Tíminn - 18.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.03.1972, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 18. marz 1972. r Eg vil selja mitt land eða Bútasala í Leikfélag Reykjavikur: Atómstöðin eða Norðanstúlkan eftir Halldór Laxness. Leikstjórn: Þorsteinn Gunnarsson. Sviðhæfing: Sveinn Einarsson og Þorsteinn Gunnarsson. Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson. Leiktjöld: Magnús Pálsson. Höfundur hamrar á því hverju höggi þyngra, að sjálfur ástmög- ur islenzkrar auðstéttar, Búi Ar- land glæsimennið og hagspeking- urinn, alþingismaðurinn og auð- jöfurinn, bresti þrátt fyrir auð- legð sina, gáfur og gjörvuleika, bæði bjartsýni og trú á lifið. Leiöi og bölsýni standa honum svo fyrir þrifum i siðferöilegum skilningi, aö hann nýtur ekki ávaxta elju sinnar og annar. Þetta vesæla afkvæmi úrkynjaðrar borgar- stéttar horfi döprum sjönum fram á veg, enda sér það þar ljós- lega fyrir sér, þegar allt er skoð- að niður i kjölinn, maklega og óumflýjanleg ragnarök stéttar sinnar. Andspænis þessum svarta, sunnlenzka ólánsmanni, sem vill selja sitt land, stillir höfundur bjartri og hreinni norðlenzkri mey, sem vill elska sitt land og _eiga og engar refjar, og reyndar ekki aðeins henni einni, heldur lika organistanum, upphöfnum og goðkynjuðum forvera pressara i dúfnaveizlu og primusar undir Jökli, sem taka hulduhrút fram yfir gullkálf, þegar þeim býður svo viö að horfa. Þessir heilögu menn hafa þúsundfalt þarfara að gera en að dansa kringum gullkálf. Þeir eru boðberar sannrar lifsnautnar og frjórra, heilbrigðra lifsviðhorfa og mannkærleika i heimi, þar sem meginþorri mannkyns rambar á barmi siðferðilegrar glötunar, vegna eftirsóknar i hæpin lifsgæöi eða ofurkapps, sem lagt er á að fullnægja tilbún- um og óraunverulegum þörfum. 1 verkum sinum flestum etur skáldið jafnan saman andstæðum öflum, annars vegar öflum far- sællar efnahagsstefnu, andlegrar uppbyggingar og lifstrúar, hins vegar öflun tortimingar, auð- hyggju og arðráns eða ófrjórrar rökhyggju. Salka Valka og hálf- systir hennar Ugla, ólafur Kára- son, Jón Hreggviðsson, organistinn i Atómstööinni og Jón Primus i Kristnihaldi eru öll með tölu sönn sinnissystkin höfundar, enda eiga þau samúð hans óskipta. A æðstu yfirvöldum i höfuðborg Danaveldis sem á lægstu embæt- tismönnum i afskekktustu hrepp- um íslands, faktorum og kaup- félagsstjórum i kauptúnum, heildsölum, landsölumönnum og öðrum dýrkendum stundargróða og gervimennsku, sjálfkjörnum leppum erlendra auðhringa og hvumleiðum framagosum með breitt brjóst og digran barka, hef- ur Halldór Laxness litla trú og enga ást. Þetta fólk skortir nauð- synleg fjörefni i sálina, heilbrigð- an lifsþorsta, fastlyndi og rót- festu. I æðisgengnu kapphlaupi eftir fjölmiðluðum og lognum lifs- gæðum treður það undir fótum sér „akursins liljugrös” án þess að hafa hugmynd um unnin spjöll á sjálfu sér. Þennan ófriða flokk fylla menn eins og Bogesen i Sölku Völku, Bruni og Ingólfur Arnarson Jónsson i Sjálfstæðu fólki, doktor Godman Sýngmann i Kristnihaldi, Gvendó i Dúfna- veizlunni, Búi Arland og Bitar i Atómstöðinni, og reyndar ótal fleiri. Andspænis þessum veraldlega