Tíminn - 17.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.03.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. marz 1972. TÍMINN r ■ /> i n vmfivn Utg¥fand?;:Fratti*ökíMrfl6kKurinn ikHilfánítíáirtódtktsiíönííliiMtjd'íáíit^MiftttH:: : G. Þor$lein«M>n r.'.rMIWvp.'.nirWíjiiHíSvnf.'. og Tómfts KárfMOn. A o^lýsingastiórl: Stetó- ::::: jjrimoj:: -Gíslason IfiaðO — 1S3Q6, 1Uíl Auglysin AskriRarg;ald 1 kc. lí.Ó . RRsfior jaslmi 19 ;t, Í2$,ðQ 0 OlnUkfó tiijiirji r B á V*Ú ah'ftásjfáeií ASrár s nánúSt;:::it ÐUSapre f íddobúsinu, sfitwr • 7. — Afgretðsiusfmi krlfstofyr simj T8300, maniands í tatisasóltí Læknamálin og dreifbýlið Rikisstjórnin hefur nú alla heilbrigðislög- gjöfina i endurskoðun, og verður frumvarp til laga um nýskipan þeirra mála i heild væntan- lega lagt fyrir það Alþingi, er nú situr. Ástandið i læknamálum dreifbýlisins er hins vegar svo slæmt, að aðgerðir til lausnar þeim vanda þola enga bið. Þess vegna hefur rikis- stjórnin ákveðið að leita strax ákveðinnar bráðabirgðarlausnar á vandanum og hefur nú lagt fram frumvarp i þeim tilgangi að reyna að bæta héraðslæknaþjónustuna. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stofnaðar verði sérstakar læknisstöður við rikisspitala, sem séu bundnar skilyrðum um einhverja þjónustu i héraði. Hér er farið inn á braut, sem Læknafélag ís- lands hefur bent á sem liklega til að leysa vandamál héraðslæknisþjónustunnar að ein- hverju leyti. Er gert ráð fyrir að reglugerð verði sett um þessar stöður að fengnum til- lögum Læknafélags Islands og stjórnarnefndar rikisspitalanna. Þá ráðgerir frumvarpið að rýmkuð verði heimild i gildandi lögum, sem aðeins heimilar að 6 hjúkrunarkonur alls starfi hverju sinni i héruðunum. Lagt er til að heimilað verði starf ótiltekins fjölda héraðshjúkrunarkvenna, enda sé ráðning þeirra gerð i samráði við héraðs- lækni og landlækni og staðfest af ráðherra. Sé hérað læknislaust, er lagt til að rikissjóður greiði að fullu laun þessara hjúkrunarkvenna. Þá er lagt til að lánum læknastúdenta með kvöð um starf i héraði verði breytt i styrki. Verður heimilt að veita læknanemum rikis- styrk allt að 200 þús árlega, gegn skuldbind- ingu um læknisþjónustu i strjálbýli að loknu námi. Sem fylgiskjal með frumvarpinu fylgja svo drög að reglugerð um þessa nýskipan. Er gert ráð fyrir að veita megi stúdent styrk i allt að 3 ár, eftir að hann hefur staðizt fyrsta hluta læknaprófs. Skal styrkþegi skuldbinda sig til að gegna læknisþjónustu i héraði þannig, að hver styrkveiting jafngildi einu almansksári i læknishéraði. Skal styrkþegi þá vera reiðubú- inn til að hefja þjónustu i dreifibýli einu og hálfu ári eftir að hann lýkur læknisprófi, en hafi þjónustu styrkþegans ekki verið óskað, þegar liðin eru tvö og hálft ár frá þvi að hann lauk prófi, fellur skylda hans til þjónustu i dreifibýli niður. Geti styrkþegi hins vegar ekki uppfyllt skyldur sinar, skal hann þá þegar hefja endur- greiðslu styrkja þeirra, sem hann hefur notið við nám sitt, og endurgreiða þá ásamt vixil- vöxtum, þannig að hver