Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 10
10 17. maí 2004 MÁNUDAGUR FÁNAR BRENNDIR Íranskir nemar brenndu þjóðfána Banda- ríkjanna, Bretlands og Ísraels fyrir framan breska sendiráðið í gær. Nemarnir mót- mæltu gjörðum hernámsliðsins undir stjórn Bandaríkjanna í Írak. Sumarlokanir verða lengdar um helming Sumarlokanir á lyflækningasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss verða lengdar um helming í sumar. Valaðgerðum í hjartaþræðingum verður hætt á meðan og jafnvel lengur. Sex sérfræðingar sviðsins hætta störfum. Ráðningarbann ríkir á öllum spítalanum. HEILBRIGÐISMÁL „Við munum loka í tvo mánuði í stað eins mánaðar, og jafnvel enn lengur,“ sagði Guð- mundur Þorgeirsson, sviðsstjóri lyflækningasviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss, um sparnað- araðgerðir á sviðinu. Rekstrar- kostnaður þess hefur farið fram úr fjárheimildum og stefnir í 200 milljóna króna halla á rekstrinum í lok árs, ef ekki verður að gert. Þar vegur þyngst stöðug fjölgun sjúklinga í hjartaþræðingu og blóðskilun, en fjárveitingar hafa ekki verið í takt við þá aukningu. „Á deildina, sem við lokum í sumar, koma hjartaþræðingar- sjúklingar, sjúklingar í ýmsar aðrar rannsóknir, svo sem melt- ingarannsóknir og sjúklingar í lyfjagjöf sem tekur einn dag eða svo. Við munum reyna að troða þessari þjónustu að einhverju leyti inn á aðrar deildir,“ sagði Guðmundur. Hann sagði, að þrír sérfræðilæknar á taugadeild, hjartadeild og nýrnadeild væru hættir störfum og aðrir þrír myndu hætta á næstunni. Ráðn- ingarbann væri á spítalanum, þannig að ekki yrðu ráðnir læknar í stað þessara sex, sem væru að hætta fyrir aldurs sakir. „Við erum með mjög stífa end- urskoðun í gangi um notkun á öllu aðkeyptum hlutum, svo sem lyfjum og lyfjanotkun,“ sagði Guðmundur enn fremur. „Þetta má flokka undir hagræðingarmál, en skerðing á framvindu hluta eins og hjarta- þræðinga er hrein þjónustuskerð- ing. Hjartaþræðingarnar eru blan- da af bráðainngripum og valað- gerðum og við munum stoppa val- aðgerðirnar meðan sumarlokanir standa yfir og jafnvel eitthvað fram á haustið, ef annað dugir ekki til, eftir þau skilaboð sem við höf- um fengið. Valþræðing er gerð þegar hjartasérfræðingur metur sjúkling svo að það þurfi að gera hjartaþræðingu til að meta ástand kransæðanna. Þessum aðgerðum verðum við að hætta í sumar og setja fólk á biðlista.“ Guðmundur sagði, að fulltrúar sviðsins hefðu hitt Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra, kynnt honum stöðuna og afhent honum gögn um þróun hjartaþræðinga og blóðskilunar í starfi sviðsins. Guðmundur kvaðst eiga von á því að þessar upplýsingar kæmu inn í síðari ákvarðanatöku um hvernig brugðist yrði við. jss@frettabladid.is LÍN Grunnframfærsla hækkar um 2,6%, úr 77.500 í 79.500 krónur á mánuði samkvæmt endurskoðuð- um úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem sam- þykktar voru á föstudag. Þá var hlutfall tekna sem kemur til lækk- unar námsláni lækkað um 2%, úr 35% í 33%. Gert er ráð fyrir að á næsta ári verði um 10.000 nemendum veitt námslán að heildarupphæð 7.500 milljónir króna. Áætluð aukning námslána milli ára er 940 milljón- ir króna, eða 14,4%. „Þetta eru náttúrlega mjög mikil vonbrigði,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands. „Þessi hækkun tryggir bara það að grunnframfærslan sem er núna haldi verðgildi sínu. Aftur á móti gerði stúdentaráð sér þær vonir að það yrði gert eitthvað í því að hækka grunnframfærsluna í átt að raunverulegum útgjöldum stúdenta.