eða „visindalega” þenkjandi lág- kúrulýð, sem sér ekki lengra en nef hans nær, risa eins og fyrr segir engilhreinar sálir laugaðar vigðu vatni úr himinlindum aust- an við mána og sunnan viö sól. Þær lifa og hrærast i óræöri vimu eða dulúð, sem meðalgreindum almenningi er fyrirmunað að fá nokkra hlutdeild eöa botn i. Vegir þeirra eru svo órannsakanlegir og vandrataðir, að það er á fæstra færi að finna þá, hvað þá að halda réttri stefnu, hafi mönnum fyrir slembilukku sakir ratazt einu sinni á þá. Það eru til vitar, sem skina skærar en þessir huldu- hugsuðir og spekingar, sem eiga það til að taka helmmiskeið á vetrarbraut andans, þegar sá gállinn er á þeim. „Mitt er að yrkja, ykkar er að skilja”, sagði skáldið endur fyrir löngu. Væri nú ekki ráð að færa þetta á nútimalegri veg með þvi að breyta orðalagi örlitið, eins og t.d. svona: „Skitt með allan skiln- ing - mitt er að skapa, ykkar að njóta. Brjótið ekki heilann um það, sem honum er ofvaxið. Nálg- izt listina með sama hugarfari og guðdóminn. Heimtið ekki skýlaus svör og ótviræð við heimskuleg- um spurningum og óþörfum. Kveðið niður rödd sjúklegrar for- vitni og skynsemi i brjósti ykkar, og gangið inn i musteri lista eins og saklaus, þæg og óspurul börn inn i hús guðs. Ef þið spyrjið einskis, nótið þiö lika alls til hlit- ar. Verið blind, blessuö börnin min, það er skáldum og spámönn- um fyrir beztu! Verk, sem fjalla um þjóöfélags- mál, fyrnast yfirleitt fyrr heldur en þau, sem lýsa mannlegu eöli af hærri sjónarhóli eða á breiðari vettvangi. Skjótt slokknar gneist- inn i gömlum hitamálum, einkum fyrir þá sök, að þau eru of bundin stað og stund. Einstaka afburða- menn eða stórriddarar á skák- borði andans, skáld á borð við Ibsen og Shaw, hafa þó unnið það þrekvirki að hefja þjóðfélagsá- deilu upp i æðra veldi, losa hana úr viðjum samtiðar og ljá henni frumleika og aukna vidd, sigildi og varanlega töfra. Þrátt fyrir vægðarlausa gegnlýsingu þjóðar- likama eða nákvæma krufningu hans, lánast þessum andans ofur- mennum samt að láta leikpersón- ur sinar takast á við vandamál, sem hafa eiliflega fylgt og munu fylgja mannlifi svo lengi sem þvi verður lifað hér á jörðu. 1 Þjóðniðingnum er þaö til að mynda ekki ætlun Ibsens að láta persónurnar þrátta einungis um Iðnó mengun vatns, mengunarinnar vegna eða þær hættur, sem af henni kunna að stafa, heldur not- ar hann þetta deilumál, sem sam- einar meirihlutann i heiftúðugri og sefasjúkri viðureign við imyndaðan „þjóöniðing”, i ólikt æðri tilgangi og háleitari, enda má með sanni segja, að þetta önvegisverk fjalli i dýpri skiln. um allt annað heldur en það, sem fyrst blasir við hugskotssjónum. Ef mengun er ytra viðfangsefni höfundar, þá er þröngsýni og for- dómar, mannúðarleysi og grunn- hyggni innra viðfangsefni hans. Að dómi norska leikskáldsins er mannskepnan enn svo skammt á veg komin á þróunarferli sinum, að fyrstu viðbrögð hennar við rödd sannleikans eru einlægt jafnfrumstæð og miskunnarlaus. Menn kæfa hana einfaldlega i örvæntingarfullu skilningsleysi og vanmætti. Höfundur Atómstöðvarinnar fer aðrar leiðir heldur en Ibsen og Shaw. Hann semur verk sitt með svipuðu hugarfari og