Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 12
12 7. maí 2004 FÖSTUDAGUR Í FÓTSPOR FÖÐUR SÍNS Megawati Sukarnoputri, forseti Indónesíu, kynnti í gær varaforsetaefni sitt, Hasyim Muzadi. Staðurinn sem hún valdi til þess var fyrir framan styttu af föður sínum, Sukarno fyrrum forseta. FJÖLMIÐLALÖG „Það liggur við að segja að frumvarpið stangist á við allar greinar mannréttindakafla stjórnarskránnar nema ákvæðið um trúfrelsi,“ segir Jakob Möller hæstaréttalögmaður. Hann segir að álitaefnin varð- andi frumvarpið séu fyrst og fremst um þrjár greinar í mann- réttindakafla stjórnarskrárinnar. „Það er eignarréttarákvæðið, 72. grein, tjáningarfrelsisákvæðið sem er 73. grein og lokst atvinnu- frelsisákvæðið 75. grein. Það er ansi mikið ef þetta þrennt kemur til álita,“ segir Jakob. Jakob segir jafnframt að það hafi verið mjög athyglisvert að hlusta á belgíska lögfræðinginn Filip van Elsen fara yfir tilmæli Evrópuráðsins á fundi Norðurljósa um frelsi fjölmiðla á þriðjudag. „Bæði í skýrslunni og athuga- semdunum við frumvarpið er sagt að þjóðréttarskyldur hvíli á Íslandi að setja lög um eignar- hald á fjölmiðlum. Hvað sem um tilmæli Evrópuráðsins má segja er það ljóst að þau eru ekki skuldbindandi. Því er verulega mikið ofsagt, bæði í skýrslunni og athugasemdunum,“ segir Jakob. Hann segist alveg geta fallist á að það geti verið ástæður til að setja reglur um eignarhald á fjöl- miðlum sem geti verið til tak- mörkunar á samþjöppun. „Sérstaklega á því hvort sama fyrirtæki megi eiga ljósvaka- miðla og dagblöð en ég tel hins vegar að sú leið sem farin er í frumvarpinu, og hve frumvarpið gengur langt, fari mjög fram úr hófi. Stóra atriðið í þessu er hinn óskaplegi flýtir um þetta mál. Venjulega myndi löggjöf sem hef- ur svona mikla þýðingu hljóta miklu lengri og væntanlega vand- aðri skoðun en gert er ráð fyrir í þessu tilfelli,“ segir Jakob. ■ Segja frumvarp brjóta gegn EES-samningnum Belgískur sérfræðingur í fjölmiðlarétti og íslenskur sérfræðingur í Evrópurétti telja sýnt að frum- varp um eignarhald á fjölmiðlum brjóti í bága við EES-samninginn. Forstöðumaður Evrópu- stofnunar Háskólans í Reykjavík telur að mörg álitamál sé að finna í frumvarpinu. Hver sem er, hvaða einstaklingureða fyrirtæki í Evrópu, gæti höfðað mál gegn íslenska ríkinu fyr- ir EFTA-dómstólnum vegna fjöl- miðlalaganna, verði þau að veru- leika. Íslenska ríkið myndi að öllum líkindum tapa því máli.“ Þetta segir Filip van Elsen, belgískur sérfræð- ingur í fjölmiðlarétti. Hann vísar í 108. grein EES- samningsins, sem segir að hver sá sem telur að brotið sé gegn grund- vallarreglum samningsins geti farið með mál sitt fyrir Eftirlitsstofnun EFTA. Stofnunin hefur vald til þess að úrskurða gegn lögbrotinu og vísa málinu til EFTA-dómstólsins ef þörf er á. Van Elsen telur að frumvarpið, verði það að lögum, brjóti í bága við 31. grein EES-samningsins. Sam- kvæmt henni skulu engin höft vera á rétti ríkisborgara aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi eða stofna fyrirtæki á yfirráða- svæði einhvers annars þessara ríkja. Nefnist þetta staðfesturéttur í samningnum. Fyrirtækjum settar veruleg- ar takmarkanir Að sögn van Elsen stangast frumvarpið á við þetta ákvæði. Ef lög um eignarhald á fjölmiðlum verða samþykkt munu verulegar takmarkanir verða settar á um hverjir mega reka