Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 8
8 7. maí 2004 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa MÓTMÆLT Í HONG KONG Lýðræðissinnar í Hong Kong kröfðust þess í gær að Tung Chee-hwa, æðsti handhafi framkvæmdavaldsins í Hong Kong, segði af sér embætti. Þeir segja hann ekki hafa varið lýðræðið í Hong Kong fyrir ágangi kínverskra stjórnvalda. LÖGGÆSLUMÁL „Unglingalandsmót- ið er ekki hefðbundin útihátíð held- ur mót fyrir unglinga og fjölskyld- ur þeirra. Ef við verðum krafin um löggæslukostnað setur það mótið í uppnám, enda verið að útiloka möguleika smærri íþróttafélaga á mótshaldi,“ segir Haraldur Jó- hannsson, formaður Ungmenna- sambands Skagafjarðar. UMSS heldur unglingalands- mót um verslunarmannahelgina og vilja forsvarsmenn félagsins ekki una því ef sýslumaður ákveð- ur að krefjast greiðslu fyrir kostnað við löggæslu, sem móts- haldarar telja alls ekki nauðsyn- lega. Miklar deilur urðu þegar UMFÍ var krafið um hálfrar millj- ónar króna greiðslu fyrir lög- gæslu á unglingalandsmóti á Ísa- firði um verslunarmannahelgina í fyrra og hefur málið valdið ólgu innan félaganna. Deilt er um ákvæði í lögreglu- lögum sem heimilar lögreglu- stjóra að láta þá sem standa fyrir skemmtunum greiða kostnað af nauðsynlegri löggæslu. Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum sem kveður á um að ákvæðið verði tek- ið út og ríkið beri allan löggæslu- kostnað, en umboðmaður Alþingis hefur gert athugasemdir við gild- andi fyrirkomulag. ÍSÍ segir að gera verði greinarmun á íþrótta- hátíðum og útihátíðum, en lög- regluyfirvöld leggjast gegn þeim breytingum sem frumvarpið kveður á um. ■ ÁRSREIKNINGUR Borgarsjóður var rekinn með umtalsverðum halla á síðasta ári og er tapið rúmum milljarði króna meira en fjár- h a g s á æ t l a n i r fyrir það ár gerðu ráð fyrir. Árs- r e i k n i n g u r Reykjavíkurborg- ar var kynntur í gær og kemur þar fram að heildar- tekjur námu rúm- um 34 milljörðum króna. „Í fyrsta sinn koma ytri endur- skoðendur að árs- reikningum með okkur og það hef- ur verið til góðs enda glöggt gests augað,“ segir Þórólfur Árnason borgarstjóri. „Það eina sem er óvænt við reikningana er upphæð lífeyris- skuldbindinga, sem er einum milljarði hærri en búist var við. Þá eru heildarlífeyrisskuldbind- ingar borgarinn- ar orðnar um 25 milljarðar en núna teljum við okkur hafa náð e n d a n l e g u m böndum á þá upphæð sem þar er um að ræða í heildina.“ Þórólfur seg- ist sjá fyrir end- ann á þeim fjár- festingum sem borgin hefur farið af stað með undanfarin ár. „Við höfum gert gangskör í uppbyggingu grunn- skóla, leikskóla og íþróttamann- virkja undanfarin ár og sjáum fyrir okkur að minnka það fé sem farið hefur til þessa flokks und- anfarin ár. Almennt er rekstur Reykjavíkurborgar á áætlun og málaflokkar hafa verið í sam- ræmi við áætlanir, sem þykir gott í þessu stærsta fyrirtæki landsins.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti minnihlutans í borgar- stjórn, er þessu ekki sammála. „Það hallar sífellt meira á ógæfu- hliðina í rekstri R-listans í borg- arstjórn og þessi ársreikningur staðfestir það,“ segir Vilhjálmur Þ. „Í reikningnum er einnig geng- ið út frá því að hallarekstur verði áframhaldandi á næsta ári og það er óásættanlegt að borgarsjóði sé stýrt með þessum hætti ár eftir ár. Svo er gerð sérstök varúðar- niðurfærsla eins og Þórólfur kýs að kalla það um einn milljarð til viðbótar. Þetta þýðir einfaldlega að hreinar skuldir borgarinnar aukast um tvo milljarða króna. Þetta gerist á sama tíma og hag- vöxtur og almennur uppgangur hefur verið í þjóðfélaginu.