Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 17
Fjölmiðlafrumvarpið vinnur því gegn hagsmunum landsbyggðar- innar almennt og er eins og sniðið til að torvelda þróun lítillar svæðisstöðvar eins og Aksjón. Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Fjölmiðlafrumvarpið og landsbyggðin Á Akureyri er lítil en vaxandi sjón- varpsstöð, Aksjón. Það mætti vel hugsa sér samstarf hennar og frét- tablaða í kjördæminu þannig að Aksjón þróaðist í framtíðinni í að verða fréttaveita úr norð- austurkjördæminu. Hún gæti þá komið fréttum og innlendri dagskrá úr kjördæminu á fram- færi við landsmenn alla í sam- starfi við sjónvarpsstöðvar eins og RÚV, Stöð 2, hugsanlega líka Skjá 1 og Íslandsmiðil. Mörg dæmi eru úr Noregi um slíkar héraðsstöðvar sem vinna að því að koma landsvæðinu sem þær þjóna á landskortið í samvinnu við stórar sjónvarpsstöðvar. Aksjón þyrfti fjármagn til að byggja sig upp í slíkt hlutverk. Á Akureyri er að finna öflug fjár- festingarfyrirtæki, eins og Kaldbak, sem hafa það að yfirlýstu markmiði að vilja efla atvinnulíf í héraði með fjárfestingum í arðvænlegum verkefnum. Vel hugsanlegt er að slík fyrirtæki sæju í Aksjón vænlegan kost til að ná hvorutveggja markmiðinu. Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórn- arinnar bannar hins vegar fyrir- tækjum eins og Kaldbaki að fjár- festa í Aksjón, af því þau eru samkvæmt skilgreiningu Sam- keppnisstofnunar markaðsráðandi á sínu sviði. Í frumvarpinu er að finna undanþágu fyrir svæðis- bundið hljóðvarp, en það er svo flausturslega unnið og vanhugsað að það gleymdist að gera ráð fyrir því að svæðisbundin sjónvörp gætu fengið undanþágu. Það útilokar nánast að lítil sjón- varpsstöð á landsbyggðinni eins og Aksjón geti orðið sér úti um fjár- magn til að byggja sig upp og þjóna landsbyggðinni betur. Fjölmiðlafrumvarpið vinnur því gegn hagsmunum landsbyggðar- innar almennt og er eins og sniðið til að torvelda þróun lítillar svæðisstöðvar einsog Aksjón. Ég spyr ekki um Halldór Blöndal eða Arnbjörgu. Þau eru reiðubúin til að fórna augljósum hagsmunum Norðlendinga í blindri undirgefni við leiðtoga lífs síns. En ætla þingmenn Fram- sóknar í norðausturkjördæmi að láta Sjálfstæðisflokkinn kúga sig til hlýðni og vinna gegn hagsmunum landsbyggðar og norðausturkjördæmisins til að þjóna dyntum Davíðs Oddssonar? Ætlar Valgerður Sverrisdóttir ráðherra byggðamála að styðja frv. sem vinnur beinlínis gegn jákvæðum þætti í byggðaþróun nyrðra og eystra? Þjóðrekur biskup sagði eitthvað á þá leið að hann væri friðsæll maður en þætti illt að láta berja sig lengi liggjandi. Fróðlegt verður að sjá hvort ungu þingmennirnir Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson láta lemja sig liggjandi til að samþykkja ólög sem beinast sérstaklega gegn sjón- varpsstöðinni í þeirra eigin kjör- dæmi. Ég trúi því varla á þá ágætu og efnilegu þingmenn. ■ 17MÁNUDAGUR 17. maí 2004 Hvernig eignast þjóð fortíð? Gunnar Dal skrifar: Það gerðist eitt sinn fyrir æva löngu að ungur konungsson fór með