styrkveiting endur- greiðist á einu ári ásamt vöxtum. Þessi ákvæði frumvarpsins um riflegar styrkveitingar til þeirra læknastúdenta, sem vilja skuldbinda sig til þess að starfa i eitt til þrjú ár við héraðslæknisstörf i dreifbýli eftir að þeir hafa lokið námi, eru mjög likleg til að stuðla að framtiðarlausn á héraðslæknaskort- inum. TK David Buchan: Samningar EFTA-ríkja við Efna hagsba n da lagið Lipurð í samningum gæti komið miklu góðu til leiðar MIKLU máli skiptir,, hvað verður um EFTA-rikin, sem ekki geta af stjórnmála-, eða efnahagsástæðum fylgt Bretum inn i Efnahagsbanda- lagið, en þau eru Austurriki, Sviss, Sviþjóð, Finnland, Portúgal og Island. Bretar réðu úrslitum um örlög EFTA og bera þvi að vissu leyti ábyrgð á,að þessi riki biði ekki tjón við stækkun Efnahags- bandalagsins. Enginn biður tjón og allir hagnast, ef EFTA-rikin, sem ekki ganga i Efnahagsbanda- lagið, ná samkomulagi við það um niðurfellingu tolla af iðn- varningi. Þá risu ekki að nýju tollmúrar milli fyrrverandi aðildarrikia að EFTA og þeim veittist i fyrsta sinn frjás að- gangur að markaði Efnahags- bandalagsrikjanna. 1 þessu væru fólgnar miklar framfarir og það hafa samningamenn Efnahagsbandalagsins viður- kennt i megindráttum. ENN hefir litið orðið úr framkvæmdum, nema hvað einni hindrun hefir verið rutt úr vegi, eða öllu heldur vikið til hliðar, en það er andstaða Bandarikjamanna gegn sliku samkomulagi EFTA-rikjanna og Efnahagsbandasagsins. Bandarikjamenn þykjast sjá fram á. að þess viðar, sem ivilnanir Efnahagsbandalags- ins ná, þess meira þrengi að þeim sjálfum á heimsmark- aðinum. Þeir héldu fram i haust, að eitt af þvi, sem gera þyrfti til að efla dollarann varanlega, væri að stöðva samninga Efnahagsbanda- lagsins um tollfrjáls viðskipti við EFTA-rikin. Nú er búið að ráða peningamálunum til lykta og fulltrúar Efnahags- bandalagsins hafa sagt Bandarikjamönnum blátt áfram, aö þetta mál sé þeim óviðkomandi. Margt er óleyst enn og hvert einstakt EFTA-riki á við sinn sérstaka vanda að striða. Sum vilja samninga um fleira en tollfrelsi iðnvarnings, en sé ekki um annaö að ræða vilja fulltrúar Efnahagsbandalags- ins tolla þann varning, sem fulltrúar einstakra aðildar- rikja telja i sérflokki. BRUNO Kreisky kanslari Austurrikis hefir lagt leið sina til höfuðborga Efnahags- bandalagsrikjanna og London að undanförnu og lýst óánægju sinni fyir þvi, að stál, pappir og ál virðist verða taliö i ,,sér- flokki” og eigi ekki að njóta tollfrelsis. Frakkar eru áhrifamiklir innan Efnahags- bandalagsins og vilja láta vernda framleiðslu þessara vara. Þá viil dr. Kreisky einnig fá afmáð gömul ágreiningsefni Austurrikismanna, einkum um toll á nautgripum, sem fluttir eru til ítaliu og Þýzka- lands. Samningamenn Efna- hagsbandalegsins eiga afar erfitt með að undanþiggja landbúnaðarvörur venju- legum ákvæðum, og gæti sam- komulag i þvi efni knúið Austurrikismenn til aö nálgast stefnu Efnahagsbandalagsins i landbúnaðarmálum i mörg- um áhrifamiklum atriðum. Kanslarinn hefir gefið i skyn, að sú leið gæti komið til