ritsjóri dag- blaös skrifar leiðara um stórmál. Afstaða Halldórs Laxness til varnarmála er afdráttarlaus og einörð. Þær sögupersónur, sem vilja heita sannir Islendingar og ættjarðarvinir og neita þvi að selja „landsréttindi” i hendur voldugrar og drottnunargjarnar stórþjóðar með gylliboð á hverj- um fingri. eiga samúð, skilning og stuðn. hans visan. Andstæðing- ar þeirra eiga ekki jafnrakta leið að hjarta skapara sins. Þvi er ekki að neita, að Halldór Laxness gerir freklega upp á milli and- legra afkvæma sinna. Sumir eru þó ef til vill þeirrar skoðunar, að Búi Arland fái að njóta sannmæl- is, en er það nú alls kostar rétt? Að minu viti hefur höfundur þeim mun meiri fyrirlitningu og skö- mm á honum sem gáfur hans, menntun og siðfágun er meiri en hinna landsölumannanna og sót- raftanna. A einum stað kemst Peter Hall- berg að eftirfarandi niðurstöðu: „Annars fer þvi fjarri, að tilgang- ur sögunnar sé einskorðaður við hermála- og stjórnmálasviðið. í heild ber óefað að skilja Atóm- stöðina sem tákn upplausnar eöa sundrungar á rótgrónum hug- myndum varðandi lifsviöhorf og mat verðmæta”. Mér segir svo hugur um, að hér sé sænski bók- menntafræðingurinn að gera Nóbelsskáldinu upp sjónarmið, sem hafi aldrei hvarflað að þvi og þaö ekki einu sinni i mesta hita sköpunarinnar. Siöspilling á æöri stóöum sem lægri hefur ávállt fylgt mönnum á öllum timum, að visu i misrikum mæli og er hún þvi engin ný bóla. Að minni hyggju ber að skilja Atómstöðina sem verk manns, sem er á móti her i landi og öðru- visi ekki. Bandarikin eru höfuð- óvinur Halldórs Laxness, þegar hann skrifar Atómstöðina. Eitruðustu örvum sinum beinir hann gegn erindrekum þeirra hér á Islandi. Það er þvi einsætt, að herstöðvarmálið okkar mikla og viðkvæma er ekki notað hér sem rammi eða umbúðir utan um efnisrikari mynd af mönnum, hugsjónum þeirra og ástriðum, hamingjuleit þeirra og vonsvik- um, innbyrðis átökum og sáttum. I Atómstöðinni örlar hvergi á innra viðfangsefni og sigildu. Þar er merkið ekki sett jafnhátt og svo oft áður. Fráleitt getur Hall- dór Laxness tekið undir eftirfar- andi sjálfslýsingu Jagós: „Ég er ekki það, sem ég er”. Atómstöðin er það sem hún er, eða réttara sagt það sem bókarheitið bendir til og ekkert annað. Hana skortir alla listræna undirhyggju ef hér leyfist að nota orðið i jákvæðari merkingu en almennt tiðkast.. Það var mikill skaði, að einmitt þetta verk skyldi verða kynnt i fjölmörgum þýðingum fyrir er- lendum lesendum af meiri kappi og eldmóði heldur en önnur sann- fegurri og sigildlegri skáldverk eftir sama höfund. Mikill ávinn- ingur hefði það orðið fyrir islenzkar bókmenntir, ef ódauð- leg listaverk eins og t.d. Ljósvik- ingurinn, Salka Valka, Sjálfstætt fólk; Islandsklukkan hefðu hlotið slika kynningu á erlendum vett- vangi. I kjölfar Nóbelsverðlauna siglir margt axarskaftið og flýtis- verkið. Málflutningur Halldórs Laxness i herferð hans gegn her i landi ein- kennist fremur af skaphita og vigamóði, hnútusendingum og jafnvel strákslegum glósum, heldur en hófstillingu, rökfimi og rólegri ihugun. Atómstöðin er ekkert Nóbelsverðlaunaverk, • þegar allt er igrundað og vegið. Satt bezt aö segja, er