“ ■ Endurskoðun á úthlutunarreglum LÍN: 10.000 nemendum veitt námslán JARÞRÚÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands seg- ir endurskoðaðar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna valda vonbrigðum. Jerry Springer: Velur næsta forsetaefni BANDARÍKIN, AP Sjónvarpsþátta- stjórnandinn umdeildi og fyrrum borgarstjórinn í Cincinnati, Jerry Springer, hefur verið valinn sem fulltrúi á flokksþing demókrata sem fram fer í sumar en þar verð- ur forsetaefni demókrata valið með formlegum hætti. „Þeir ættu að skammast sín fyrir þennan mann, en siðgæði verður augljóslega að víkja fyrir völdum í flokki Bills Clinton,“ sagði Robert T. Bennett, for- maður Repúblikanaflokksins í Ohio. Springer hefur starfað af mikl- um krafti fyrir demókrata í Ohio undanfarin misseri og er talinn stefna á ríkisstjórastólinn eftir tvö ár. ■ Sjúkraliðafélagið: Fjölmiðla- frumvarp afturkallað STJÓRNMÁL Fulltrúaþing Sjúkra- liðafélags Íslands krefst þess að frumvarp ríkisstjórnar Íslands um takmörkun á tjáningarfrelsi þjóðarinnar verði afturkallað, að því er segir í ályktun sem sam- þykkt var á fulltrúaþingi Sjúkra- liðafélags Íslands, sem haldið var 14. og 15. maí síðastliðinn. Enn fremur segir, að verði frumvarpið samþykkt á Alþingi krefjist fundurinn þess að þjóðin fái tækifæri til að tjá sig um rétt- mæti þeirrar ákvörðunar þings- ins, áður en lögin komi til fram- kvæmda. Fundurinn skorar á forseta lýðveldisins að leggja það í dóm þjóðarinnar hvort afgreiðsla þingsins á fjölmiðlafrumvarpinu verði að lögum. ■ ÞJÓNUSTUSKERÐING Fulltrúar lyflækningasviðs hafa hitt Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og kynnt honum stöðuna og afhent gögn um þróun hjartaþræðinga og blóðskilunar í starfi sviðsins. FILIPPSEYJAR, AP Útlit er fyrir að Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, hafi tryggt sér endurkjör í for- setakosningum. Talning atkvæða hefur gengið hægt en þegar um fjórðungur atkvæða hafði verið talinn hafði Arroyo fengið einni milljón atkvæða fleira en helsti keppinautur hennar, Fernando Poe. Útgönguspár gáfu einnig til kynna að Arroyo myndi sigra. Stuðningsmenn Poe segja Arroyo og hennar fólk hafa staðið fyrir kosningasvindli og segjast vera að safna saman sönnunum um það. Flokkur Poe hyggst standa fyrir mótmælum ef taln- ingin sýnir að hann hafi tapað. ■ ÖRMAGNA VIÐ TALNINGU Eftirlitsmenn fá sér blund meðan á talningu atkvæða stendur. Forsetakosningar: Útlit fyrir sigur Arroyo Háttsettar löggur: Smygluðu fíkniefnum MIAMI, AP Fyrrum yfirmaður lög- reglunnar á Haití hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum grunaður um að standa að inn- flutningi á fíkniefnum. Fyrir var í haldi fyrrum yfirmaður forseta- lífvarðar Jean-Paul Aristide, fyrr- um forseta Haití. Handtökurnar eru hluti af rannsókn á fíkniefnainn- flutningi til Bandaríkjanna sem háttsettir ráðamenn á Haití stóðu fyrir. Bandaríkjastjórn hefur haldið því fram að Aristide hafi látið spillingu við- gangast, þess á meðal fíkniefna- smygl til Bandaríkjanna. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.