Tíminn - 17.03.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.03.1972, Blaðsíða 10
-------------- l. ,t. ,..i t Í. i.e Í i Í.Í..I..Í Í Í i j Í I I f t TÍMÍNN Föstudagur 17. marz 1972. Föstudagur 17. marz 1972. TÍMINN Eftirfarandi grein er byggð á köflum úr ræöu Ingvars Gislasonar alþm., er hann mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um dreifingu menntastofnana og eflingu Akureyrar scm miöstöö mennta og visinda utan höfuöborgarinnar. Samflutningsmenn Ingvars aö tillögunni eru Gisli Guömundsson og Stefán Valgcirsson. Timinn hefur áöur greint nokkuö frá þessu máli, en i þeim köflum, sem hér fara á eftir,er nánar sagt frá hug- myndum flutningsmanna tillög unnar um cflingu Akureyrar sem skólabæjar og um möguleika á aukinni visindastarfsemi i bænum. Upplýsingar Ingvars um hin ýmsu visindastörf, sem unniö er-á Akur- eyri og mikinn visindaáhuga þar i bæ, hljóta aö vekja sérstaka athygli. Ýmsir skólar Akureyri er þegar tiltölulega öfl- ugur skólabær, fyrst og fremst vegna menntaskólans. Þar er einnig myndarlegur iönskóli, tón- listarskóli og húsmæðraskóli, auk nokkurra barnaskóla og fjölmenns gagnfræðaskóla. Þá starfar i bæn- um undirbúningsdeild tækniskóla, vélfræðikennsla hefur farið fram á Akureyri i nokkur ár, að visu við ófullkomin skilyrði, sem úr þyrfti að bæta, og stýrimannafræðsla hófst þar s.l. haust. Hefur aðsókn að stýrimannanámskeiðinu verið afar mikil, og hugmyndir hafa komiö fram um að stefna beri að föstum stýrimannaskóla á Akur- eyri. Ég teldi eðlilegt aö stefna jafnframt að frekari eflingu véj- fræðikennslunnar. Norðlenzki fiskiskipaflotinn er stór og fer stækkandi. Mér finnst ekkert eðli legra en að norðlenzkir sjómenn geti hlotið starfsmenntun sina heima i fjórðungnum, og fer ekki milli mála, að Akureyri er ákjósan- legur skólastaöur að þvi leyti. Garðyrkjuskóli í gróðrarstöðinni? Þá vil ég nefna, að um nokkurra ára skeið hefur verið uppi hreyfing norðanlands um stofnun garð- yrkjuskóla á Akureyri. Það mál hefur einnig verið rætt á Alþingi, en ýmsar hindranir hafa verið lagðar i götu þess máls, svo at ekki hefur orðið úr framkvæmdum. Það mál hefur þó ekki verið lagt á hilluna. Að þvi er unniö að fá rikisvaldið til að beita sér fyrir stofnun garðyrkju skólans, og er þá haft i huga, að gamla Gróðrarstöðin á Akureyri, sem er þjóðkunnur merkisstaður, verði afhent meö mannvirkjum i þágu skólans. Rikið, eða Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins, hefur umráð staðarins. Þar hefur farið fram starfsemi, sem sýnt er að verður flutt þaðan innan skamms. Þvi miður hefur umhirða Gróðrarstöðvarinnar ekki verið með þeim hætti sem samboðin er þessum merka stað. Verður ekki hjá þvi komizt að rikið taki ák- vörðun um framtið staðarins i samráði við bæjarstjórn Akureyrar. Engin starfsemi myndi hæfa Gróðrarstöðinni betur en garðyrkjuskóli. Enda má benda á, að með stofnun garðyrkjuskóla þar, væri i rauninni verið að endur- vekja fyrri starfsemi Gróðrar- stöðvarinnar. Einn aðalþáttur i starfi Gróðrarstöðvarinnar frá stofnun hennar árið 1904 til ársins 1940 var garðyrkjukennsla. Illu heilli var garðyrkjukennslunni hætt, þegar Garðyrkjuskóli rikis- sins