álita, en þá kynnu Rússar að bera Austurrikismönnum á brýn, að þeir væru að rjúfa hlut- leysið. RÚSSAR hafa lengi verið andvigir einineu Vestur- Evrópu. Þeir geta ekki bent á samninga eða lög, sem banni Austurrikismönnum tengsl við riki Vestur-Evrópu. Satt er að visu, að hlutleysi Austurrikis var forsenda þess, að rússneskur her hvarf á brott úr landinu árið 1955. En austurriska þingið lýsti hlut- leysinu yfir og er þvi engum skuldbundið i þvi efni. Dr. Kreisky hefir þvi lög að mæla þegar hann segir: ,, Við þurf- um ekki á samþykki valdhaf- anna i Moskvu eða neinna annarra að halda”. Enn sem komið er hafa Rússar látið sér nægja að benda Austurrikismönnum. a" að nánari tengsl við Efna- hagsbandalagið gætu komið i 'veg fyrir ýmisleg friðindi Austurrikismanna, svo sem til dæmis, að fá Valdheim kjör inn aðalritara Sameinuðu- þjóðanna. Ef svo óliklega færi, að Efnahagsbandalagið féllist á að ganga lengra en að veita Austurrikismönnum tollfrelsi iðnvarnings, geta Rússar eng- um vörnum við komið. Þar er til dæmis ekki um sömu st- jórnmála- og viðskiptatengsl að ræða og við Finna. SVISSLENDINGAR eru betur settir en Austurrikis- menn. öllum er sama um toll frelsi Sviss nema Svisslend- ingum sjálfum. Enn hefir eng- inn i Brussel andmælt toll- frelsi helztu útflutningsvara Svisslendinga, véla, lyfja og úra. Kröfur Sviss snerta ekki landbúnað. Aðlögun að land- búnaðarstefnu Efnahags- bandalagsins yrði svissnesk- um bændum sver i fangi, þar sem þeir þyrftu jafnvel hærri styrki en flestir aðrir bændur i Vestur-Evrópu til þess að geta þraukað i fjalllendinu. Svisslendingar vilja fá viðurkennd þau ein forréttindi i Brússel, að þeim leyfist siðar meir að taka aukinn þátt i samstarfi Efnahagsbanda- lagsins. Tveir annmarkar eru þar á, og er annar i sambandi við uppruna vara. For- ráðamenn Bandalagsins vilja tryggja, að Sviss, sem er nák- væmlega i miðri Evrópu, verði ekki notað til að taka við vörum frá rikjum utan banda- lagsins og koma þeim undir sameiginleg tollaákvæði þess. Hinn annmarkinn er, að talir eru sagðir seta það skil- yrði fyrir hvers konar við- skiptaivilnunum, að italskir verkamenn fái frjálsari að- gang aö Sviss en áður. Þetta gæti orðið hitamál i Sviss, þar sem kröfur eru uppi um fækk- un erlendra verkamanna. SVIAR fóru i upphafi fram á algert tollabandalag við Efna- hagsbandalagið og létu jafn- vel i það skina, að þeir vildu gerast aðilar að stefnu þess i landbúnaðarmálum. Þetta jafngilti aðild i reynd, en ák- væði um hlutleysi i stjórnmál- um átti að fylgja. Fyrir réttu ári hófu stjórnarandstæðingar i Sviþjóð andróður og Sviar tóku að draga i land og vildu ganga skemmra en áður. Samningamenn Efnahags- bandalagsins létu þá greini- lega i ljós, aö þeir væru að reyna aö láta öll EFTA-rikin sæta sömu kjörum og kröfur Svia væru um of frábrugðnar kröfum hinna. Horfur virðast á, aðSviar fái ekki fullt tollfrelsi- á iðnvarn- ingi, þar sem stálvörur þeirra og pappir teljast sennilega i sérflokki. Sam- ninganefnd bandalagsins hefir lagt fram tillögur um- 12 ára aðlögunartima