Tíminn - 18.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR c 65. tölublað-Laugardagur 18. marz 1972—56. árgangur. J kæli- skápar tMft&tiíafúréSu/t. MJt SELJA ALLA ÁLFRAMLEIÐSLU ÞESSA ÁRS OÓ-Reykjavik. Skógarfoss er ntl i Straum- svikurhöfn og lestar þar 3200 lestir af áli. Er þetta með stærstu álförmum, sem héðan hafa farið. Ragnar Halldórsson, forstjóri álverksmiðjunnar, sagði i gær, að hann vonaðist til að hægt væri að selja alla framleiðslu þessa árs. Er það fyrst og fremst vegna þess, að búið er að draga svo úr álframleiðslu annars staðar, vegna sölutregðunnar, að meira jafnvægi er komið á markaðinn, og mun verða hægt að losna við meira af framleiðslunni hérna og minna hleðst upp. t fyrra hlóðst meira en helmingur framleiðslunnar upp hjá verksmiðjunni, en allar lfkur benda til.að álframíeiðslan i ár verði seld. Alverksmiðjan framleiðir nú um 90% af framleiðslugetunni. Hjá öðrum verksmiðjum i Vestur- Evrópu er framleitt um 75% til 85% af getunni. Ragnar sagði, að vissulega stæði þetta allt til bóta, en verðið er engan veginn til gott ennþá. Markaðurinn hefur ekki lagazt Mýgnitur ávísana- íalsara OÓ-Reykjavik. Ávisanafalsararnir eru hér eins og mý á mvkjuskán, sagði Erik Hakansson, gjaldkeri útibús útvegs- bankans að Laugavegi 105, en hann náði tékkafalsara i bankanum að kvöldi mið- vikudags s.l.og afhenti hann lögreglunni. Er þetta hvergi nærri i fyrsta skipti Sem Erik handsamar falsara, þvi i fyrra tók hann einn, sem reyndi að komast undan þegar hann varð uppvis að prettinum. Þá stökk Erik. yfir afgreiðsluborðið, hljóp á eftir falsaranum út á götu, náði honum og hélt mannin- um þar til lögreglan kom. —-Þeir virðast sækja til okkar hér i útibúiö, sagði Erik, halda liklega að betra sé að kom tékkunum i verð hér, en i stóru bönkunum. En afgreiðslufólkið er samhent um að ná fölsurunum. Við höldumtékkunum, sem við sjáum,að eitthvað er athuga- vert við og tefjum fyrir þeim, sem framselja þá eins og hægt er, þar til lögreglan kemur, þvi sjálf viljum við helzt ekki standa i slagsmál- um við þessa menn. A undanförnum árum höfðum við hér i útibúinu náð um 20 ávisanafölsurum, en Framhald á bls. 10 svo ennþá,að um nokkra umtram- eftirspurn sé að ræða. BERNADETTA SAT AFSER PRESSUBALLIÐ í LONDON KJ-Reykjavik. Timanum barst i gær frétta- tilkynning frá stjórn Blaða- mannafélags tslands, þar sem skýrt er frá þvLað Bernadetta Devlin hafi hætt við að þiggja boðið á Pressuballið, sem efnt var i gærkveldi. Væntanleg koma Berna- dettu hingað hafði vakið mikla athygli, og höfðu ýmsir ein- staklingar haft i frammi við- búnað til að færa henni gjafir, m.a. „cape", peysur og dún- sængur. En Bernadetta situr enn i I,i»ih1 oii. Já, þarna situr hiin blessunin og Bernadetta er í miðið — myndin fer hvergi, þótt Pressuball sé f boði. Það þarf ekki að taka það fram, að er tekin i London. UPI. Fréttatilkynning stjórnar Bí fer hér á eftir: Stjórn Blaðamannafe'lags Islands barst i gær,laust fyrir klukkan 16.00, tilkynning frá skrifstofu Flugfélags Islands i Lundúnum, fjórum klukku stundum áður en Pressuball átti að hefjast. Þangað hafði þá borizt bréf nokkrum minútum áður þar sem ritari Bernadettu Devlin segir, að þingmaðurinn hafi ekki i hyggju að fara til Islands, og skili þvi farmiða sinum. Félaginu hefur ekki borizt nein frekari skýring á þessari framkomu þingmannsins. Þingmaðurinn hafði sjálfur fyrir nokkrum dögum fullvissað stjórn Blaðamanna- félagsins