Tíminn - 17.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Fært yfir Möðrudals- f jallgarð í allan vetur JK- Egilsstööum. Einmuna tíðarfar hefur verið hér á Héraði síöan um áramót þó að all úrkomusamt hafi verið og rignt mikiö. Nú siöustu daga hefur veriö þurrt og allhvasst. Mikið hefur þornað til. Allir verið eru nú værir og klaki vlða farinn úr vegum hér um slóðir. Til Húsavlkur var farið á jeppa um helgina og var blllinn aðeins fimm tima frá Egilsstöðum til Husavikur, og er vegurinn eins og að sumardegi. Möðrudalsfjall- garður mun hafa verið fær i svo til allan vetur. Vekur það furðu manna hér um slóðir, að vega- gerðin virðist forðast að geta þess, að þessi fjallvegur sé fær. Virðist vera farið með þetta mál eins og mannsmorð og ekkert ætl- azt til að það fréttist. Þó að færð sé talin upp á öllum vegum lands- ins, þá er aldrei minnzt á Möðru- dalsfjallagarð, sem er n nú einu sinni einu fjallvegurinn milli tveggja landshluta. A Héraði er fært frá innstu dölum til sjávar, og er algjörlega snjólaust, þannig að elztu menn muna ekki annað eins. Feiknaleg hreindýrahjörð er fyrir innan bæinn Húsey I Hróars- tungu. Bærinn er yzti bær I Tung- unni og virðast dýrin, sem verið hafa þarna alllengi, kunna vel við sig úti við sjóinn. FROSTLAUS JÖRÐ BJARGAR VEGUNUM ÞÓ-Reykjavik. Engar teljandi skemmdir hafa orðið á vegum hér sun- nanlands I urhellinu, sem ver- ið hefur slðastliðinn sólar- hring. Starfsmenn hjá Vegagerð- inni sögðu, að nokkrar litlar aurskriður hefðu fallið I Hval- firði, en þær væru ekki til trafala. Þar sem frost er ekk- ert I jörðu, hefur regnið sigið mun fyrr I jörðina, og þar at leiðandi situr miklu minna vatn uppi, en ella. Dagskrá út- varps og sjón- varps fylgir með blaðinu Sjómaður úr Eyjum fluttur í lífshættu á sjúkrahús í London Varnarliðsflugvél fór með klukkutíma fyrirvara með manninn ásamt læknum KJ.-ÞO-Reykjavik. 21 árs gamall skipverji á einum Vestmannaeyjabát- anna slasaðist mjög mikið laugardaginn 5. marz, er hann lenti I spili bátsins, sem hann var á. Maðurinn var strax sendur með sjúkraflugvél til Reykjavikur, þar sem aðgerð vargerðá honum. Leið honum sæmilega þangað til i gær, að I ljós kom að aðalslagæðin við hjartað var rifin og hætta á að hún rifnaði alveg inn að hjart- anu. Ekki var hægt að fram- kvæma aðgerð á honum hér á landi, og var leitað til varnar- liðsins á Keflavikurflugvelli með flugvél. Brást varnarliðið fijótt við og gat með stuttum fyrirvara sent hraðfleyga flutningavél ef gerðinni C-130 Herkules með manninn til London en þar átti að fram- kvæma aðgerð á honum I gær- kvöidi. Grétar Ölafsson, læknir á Landsspitalanum, sagði I gær, að tveir læknar, þeir Arni Kristinsson og Jón Hallgrims- son hefðu farið með mennin- um til London. Herkules vélin fór frá Keflavik kl. 15 I gær og var reiknaö með 3 tima flugi til Norphstop flugvallar við London, en þaðan var maður- inn fluttur á Hammersmith sjúkrahúsið, þar sem aðgerð- ina átti að gera i hjarta og lungnavél. Grétar sagði, að engin hjarta- og lungnavél væri til á Islandi, en bráðnauðsynlegt að hún kæmi sem fyrst. Þegar flugvélin kom til Norphstop herflugvallarins biðu þar læknar og sjúkrabill. Herkulesvélin, er sennilega stærsta flugvél, sem notuð hefur verið I sjúkraflug á tslandi. Þessi mynd var tekin, er verið var að fara með sjúklinginn um borð I vélina. Ijósm. Heimir Stigsson. Skattafrum- varpið sam- þykkt í gær Tekjustofnafrumvarpið afgreitt í dag EB—Reykjavík. Tekju- og eignarskattsfrum- varpið var samþykkt á Alþingi siðdegis I gær við lok umræðna um það lefri deild þingsins. Vonir stóðu til um, að hægt yrði sömu- leiðis að afgreiða frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga á Alþingi i gær, en þar eð tals- verðar umræður urðu enn um það I þinginu, og stóðu til kvöids, var ákveðið að fresta þvi til morguns. Hins vegar afgreiddi neðri deild frumvarpið I gærkvöldi. Þar eð neðri deild hefur gert litillegar breytingar á tekju- stofnafrumvarpinu þarf að senda það aftur til efri deildar, sem af- greiddi það fyrir nokkrum dögum. Verður ein umræða um frumvarpið i efri deild I dag og hefst þingfundur þar kl. hálf tvö, eða hálfum klukkutíma fyrr en venjulega. Er það gert til þess að efri deild veröi búin að afgreiða frumvarpið, áður en fundur hefst I Sameinuöu Alþingi kl. 2. Bryggjurnar í Grindavík fóru á kaf í miklu flóði Stærsta flóð sem komið hefur í Þorlákshöfn ÞÓ-Reykjavik. Gifurleg flóð voru I Grindavik og Þorlákshöfn i gærkvöldi. Allar bryggjur I Grindavik fóru i kaf, og mun sjórinn hafa verið I 1 metra hæð yfir bryggjum I Grindavík, er flóðið var mest. Flóðhæðin náði hámarki, á sjötta timanum og var þá algjör- lega ófært eftir bryggjunum og hefði getað farið illa, ef ekki hefði verið frekar lygnt á höfninni. Guðsteinn Einarsson frétta ritari Timans I Grindavik sagði, að ekki væri vitað um tjón af völdumflóðsins, en menn gerðu ráð fyrir, aö það væri eitthvað, en þo ekki eins mikið og varð i flóð- inu fyrr i vetur. Netabátarnir hafa ekki komizt á sjó I nokkra daga og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Bátarnir eiga allir net I sjó og telja menn ¦¦¦¦HMHn vist, að þeir hafi orðið fyrir miklu veiðarfæratjóni. t Þorlákshöfn fór flóðið að sljákka um kl. 7 I gærkvöldi- Þegar það var mest fylgdi sjúrinn bryggjuköntunum og mátti þvi engu muna að flæddi yfir bryggjúrnar. Það bjargaði þvi, að ekki hlauzt stórtjón al', að ék'ki var hvasst. Nokkurt brim var, en þess gætti ekki inni i höfninni. t Þorlákshöfn hafa ekki komið stærri flóð i manna minnum, en i gær, en einstaka sinnum hafa flóðin náð allt eins hátt upp. Margir bátar voru i höfninni, en ekki er vitað um að tjón hafi orðið á þeim, en þeir slógust talsvert saman, þegar flóðið var hvað mest. Isverður vísir að rannsóknaraðstöðu fyrir hendi á Akureyri | p u

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.