Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 17. maí 2004 FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTI ónýtt starfsorka ónýt ?ráðstefna um atvinnumál 45+ RÁÐSTEFNA UM STÖÐU MIÐALDRA FÓLKS Á VINNUMARKAÐI haldin 19. maí 2004 í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, Reykjavík. Dagskrá 12:30 Húsið opnað 13:00 Setning Árni Magnússon félagsmálaráðherra 13:15 Reynslusaga Guðmundur S. Guðmundsson tæknifræðingur 13:25 Reynslusaga Ólafur Ólafsson tölvunarfræðingur 13:30 Að takast á við atvinnuleysi á miðjum aldri Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins 13:40 Starf og ný viðhorfskönnun nefndar félagsmálaráðherra varðandi stöðu miðaldra á vinnumarkaði Elín R. Líndal, formaður nefndarinnar og Kristinn Tómasson læknir 13:50 Breytinga er þörf Alda Sigurðardóttir, fræðslustjóri VR 14:00 Atvinnuöryggi hjá ríki og sveitarfélögum Ögmundur Jónasson, formaður BSRB 14:15 Skiptir aldur máli? Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins 14:30 Fyrirspurnir úr sal til frummælenda 15:00 Kaffihlé 15:30 Staða miðaldra fólks á vinnumarkaði í Noregi Asmund Lunde, framkvæmdastjóri Senter för Seniorpolitikk 16:00 Endurspeglar starfsmannastefna hæfnis- og eiginleikakröfur starfsmanna? Gylfi D. Aðalsteinsson, lektor við Háskóla Íslands 16:20 Umræður og fyrirspurnir úr sal 16:50 Samantekt og lokaorð ráðstefnustjóra 17:00 Ráðstefnulok Ráðstefnustjóri: Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin Skráning á www.vinnumalastofnun.is og í síma 820 9523 fyrir kl. 16 þriðjudaginn 18. maí nk. • Er æskudýrkun í starfsmannamálum valdandi þess að margt fólk 45 ára og eldra, með fulla starfsorku, á erfitt með að fá vinnu? • Mun fjölgun í aldurshópnum 45-66 auka á þennan vanda á næstu árum? • Er tímabært að breyta viðhorfi almennings til eiginleika þeirra sem eldri eru og hæfni þeirra til starfa? S A M B A N D Í S L E N S K R A B A N K A M A N N A félag bókagerðar- manna Að ráðstefnunni standa: Áhugahópur um atvinnumál miðaldra fólks, Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun, Samtök atvinnulífsins, BSRB, VR, Félag bókagerðarmanna, Efling, Samband íslenskra bankamanna, Rafiðnaðarsambandið, Landssamtök lífeyrissjóða. Þetta gekk stórkostlega,“ segirÞórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins. Rauði krossinn stóð í fyrrradag fyrir söfnun á hlýjum fatnaði sem senda á til Afganistans. Að sögn Þóris safnaðist heill gámur af fatnaði á Lækjartorgi auk þess sem pakkað var niður í 300 kassa í fataflokkunarstöð Rauða krossins. Fatnaðurinn verður sendur með flugvél sem utanríkisráðuneytið útvegar til Afganistans 31. maí. Lagt er upp með að senda 15 tonn af fatnaði með henni, og segir Þórir Rauða krossinn á góðri leið með að út- vega þau. ■ SAFNAÐ FYRIR AFGANI Rauði krossins safnaði í fyrradag vetrar- fatnaði fyrir konur og börn í Afganistan. Fatasöfnun á Lækjartorgi: Safnað í heilan gám Skítlegt eðli „Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstv. forsrh. en það kom greinilega hér fram.“ Ólafur Ragnar Grímsson um Davíð Oddsson á Alþingi 13. febrúar 1992. Stjórnskipunarógöngur „Það er alls ekki hægt að nota það sem afsökun að forsetinn sé erlendis og því þurfi að boða til skyndifundar í ríkisráðinu án forsetans. Enda sjá menn að ef það ætti að fara að breyta þeirri aðferð þá væru menn komnir út í algjörar ógöngur í stjórnskipun lýðveldisins og það ætla ég ekki nokkrum manni að vilja.