fylgdarsvein- um sínum út í skóg á veiðar. Honum til mikillar furðu rakst hann á þrjú stór tré sem skotskífur höfðu verið málaðar á. Og þarna hafði skytta nýlega verið að æfa sig. Í hverri skotskífu var ör og allar þrjár höfðu nákvæmlega hæft miðju skot- skífunnar. Kóngssonurinn ungi skipaði mönnum sínum að leita skyttunnar. Þeir fundu innan skamms stálpaðan svein- staula með örvamæli og boga. Hann var krafinn sagna og hann viðurkenndi að hann hefði skotið þessum þremur örv- um. Kóngssyninum fannst mikið til um þetta. Og hann réði sveininn strax í þjón- ustu sína. Á heimleiðinni spurði hann piltinn: Hvernig í sköpunum fórstu að því að hitta nákvæmlega í miðjuna? Þú hefur skotið af mjög stuttu færi. Nei, nei, svaraði strákurinn, Ég skaut af löngu færi. En ég skaut örinni fyrst og málaði síðan skotskífuna kringum örv- arnar. Í fortíðinni var þessi aðferð oft notuð og gafst vel. Jónas Jónsson frá Hriflu notar hana að einhverju leyti að minnsta kosti þegar hann skrifar Íslandssögu sem allir mínir jafnaldrar lásu og lærðu á fjórða áratugnum á tuttugustu öld. Sú bók mót- aði aðallega þjóðleg viðhorf Íslendinga og skapaði okkur sögu fremur en að sag- an væri sögð af því lífi sem þjóðin lifði. Davíð konungur og Salómon sonur hans notuðu hana báðir með góðum árangri þegar þeir hófu að segja sögu þjóðar sinnar. Sú bók reyndist slík gersemi að segja má að þar sýnist hver ör hæfa þráðbeint í mark. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR UMRÆÐAN FJÖLMIÐLA- FRUMVARPIÐ ,, Dekk 33” (285/75-16) 95.000 kr. Dráttarbeisli 63.000 kr. Afturmottur 4.000 kr. Frammottur 5.000 kr. Langbogar svartir 51.000 kr. PATROL (Listaverð 5.190.000 kr.) PATROL ELEGANCE sjálfskiptur 3.0 TDI 158 hö. 4.995.000 kr. Ingvar Helgason ehf. býður Nissan Patrol á sérstöku tilboðsverði nú í maí. Í ofangreindu verði er aukahlutapakki upp á 218.000 kr. PATROL ELEGANCE 3.0 TDI 158 hö/bs 4.810.000 kr. (Listaverð 4.990.000 kr.) PATROL LUXURY 3.0 TDI 158 hö/bs 4.530.000 kr. (Listaverð 4.690.000 kr.) PATROL LUXURY 3.0 TDI 158 hö/ss 4.717.000 kr. (Listaverð 4.890.000 kr.) Tilboðið gildir aðeins fyrir pantanir greiddar fyrir 17.06.2004 Sumar tilboð Ingvar Helgason Sævarhöfða 2 · sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is F í t o n / S Í A 0 0 9 5 9 0 BRÉF TIL BLAÐSINS AF NETINU Framsókn lemstruð Guðni Ágústsson kom til þings í dag í fatla, þó ekki um höfuðið eins og ætla mætti, heldur um vinstri hendina. Deilt er um hvort þessu valdi skotleyfi það sem Halldór Ásgrímsson er sagður hafa gefið út á Guðna, eða hitt að Guðni hafi loksins lamið í borðið og sagt um fjöl- miðlafrumvarpið „Hingað og ekki lengra“ og með því tekið forystu fyrir hinni miklu óánægju innan Framsóknarflokksins með undirgefni forystunnar. Það getur þó varla verið því stjórnarliðar segja að Davíð sé alveg hissa á öllum þessum lát- um vegna fjölmiðlafrumvarpsins, því hann sjálfur hafi enn engan hitt sem sé andvígur því. Helgi Hjörvar á helgi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.