fyrirtæki á fjöl- miðlarekstri á Íslandi. Í fyrstu grein frumvarpsins er lagt til að fyrirtæki í eftirfarandi stöðu verði útilokuð frá rekstri ljósvakamiðla: - Fyrirtæki sem hefur að megin- markmiði rekstur sem er óskyldur útvarpsrekstri. - Fyrirtæki sem er að hluta eða öllu leyti í eigu fyrirtækis eða -sam- stæðu í markaðsráðandi stöðu á ein- hverju sviði viðskipta. - Fyrirtæki sem annað fyrirtæki á meira en fjórðungs eignarhlut í. - Fyrirtæki í fyrirtækjasam- stæðu sem á yfir fjórðungs eignar- hlut í fyrirtækinu, eða ef önnur fyr- irtæki í samstæðunni eiga yfir fjórðung í því. - Fyrirtæki sem á hlut í útgef- anda dagblaðs. „Þetta ákvæði setur verulegar skorður við því að fyrirtæki geti mætt þeim takmörkunum sem sett- ar verða þeim sem fjárfesta vilja í ljósvakamiðlum á Íslandi. Einnig þeim sem vildu stofna fyrirtæki á Íslandi með það að markmiði að hefja rekstur fjölmiðlafyrirtækis,“ segir van Elsen. „Það hefur það í för með sér að fyrirtæki í löndum innan EFTA- svæðisins eða Evrópska efnahags- svæðisins verða hindruð í því að gera svo. Það brýtur í bága við 31. grein EES-samningsins sem á að tryggja staðfesturétt,“ segir van Elsen. Stefán Geir Þórisson hæsta- réttarlögmaður tekur undir túlk- un van Elsen. „Frumvarpið felur í sér mjög víðtækar takmarkanir á því við- skiptafrelsi sem EES-samningurinn kveður á um. Það felur í sér tak- markanir sem telja verður að brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins um stofnsetningarrétt,“ segir Stef- án Geir. Almannaheill er ekki í húfi Í EES-samningnum er að finna ákvæði sem segir að setja megi lög gegn öðrum ákvæðum samningsins „er grundvallast á sjónarmiðum um allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði“. Það þýðir að ekki þyrfti að virða greinina um staðfesturétt ef almannaheill Ís- lendinga væri í húfi. „EFTA-dómstóllinn og Evrópu- dómstólar setja strangar takmark- anir um það hvenær brjóta megi greinina um staðfesturétt í þágu al- mannaheilla. Þá er litið til þess hversu langt þarf að ganga með lagasetningunni og hversu nauðsyn- leg hún er. Lög mega alls ekki ganga lengra en nauðsyn þykir til þess að ná fram settu markmiði þeirra,“ segir van Elsen. Hann segir að í þessu tilviki gangi frumvarpið allt of langt. Auð- velt væri að ná fram settu takmarki um að tryggja fjölbreytni á fjöl- miðlamarkaði með öðrum leiðum. Því muni þetta undantekningar- ákvæði ekki ná yfir frumvarpið í þeirri mynd sem það er nú. Stefán Geir styður röksemdir van Elsen um þetta. „Þegar sjónarmið almannahags- muna eru metin verður að hafa í huga meðalhófsregluna. Takmark- anirnar mega ekki ganga lengra en nauðsyn ber til. Vart fæst séð að þær takmarkanir sem frumvarpið kveður á um þurfi að ganga jafn langt og raun ber vitni til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með lögunum,“ segir Stefán Geir. Allsherjarnefnd bíður álits Evrópuréttarsérfræðinga HR Allsherjarnefnd hefur óskað eft- ir áliti Evrópuréttarstofnunar Há- skólans í Reykjavík á frumvarpinu. Að sögn Einars Páls Tamimi, for- stöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík og lektors við lagadeild HR, er stofnunin að skoða það mál og mun skila áliti sínu í dag. Hann segist því ekki geta tjáð sig efnislega um málið fyrr en álitinu hefur verið skilað til nefnd- arinnar. Hann segir þó að mikil álitaefni sem varði