotungur, fæddur 30. okt. 1902. Konan min, Guðrún Guðmunds- dóttir, er ættuð frá Akrahóli i Hvalsneshverfi á Miðnesi. Við fórum að búa 1925 og höfum átt hér heima siðan, utan eina vertiö, árið 1936, þá vorum við i Keflavik. Héðan úr hverfinu voru á minum ungsmannsarum gerö út 3-4 áraskip, og var 10-11 manna áhöfn á hverju. Það var þvi talsvert margt um manninn á vertiðinni, þegar saman kom heimafólk og vermenn. Fóstri minn var útgerðarmaður og formaður, og hjá honum reri ég fyrst. Hér var erfitt að leggja afla á land vegna útfiris, hvergi var hægt að komast svo nærri, að skip flyti upp að skiptavelli. Fiskinn varð þvi aö setja á seii og bera hann upp á bakinu. Eftir að fóstri minn hætti, fór æeg að stunda útgerð. Eina vertið geröum við tveir félagar út áraskip — áttæring, og var ég þá formaður. En það var aðeins ein vertið, svo komu vélarnar til sölu. Fyrsta Óráðin framtið. vélin sem við fengum, var frá Sveini Egilssyni. — Gamli Ford — bilvél, sem breytt hafði verið i bátamótor. Hún reyndist ágætlega. Við höfðum svo kallaða — útgerðarmenn — það voru menn, sem við réðum upp á ákveöið kaup yfir vertiðina og tókum alla áhættu og hirtum þá auðvitað hagnaðinn, ef einhver varð, en til þess að hjólið snerist á þá sveif, urðum við að fullverka fiskinn sjálfir og fá sæmi- legan afla. Þeir sem ráðnir voru upp á hlut, kölluðust sjómenn eða hlutamenn, Flestir voru þetta sveitamenn, góðir karlar og dugandi, oft þeir sömu ár eftir ár. Aöstaða til útgerðar héðan frá Stafnesi mátti kallast sæmileg, eftir þvi sem um er að gera á þessari strandlengju. Stafnessund er bezta sundið á Miönesi, þegar frá er taliö Hamarssund i Sand- gerði. Flestir bændur höfðu bæði sjávargagn og landsnytjar kýr og sauðfé. Einkum var það po sjavar- gagnið sem verulega dró til fram- færis. Landbúnaðurinn var bú- bætir, sem gerði alla lifshætti nota- legri. — En fyrst og fremst var það sjórinn. Héðan er stutt á góð fiskimið. Nú er þetta horfin tið. Siðast var- gerð út ein trilla héðan úr hverfinu árið 1947. Þá slógum vií okkur allir saman og mönnuðum hana. Nú eru allir hættir að stunda heimræöi, en nokkrir eiga þó smátrillur og fá sér i soðið á vorin. Hrognkelsaveiði er ekki stunduö á Stafnesi. — Ekki treysti ég mér tii að spá um framtið byggðar hér. Ég hygg að skepnuhöld leggist niður, þegar þeirsem nú hafa þau hætta. En það segir ekki það sama og að byggð eyðist. Nú eiga allir bila, og skammt er að sækja vinnu i næstu verstöövar. Tveir synir okkar stunda vinnu utan heimilis. Jú, margt er dýrt nú, og peninga- gildi annað en áður var, en þó held ég að- auðveldara sé að lifa en þegar við byrjuðum búskap. Aö stotnsetja bú er mikil fjár- festing, en fullhraust og vinnandi fólk á fleiri möguleika til heimilis- stofnunar en áður var. 1 Sandgeröi er ekkert atvinnu- leysi, og afkoma fólks þvi almennt nokkuö jöfn , og betri en fyrr var. Já, við búum i næsta nágrenni við Völlinn, en sú sambúð er árekstra- laus. Viö verðum hermannanna ekki vör, þeir virðast ekki leggja leið sina hingað, og fólkið úr hverfinu sækist ekki eftir kynnum viö þá, að þvi er ég bezt veit. Hér á Stafnesinu eru fjórir bændur. Þrir þeirra hafa kýr og dálitla garðrækt, en einn lifir eingöngu á garðrækt. Fólk frá þessum heimilum stundar litið vinnu utan hverfisins. Það eru svo fáir, sem komast frá