Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 1
● lögðu eyjastúlkur í gærkvöld Úrslitakeppnin í handbolta: ▲ SÍÐA 33 Valsstúlkur jöfnuðu metin á Hlíðarenda ● tekst á við öll frægustu skrímslin Van Helsing: ▲ SÍÐA 37 Lífgað upp á blóðsugubana ● spilaði við eið smára Haukur Baldvinsson: ▲ SÍÐA 42 Ungur Liverpool- aðdáandi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FÖSTUDAGUR SAMVINNA Málþing um þróunarsam- vinnu verður haldið í Odda klukkan 14. Heiðursgestur málþingsins og frummæl- andi er Carlos Lopes, svæðisstjóri Þróun- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Bras- ilíu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HLÝINDIN KOMIN Ágæt hlýindi strax í dag og meiri um helgina. Bjart með köflum í borginni og hægur vindur víðast, þó ekki á Vestfjörðum. Sjá síðu 6 7. maí 2004 – 124. tölublað – 4. árgangur VEXTIR HÆKKA Vaxtahækkunarferli Seðlabankans er hafið. Bankinn hækkar vexti á þriðjudag 0,2 prósent. Stýrivextir Seðlabankans hækkuðu síðast síðari hluta árs 2000. Sjá síðu 2 DÝRT STRÍÐ Bandaríkjastjórn hefur farið þess á leit við repúblikana í báðum deild- um Bandaríkjaþings að þeir samþykki 1.835 milljarða króna fjárveitingu til stríðs- reksturs í Írak. Sjá síðu 4 MILLJARÐUR Í TAP Tap af rekstri borgarsjóðs á síðasta ári var rúmum einum milljarði meira en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir. Borgarstjóri segir árangurinn við- unandi. Sjá síðu 8 RANNSÓKNARVINNA FLUTT Í und- irbúningi er að flytja allar rannsóknir, sem unnar eru nú á heilsugæslustöðvum á Reykjavíkursvæðinu, til Landspítala há- skólasjúkrahúss. Sjá síðu 10 Sa m kv æ m t f jö lm i›l ak ön nu n Ga llu ps m ar s '0 4 48%65% Kvikmyndir 38 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 Guðbjörg Glóð Logadóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Fylgifiskar á Skólavörðustíg ● matur ● tíska ● heimili Efnahagshorfur: Blóm í haga HAGVÖXTUR Samfelldur vöxtur verður í efnahagslífinu eins langt og vísustu menn sjá. Þetta má lesa í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðu- neytisins. Árlegur hagvöxtur verður yfir fjögur prósent til árs- ins 2006 en þá dregur úr honum. Hagvöxtur verður samkvæmt spánni um þrjú prósent eins langt og spáin nær eða til 2010. Aðhaldssöm ríkisfjármál og markviss peningastjórnun Seðla- bankans ráða miklu um fram- vindu. Takist það vel mun hækk- andi kaupmáttur, lág verðbólga og lítið atvinnuleysi einkenna næstu sex árin. Sjá nánar síðu 6. KÖNNUN Nær tveir af hverjum þremur landsmönnum eru and- vígir fjölmiðlafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum og um það bil helm- ingur telur að það verði til að minnka fjölbreytni fjölmiðlunar. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun Gallups. 65 prósent aðspurðra segjast andvíg fjölmiðlafrumvarpinu, 24 prósent segjast hlynnt því en 12 prósent segjast bæði og. Tals- verður munur er á afstöðu fólks eftir því hvort það styður ríkis- stjórnina eða ekki. 46 prósent stuðningsmanna stjórnarinnar segjast hlynnt frumvarpinu en 40 prósent andvíg. Einungis sjö pró- sent þeirra sem styðja ekki stjórnina segjast fylgjandi frum- varpinu en 84 prósent segjast andvíg því. Fjórtán prósent telja að frum- varpið tryggi fjölbreytni fjölmiðl- unar og 37 prósent segja það engu breyta en 49 prósent telja að það verði til að minnka fjölbreytni. Sé þetta skoðað með hliðsjón af af- stöðu til ríkisstjórnarinnar telja 23 prósent stuðningsmanna stjórnarinnar að frumvarpið tryggi fjölbreytni en 35 prósent telja það verða til að minnka hana. 42 prósent segja lagasetn- ingu engu breyta. 