Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 17. maí 2004 ■ TÓNLIST 29 Fáðu meira! Veglegir aukahlutapakkar með nýjum Toyota ÞAÐ ER VOR Í LOFTI - Sumarið leggst vel í okkur og við viljum að þú njótir þess í nýjum, betur búnum Toyota. Þess vegna bjóðum við glæsilega aukahlutapakka sem fylgja nýjum Toyotabílum á sérstökum tilboðsdögum í apríl og maí, eða á meðan birgðir endast. Taktu sumarið snemma og fáðu meira með nýjum Toyota. Komdu strax í dag og aktu á nýjum Toyota út í vorið. Frekari upplýsingar á www.toyota.is eða í síma 570 5070. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 10 5 0 4/ 20 04 Corolla fylgir sportlegur aukahlutapakki. 110.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Álfelgur og vindskeið. Tilboðið gildir ekki á nýjum Corolla Verso. YARIS BLUE, sérútgáfa af Yaris. 100.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Þokuljós að framan, sérstök Yaris Blue innrétting, krómpúst, silsalistar, vindskeið o.fl. Avensis er ríkulega útbúinn. 120.000 kr. aukabúnaður Innifalið: krómpakki og álfelgur eða sóllúga. RAV4 er kraftalega útbúinn. 130.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Heilsársdekk, vindskeið og aurhlífar. Nýr Avensis. 5 stjörnur og besta útkoma frá upphafi úr öryggisprófi NCAP. Staðalbúnaður sem fáir bílar í þessum flokki geta jafnað. Verð frá 2.350.000 kr. Yaris er mest seldi smábíll á Íslandi, margverðlaunaður og hlaut hæstu einkunn í NCAP öryggisprófinu í sínum flokki, auk þess sem vélbúnaður hans hlaut sérstök verðlaun. Verð frá 1.239.000 kr. RAV4 er mest seldi jepplingur á Íslandi. Afar þægilegur í akstri en býr yfir jeppaeiginleikum sem veita þér öryggi á vegum og vegleysum. Verð frá 2.550.000 kr. Corolla er mest seldi bíll í heimi og trónir í efstu sætum í öllum helstu gæðaprófum. Annálaður fyrir vandaðan frágang og frábært efnisval. Verð frá 1.639.000 kr. Söngvarinn Morrissey, sem varrödd og textahöfundur The Smiths hér um árið, skaut harka- lega á tónlistarmanninn David Bowie í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir í 17 ár. Morrissey uppnefndi kollega sinn sem Showie og kallaði hann fyrirtæki en ekki listamann. Hann bætti svo við að eina ástæða þess að fólkið hafi laðast að honum í upphafi hafi verið vegna Ziggy Stardust persónu hans og benti á að ímynd þeirrar persónu hefði verið sköpuð af einhverjum öðrum. Í blaðaviðtali við GQ magazine fór hann heldur ekki fögrum orð- um um Bowie. „Hann er ekki sú persóna sem hann var. Hann er ekki lengur David Bowie,“ hélt Morrissey fram í viðtalinu. „Núna gefur hann fólki það sem hann heldur að geri það glatt, og það er geispandi af leiðindum. Vegna þess að hann gerir þetta, skiptir hann engu máli. Hann varð bara mikilvægur fyrir slysni.“ Morrissey er þessa dagana að kynna fyrstu breiðskífu sína í mörg ár, You Are the Quarry, sem kemur út á mánudag. ■ Í búar í Seattle í Bandaríkjunumeru afar þakklátir framleiðend- um gamanþáttanna Frasier fyrir að koma borginni aftur á kortið eftir nokkur mögur ár. Frasier lauk göngu sinni í fyrrakvöld eftir ellefu ár á skján- um. Þættirnir gerðust í Seattle og voru að vonum ákaflega góð aug- lýsing fyrir borgina. „Alveg eins og Microsoft, Starbucks og önnur tákn um velmegunina í Seattle, átti Frasier sinn þátt í því að gera borgina eftirsóknarverðari fyrir almenning,“ sagði sjónvarps- fréttakonan Melanie McFarland frá Seattle. Áður en Frasier kom til sög- unnar var Seattle einna þekktust fyrir uppgang grunge-tónlistar- stefnunnar sem fór að dala í byrjun síðasta áratugar, en nú er öldin önnur. ■ Rod Stewart alltaf í inniskóm Tónlistarmaðurinn RodStewart, sem hefur sungið marga slagara í gegnum tíðina, hefur upp á síðkastið tekið upp þann sið að ganga í inniskóm hvert sem hann fer. Rod gengur í áletruðum Ralph Lauren skóm og finnst þeir virkilega þægilegir. Penny Lancaster, kærasta Rod, segir að hann gangi alltaf í inni- skóm, hvar sem er. ■ [ TÓNLIST ] MEST SÓTTU LÖGIN Á TÓNLIST.IS 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 TOPP 20 - MEST SÓTTU LÖGIN Á TÓNLIST.IS - VIKA 19 YOU BELONG TO ME Björgvin Halldórs og Krummi ÁST Ragnheiður Gröndal THIS LOVE Maroon 5 LÖG UNGA FÓLSINS Nylon GLEÐIBANKINN Icy HLUSTIÐ GÓÐIR VINIR Magni Ásgeirsson RÓBERT BANGSI Margrét Eir MANSTU? Bubbi Morthens STOPP NR. 7 200.000 naglbítar THANK YOU Jamelia FIND A WAY TO MY HEART Phil Collins DRAUMUR Ardís Ólöf Víkingsdóttir ÁSTARDÚETT Stuðmenn SUNNUDAGSMORGUNN Jón Ólafsson HEY YA (RADIO MIX) Outkast ANIMAL Clearwater LEAVE RIGHT NOW Will Young PLAY LIKE A GIRL Janis Ian LAST TO KNOW Pink HANG IN LONG ENOUGH Phil Collins BJÖRGVIN OG KRUMMI Feðgarnir eru á toppnum á netlista Tónlist.is með dúett af plötu Björgvins fyrir jólin. FRASIER Geðlæknirinn góðkunni hefur breytt ímynd Seattle til hins betra. Frasier kom Seattle á kortið ■ SJÓNVARP MORRISSEY Einn besti textahöfundur okkar tíma var án plötusamnings lengi. Nú er loksins að koma ný plata og notar kappinn tækifær- ið til þess að skjóta á aðra poppara. „Bowie skiptir engu máli“ ■ TÓNLIST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.