Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 17. maí 2004 KB banki b‡›ur nú fyrstur banka upp á birtingu launase›la í öllum netbönkum. Me› flessari n‡ju fljónustu gefst fyrirtækjum kostur á a› birta launase›la í netbönkum starfsmanna sinna hvort sem um er a› ræ›a KB Netbanka e›a a›ra netbanka. Markmi› okkar me› fljónustunni er a› a›sto›a fyrirtæki vi› a› spara bæ›i tíma og peninga auk fless sem í henni felst margs konar annar ávinningur fyrir starfsmenn jafnt sem fyrirtæki. Haf›u samband vi› fyrirtækjasvi› KB banka og kynntu flér máli› nánar, sími 444 6500 e›a fyrirtaeki@kbbanki.is Netlaunase›lar í öllum netbönkum N O N N I O G M A N N I Y D D A /S IA .I S / N M 1 2 1 3 3 ■ ASÍA Fyrsti ársfjórðungur Flugleiða: Einn besti af þeim versta UPPGJÖR Flugleiðir töpuðu tæpum níu hundruð milljónum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrsti hluti ársins er jafnan sá versti í rekstrinum og er niðurstaðan nú sú besta í fimm ár. Afkoman fyrir skatta batnaði um 560 milljónir króna. Tekjur jukust um tæpar 900 milljónir miðaða við sama tíma í fyrra. Hins vegar hefur hækkandi eldsneytisverð haft neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Verðbreyting- ar á olíu að undanförnu skapa að mati stjórnenda félagsins óvissu um afkomuna út árið. ■ Djúpivogur: Uppsagnir hjá Gautavík ATVINNUMÁL Þrátt fyrir kostnaðar- samar aðgerðir bæjarstjórnar Djúpavogs til bjargar fiskimjöls- verksmiðjunni Gautavík hefur öllum starfsmönnum þess, átta talsins, verið sagt upp störfum og mikil óvissa er um framtíðina. „Þetta eru afar slæmar fréttir og það sem kannski verra er er að við vitum ekki hvernig á að túlka þessar uppsagnir,“ segir Björn Hafþór Guðmundsson, sveitar- stjóri Djúpavogshrepps. „Þau svör sem ég hef fengið frá nú- verandi eigendum eru þau að leit- að sé leiða til að halda rekstrinum áfram og meðan ekkert annað kemur fram verð ég að trúa því sem þeir segja.“ ■ Víkingamunir: Deilt um forngripi STOKKHÓLMUR, AP Tilraunir banda- rísks forngripasala til að selja vík- ingamuni á netinu vöktu hörð við- brögð sænskra fornleifafræðinga sem leituðu til sænskra stjórnvalda um að fá söluna stöðvaða. Áður en til þess kom að sænsk stjórnvöld skiptu sér af málinu ákvað forn- gripasalinn sjálfur að hætta við sölu, í það minnsta tímabundið. Samkvæmt sænskum lögum verður að koma öllum forngripum sem þar finnast í hendur hins op- inbera og blátt bann er lagt við út- flutningi þeirra. Forngripasalinn William Fagan segist hins vegar hafa eignast hlutina löngu áður en lögin tóku gildi og kveðst því vera í fullum rétti. ■ HAFNA ÞÁTTTÖKU Aung Sam Suu Kyi segir flokk sinn ekki munu taka þátt í stjórnar- skrárráð- stefnu sem stjórnvöld standa fyrir þar sem þau hafi ekki orðið við kröfum flokks síns. Stjórnvöld segja að verið sé að stíga skref í lýðræðisátt en undir það tekur Suu Kyi ekki. BANVÆNT GUTL Í það minnsta átta Kínverjar hafa látið lífið eftir að hafa drukkið vökva sem var seldur sem áfengi. Vökvinn var vatn og formaldehíð og ban- eitrað. Formaldehíð er notað til sótthreinsunar. Tólf hafa verið handteknir vegna málsins. ÖFGAMAÐUR HANDTEKINN Meintum leiðtoga öfgahópsins Jemaah Islamiyah hefur verið vísað úr landi í Malasíu. Hann var sendur til heimalands síns Indónesíu þar sem hann var sam- stundis handtekinn. Lögregla ætl- ar að yfirheyra hann vegna gruns um aðild að hryðjuverkum eða tengsl við hryðjuverkamenn. Ferrari Enzo: Ofursport- bíll á Íslandi BÍLAR Ferrari Enzo, dýrasti og kraft- mesti bíll sem Ferrari-bílaverksmiðj- urnar á Ítalíu hafa smíðað fyrir al- mennan markað, verður til sýnis á Sportbílasýningunni í Laugardals- höll. Sýningin hefst á föstudaginn. Aðeins voru framleiddir 399 bílar af þessari tegund. Bíllinn sem verður til sýnis í Laugardalshöllinni er í eigu Kevin Standford, stofnanda Karen Millen tískukeðjunnar. Það var Bíla- búð Benna sem seldi honum bílinn en hann er metinn á um 50 milljónir króna. Bíllinn er hannaður í samvinnu við Michael Schumacher, marfaldan heimsmeistara í Formúlu 1. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 660 HESTÖFL Benedikt Eyjólfsson svipti hulunni af nýjum Ferrari Enzo ofursportbíl. Bíllinn er 660 hestöfl og það tek- ur hann 3,7 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.