þeim búsum- svifum, sem þessi rekstur út- heimtir, þótt ekki sé hann stór i sniðunum. Það er erfitt að búa til garða nema taka þá úr túnunum, en jarð- vegurinn er vel til garðræktar fallinn, hvort sem um er að ræða gulrófur eða kartöflur, og þvi ágæt uppskera i góðum árum. Fólkinu i Stafiíeshverfi liður vel. Aö visu má kalla,að hér sé af- skekkt, og þvi dálitið einangrað lif frá degi til dags, en simi og bilar fullnægja fullorönu fólki, hvað samskiptaþörf við umhverfið snertir. Ég kveð þetta ágæta fólk i Stafneshverfinu með þeirri fullvissu, að verði fótmál min fleiri, þá hljóti leiðin að liggja þangað aftur. Vinur minn, sem hugðist skoða umhverfiö meðan ég heilsaði upp á fólkið, er setztur inn i bilinn. Svona eins og af hendingu litur hann á klukkuna, þegarég kem. Jú, það er alveg rétt. Mér hefur tekizt án þess að verða þess var, að fjórfalda þennan stundarfjórðung, sem ég kvaðst mundu verða. Og nú ökum við Stafnesveginn i átt til Sandgerðis. Skammt utan við þorpið eru tvær ungar stúlkur,. sem aka á undan sér barna- vögnum, og þeim fylgir hópur af smáfólki. — Eigið þið þessi börn? — Við, ne-hei- Við erum að passa. Og nú hlægja þær. Skelfing getur karlinn spurt heimskulega. Onnur heitir Helga Sigurðar- dóttir. Hún er i 2. bekk skyldu- námsskólans i Sandgerði og lýkur þaðan prófi i vor. Hin heitir Laufey óladóttir. Hún lauk sinu skyldunámi i fyrravor og vinnur i frystihúsi i vetur. Báðar ætla þær i héraðsskólann að Laugarvatni næsta vetur. — Hvers vegna að Laugarvatni? — ,,Ja, okkur bara langar. Við höldum að það sé góöur skóli. Og þar kynnumst viö nýju umhverfi”. Og svo kemur vorið 1973. Þá verður það bjarkailmur i Laugar- dal, sem bærir vit ungu stúlknanna. Lindahjal, sem lætur ljúft i eyra og fjallablær, sem leikur að lokkum. Hvort mun þá hafgolan, sem strýkur mosann á Miðnesheiöi og þungur niður öldunnar, sem brotnar við Stafnesstrendur seiða þær aftur heim? — Já, og nú ætla ég að hitta hann Einar góðkunningja minn á Túngötu 14 i Sandgerði. Ég er vanur að drekka þar kaffi. „Nei, hann Einar, hann er ekki heima. Hann er innfrá að spila”. „Já og pabbi lika”, bætir einn drengjanna við. Þetta eru rösklegir piltar, sem æfa bolta af kappi en eru þó fúsir til að leiðbeina ferðafólki. „Hún Kristin, konan hans Einars, — nei, hún er ekki heima heldur. Hún fór, sko, með honum”. Jæja kaffið verður að biða þangað til næst. íSandgerði Bátar á sjó? Jú, einhverjir. Og nú standa þarna fjórir ungir Sand- gerðingar tilbúnir að láta okkur i té leiðsögn sina út á bryggju. Við drifum þá inn i bilinn. Eruð þið sjómannsefni? — Ja, það er nú eiginlega allt óráðið með framtiðarstarfið, enda kannski fullsnemmt að taka fullnaðarákvörðun. Sjómaður? Jú, það gæti nú kannski verið gott, ef vel veiðist. Bakari, jú það er eiginlega betra, já hreint ágætt — og þaö munar minnstu að einn taki fullnaðará- kvörðun. En nú er þessum umræðum drepið á dreif. Við erum á bryggjunni. Jón Garðar er að koma upp að með hlaðafla af loðnu. Og ef nokkuð má ráða af svipnum, þá gæti ég bezt trúaö að bakaraefniö væri eitthvað orðið i vafa um framtiðarverksviðið. Skipstjórinn á Jóni Garöari er Ogmundur Magnússon. Hann er nú þritugur að aldri og hefur alla starfsævi sina stundað sjó. 1 þrjú og hálft ár hefur hann stjórnað þessu skipi. — Jú, það hefur gengið sæmilega