áður en pappirsvörur verða alveg toll- frjálsar. Sviar halda hins vegar fram, að lengri timi en fimm ár valdi pappifsiðnaði þeirra óbætanlegu tjóni. Tvennt bendir til, að Sviar nái hagstæðum samningum. Hlutleysi þeirra er hvorki lög- bundið né helgað af nábýli óvinveitts stórveldis. Það er aðeins orðin viðtekin venja, sem gilt hefir allt siðan i Napóleonsstyrjöldunum fyrir hálfri annarri öld. Hitt er þó ef til vill enn mikilvægara, að Norðmenn og Danir vinna fyrir Svia, þar sem þeir vilja ekki, að aðild að Efnahags- bandalaginu gjörbreyti við- skiptum Norðurlandanna inn- byrðis. FINNAR fóru aðeins fram á tollfrelsi iðnvarnings. En sá hængur er þar á, að pappirs- vörur nema um 55% af út- flutningi þeirra. Þeir verða og að reikna með valdhöfunum i Moskvu og yrði þvi erfitt að fá þá til að sætta sig við krappa samninga. Finnar hafa gert „vináttu- og samvinnusáttmála” við Rússa auk margs konar við- skiptasamninga. Áhrif Rússa eru ekki skjalfest en eigi að siður mikil. Kvikmyndaeftir- litið finnska bannaði til dæmis fyrir skömmu kvikmyndina „Dagur i lifi Ivans Denisovich”, sem gerð er eftir bók Solzhenitsyns um rússneskar fangabúðir, og forsenda bannsins var, að sýn- ing myndarinnar „gæti tor- veldað Finnum sambúðina við erlent stórveldi”. Minnihlutastjórn situr að völdum i Finnlandi og Kún verður að hafa i huga, að kommúnistar eiga 37 fulltrúa á þingi og þeir eru andvigir öllum tengslum við Efnahags- bandalagið. Rússar voru and- vigir aðild Finna að EFTA, en sættu sig við hana þegar rússneskar vörur voru undan- þegnar tollum i Finnlandi. Hugsanlegt er, að valdhafarn- ir i Helsinki hafi i huga svipup ákvæði til sátta að þessu sinni. 1 sumar sem leið hófust samn- ingar um aðild Finna að fjár- festingarbanka Camecon, en hann á að lána til þróunar- framkvæmda i Austur- Evrópu. PORTÚGALIR ó' Islend- ingar eiga við sérstaka erfið- leika að striöa, þó að ólikir séu. Liklega verða vefnaðar- vörur frá Portúgal taldar i sérflokki og fá ekki fullt loll- frelsi. Niðursuðuvörur og kork frá Portúgal var talin toll- frjáls iðnaðarvara samkvæmt samþykktum EFTA. Efna- hagsbandalagið flokkar þessar vörur hins vegar undir landbúnaðarvörur. Það hefir einnig gert sérsamninga við Alsir, Marokkó og Túnis, sem kæmu sér illa fyrir útflutning Portúgala á korki, niðursuðu- vörum og vinum. Portúgalir verða einnig aö reikna með andúð Hollendinga, Norð- manna og Dana á stefnu þeirri i Afriku. I viðræðum við Efnahags- bandalagið hefir ekki enn komið fram svipaður an- dróður gegn Portúgölum og vart hefir orðið við hjá Atlantshafsbandalaginu. Að visu er ekki rökrétt að blanda stjórnmálum i þá samninga, sem einungis eru efnahags- legs eðlis, en slikt gæti eigi að siður hent. SÉRSTAÐA Islendinga snertir einvörðungu fisk. Samningamenn Efnahags- bandalagsins hafa tjáð Islend- ingum, að þeir séu fúsir að lækka aðflutningstolla á fiski um helming, ef ’lslendingar hverfi frá fyrirhugaðri stækkun landhelgi sinnar. Is- lendingar virðast hins vegar Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.