Evrópurétt megi sjá í frumvarpinu. „Skoða þyrfti alla fleti frum- varpsins er varða Evrópurétt áður en málið er afgreitt sem lög. Þyrfti það að gerast áður en lögin verða samþykkt,“ segir Einar Páll. Hann segir það algjörlega útilokað að hægt sé að gera það á þeim stutta tíma sem ætlaður sé til umræðu málsins. Álit Evrópuréttarstofnunar HR mun því ekki snúa að einstaka liðum frumvarpsins gagnvart Evrópulög- um, heldur mun það einungis meta það hvort ástæða þyki til að kanna það frekar. Hann segir að frum- varpið snerti það marga fleti á Evr- ópulögum að honum finnist menn vera að flýta sér of mikið ef þeir verði ekki skoðaðir í þaula. ■ JAKOB MÖLLER: „Það liggur við að segja að frumvarpið stangist á við allar greinar mannréttinda- kafla stjórnarskrárinnar nema ákvæðið um trúfrelsi.“ Jakob Möller um fjölmiðlafrumvarpið: Stangast ekki á við trúfrelsisákvæðið Úr EES-samningnum: 2. kafli. Staðfesturéttur. - 31. gr. 1. Innan ramma ákvæða samnings þessa skulu engin höft vera á rétti ríkisborgara aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis til að öðlast stað- festu á yfirráðasvæði einhvers ann- ars þessara ríkja. Hið sama gildir ein- nig þegar ríkisborgarar aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis, sem hafa stað- festu á yfirráðasvæði einhvers þeirra, setja á stofn umboðsskrifstofu, útibú eða dótturfyrirtæki. Staðfesturéttur felur í sér rétt til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnu- starfsemi og til að stofna og reka fyr- irtæki, einkum félög eða fyrirtæki í skilningi annarrar málsgreinar 34. gr., með þeim skilyrðum sem gilda að landslögum um ríkisborgara þess ríkis þar sem staðfestan er fengin, þó með fyrirvara um ákvæði 4. kafla. - 33. gr. Ákvæði þessa kafla og ráð- stafanir í samræmi við þau útiloka ekki að beitt verði ákvæðum í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum um sér- staka meðferð á erlendum ríkisborg- urum er grundvallast á sjónarmiðum um allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. 2. þáttur. Tilhögun eftirlits. - 108. gr. 1. EFTA-ríkin skulu koma á fót sjálfstæðri eftirlitsstofnun (eftir- litsstofnun EFTA) svo og kerfi svip- uðu og fyrir er í bandalaginu, meðal annars kerfi til að tryggja efndir á skuldbindingum samkvæmt samn- ingi þessum og til eftirlits með lög- mæti aðgerða eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni. - 2. EFTA-ríkin skulu koma á fót dómstóli (EFTA-dómstóli). Undir valdsvið EFTA-dómstólsins skal með tilliti til beitingar samnings þessa og í samræmi við sérstakan samning milli EFTA-ríkjanna einkum heyra: a. mál um tilhögun eftirlits er varðar EFTA-ríkin; b. áfrýjanir á ákvörðunum eftirlits- stofnunar EFTA á sviði samkeppni; c. lausn deilumála milli tveggja eða fleiri EFTA-ríkja. FILIP VAN ELSEN „EFTA-dómstóllinn og Evrópudómstólar setja strangar takmarkanir um það hvenær brjóta megi greinina um staðfesturétt í þágu almannaheilla.“ Fréttaskýring SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR ■ skrifar um EES- samninginn og fjölmiðlafrum- varpið. EINAR PÁLL TAMIMI „Skoða þyrfti alla fleti frumvarpsins er varða Evrópurétt áður en málið er af- greitt sem lög.“ STEFÁN GEIR ÞÓRISSON „Vart fæst séð að þær takmarkanir sem kveður á um þurfi að ganga jafn langt og raun ber vitni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.