siðan ég byrjaði með bátinn. Þetta er orðin ágæt vertið i vetur. Við erum núna með um 280 tonn. Við vorum ekki lengi að fá þennan afla. Liklega verið fjóra tima á miðunum. Og við eigum átta þúsund tonn i landi. Hásetahluturinn? Ég veit það ekki, liklega rúm þrjú hundruð þúsund frá áramótum. Ogmundur skipstjóri á heimili sitt i Keflavik. Hann er kvæntur maður og á þrjú börn. Við yfirgefumm bryggjuna i Sandgerði og ökum norður yfir heiðarsporðinn áleiðis til Keflavikur. Okkur verður um það hugsað, hve gjöfult hafið getur verið, ef af dugnaði er til þess sótt. Og einnig það. hvort ekki muni nokkur vandi á höndum, að vel takist val þeirra manna, sem skattleggja þessa iöju og veita þeim fjármunum út i þjóð- lifið. Fjörutiu krónur, takk — og við erum fyrir norðan járntjaldið. Já, vist vildi ég greiða talsvert vegagjald, gæti ég ekið eftir sam- bærilegum vegi heim á Strandir. Þ.M. Nýlenda Hann heitir Eirikur Eyleifsson, bóndinn á Nýlendu i Stafneshverfi, og konan hans heitir Jóna Arn- björnsdóttir. Hann hefur alizt upp i hverfinu, er fæddur á næsta bæ, sem hét Hólkot en er nú í eiöi. Hún er ættuð austan úr Landssveit og kom hingað á Suöurnesin um tvitugt. Já, að visu er hér sjaldan logn, en samt kann hún vel við sig. Það er gaman að koma heim i Landsveit- ina einstöku sinnum, en hérna á hún heima. Þaö var margt um manmnn i Stafneshverfi, þegar Eirikur var strákur, þá komu vermenn úr öllum áttum, og mikið var um að vera. Nú er öldin önnur. Af niu býlum, sem þá voru, eru aðeins fjögur i byggö. Liklega 12-15 manns heimilisfastir i öllu hverfinu. Þau búa ekki stórt Nýlendu- hjónin, enda er Eirikur öryrki. En þau hjálpast aö, svo allt gengur skipulega. Kýrnar eru sex, og þau seldu 16 þúsund litra af mjólk á siðasta ári. Sauðfé eiga þau ekki. Flug- völlurinn hefur landið, og rikið borgar tiu þúsund króna ársleigu eftir það. Þau hjón hafa átt sex börn, sem nú eru flest uppkomin. Ef til vill á hverfið einhverja framtið. A Stafnesi er ungt fólk að Þriöjudagur 14. marz 1972. TÍMINN 11 I upphafi skyldi endirinn skoða i i 1 upphafi skyldi endirinn skoða. — Þannig hljóðar ein setning áfengisvarna. Þaö er ekki úr vegi að minnast litil- lega þessa vandamáls, sem nú hrjáir þúsundir manna og kvenna, bæði hér og hjá okkur og um heim allan. Það hefur verið sett fram i riti, að sama gangi yfir hesta og bila, - að stjórnandi þeirra sé ekki fær um að stjórna þeim, ef hann er undir áhrifum áfengis. Þótt lifshættulegt sé að vera undir áhrifum áfengis undir bilstýri og oft fleiri mannslif i veöi, þá geta stórslys einnig hlotizt af fullum manni á hestbaki. Alveg sérstaklega er mönnum hætt, sem eru ekki eins hest- vanir eins og skyldi. Jafnvægisvitundin, aö fylgja eftir hreyfingum hests- ins, sjóvgast, og það svo mjögl aö oft eru það hestarnir, sem raunverulega bjarga mannin- um, þegar hann er útúr fullur og veit hvorki i þennan heim né annan. Þvi miður verðum við að viðurkenna, að alltof mikið ber á ölvuðuum mönn- um á hestamótum, sem haldin eru úti um landið að sumrinu. Og þaö svo mjög að til stór- vansæmdar er fyrir þá menn, sem vilja láta telja sig hesta- menn. Fyrir hefur það komið, aö hestamót og kappreiðar hafa farið úr skorðum frá auglýstum tima vegja ölæðis þeirra, sem áttu að stjórna. Sá löstur hefir frá ómunatið fylgt góðum hestamönnum, að