Tíminn - 16.03.1972, Page 6

Tíminn - 16.03.1972, Page 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 16. marz 1972. Alþjóðlegur varaflug- völlur á Norðurlandi ? Þingsályktunartillaga um það frá Inga Tryggvasyni EB—Reykjavik. Fram er komin á Alþingi þingsáiyktunartillaga um að rikisstjórninni verði falið að láta fara fram könnun á gagnsemi þess og hagkvæmi, að gerður verði alþjóölegur varaflugvöllur á Norðurlandi. Ennfremur er lagt til, að Alþingi heimili rfkisstjórn- inni að hefja undirbúning fjár- magnsútvegunar og fram- kvæmda ef niðurstööur kön- nunarinnar verða jákvæðar. — Flutningsmaður þessarar tillögu er Ingi Tryggvason, sem nú situr á Alþingi i forföllum Gisla Guð- mundssonar. Greinargerðin sem fylgir tillög- unni er svohljóðandi: „Undanfarin 20 ár hefur annað slagið verið rætt um nauðsyn þess, að geröur veröi alþjóðlegur varaflugvöllur á noröanveröu landinu til bættrar afkomu fyrir Islenzka millilandaflugið og aukins öryggis fyrir allt flug um norðanvert Atlantshaf. Ekki hef- ur þó oröið úr framkvæmdum, en gerðar hafa verið athuganir I þessu efni, sem jákvæðar eru fyrir gerð millilandaflugvallar á austanverðu Norðurlandi. Komi inn i heildarskipulag ferðamála Fyrirhuguð áætlun um fjárfest- ingu i ferðamálum flýtir fyrir nauðsyn þess, aö tekin verði ák- vörðun um framtiöarskipan millilandaflugþjónustu i landinu. Er eðlilegt, að gerð alþjóðlegs varaflugvallar á Norðurlandi komi inn i heildarskipulag ferða- mála. Þá er einnig rétt að kanna áhuga þeirra, sem hagsmuna eiga að gæta i sambandi við áætlunarflug um norðanvert Atlantshaf, fyrir varafl'ugvelli á islandi og leita eftir fjárhagsleg- um stuöningi þeirra i formi fram- lags eða lána, ef sliks er kostur og hagkvæmt þykir. Ingi Tryggvason. Aukið jafnvægi í ferðaþ. Gerð alþjóðlegs varaflugvallar á Noröurlandi mundi hafa i för meö sér aukið jafnvægi i ferða- þjónustu i landinu. Norðaustur- land hefur mikiö aðdráttarafl fyrir ferðamenn, og liklegt er, að alþjóölegur flugvöllur á Norður- landi yröi ýmist komu- eöa brott- fararstaður erlendra og að ein- hverju leyti innlendra ferða- mannahópa. Er tvimælalaust hagur aö þvi fyrir þjóðina i heild, að uppbygging ferðaþjónustu beinist ekki um of að takmörkuðu svæöi, suðvesturhorni landsins. A Norðausturlandi er myndarlegur visir aö feröáþjónustu' sem eðli- legt er og vafalaust hagkvæmt að efla. Batnandi samgöngur á landi stækka óðum það svæði, sem gæti verið i beinu sambandi við vel staðsettan millilandaflugvöll og veitt þá þjónustu, sem slikur flug- völlur krefst. Meira farþegaflug um Keflavík. Alþjóðlegur varaflugvöllur á Norðurlandi mundi auka öryggi SKÁKKEPPNI STOFNANA fer fram I veitingahúsinu i Glæsibæ, dagana 5,10,12, 17. og 24. aprll nk. og hefst téöa daga kl. 20.00. Tefldar verða 7 umferöir eftir MONRAD-kerfi. Mótinu lýkur 24. april með verðlaunaafhendingu og hraðskákkeppni. Hver sveit skal skipuð 4 aðalmönnum og 2 til vara. Skákstjóri verður Her- mann Ragnarsson simi 20662 á kvöldin. Þátttökutil- kynningar sendist I pósthólf 5232 ásamt þátttökugjaldi, krónum 2.000.00. Öllum fyrirtækjum á Reykjavíkursvæö- inu er heimil þátttaka. TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR STARF Staða bæjarritara á bæjarskrifstofunum á Akranesi er auglýst laus til umsóknar. Próf 1 lögfræði eða viðskiptafræði er æskilegt. Fjölbreytt verkefni og góð laun I boöi. Umsóknarfrestur er til 13. april n.k. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist undir- rituðum, sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið. 13. marz 1972 Bæjarstjórinn á Akranesi. islenzka millilandaflugsins og bæta samkeppnisaðstöðu þess. Ef slikur flugvöllur gæti enn fremur stóraukið flugumferð um Kefla- vik, væri fundinn fjárhagslegur grundvöllur fyrir gerð sliks flug- vallar. Sérfróðir menn telja að stað- setning varaflugvallar á Norður- landi mundi beina auknum straumi farþegaflugs um Kefla- vik vegna aukins öryggis og sparnaðar i flutningi eldsneytis og þvi sé sennilegt, að slikur flug- völlur stórbæti rekstrarafkomu Keflavikurflugvallar. Þannig er liklegt, að gerð alþjóðlegs flug- vallar á Norðurlandi mundi ekki aðeins orka til atvinnulegrar upp- byggingar i nágrenni sinu, heldur og til eflingar flug- og feröamála- starfsemi i landinu i heild. Til slikra athugana þar vel aö vanda. Athuga þarf þvl, hvort ekki sé hagkvæmt að fjármagna sam- eiginlega fyrirhugaðar umbætur á Keflavlkurflugvelli og gerð al- þjóölegs varaflugvallar á Norð- urlandi. Ef honum yrði valinn staður þar, sem ódýrast er aö gera hann, — og þó öruggt land- fræðilega og veðurfarslega, — mundi gerð flugvallarins og nauðsynlegustu flugstöðvar- bygginga tæpast kosta nema sem svarar andviröi tveggja nýrra skuttogara. Það, sem farið er fram á i þingsályktunartillögu þeirri sem hér er lögð fram, er at- hugun á þvi, hvort slik fram- kvæmt væri þjóðhagslega hag- kvæm eða ekki. Til sllkra athug- ana þarf vel að vanda, og á miklu veltur fyrir þróun flugumferðar og feröaþjónustu, að athöfn fylgi athugun, ef jákvæö niöurstaöa fæst”. Virkjun Jökulsár eystri. Magnús Kjartansson, iðn- aðarráðherra, sagði á fundi sameinaðs þings s.l. þriðju- dag, aö menn hjá Orku- stofnuninni hefðu tjáð sér, að hæpið væri að virkja Jökulsá eystri ef um Norðurland eitt væri að ræða sem markað. Þá sagði ráðherrann meðal an- nars i sambandi viö raforku- mál Norðurlandskjördæmis vestra, að kostnaður við aö leggja háspennulinu frá Akur- eyri til Sauðárkróks væri áætl- aður kr. 80 millj. Ráðherrann fjallaði um þetta mál, er á dagskrá var tillaga frá Sjálfstæðisflokks- þingmönnum um virkjun Jökulsár eystri. Landhelgissjóöurinn veröi efldur. Jóhann Hafstein og átta aðr- ir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fyrir neðri deild Alþingis svohljóðandi lagafrumvarp um breytingu á lögum nr. 25. frá 22, april 1967, um Landhelgisgæzlu tslands: „17 gr. laganna orðist svo: 1 Landhelgissjóð tslands skal renna sektarfé að and viröi upptækra verðmæta vegna brota gegn fiskveiði- löggjöfinni, og enn fremur björgunarlaun, svosem segir I 12. gr. Rikissjóður leggur Land- helgissjóði til árlegt framlag, 50 millj. kr., I fyrsta sinn á árinu 1972. 18. gr. laganna oröist svo: Sjóðnum skal varið til hvers konar tækjabúnaðar Land- helgisgæzlunnar til gæzlu fisk- veiðilandhelginnar og björgunarstarfa, svo sem til kaupa á varöskipum, flug- vélum og öðrum tækjum hlið- stæðum eða i tengslum við fyrrgreint hlutverk”. Endurskoðun hafnalaga lokiö. Hannibal Valdimarsson, samgönguráðherra, upplýsti á Alþingi s.l. þriðjudag, að nefnd sú, sem unnið hefur að endurskoðun hafnalaga, hefði lokið störfum fyrir skömmu og væri búin að skila áliti sinu. Sagði ráðherrann að frum- varp til nýrra hafnalaga yrði lagt fram á þessu þingi. Ráðherrann skýrði frá þessu, vegna fyrirspurnar frá AlexanderStefánssyni (F) um þetta efni. Skóla frumvörpin i byrjun næsta þings. A þriðjudag spurði Gylfi Þ. Gislason (A) um frumvörpin um grunnskóla og skólakerfi, sem fyrrverandi rikisstjórn lagði fyrir siðasta þing. Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, sagöi að frumvörp um þessi mál yrðu lögð fyrir Alþingi, þegar það kæmi saman á nýjan leik i haust. Rikisstjórn hefði i sumar ákveðið að leggja ekki fyrir þetta þing grunnskóla- grumvarpið, og þar sem frumvarpið um skólakerfi væri svo nátengt fyrrnefnda frumvarpinu hefði þurft að láta það biða einnig. Ráð- herrann sagði, að allt fram á siðustu viku hefði mennta- málaráðuneytinu borizt um- sagnir um grunnskóla- frumvarpið. Yrði brátt skipuð nefnd til þess að endurskoða frumvarpið. Væri nauðsynlegt að taka ýmis ákvæöi þess til rækilegrar athugunar áður en það yrði lagt fyrir Alþingi. Nýr veghefill á utanvert Snæfellsnes. Vegna fyrirspurnar frá Alexander Stefánssyni (F) upplýsti Hannibal Valdimars- son, samgönguráðherra, á Alþingi s.l. þriðjudag að Vega- gerð rikisins hefði nú pantað nokkra nýja veghefla og kæmu þeir til landsins nú i vor. Yrði þá unnt að staðsetja veghefil á utanverðu Snæfells- nesi, en sem kunnugt er hefur verið brýn þörf á að hafa veg- hefil þar, sem Alexander minnti á, þegar hann bar fram fyrirspurnina. Þá spurði Alexander einnig um þaö, hvort unnt væri að fá þangað vestur fullkomna grjótmulningsvél. Sagði sam- gönguráðherra, að ekki væri unnt að taka ákvörðun um það, fyrr en vitað væri um fjárveitingu til þessara mála. Ennfremur sagði ráðherr- ann vegna fyrirspurnar frá Alexander Stefánssyni, að endurbætur á flugvellinum á Gufuskálum væri ekki á fram- kvæmdaáætlun enn, þar sem meira aðkallandi verkefni sætu fyrir. —EB TRYGGINGAKERFIÐ VERÐI GERT EINFALDARA, ÓDÝRARA OG RÉTTLÁTARA EB — Reykjavik. Björn Pálsson (F) hefur lagt svohljóðandi tillögu fyrir Sameinað Alþingi um en> urskoðun á tryggingakerfinu: „Alþingi ályktar aö fela rikis- stjórninni að láta endurskoða tryggingakerfið I heild I þeim til- gangi aö gera þaö einfaldara, ódvrara oe réttlátara. Eftir- farandi atriða sé einkum gætt: 1. Afnumið sé hið tvöfalda lög- boðna örorku— og lifeyrissjóða- kerfi, þannig að einn sameigin- legur lifeyrissjóöur sé fyrir alla landsmenn. Miðað skal viö, að upphæð fullra örorkubóta og lifeyrisbóta eftir 67 ára aldur geti numið allt að 2/3 af venjulegum starfslaunum, hafi bótþegi engar aðrar tekjur, en lifeyrir sé nokkuð lægri, ef um aörar tekjur er að ræða. 2. Tryggingakerfið sé fjár- magnað annaö tveggja af rikis- sjóði að öllu leyti af rikissjóði og iðgjöldum einstaklinga. Verði siðari kosturinn valinn, skulu at- vinnurekendur greiða ákveöna prósentu af nettótekjum, en laun- þegar og vinnuveitendur sam- Björn Pálsson eiginlega tiltekna prósentu af vinnulaunum og sé miðað við dag vinnu og kauptryggingu sjó- manna. 3. Þá lifeyrissjóði, sem til eru, sé heimilt aö hafa I vörzlu þeirra aöila eöa stéttarsamtaka, sem sjá um þá nú, og skal ávaxta þá og nýta á hagkvæman hátt fyrir við- komandi aðila. Rikisvaldið skal hafa eftirlit með starfrækslu þeirra og verðtryggja ef unnt er. 4. Takist eigi samkomulag um afnám iðgjalda til lögboöinna lif- eyrissjóöa stéttarfélaga, vegna þess að þeir séu álitnir nauð- synlegir til öfluna lánsfjár, þá verði frekar horfið að þeirri leið aö afla lánsfjár meö þvi að skylda einstaklinga á aldrinum 37 — 62 ára til að kaupa sparimerki, hliö- stætt þvi sem ungt fólk gerir nú. Miðaö sé við 10% af venjulegum vinnulaunum. Sparimerki skal verðtryggja og endurgreiða eftir ákveðnum reglum eigendum þeirra, eftir að þeir hafa náö 67 ára aldri. Sé eigandi sparimerkja látinn, áður en þau eru að fullu greidd, skal innistæða hans ganga til erfingja eftir sömu reglum og aðrar eignir.” Með þessari tillögu fylgir afar löng og itarleg greinargerð, sem rúmsins vegna er ekki unnt að birta hér.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.