það ákaflega misjafnt að gæðum. Ummælin um Astmög þjóðarinn- ar, lýsingin á bænarskrám aí- múgans til forsætisráðherrans, kirkjuvigslan, hugleiðingar um haustið, sem byrja á þessum orð- um: „Þegar kyrrð haustsins er orðin skáldleg i stað þess að vera sjálfsögö....” eða þá lokaspurning sögunnar, sem hljóðar svo: „Hvers virði hefði mér þótt að lifa, ef ekki hefðu verið þessi blóm?” Allt þetta ber sem betur fer dýrlegum skáldskap og fág- aðri orðlist fagurt vitni. Sumar setningar eða tilsvör ljóma og af gullvægri kimni, eins og t.d. mat frúarinnar á „menntunarsvip” á kvenfólki, sem fólgið er i þessum orðum hennar: „Litið þér á mig, ég er stúdent, en það sér enginn”- eða þá vitnisburður Kleópötru um islenzka karlmenn, sem hljóðar svona:- „Þessir helvitis eyði- sandur og kátir voru kallar”. Þá hæfa eftirfarandi orð Bitars, sem ólmur vill flytja bein Astmögs þjóðarinnar heim, ekki siður i mark: „Það skal ekki ganga hnif- urinn á milli minna beina og hans”. Það er ekki nema eðlilegt, að Halldóri Laxness þyki blöskranleg breytni og hugsunar- háttur þeirra manna, sem vilja grafa upp göfug og hálfgleymd bein þjóðskálds með hægri hend- inni en verzla með landsréttindi með þeirri vinstri.. Þessar tvær hugmyndir um auö- virðulega sölumennsku eða hrein landráð annars vegar og uppgröft beina og heimflutning hins vegar renna þó ekki að minu viti i nægi- lega samfellda og sannferðuga heild. Hefði höfundi tekizt að bræða þetta betur saman mætti áreiðanlega nefna Atómstöðina i næstu andrá við það bezta, sem Halldór Laxness hefur skapað. Afstaða skáldsins til orða er að ýmsu leyti svipuð afstöðu frimerkjasafnara til frimerkja, þvi fágætari sem þau eru þvi betra. Orð eru hans yndi og „rórill”. Sá sem þetta ritar kann ekki fyllilega að meta þessa áráttu hans eða tilgerð. Það gengur t.d. sérvizku og ankanna- látum næst, að nota orð eins og „sim” ög „önd” i stað simtals og anddyris. Sjálfsagt er að geta þessum leið, að margir stórfeng- legir eiginleikar og snilldarlegir vega upp á móti þessu. Ef frá eru talin Ugla, organist- inn, Búi Arland og kona hans og feimna lögreglan, sem eru öll fimm dregin sæmilega skýrum dráttum, er persónusköpun höf- undar og sálarlifslýsingar hnit- miðunar, frumleika og fjörefna vant. Mér þykir til að mynda litið sópa að börnum Búa, Tvö hundr- uð þúsund naglbitum, benjamin og brilljantin (hálfbræðrum beitarhúsamanna úr Kristni- haldi) eða forsætisráðherranum, sem lætur sér eftirfarandi orð um munn fara: „Stalin er ekki eins gáfaður og ég. Dollarinn skal standa”. Svona misheppnuð fyndni er ekki Nóbelsverðlauna- hafa samboðin. Ennfremur er óhætt að fullyrða, að fyrirlitning hans á Óla figúru sé bæði sein- heppileg og ófarsæl, þó ekki sé nema i fagurfræðilegu tilliti einu saman. Hér hefur ekki verið gerður sjónleikur úr skáldsögu heldur hafa sögupersónur Atómstöðvar- innar verið leiddar fram á leik- svið. Þær hafa ekki gengið gegn- um neinn hreinsunareld. Ekkert hefur verið af þeim skafið né sviðið, engu við þær bætt heldur. Ekki hár snert á þeirra heilaga höfði, enda koma þær okkur fyrir sjónir nú nákvæmlega eins og þær Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.