þeir væru flestir of vinhneigöir. Sem betur fer eru undantekn- ingar frá þessu, og þekkt hef ég fluglagna hestamenn, sem aldrei höfðu vin um hönd og met ég þá menn að meiri. Aðkoman að stórum hesta- mótum hefur verið stundum allraunaleg, svo yfirgengilegt fylliri, að mannskemmandi er i sannleika að koma nálægt slikum mótum. Crtilokað er,að siðsamt fólk geti sofið i tjöld- um og haft það rólegt. Oft er ekki hægt að sofna dúr alla nóttina vegna óláta i . næstu tjöldum. Eitt af þvi mörgu, sem þyrfti að hafa strangt eftirlit með er, að menn séu ekki að þvælast blindfullir fram á nætur á sýningarhest- um, sem að morgni á að sýna mótsgestum. Þetta hefur alloft viljað brenna við og bera þessir hestar þess glögg merki, að þeir eru þvældir og sinnulausir eftir erilsama nótt. Hestamenn eiga að vera samtaka um aö breyta háttum þeirra,sem hafa samskipti við hesta: Án vins undir stýri og án vins á hestbaki -þá mun okkur vel farnast. Smári. Kiafmagnsveruio Samkvæmt yfirliti yfir gjaldskrár islenzkra raf- magnsveitna 1. júni 1971 var raforkuverð til almennra heimilisnota lægst á Reyðar- firði, en hæst hjá Rafmagns- veitum rikisins. Miðað við 3000 kilówatta- stunda árs notkun i þriggja herbergja ibúð ca 72 fer- metrar kostaði rafmagn með þágildandi verði kr. 6.662,00 á Reyðarfirði, kr. 7.075 á Akur- eyri, kr. 7.600 i Reykjavik og kr. 10.902 á sölusvæðum Raf- magnsveitna rikisins. Rafveitur á landinu eru alls 22 auk Rafmagnsveitna rikis- ins. Eftir þvi sem næst verður komizt, kaupa 76% þjóðarinn- ar raforku af rafveitum ein- stakra sveitarfélaga, 21,1% kaupa orkuna af Rafmagns- veitum rikisins 2,4% fá raf- orku frá einkarafstöövum og 0,5% njóta engrar raforku. Rúmlega fimmti hluti þjóðar- innar býr þvi við verulega óhagkvæmari kjör i raforku- xaupum en meginþorri þegn- anna. Meðaiverð á ársnotkun samkvæmt áður gefnum for- sendum var kr. 2,62 pr. kw- stund hjá rafveitum sveitar- félaganna, en kr. 3,64 hjá Raf- magnsveitum rikisins. Er þá verð rafmagnsins 39% hærra til heimilisnota en meðalverð hjá öðrum rafveitum og 64% hærra en rafmagnsverðið, þar sem það er lægst. Sé heildar ársnotkun borin saman sést/að sá, sem kaupir rafmagn sitt af rikisrafveitun- um, greiðir kr. 3.0.42,00 meira á ári fyrir áðurnefnda notkun heldur en meðalverð er hjá rafveitum sveitarfélaganna og kr. 4.240,00 meira en sá, sem ódýrast rafmagn kaupir. Þetta jafngildir rúml. kr. 350,00 á mánuði á hæsta og lægsta verði, drýgir tekjur þess,sem bezt er settur um þessa upphæð, skattfrjálsa. miöað við þann, sem dýrast kaupir. I reynd getur mismun- ur verös á þessari einu neyz.lu- vöru jafngilt um fjögur til fimm hundruð kro'na mismuni á mánaöarkaupi eftir þvi, hvar menn eru staðsettir, Er þá einungis miðað við mjög takmarkaða notkun til heimilisþarfa. Þeir, sem engrar raforku njóta frá samveitum, kosta flestir ærnu fé og erfiði til framleiöslu á meira og minna ófullkomnum orkugjafa. Um vanda þeirra verður ekki nán- ar rætt að sinni. En tilefni þessara lina er að vekja at- hygli á einum þætti þess að- stöðumunar, sem fólkið i land- inu býr við. Stórvirki hefur þegar verið unnið i dreifingu raforku um landið, á þeim timum, sem kaupgjaldsmunur eftir lands- hlutum þykir fráleitur.Er ekki úr vegi að hyggja að öörum þáttum/Sem or saka efnahags- Tegt og félagslegt misrétti. A