um, að hann myndi koma til landsins og sitja hóf félagsins. Tók þingmaðurinn þá sérstaklega fram,að það myndi ekki bregðast að hann kæmi. Astæðan fyrir þvi, að stjórn Blaðamannafélagsins hringdi til hennar til að fá vissu fyrir að hún kæmi voru þau afskipti sem Alþýðu- bandalagið hafði haft af fyrir- hugaðri ferð hennar hingað. Alþýðubandalagið hefur til- kynnt, að Bernadetta komihingað á þessu vori I þess boði. Blaðamannafélaginu hafa borizt margar gjafir til Bernadettu Devlin frá aðdáendum hennar m.a. hafa konur prjónað á hana og son hennar peysur og útbúið dtin- sængur, og mun félagið aö sjálfsögðu koma þeim gjöfum áleiðis. Pressuball hófst i gærkvöldi á Hótel Sögu á fyrirhuguðum tima, enda mikið af öðrum góðum gestum og vönduð dag- skrá. HÆGT AÐ K0MA A STAÐGREIÐSLU- KERFI SKATTA IN NAN TÍÐAR - sagði Halldór Sigurðsson, fjármálaráðherra, í stuttu viðtali við Tímann EB-Reykjavik. — Að sjálfsögðu fagna ég þvi að málin erú leyst, svo að engin óvissa þarf að vera um þessa þætti þjóðmálanna lengur, sagði Halldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra, i viðtali við Timann I gær, þegar skattafrumvörp rikis- stjórnarinnar böfðu verið endan- lega samþykkt á Aiþingi. — Ég vil endurtaka það, sem ég hef áður sagt, sagði fjármála- ráðherra ennfremur, að stefnt er i rétta átt með þeim kerfisbreyt- ingum, sem gerðar hafa verið og hagsmuna þeirra, sem verr eru settir i þjóðfélaginu, betur gætt en áður með þessum breytingum. Fyrst og fremst með niður- fellingu persónuskatta og ég tel það róttækustu breytinguna, sem gerð hefur verið á skattkerfinu um árabil. Mað þessum kerfis- breytingum verður, áður en langt um liður, hægt að koma á staðgreiðslukerfi skatta, sem ég tel til mikilla hagsbóta fyrir gjaldendur og riki og sveitarfélög og efnahagsmál þjóðarinnar yfir- leitt. — Þá vil ég endurtaka það, hélt fjármálaráðherra áfram, að áfram verður haldið við að vinna að þessum málum, þ.e. tekjuöflun rikisins og verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga, pg nú fæst meiri timi til að vina að þessum málum og samráð verður haft við þá aöila, sem samstarf verður að hafa við isambandi við þessi inál. Ég hef lýst þvi yfir, að þetta verði gert og staðfesti það hér með. Við fyrstu umræðu um frumvarpið um tekjuskatt og eignaskatt i efri deild, lýsti ég yfir þvi, að stjórn- málaflokkunum yrði gefinn kostur á að eiga fulltrúa til að taka þátt i áframhaldandi endur- skoðun skattkerfisins. — Ég vil að siðustu segja það, að með þvi að hefja þetta verk á siðast liðnu sumri og afgreiða það sem komiö er, hefur mikið áunnizt, sem verður inikill stuðningur við endanlega afgreiðslu tekjustofnamála rikis og sveitarfélaga, sem ég vona að verði á næsta Alþingi. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknar- flokksins hefst n. k. föstudag ÞÓ-Reykjavík. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst n.k. föstudag 24. marz. Aðal- fundurinn verður haldinn að Hótel Loftleiðum — ráðstefnu- sal. Allir fundir munu verða haldnir á Loftleiðahótelinu. Gert. er ráð fyrir, að aðal- fundur miðstjórnarinnar standi i þrjá daga og hefst fyrsti fundurinn kl. 14 á föstu- dag. Þeir aðalmenn i miðstjórn, sem ekki geta mætt á fund- inum, þurfa að tilkynna það til flokksskrifstofunnar Hring- braut 30 (simi 2-44-80). Jafn- framt þurfa þeir að láta vara- menn mæta. Ég vii selja mitt land - leikdómur. Sjá bls. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.