i Hveragerði tók til starfa. Verzlunarskóli Þá vil ég nefna, að mjög hefur komið til umræðu að stofna beri verzlunarskóla á Akureyri. A nauð- syn þess máls höfum við flutnings- menn þessarar tillögu bent frá fyrstu tið. Má furðulegt heita, hversu seint miðar i þá átt að efla verzlunarmenntun i landinu, þegar þess er gætt, að aðeins tveir einka- skólar eru starfandi á þessu sviði á landinu öllu. Það mega nú teljast forréttindi, ef unglingar komast i verzlunarskóla. Þessu ástandi verður að breyta. Rikinu ber að hafa forgöngu um stofnun nýs verzlunarskóla, og ekki er áhorfs- mál, að sá skóli væri vel settur á Akureyri. Þaö kæmi einnig til greina, að samvinnuhreyfingin og samtök einkarekstrarmanna stæðu að stofnun verzlunarskóla á Akureyri með styrk úr rikissjóði. Raunar mætti einnig hugsa sér, að norðlenzkur verzlunarskóli hefði enn viðtækara verksvið, m.a. að á hans vegum starfaði félags- máladeild, sem heföi það hlutverk að þjálfa starfsfólk og trúnaðar- menn verklýðs- og launþegasam- taka og annarra félags- og stéttar- samtaka. Tækniskóli Ég minntist áðan á það, að á Akureyri starfaði undirbúnings- deild tækniskóla. Slikt ber sizt að vanmeta. Þess má lika geta, að i gilandi lögum um Tækniskóla Is- lands er heimild til stofnunar sjálfstæðs tækniskóla á Akureyri. Þessarar heimildar hefur ekki verið neytt i 9 ár, og litlar sem engar likur eru til bess. ið tveir tækinskólar verði starf ræktir i landinu i náinni framtið. Tækniskóli Islands, sem starfar i Reykjavik býr þar við ófullkomin skilyrði, og það hefur verið tillaga Norðlendinga, að ekki sé sagt krafa þeirra, að Tækniskólinn yrði fluttur til Akureyrar og efldur þar á þann hátt, sem þörf krefur. Undir þessa tillögu hefur þvi miður ekki verið tekið fram að þessu. Menntir og vísindi fyrr og nú Ég hef nú rætt nokkuð um mögu- leika þess að efla Akureyri sem skólabæ. Þessu næst ætla ég að vik- ja að þeirri hugmund, að Akureyri verðiefldsem „miðstöð mennta og visinda”. Þegar svo er til orða tekið, felst i þvi það, að menntir ýmis konar, ekki sizt fræði og visindi, verði auknar svo, að Akureyri verði áður en langir timar liöa viðurkennd' sem að- setur æöri mennta- og visindastofn- ana, þar sem m.a. væru stundaðar rannsóknir á visindalegum grund- velli ásamt akaemiskri kennslu i einu eða öðru formi. Ekki kæmi mér þó á óvart, þótt ýmsir álitu þessa hugmynd i ætt við skýja borgir. Menn kunna að halda, að i þessu efni sé á litlu að byggja. En gerlegt og skynsamlegt að tengja saman hugmyndina um „skólabæ” og hugmyndina um „miðstoð mennta og visinda” Skólamið- stöðin mun draga að sér efnilega menntamenn og kennara, sem lik- legt er að vildu stunda visindastörf með kennslu. Slikt hefur gerzt ann- ars staðar, og slikt gæti auðvitað berzt -á Akureyri. Raunar höf um við ýmis dæmi fyrir okkur um þetta, bæði fyrr og siöar. Sann- leikurinn er sá, að ýmsir merkir visindamenn, einkum i náttúru- Steindór Steindórsson, skólameist- ari á Akureyri. fræði, hafa starfað á Akureyri i lengri eða skemmri tima. Auðvitað varð sú raunin á, að margir þeirra hlutu að hverfa burtu þegar fram i sótti, þvi að skilyrði til fullkominna visindastarfa voru ekki