þvi sviði þarf enn höndum til að taka i rafmagnsmálunum. Þvi fyrr þvi betra. Ingi Tryggvason. Skipstjórinn á Jóni Garðari. deila við forstjóra Eskifjarðarút- gerðar um taprekstur, það hlýtur að verða tekið til rækilegrar athugunaraf öðrum en mér, hvað tap er á viðkomandi útgerð. Það sem gerzt hefur á þessum tveim stöðum með tilkomu þessara skipa, er i fyrsta lagi það, að atvinna er stórum stöðugri en áð- ur var, það eitt réttlætir kaupin i fyrsta lagi. Mig langar til þess að athuga svolitið hvernig fjár magnið skiptist, sem læst fyrir afla skipanna og styðst ég þá við áætlun formanns L.I.ú. Kristjáns Ragnarssonar. Tek ég þá þann liðinn, sem mér þykir liklegastur til þess að svara til þess afla, sem hin umræddu skip hafa fiskað miðað við ársút- gerð, en þó Kristján miði þar við aðeins stærri skip, þá breytir það ekki þvi sem gerzt heíur á þeim tveimur skipum, sem gerð hafa verið út um eins árs skeið. Ég tel réttasta viðmiðunin sé þar sem Kristján gerir ráð fyrir 3000 lesta afla og brútto tekjur skipsins séu rúmar 48 milljón kr. Framhald á bls. 19 Þriðjudaginn 15. febrúar 1972 var meðal annars i þættinum Sjónarhorn, viðtal við framkv. stj. L.I.Ú. Kristján Ragnarsson. Sá hluti þáttarins, sem um þetta efni fjallaði,hófst með eftir- farandi inngangi: „Kapp cr bezt með forsjá, er gamalt máltæki. Ýmsum hefur komiö þetta i hug nú upp á siðkastið, þegar skut- togarakaup eru i algleymingi og islenzkir útgerðarmenn hafa ák- veðið kaup á 43 nýjum skuttogur- um, bæði innan lands og utan. Þetta er fjárfesting á um það bil fimm milljarða króna samtals, en áætlað er, að innfluttu skipin komi til landsins á næstu tveim árum. Núverandi rikisstjórn hefur veitt samþykki sitt fyrir sjálfskuldar- ábyrgð vegna kaupa á ellefu tog- urum, en fyrrverandi ríkisstjórn veitti leyfi fyrir kaupum á átta nýjum skipum og þremur notuð- um skuttogurum. Samningar um kaup annarra skuttogara eru með fyrirvara um samþykki rikis- stjórnar. En það viröist fyrst nú, eftir að öll þessi kaup eru gerö, aö menn fara alvarlega að kanna rekstrargrundvöll slikra skipa. Fyrsta áætlunin af sliku tagi, sem opinberlega er birt, - kom fram á fundi áhugamanna um sjávarút- veg i Reykjavik i siðustu viku”. Sá, sem gerði þessa áætlun, er frkv. stj. Landssambands islenzkra útvegsmanna Kristján Ragnarsson. Mörg eru þau orð og leizt sjónvarpsmönnum ekki á blikuna, enda fluttu þeir í upphafi varnarorð, engu llkara en um stórhættulegt málefni væru um að ræða. Við hverju er svo sjónvarp- ið aö vara i upphafi þáttarins, þaö er að vera við hversu stórhættu- legt þaö sé að gera út svonefnda skuttogara. Mér hefði fundizt eölilegra aö Sjónvarpið hefði látið framkv.stj. útvegsmanna einan um þá skoðun, að þessi atvinnu- vegur væri viðsjárverður. Fróðlegt væri aö spyrja fólk álits á þeim stöðum, sem notið hafa þess aö slik skip eru gerð út. A siöastliönum vetri voru keyptir tveir skuttogarar af minni gerö , en um er rætt i skýrslu K.R.. Skip þessi hafa fiskað ágætlega, en ýmislegt hefur tafið þau frá veið- um, má þar nefna, að bv. Hólmatindur var frá veiðum vegna bilana um sjö vikna tima. Svo vel hefur til tekizt með út- gerö þessara skipa að á betra verður vart kosið. Ekki mun ég Jón Garðar kemur að landi I Sandgerði með fullfermi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.