Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.03.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 14. marz 1972. TÍMINN 19 Var hægt að landa 2 þús. tonnum í fullar þrær? ÞÓ-Reykjavík. „Sannleikurinn er sá, að ekki hefur verið hægt að fá neinar upp- lýsingar um löndunarmöguleika i Reykjavik frá 24. febrúar, að undanskyldu 1500 tonna þróar- rými, sem gefið var út laugar- daginn 4. marz”. Þetta segja skipstjórarnir á Helgu Guðmundsdóttur BA og Súlunni EA, þeir Filip Höskuldsson og Hrólfur Gunnarsson i svari sinu við þau skrif, sem fram komu i einu dagblaðanna 11. marz. Skipstjórarnir segja, að 5. marz hafi flotinn verið á veiðum við norðanverðan Faxaflóa. Upp úr hádegi fóru bátar að leita upp- lýsinga um löndun i Reykjavik, um Grandaradió. Fengust þá þær upplýsingar hjá framkvæmda- stjóra loðnuverksmiðjanna i Reykjavik, Jónasi Jónssyni, að ekki væri tekið á móti loönu i Reykjavik. Hálfri klukkustund siðar kemur svo tilkynning frá Jónasi, gegn- um Grandaradió, þar sem sagt var frá þróarrými og lesnir upp sex bátar, sem fengið gætu lönd- un. Vitað var að sumir þeir bátar, sem lesnir voru upp, höföu ekki fengið afla til að fara til lands, þegar tilkynningin kom út. öðrum bátum, sem voru á leiö til lands með fullfermi, var synjað um löndun. Lýsir þetta vel vinnu- brögðum framkv. stjórans, sem ekki virðist fylgjast betur með Glatt tónlistarlíf á Isafirði SB-Reykjavik. Tónlistarskóli Isafjarðar hélt nýlega miðsvetrartónleika, þar sem flestir nemendur skólans, sem i vetur eru 120, komu fram. 1 skólanum er kennt á fiðlu, blásturshljóðfæripianóo.fl. hljóð- færi. Söngkennari skólans er Hanna Bjarnadóttir, og á laugar- dagskvöldið héldu söngnemar kvöldvöku, þarsem fram komu 12 nemendur og sungu einsöng og tvisöng. Undirleikari var Kolbrún Sæmundsdóttir. Skólastjðr'i tón- listarskóla Isafjaröar er Ragnar H. Ragnar. gangi verksmiðjanna, en að 2000 tonna þróarrými myndist á hálfri klukkustund, en afköst verk- smiðjanna beggja er 1000 tonn á sólarhring. Þar sem verðlagning var byggð að nokkru á greiðslu úr verð- jöfnunarsjóði og i þann sjóð hefur verið tekið af loðnuafla siðustu ára, er óeðlilegt að bátum sé mis- munað um löndun. í lok svargreinar sinnar kref- jast skipstjórarnir þess, að fá að vita, hvernig hægt hafi verið að landa yfir 2000 tonnum I fullar þrær, og spyrja um leið. Var nóg þróarpláss? Þá segir, að rétt sé að taka fram, aö ófremdarástand hafi rikt i löndunarmálunum undan- farin ár, þó aðallega Suðvestan- lands og i Vestmannaeyjum. Ur verinu Framhald af bls. 11. Hlutur áhafnar kr. rúml. kr. 14.5 millj. Hlutur tryggingafélaga kr. rúml. kr. 5.0 millj. Hlutur oliufélaga kr. rúml. kr. 4.8 millj. Hlutur bæjar og sveitafél. opin- ber gjöld áhafnar 6.0 millj. Þetta eru þeir, sem stærstan hlutannn taka af þvi, sem aflast fyrir utan hlut frystihússins. Ætla má/ að hráefnisverð megi þre- falda til fullvinnslu og ef svo er yrði um gjaldeyristekjur að ræða, sem næmu á milli 145 og 150 millj. kr. Hvað verður svo úr þeim gjald- eyri, sem skapazt hefur við þenn- an tiltekna afla, sem hér hefur verið um rætt. Innflutningurinn nýtur alls þess gjaldeyris, sem fæst fyrir sölu af- urða. 1 fyrsta lagi eru keypt skip, i öðru lagi eru keyptar rekstrarvörur eða hráefni til þeirra, siðan kemur til allskonar varningur, i mismunandi háum tollaflokkum, og verða þær nokk- uð margar krónurnar, sem rikis- sjóður fær að lokum af þeirri upp- hæð, sem skapast við útflutnings- framleiðsluna. Allt útlit er fyrir, að enn um sinn verði sjávarút- vegurinn aðalatvinnuvegurinn og sá, sem gefur drýgstar gjald- eyristekjurnar. Það sem á hefur vantað er, að ekki hefur verið skipulögð vinnslan og af þeim sökum orðiðminna úr aflanum en ella. Meðal annars er svo háttað með fiskverðið hér, að nýting er ekki sem skyldi, hráefnisverð þyrfti að vera svipað og er hjá nágrannaþjóðunum, þá væri ekki eins slæm útkoman hjá útgerð- inni, en mér virðist að vanti nokk- uð á,að verðlag á ferskum fiski sé það sama og hjá nágrannaþjóð- unum. Ég ætla að minna á það enn einu sinni, aö verð á þorski hjá Færeyingum er nú yfir 20 kr. en er hér rúmar 14 kr. Ingólfur Stefánsson. Þriðjudagsgrein Framhald af bls. 9. vörur úr mjólkinni, og þau þvl hlotiö óhagræði af mjólkursöl- unni, sem auövitaö veröur ein- hvernveginn