Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 1
● lagði víkinga Landsbankadeildin: ▲ SÍÐA 23 Fram á toppinn með stórsigri ● 56 ára í dag Árni Ibsen: ▲ SÍÐA 18 Einmana fyrir 50 árum ● mætir biskupi og bubba Hrafn Jökulsson: ▲ SÍÐA 30 Undirbýr 30 tíma skákmaraþon MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR ÞRÍR LEIKIR Í 1. DEILD Fyrstu umferð í fyrstu deild karla í fótbolta lýkur í dag með þremur leikjum sem hefjast klukkan 20. HK tekur á móti Fjölni, Hauk- ar mæta Stjörnunni og Breiðablik sækir Njarðvíkinga heim. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART SUNNANLANDS fram eftir degi og ágætlega hlýtt. Þar er enn fremur hætt við síðdegisskúrum. Svalt fyrir norðan og enn kólnandi veður. Sjá síðu 6. 17. maí 2004 – 134. tölublað – 4. árgangur RUMSFELD Í KLÍPU Misþyrmingar íra- skra fanga eru sagður afleiðing af ákvörðun Donalds Rumsfeld um að leyfa leyniþjón- ustumönnum að þvinga fanga til vitnis- burðar. Sjá síðu 2 ÁTAK Í BÚSETUMÁLUM Stórátak er fyrirhugað til að koma til móts við geð- fatlaða hvað varðar búsetuþörf þeirra og þörf fyrir einstaklingsmiðaða þjónustu. Félagsmálaráðherra stefnir að landsúttekt á þörfinni Sjá síðu 4 ÆTLAR Í MÁL VIÐ RÍKIÐ Eigandi fyr- irtækisins Pelastikk, undirbýr nú málshöfð- un gegn umhverfisráðuneytinu. Ráðuneytið dró til baka útgefið útflutningsleyfi á hrefnukjöti til Kína. Sjá síðu 6 VILL SVÖR Guðmundur Árni Stefánsson vill fá svör frá forseta Alþingis og æðstu embættismenn um það hvort umboðsmað- ur Alþingis hafi óskað eftir skjóli og kvartað yfir samtali við forsætisráðherra. Sjá síðu 2 Sa m kv æ m t f jö lm i›l ak ön nu n Ga llu ps m ar s '0 4 48%65% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Ólafur Melsted: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Einfaldleiki er inni ● fasteignir ● hús POWELL OG QUREIA Ræddu stöðu mála í Miðausturlöndum um helgina. Colin Powell: Skammast út í Arafat JÓRDANÍA, AP Jasser Arafat gerir mönnum mjög erfitt fyrir við að koma á friði í Miðausturlöndum sagði Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, eftir fund með Ahmed Qureia, forsætisráð- herra Palestínu. Powell átaldi Ara- fat fyrir að neita að styrkja öryggis- sveitir Palestínumanna en Banda- ríkjamenn telja það forsendu fyrir því að hægt sé að draga úr árásum palestínskra vígamanna. Qureia tjáði sig lítið eftir fund þeirra en Powell sagði hann hafa lofað að líta á þær breytingar sem Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gerir á áætlun sinni um brotthvarf frá Gaza. ■ MIÐAUSTURLÖND, AP Ísraelar munu herða enn aðgerðir sínar á Gaza í kjölfar blóðugra átaka í síðustu viku. Loftárásum verður beitt í meira mæli og hundruð heimila Palestínumanna kunna að verða rifin, sögðu ísraelskir embættis- menn eftir fund ísraelsku ríkis- stjórnarinnar í gær. Hæstiréttur Ísraels hafnaði í gær beiðni palestínskra mannrétt- indasamtaka um að bann yrði lagt við því að Ísraelsher rifi heimili Palestínumanna á Gaza. Í síðustu viku voru 88 hús Palestínumanna jöfnuð við jörðu og yfir þúsund manns gerðir heimilislausir. Á fundinum lofuðu Shaul Mofaz varnarmálaráðherra og Moshe Ya- alon, yfirmaður hersins, að gera það sem í þeirra valdi stæði til að ráða niðurlögum palestínskra vígamanna. Ariel