“ Ólafur Ragnar Grímsson í Fréttablað- inu 4. febrúar 2004 í kjölfar þess að hann var ekki boðaður á ríkisráðs- fund 1. febrúar. Sendi hann ekki á skíði „Ég sendi ekki forsetann á skíði. Ég ætla ekki að láta þetta tal og símtöl bitna á honum. Þetta er allt fáránleiki sem ég vona að forsetinn jafni sig á“ Davíð Oddson í Fréttablaðinu 5. febrúar 2004 af sama tilefni. Embættisskyldur „Forsetinn hefur auðvitað ákveðnar skyldur eins og allir vita og þær hafa forgang.“ Ólafur Ragnar Grímsson um heim- komu sína frá Mexíkó aðspurður um hvort fjölmiðlafrumvarpið hefði haft eitthvað með það að gera. Fréttablaðið 13. maí 2004. Engin togstreita „[Þ]á vakna allar vanhæfisreglur sem við búum við í þessu landi og ef einhver er vanhæfur til að taka á þessu máli þá er það Ólafur Ragnar Grímsson [...] Það er engin togstreita í gangi og hefur aldrei verið í 60 ár.“ Davíð Oddsson í fréttum ríkissjónvarpsins 14. maí 2004. Hver sagði hvað og hvenær? kvæmt hljóðan orða stjórnarskrár- innar en hin lagalega deila snýst fyrst og fremst um það hvort þessa valdheimild forsetans beri að túlka með sama hætti og aðrar greinar stjórnarskrárinnar þar sem vikið er að hlutverki forseta Íslands; að í raun sé valdið ráðherranna í ríkis- stjórn. Þrettánda grein stjórnar- skrárinnar segir skýrt og greinilega að ráðherrar framkvæmi vald for- setans og í elleftu grein segir að for- seti sé „ábyrgðarlaus á stjórnar- athöfnum sínum“. Þór Vilhjálmsson, einn virtasti lögspekingur þjóðarinnar, hefur haldið því fram að „málskotsréttur- inn“ eigi aðeins við ef ráðherra fer fram á það við forseta að hann neiti að skrifa undir lög. Sé þessum skiln- ingi varpað yfir á pólitískan raun- veruleika má sjá fyrir sér að þetta ákvæði kunni að koma til sögunnar ef starfandi er ríkisstjórn sem ekki hefur stuðning meirihluta þing- manna. Sigurður Líndal, annar virt- ur lögspekingur, er á öndverðum meiði og telur að málskotsrétturinn sé til staðar. En vísast eru flestir sammála um að algjört óvissuástand myndi skap- ast í íslenskri stjórnskipan ef for- setinn neitar að skrifa undir lög frá Alþingi. Persónulegt stríð Ofan á þessa óvissu um stjórn- skipunina bætist hin mikla snerra á milli þeirra einstaklinga sem gegna embættum forseta og forsætisráð- herra. Í viðtali við ríkissjónvarpið á föstudagskvöld lýsti Davíð því yfir að Ólafur Ragnar gæti ekki tekið ákvörðun um að undirrita lögin sök- um þess að hann væri vanhæfur vegna tengsla við forystumenn í Norðurljósum og þess að dóttir for- setans starfi hjá Baugi. Í Frétta- blaðinu í gær vísar Jakob Möller hæstaréttarlögmaður þessari túlk- un forsætisráðherra á bug og Björg Thorarensen, prófessur við Háskóla Íslands, tók einnig undir að forset- inn yrði tæpast vanhæfur til þess að staðfesta lögin eða synja þeim um staðfestingu. Á það er bent að stjórnsýslureglur um vanhæfi eigi við fyrst og fremst um ókjörna embættismenn en í tilviki þjóðkjör- inna einstaklinga, eins og þing- manna og forseta, eigi vanhæfis- skilyrði embættismanna vart við. Ólafur Ragnar hefur neitað að tjá sig um ummæli Davíðs Oddsson- ar í sinn garð. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að persónuleg óvild á milli þjóðhöfðingjans og for- ingja ríkisstjórnarinnar hefur veru- leg áhrif á framvindu þessa máls. ■ DAVÍÐ Á LEIÐ ÚR STJÓRNARRÁÐINU Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.