að bæta þeim. Mjólkurframleiösla er viö- kvæm og vandasöm fram- leiðslugrein, sem ekki má verða fyrir truflandi áhrifum, og löggjafarvaldiö veröur að gæta mikillar varkárni viö lagasetningar af hvaöa tagi sem eru, ef i þeim leynist eitt- hvaö þaö, sem getur valdiö neikvæöum áhrifum i þ essari framleiðslugrein, en hún mun á næstu tímum eiga i vök aö verjast eins og hér hafa veriö færð nokkur rök að, en þar bætist einnig viö nýgerð stytt- ing vinnutimans, sem fyrir- sjánlega veldur nokkrum erfiöleikum i landbúnaöinum, aö minnsta kosti um nokkurt skeið. Sem dæmi um þaö, hvernig horfir á þessu sviði, má til enn frekari áherzlu nefna, aö mjólkurframlcið- endum á Suðurlandi austan Hellisheiöar hefur fækkaö á siðustu 10 árum yfir 200, og mjólkurmagn stendur i staö þrátt fyrir mjög aukna rækt- un. A sama tima hefur neyt- endum á Faxaflóasvæðinu fjölgað um yfir 20. þúsundir. Er þvi ekki að furöa, þótt skortur sé oröinn á mjólk, rjóma og skyri á þessu svæöi helminginn af árinu, eins og nú er að verða. Bændur munu yfirleitt vænta sér nokkurs góðs af nú- verandi rikisstjórn og þeir treysta þvi, aö hún geri ýmsar ráðstafanir til aö styrkja stööu landbúnaöarins og tryggja at- vinnufrelsi og viðunandi hag bænda og gefi ungu kynslóð- inni trú, von og möguleika til aö taka viö i bændastétt og yrkja jaröir feðra sinna og þjóna á þann hátt skyldum viö ættjöröina og samtiö sina. Opið bréf Frh. af 8. siðu. Það er einmitt þessu fólki, sem er smalað saman til að Kjósa rikisstjórnina. Svo sjást launin. Það er nógu erfitt fyrir þetta fólk að rifa sig i burtu og á sjúkrahúsin, þó að það hefði launin, hvað þá til að missa þau. Það á að breyta þessu, þannig að fólk, sem flytur á sjúkrahús, hafi þó vasa- peninga, svo að það geti að minnsta kosti keypt fötin utan á sig. Það má ekki minna vera. Sig. J. Skeiðará Framhald af bls. 1. Siðast var Skeiðarárhlaup árið 1965. Hófstþá hlaupið 16. ágúst og var i hámarki um mánaðarmótin ágúst-september. Þá byrjaði ekki verulega að sjatna i ánni fyrr en 10. september. Ragnar taldi Skeiöará meö öllu ófæra bllum núna, en farið var á bllum yfir ána á laugardag. Bergur Lárusson var einn af þeim, sem fór yfir Skeiðará á bíl á laugardaginn. Hann hafði þá ver- ið austur við Skaftafell i málmleit með félögum sinum. Bergur sagði, er við ræddum við hann, að hann væri sama sinnis og Ragnar, um að hlaup væri i aðsigi. Þegar Bergur og félagar hans fóru autur yfir i sið- ustu viku, hafði verið rigning, og áin þvi skollituð eins og að sumarlagi. Stuttu eftir að þeir voru komnir i Skaftafell stytti upp og hélzt þurrviðri allan timann sem þeir voru i Skaftafelli. ,,Á þessum tima, sem við vorum i Skaftafelli, hefði áin átt að minnka og skolliturinn að hverfa”, sagði Bergur. Það gerð- ist ekki, og virtist hún heldrr vaxa t.d. mátti alls ekki vera meira i henni til að bilarnir kæm- ust aftur vestur yfir. Gllllskipið rrh. á bls. bls. 1. flest sem bendir til að þetta sé akkerið, sagði Bergur. Við leitina á sandinum var nú notaður nýr segulmælir, sem er frá varnarliöinu, og voru tveir varnarliðsmenn með i förinni, en báðir eru þeir þaulvanir i málmleit. Bergur sagði, að ekki yrði leitað meira á næstu dögum, enivor yrði fariðað leita að skipinu af fullum krafti. Iþróttir Frh. af 17. siöu. vorheimsóknar i ár. A fundinum voru lagðar fram þrjár tillögur um fyrirkomulag heimsókna á næsta timabili, og verður hér sagt frá þeim i stuttu máli. Tillaga I: Að hafa sama hátt á heimsóknunum og undanfarin ár, t.d. að i ár fengi KR vorheimsókn og Þróttur miðsumarheimsókn, og næsta ár fengi Valur vorheim sókn og Ármann miðsumarh. o.s.f.v. Tilla^a II :■ Ein sameiginleg heimsokn á sumri: 1973 Ármann — Fram 1974 Valur — Þróttur 1975 Vikingur — KR 1976 Hrönn — IR— Fylkir Tillaga III: K.R.R. sjái um allar erlendar heimsóknir. Þó geti einstök félög sótt um leyfi fyrir heimsóknum á þeim tima, sem miðsumarsheimsóknir hafa verið. Ef K.R.R. hefði séð um heimsókn æti hagnaður eða tap að skiptast milli aðildarfélaganna. Tillögurnar voru mikið umræðuefni og voru ekki allir á sama máli þar — en endirinn varð sá, að gengið var til leynilegra kosninga — tillaga II hlaut flest atkvæði, 28, tillaga I hlaut 7 at- kvæði og tillagá III þrjú. atkvæði. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.