Sharon forsætisráð- herra hefur óskað eftir aðstoð Egypta við að stöðva vopna- smygl til Gaza. Ísraelar skutu eldflaugum á skotmörk í Gazaborg snemma í gærmorgun. Þrír piltar á aldrin- um þriggja til fimmtán ára særðust lítillega og rafmagn fór af um það bil þriðjungi borgar- innar. ■ Loftárásum haldið áfram á Gaza: Ísraelar hóta hertum aðgerðum Framsókn vill fleiri breytingar Framsóknarmenn vilja sjá frekari breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu. Mál- ið verður tekið til þriðju umræðu á Alþingi í dag og fer því ekki aftur inn í allsherjarnefnd. Stjórnarandstaðan undrast að málið sé komið á dagskrá. FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Stjórnar- frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum verður tekið til þriðju umræðu á Alþingi í dag samkvæmt dagskrá þingsins, en þingmenn Framsóknarflokksins sem rætt var við í gær sögðust ekki hafa heyrt um það. Forseti Alþingis ákveður hvernig dagskrá þingsins skuli háttað. Stjórnarandstaðan undrast að málið skuli vera sett á dagskrá, einungis tveimur dögum eftir lok annarrar umræðu, en Davíð Odds- son forsætisráðherra fullyrti í sjónvarpsviðtali að málið yrði ekki afgreitt fyrr en eftir tvær vikur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins vill Framsóknarflokkurinn sjá frekari breytingar á frumvarp- inu. Þingmenn flokksins eru ósáttir við að markaðsráðandi fyrirtæki í óskyldum rekstri megi einungis eiga 5% í fjölmiðlafyrirtæki, eins og núverandi breytingartillögur gera ráð fyrir, og vilja auka þann hlut og þeir telja að lengri tími en tvö ár þurfi að líða áður en lögin taki gildi. Jónína Bjartmarz, varafor- maður allsherjarnefndar, hefur samþykkt frumvarpið, en gengur út frá því að það verði skoðað fyrir þriðju umræðu. Heimildir herma að hún hafi gert Halldóri Ásgrímssyni, formanni flokksins, grein fyrir afstöðu sinni og hvaða breytingar hún telji æskilegar. Bryndís Hlöðversdóttir, Sam- fylkingunni, segir það koma þing- mönnum flokksins í opna skjöldu að frumvarpið sé aftur komið á dagskrá, því Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, hafi verið búinn að fallast á þá ósk flokksins að taka málið inn í alls- herjarnefnd fyrir þriðju umræðu. „Það er undarlegt að ætla að hefja umræðu um málið meðan það átti að vera í nefnd,“ sagði Bryndís. bryndis@frettabladid.is FLUTTUR Á SJÚKRAHÚS Meðal þeirra sem slösuðust í flugskeytaárásum Ísraela á Gaza í gær var þessi ungi piltur sem var fluttur á sjúkrahús. Allsherjarnefnd afgreiðir hlerunarfrumvarp: Taldi of langt gengið ALÞINGI Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, sem var andvígur frumvarpi dómsmála- ráðherra um meðferð opinberra mála, íhugar nú að samþykkja það, eftir að meirihluti allsherjarnefnd- ar lagði til breytingar. Samkvæmt þeim ber lögreglunni að leita dóms- úrskurðar fyrir símhlerun og lögregla getur aðeins haldið gögnum frá verjanda í þrjár vikur. Allsherjarnefnd taldi of langt geng- ið í frumvarpinu í að skerða réttindi verjanda og skjólstæðings hans og taldi dómsúrskurð æskilegan fyrir símhlerun, þar sem slíkt skerði frið- helgi manna og frelsi til athafna. Hlerunarúrskurðir munu beinast að nafngreindum einstaklingum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.