Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 24
17. maí 2004 MÁNUDAGUR Alveg er merkilegt hvað maður getur verið blindur fyrir því hvað er að gerast í kringum mann. Það var fyrir einhverju síðan sem ég var með annan fótinn upp á Kjal- arnesi heilt sumar. Það var skemmtileg tilbreyting að komast aðeins út af slitlaginu, þó það væri ekki nema í nokkra klukkutíma á dag. Strætóferðirnar upp eftir urðu algjört ævintýri út af fyrir sig en það breytti því ekki að þessi reynsla á eftir að lifa lengi í minningunni. Það var einn góðan veðurdag að kona nokkur, sem kennd hefur verið við jógakennslu, droppaði í heimsókn í sveitinni. Hún spurði mig spurningar sem átti eftir að breyta lífi mínu til muna. „Þetta er yndislegur staður. Ertu ekki duglegur að hlusta á fuglasönginn hérna upp frá?“ „Fuglasönginn?“ hugsaði ég með mér. Er eitthvað af þeim hér? Ég fór að spá aðeins í þessu og áður en ég vissi af rann það upp fyrir mér að þessi kríli voru allt í kringum mig. Merkilegt að hafa ekki tekið eftir þessu fyrr. Spóinn vakti mann á morgnana, lóan var alltaf hress, þrestirnir léku á alls oddi smyrlinum til mikillar gleði. Gleymi því seint að sjá hann sýna fluglistir sínar er hann klófesti einn þröst eftir nokkurra mínútna eltingarleik, alveg með ólíkindum hvað það bauð upp á mikið sjónar- spil. „Getur maður virkilega verið svona blindur á umhverfið sitt?“ hugsaði ég með mér um leið og ég upplifði þetta mikla ævintýri nátt- úrunnar. Alveg merkilegt hvað malbikið getur gert mann kaldan stundum. Allt frá þessu sumri hef ég reynt að halda mér vakandi gagn- vart þessu, sama hvort ég sé út á landi eða í viðjum malbiksins. Það er nefnilega af nógu af taka ef maður opnar augun. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SMÁRI JÓSSEPSSON RIFJAR ÞAÐ UPP ÞEGAR EYRU HANS OPNUÐUST FYRIR FUGLASÖNG ■ Umhverfisblindur og andlega sofandi ■ BARNALÁN Eftir Kirkman/Scott Tími til að fara í bað! Segið þá:Foreldrar! Eruð þið orðin þreytt á að vera misskilin? Barnalán kynnir Foreldratal sem annað tungumál Örugg samskipti milli foreldra og barna! 3. lexía Ef skilaboðin eru: „Ég vil gjarnan fá mígrenikast“ NEIIII III ÚÚÚÚÚ ÚÚ Eftir Patrick McDonnell■ KJÖLTURAKKAR Varðhundur! Við ætlum að lifa af líkamsfitu okkar og sofa í helli í allan vetur! Ef einhver kemur og spyr um mig, segðu Þeim að það sé enginn heima. Það geri ég alltaf. ■ PÚ OG PA Eftir SÖB ■ PONDUS ■ ROCKY Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Nammi namm! Hnetusmjör er gott álegg! En af og til festast hnetur á milli tannanna minna! Sem betur fer get ég náð þeim út með ákveðinni tækni sem ég nota með þessum prjón! Losnið! Hnetur! Halló! Þar fór matarlystin Rippo, hvað ertu að gera fyrir utan húsið mitt? Hæ Rocky! Ég er í partíi hjá Piggy og Dyke! Þau eru lista- galleríið sitt hérna niðri. Taktu þær með! Ég á flösku af Hard Rock viskíi heima! Bara þú og Tommy? Það virðist vera mjög skemmti- legt, en ég ætla frekar að vera hér með stelpunum. Taktu þær með! Ég á flösku af Hard Rock viskíi heima! Manstu eftir stelpunni á búgarðinum hjá Gonzo. Hún er hér! Vá! Gerðuð þið það ekki þá? Nei, ég reyndi en hún lét sem hún væri dauð! Ég vona innilega að hún hafi bara sofið. Annars hefði þetta haft sömu áhrif á hana og slefandi hundur að runka sér á fótum gestanna! First impressions....last!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.