64 prósent þeirra sem eru andvígir stjórn- inni segja frumvarpið verða til að minnka fjölbreytni í fjölmiðlun en sex prósent telja það verða til að tryggja fjölbreytnina. 30 pró- sent telja það engu breyta. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir niðurstöðuna benda til þess að það sé ekki mikil stemning í samfélaginu fyrir þessum breyt- ingum. „Fólk sér að markmið laganna stenst ekki,“ segir Skarphéðinn Berg. „Svona lög munu draga úr fjölbreytni fjölmiðlanna en ekki auka hana. Ég held að þetta sé fullkomlega upplýst afstaða því málið hefur verið mjög vel kynnt í fjölmiðlum – frá öllum hliðum.“ Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðuna endurspegla neikvæða umfjöllun fjölmiðla um málið. „Það hafa verið mikil mótmæli gegn þessu frumvarpi og þau hafa yfirgnæft annað og það seg- ir okkur það sem við vitum að fjölmiðlar geta haft mikil áhrif,“ segir Einar Oddur. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir niðurstöðuna í takt við það sem hann heyri allt í kringum sig. „Fólk áttar sig vel á því að það eru engar málefnalegar ástæður sem liggja að baki þessu frum- varpi heldur einhver hefndarhug- ur sem enginn skilur,“ segir Guð- mundur Árni. „Ég held að réttlæt- iskennd fólks sé einfaldlega mis- boðið.“ Gallup gerði könnunina fyrir Norðurljós dagana 28. apríl til 4. maí. Úrtakið var 937 manns og svarhlutfallið 63 prósent. brynjolfur@frettabladid.is trausti@frettabladid.is M YN D /A P Skógareldar í Kaliforníu: Ná tökum á eldunum KALIFORNÍA Slökkviliðsmenn eru að ná undirtökum í baráttunni við skógarelda sem hafa geisað í Kaliforníu síðustu daga og er búist við því að slökkviliðsmenn nái fullri stjórn á eldinum síðar í dag. Eldarnir, sem hafa brunn- ið á tíu þúsund hektara svæði, þykja óvenju snemma á ferð- inni. Nokkur hundruð manns sem urðu að flýja heimili sín hafa fengið að snúa aftur. Víða fá íbú- ar ekki að tryggja heimili sín vegna eldhættu og eiga því á hættu að tapa öllu sínu. Eldarnir geisuðu af mestum krafti í Riverside-sýslu þar sem um þúsund heimili voru í hættu. Þar hefur maður verið ákærður fyrir að vera valdur að eldsvoð- unum. Hann dró járnbút á eftir bíl sínum með þeim afleiðingum að eldar kviknuðu hér og þar. ■ GEORGE W. BUSH Sagði að sér biði við misþyrmingunum. Misþyrmingar fanga: Bush þykir þetta leitt WASHINGTON, AP „Mér þótti leitt að íraskir fangar og fjölskyldur þeirra hefðu verið auðmýkt með þessum hætti,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti við Abdullah II Jórdaníukonung á fundi þeirra í gær. „Ég sagði hon- um að mér þætti líka leitt að fólk sem sæi þessar myndir skildi ekki raunverulegt eðli Bandaríkj- anna,“ sagði Bush á blaðamanna- fundi að loknum fundi sínum með konunginum. Daginn áður hafði Bush rætt við tvær arabískumælandi sjón- varpsstöðvar en þá gekk hann ekki svo langt að biðjast afsökun- ar. ■ BARIST VIÐ SKÓGARELDA Skógareldarnir kviknuðu þremur vikum fyrr í ár en í fyrra. Slökkviliðsmenn hafa barist gegn þeim af krafti og meðal annars kveikt stað- bundna elda til að búa til varnarsvæði þar sem hinir eiginlegu skógareldar eiga, samkvæmt kenningunni, að stöðvast. Minnki fjölbreytni 49,4% Andvíg(ur) 64,5% Bæði og - i meðallagi 11,5% Hlynnt(ur) 24,1% Breyti engu 36,7% Tryggi fjölbreytni 13,8% SPURT VAR: Telur þú að frumvarpið tryggi fjölbreytni í fjölmiðlun? SPURT VAR: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) fjölmiðlafrumvarpinu? Tveir þriðju á móti fjölmiðlafrumvarpi Nær þrefalt fleiri eru andvígir fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar en fylgjandi því samkvæmt könnun Gallups. Helmingur telur að það verði til að draga úr fjölbreytni fjölmiðlunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.