fyrir hendi. A þessu er þó að verða breyting. A undanförnum árum hefur sprottið úr grasi mikilsverður visir að rannsóknaraðstöðu á Akureyri og Helgi llallgrinisson, safnvörður I Náttúrugripasafninu nágrenni, einkum á sviöi náttúru- fræði og raunvisinda. Þetta hefur gerzt tiltölulega hljóölaust og án allra umbrota, a.m.k. án allrar auglýsingastarfsemi. Visíndaaðstaða. Ég vil geta i stuttri upptalningu nokkurra atriða: Náttúrugripasafnið á Akureyri hefur eflzt mikið siðustu ár undir stjórn núverandi forstöðumanns, Helga Hallgrimssonar. Þar er gott fuglasafn en plöntusafniö er einnig mikið að vöxtum og mun fyllilega standast samjöfnuð við söfnin i Reykjavik. Við safnið starfar, ásamt safnverði, einn af efni- legustu grasafræðingum landsins, dr. Höröur Kristinsson. I Nát- túrugripasafninu á Akureyri er m.a. að finna ágætt grasasafn Steindórs Steindórssonar skóla- meistara, sem unnið hefur að visindastörfum á Akureyri allra manna lengst. Hinn svonefndi aðstöðu til visindastarfa á Akur- eyri. Ég vil geta þess, að rikis- styrkur til þessararstarfsemi hefur verið sáralitill og varla umtals- verður og allt frumkvæði að eflingu Náttúrugripasafnsins er verk heimamanna, fyrst og fremst safn- varðarins, Helga Hallgrimssonar. Þá vil ég geta þess, að fyrir nokkrum árum var sett á stofn Efnarannsóknarstofa Noröurlands. Hún starfar fyrst og fremst að frumkvæði og á kostnað búnaðar- samtakanna og kaupfélaganna á Norðurlandi, að visu með styrk úr rikissjóði, sem nemur 1/2 millj. kr. á ári. Efnarannsóknarstofa Norðurlands nýtur ágætrar st- jórnar ungs visindamanns, Jóhannesar Sigvaldasonar. Hann hefur að visu ekki starfað lengi, en eftir hann liggur ágætt starf á sviði jarðvegs og kalrannsókna. Katla á Víkurbakka Þá vil ég nefna i þriðja lagi enn Bjarni Guðleifsson, tilraunastjóri Jóhannes Sigvaldason, torstoou- ntaður Rannsóknarstofu Norður- lands. „grasagarður”, sem er safn lifandi plantna og á sér skjól innan veggja Listigarðsins, er einstæður i sinni röð hér á landi. Þannig skapar þetta tvennt, Náttúrugripasafnið og „grasagarðurinn”, mikilvæga undirstöðu undir rannsóknir i grasafræði. Þvi verður a.m.k. ekki mót mælt, að ofan á þessa undir- stöðu mætti byggja og efla þannig eitt athyglisvert framtak Helga Hallgrimssonar, safnvarðar og nokkurra félaga hans, en það er stofnun Rannsóknarstöðvarinnar Kötlu á Vikurbakka við Eyjafjörð. Helgi og félagar hans keyptu fyrir nokkrum árum jörðina Ytri-Vik á Árskógsströnd og smábýlið Vikur- bakka, sem þar er i sama túni. Þar hafa þeir félagar komið upp rann- Sýnishorn af rannsóknarstörfum. Svif úr Ljósavatni. sóknarstöð og við hana tækjum og öðrum búnaði, að miklu leyti á eigin kostnað, þó með stuðningi frá sýslusjóði Eyjafjarðarsýslu, bæjarstjórn Akureyrar, Menn- ingarsjóði Kaupfélags Eyfirðinga og nokkrum einstaklingum. Fram til þessa hefur rikisstyrkur við þessa starfsemi verið nauða litill. Að visu hlutu þeir Helgi og starfsfé- Hörður Kristinsson, grasafræð- ingur. lagi hans, Guðmundur Ölafsson menntaskólakennari, nokkurn styrk úr Visindasjóði til sérstakra rannsókna fyrir nokkrum árum. 1 fyrra sumar brugðu þeir fé- lagar á það ráð að afhenda