Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Lög og ólög SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 www.bifrost.is Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans og í síma 433 3000 Námskeið í Evrópufræðivali:Evrópufræðivalið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast kenningarlega þekkingu á hagrænni og stjórnmálalegri þróun Evrópu og fá innsýn inn í starf og tilgang Evrópusambandsins og evrópskra stofnana. Nemendur öðlast færni í að greina efnahagslega, félagslega, menningarlega og stjórnmálalega þætti samrunaþróunarinnar í Evrópu í þverfaglegu samhengi. Slík færni nýtist vel allstaðar þar sem þörf er á tengslum við evrópskar stofnanir og þekkingu á þeim. Að auki er námið góður undirbúningur fyrir doktorsnám á hag- og félagsvísindasviði. Möguleiki er að nemandi fái á hluta námstímans rannsóknaraðstöðu við háskóla í einhverju aðildarlandi Evrópusambandsins, þar sem einnig mætti sækja kúrsa á framhaldsstigi og fá þá metna sem hluta námsins, allt að 7,5 einingum. Einnig eru möguleikar fyrir einstaka nemendur á starfsnámi erlendis tengdu Evrópusamstarfi Íslendinga. Skipulag námsins miðast við að hægt sé að stunda það með vinnu eða sem fullt nám. Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur riðið á vaðið hér á landi við að gefa nemendum í meistaranámi kost á að sérhæfa sig í Evrópusamrunarannsóknum með Evrópufræðivali innan MA náms í hagnýtum hagvísindum. Síðastliðið ár hafa sex nemendur stundað nám í þessari tilteknu valgrein á Bifröst. Haustönn I fyrri hluti (staðnám, 11. júlí—13. ágúst): Evrópusamruninn, 2,5e Hlutverk stjórnandans, 2,5e Hagnýt talnagreining I, 2,5e Haustönn I, síðari hluti (fjarnám, september—desember): Námsferð til Brussel í september (valkvæð), 2,5e Hagstjórnarfræði, 2,5e Kenningar félags– og hagvísinda, 2,5e Rannsóknaraðferðir félags– og hagvísinda I, 2,5e Vorönn (fjarnám, janúar—maí): Evrópuréttur og evrópskar stofnanir, 2,5e, eða Hagnýt talnagreining II, 2,5e Haglýsing, 2,5e Rannsóknaraðferðir félags– og hagvísinda II, 2,5e Haustönn II (staðnám, ca. 10. júlí –10. ágúst): Efnahagssamruni Evrópu, 2,5e Evrópsk samfélög, 2,5e Evrópusaga frá 1750 Meistaranám – Evrópufræði 311 Borgarnes Sími 433 3000 Einu sinni sögðu menn á Íslandi aðlífið væri saltfiskur. Núna er líf- ið hins vegar lögfræði. Í hverjum einasta fréttatíma útvarps og sjón- varps undanfarnar vikur og mánuði hefur það verið rifjað upp fyrir mér hversu mikil skammsýni það var á sínum tíma að hætta lögfræðinámi og leggja út í lífið með samviskuna eina til leiðsagnar. FORSÆTISRÁÐHERRANN held- ur því fram að forseti lýðveldisins sé vanhæfur, ef ekki beinlínis óhæfur, til að neita að staðfesta lög um fjöl- miðla af því að dóttir hans ku vinna hjá fyrirtæki sem tengist þeim fjöl- miðlum sem hin almennu lög eru sérsamin til að klekkja á, og auk þess hafi fólk í því fyrirtæki stutt forsetann til embættis á sínum tíma. Forsætisráðherrann – sem er að sjálfsögðu lögfræðingur – segir líka að Danadrottningu myndi aldrei detta í hug að neita að staðfesta lög sem danska þingið hefði samþykkt. SVONA bull er að verða daglegt brauð á Íslandi, þótt allir sem ekki eru lögfræðingar geri sér ágætlega grein fyrir því að sá grundvallar- munur er meðal annars á forseta og drottningu, að drottningin hefur þegið sitt embætti í arf, en forseti er kosinn af þjóð sinni til að gegna hinu æðsta embætti með öllum þess margvíslegu réttindum og skyldum. FYRIR mína parta er ég orðinn hundleiður á þessu lögfræðipexi. Ég er þreyttur á því að þegar ríkis- stjórnin leggur frumvarp fyrir þing- ið skuli þurfa að þrátta um hvort frumvarpið standist stjórnarskrá lýðveldisins. Ég hlakka til þess að tveimur árum liðnum er hinir miklu lagarefir sem nú sitja á löggjafar- þinginu eiga stefnumót við þjóðina, því að þá mun umræðan ekki snúast um lagakróka heldur um réttlæti og samvisku. Og umfram allt um sóma, heiður og æru. MARGIR kunna málshátt sem hljóðar svo: „Með lögum skal land byggja“. En það virðast ekki allir gera sér grein fyrir því að með þess- um orðum er aðeins hálf sagan sögð, því að seinnipartinn vantar. Hann er svohljóðandi: „En með ólögum eyða“.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.