“ albert@frettabladid.is „Almennt er rekstur Reykjavíkur- borgar á áætlun og málaflokkar hafa verið í samræmi við áætlanir. – hefur þú séð DV í dag? Björk í bílslysi – The show must go on Forseti Tsjetsjeníu: Snúið baki við börnunum TJSETSJENÍA, AP Akhmad Kadyrov, forseti Tsjetsjeníu sem situr með stuðningi rússnesku stjórnarinn- ar, hvatti í gær tsjetsjenska for- eldra til að vísa á börn sín eða snúa við þeim baki ef þau ganga til liðs við uppreisnarmenn. „Foreldrar verða að skipa börnum sínum að leggja niður vopn eða koma á torg fyrir fram- an mosku og tilkynna opinberlega að þeir snúi baki við börnum sín- um,“ sagði forsetinn á fundi með fyrrum hermönnum sem börðust í seinni heimsstyrjöld. „Við getum ekki þolað að uppreisnarmenn geti komið til foreldra sinna og hvílst hjá þeim að næturlagi.“ ■ ÁFENGIÐ HÆKKAÐ Þýska stjórnin hef- ur ákveðið að hækka verð áfengra gosdrykkja. Með því vill hún draga úr unglingadrykkju en stjórnarliðar segja markaðssetn- ingu áfengu gosdrykkjanna bein- ast að unglingum undir lögaldri. HERMENN VARI SIG Litháíska lögreglan mun ekki líða hermönnum Atlantshafsbanda- lagsins það að vera drukknir á al- mannafæri. Talsmaður lögregl- unnar tilkynnti þetta í kjölfar þess að mikið hafði verið kvartað undan háreysti og látum norskra og belgískra hermanna á litháísk- um börum. BANNA ÚTFLUTNING MÁLVERKS Breska stjórnin kom í gær í veg fyrir að málverk eftir nítjándu aldar listamanninn Richard Parkes Bonington yrði flutt úr landi. Listamálaráðherrann segir málverkið „Frönsk strönd með sjómönnum“ þjóðargersemi sem ætti að leggja áherslu á að yrði áfram í Englandi. FJARSKIPTI „Óprúttnir menn í Indónesíu tóku eftir að hægt var að notfæra sér tölvusímkerfi okk- ar og áður en varði fór fjöldi SMS- skilaboða upp í hundruð þús- unda,“ segir Pétur Pétursson, tals- maður Og Vodafone, en vegna mistaka erlendra tæknimanna gátu erlendir aðilar sent svoköll- uð SMS-skilaboð frítt gegnum símkerfi Og Vodafone á Íslandi í allan gærmorgun. Tafði þetta mjög fyrir skeytasendingum en tæknimenn réðu bót á vandamál- inu fljótlega eftir hádegið í gær. „Þarna var einfaldlega um mistök að ræða hjá þeim aðilum sem sjá um símkerfi okkar en úr því var bætt strax og ljóst var að umferð um kerfið var langt um- fram það sem eðlilegt gat talist. Þetta veldur fyrirtækinu engu tjóni en hefur mögulega gert okk- ar viðskiptavinum erfitt fyrir að senda SMS sín á milli enda voru á tímabili yfir hundrað þúsund skeyti í biðstöðu vegna þessa. Það er öllu meira en gerist og gengur á venjulegum fimmtudags- morgni.“ ■ UNGLINGALANDSMÓT Ólga er innan ungmennafélaganna vegna lagaákvæða sem heimila lögreglustjóra að láta þá sem standa fyrir skemmtunum greiða kostnað af nauðsynlegri löggæslu. Þeir sem standa fyrir unglingalandsmóti segja slíkan kostnað setja mótin í uppnám. Ungmennafélög óróleg vegna löggæslukostnaðar: Unglingalandsmót í uppnámi Tæknileg mistök í símkerfi Og Vodafone í gærmorgun: Útlendingar nýttu sér tækifærið ÞJÓNUSTUFULLTRÚAR OG VODAFONE Í gærmorgun urðu miklar tafir á SMS-sendingum hjá Og Vodafone. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Tap borgarsjóðs nemur rúmum milljarði Tap af rekstri borgarsjóðs á síðasta ári var rúmum einum milljarði meira en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir. Borgin afskrifar annan milljarð til vegna eldri útsvarskrafna. Borgarstjóri segir árangurinn viðunandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Sífellt hallar meira á ógæfuhliðina í rekstri R-listans. BORGARSTJÓRI KYNNIR ÁRSREIKNINGA BORGARINNAR Þórólfur Árnason segir stöð- una viðunandi en sér fram á breytingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.