rann- sóknarstöðina sem gjöf, þ.e.a.s. hús og tæki og nokkurt land. A grundvelli þessarar gjafar hefur verið sett upp Rannsóknarstöðin Katla, sem rekin er sem sjálfs- eignarstofnun á vegum sérstaks fé- lagsskapar, sem nefnist Kötlufé- lagið. Að þessu félagi standa áhugamenn á Akureyri og Eyja- fjarðarsýslu. Rannsóknarstöðin Katla mun starfa sem „fieid-station” eins og það er kallað á erlendum málum. Þar verður fyrst og fremst boðið upp á aðstöðu fyrir áhugasama náttúrufræðinga og náttúrufræði- stúdenta til þess að stunda visinda- legar athuganir og rannsóknir á náttúru næsta umhverfis, hvort heldur sem er á landi eða sjó. Rannsóknarstöðvar af þessu tagi eru algengar erlendis og gegna mikilvægu hlutverki. Með stofnun Rannsóknarstöðvarinnar Kötlu er verið að vinna brautryðjendastarf hér á landi. Söfn A Akureyri er starfandi eitt af myndarlegustu bókasöfnum lands- ins, Amtsbókasafnið.sem einnig er með elztu bókasöfnum hérlendis. Að safni þessu er vel búið. Það flutti fyrir nokkrum árum i nýtt og veglegt hús, sem býður upp á góð skilyrði til starfrækslu safnsins, sem visindalegs bókasafns. Min- jasafn bæjarins er einnig merk stofnun, sem gæti orðið grund- völlur raunverulegs þjóðfræöa- safns, ef rétt er á haldið og vilji væri fyrir hendi. Þar gætu engu að siður farið fram rannsóknir i þjóð- háttafræði, t.d., en i Reykjavik. Þess má geta, að fyrsti og e.t.v. merkasti þjóðháttafræðingur Isl- endinga til þessa dags, sr. Jónas á Hrafnagili, var einmitt kennari um langan aldur á Akureyri og starf- andi prestur i Eyjafirði. Visindafélag stofnaö Þá get ég ekki stillt mig um að geta þess, að i desembermánuði sl. var stofnað á Akureyri Visindafé lag Norðienginga og eru félags menn 8—10 talsins, flestir þeirra búsettir á Akureyri. Þessir menn eiga það sameiginlegt að stunda ýmis visindastörf. Aðalmarkmið félagsins er að stuðla að auknum visindalegum rannsoknum og öðrum lærdómsiðkunum á félags- svæðinu, sem er Norðlendinga- fjórðungur, m.a. með þvi að beita sér fyrir sérstckum rannsóknum vinna aö eflingu visindastofnana, stuöla að útgáfu visindarita og koma af stað fundum og umræðum um visindaleg efni. „Mjór er mikils vísir" Af þvi, sem ég hef sagt, mætti ljóst verða, að þegar er fyrir hendi á Akureyri umtalsverður visir að fræða- og visindastarfsemi. Sumum kann að þykja sá visir mjór, — og hann er það miðað er við þann vöxtulega gróður, sem rækta mætti, ef markvist og skipu- lega væri unnið að eflingu rann- sókna- og visindastarfa á Akureyri, En „mjór er mikils visir”, segir máltækið. Það hefði verið ástæða til að minnast á fleiri þætti menningar lifs, sem eru i mótun hjá okkur Akureyringum. M.a. hefði mátt minnastá leiklistarstarfsemina og þær hugmyndir, sem fram hafa komiö um eflingu hennar. Að þessu sinni mun ég þó ekki gera þvi máli skil, en grunur minn er sá, að fyrr eða siðar komi það mál frekar til umræðu. skólinn á Akureyri rtwi HJSf-r--' W ,1dttfoit ■"j U1 Wlr ■ [j ' '1 1! ! l J . 1 ’mFM 1 JÍT1II ^iWlipÉ í Jl Æ *r'• Pw.i„ l 1 1 ITL * jO (lr nýja Amtsbókasafninu á Akureyri um þaö leyti, sem það var opnað Frá Rannsóknarstöðinni KÖTLU.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.