Tíminn - 18.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.03.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 18. marz 1972. Frú I)agný Auftuns. Flisabet Una Jónsdóttir. Guómundur ólafs. Guörún Jónsdóttir. GAMLI Þá erum viö komin i elzta hluta Reykjavikur, þar sem Ingólfur Arnarson bjó eitt sinn. Það svæði, sem við höfum nú um, tak- markastaf höfninni, sjónum, Hringbrautinni, Tjörninni og Læk- jargötu. Ibúarnir i sjálfum ájálfum miðbænum hafa flestir þokað .aðan fyrir skrifstofum og verzlunum, en vestar eru gömil og virðuleg ibúðarhús og enn vestar eru siðan byggingar, sem tilheyra lifinu við sjávarsiðuna. I þessu hverfi eru vitanlega börn eins og annarsstaðar, þótt þau séu ef til vill hlutfallslega færri en i öðrum hverfum borgarinnar. Um börnin og málefni þeirra ræddum við við Hans Jörgensson, skóla- stjóra öldugötuskólans. —Hvaö eru mörg börn i skólan- um núna Hans? —Þau eru 275, þar af 45 6 ára. En þetta eru bara börn á aldrinum 6-10 ára, þvi að þegar þau eru orðin 11 ára, fara þau i Melaskólann. —Er það vandamál i þessum skóla eins og öðrum, að hafa ekki nóg pláss svo vel sé? —Hafi það verið vandamál hér, þá fer það að minnsta kosti min- nkandi, þvi börnum i þessu hverfi fækkar óðum. Fjölskyldur með börn flytjast gjarnan i úthverfin. Helztu erfiðleikarnir hjá okkur eru, að skólastofurnar eru of litlar, þannig, að það þarf oft að skipta milli þeirra. —Hvað eru margir kennarar við skólann? 4 —Fastir kennarar eru 7 með skólastjóra og 10 stundakennarar. —Hvernig er aðstaða til iþrótta- kennslu hjá ykkur? —Leikfimin er kennd i IR-húsinu og sundið i námskeiðúm i sundlaug Vesturbæjar, svo það er allt i lagi. —Nú er þetta æfagamalt hús. Samsvarar það kröfum, sem gerðár eru um skóla? —Þetta hús var byggt sem skóli, einhverntima skömmu fyrir alda- mótin. Var þá stýrimannaskóli. Um kröfurnar veit ég ekki, en við kunnum afskaplega vel við okkur hérna, þetta er hlýlegt og vinalegt hús. Gangarnirjnættu gjarnan vera svolitið breiðari, annars þurfum við ekki að kvarta. —Þið hafið brunaæfingar reglu- lega með nemendum. —Já, já, við höldum bruna- æfingar með öllu tilheyrandi og það finnst krökkunum ákaflega spenn- andi atburður. Dómkrikjan tilheyrir þessum borgarhluta og næst hittum við að málifrúDagnýju Auðuns,en hún er formaður Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar. —Hvaö eru margar konur i kirk- junefndinni? —Þær eru nú ekki margar. Lik- lega milli 20 oe 30. en' þetta eru konur á öllum aldri og þær hafa alltaf nóg að starfa innan nefndar- innar. --1 hverju er starfið aðallega fólgið? —Við höfum basar og kaffisölu einu sinni á ári, á haustin og fyrir ágóðann af þvi kaupum við hluti handa kirkjunni. Það má nefna Altarisskrúða, dúka, stjaka og silfurmuni. Það er takmarkað hvað hreyfa má við miklu i Dómkirkj- unni, þvi að þar hvilir helgi yfir svo mörgum hlutum. Nú, við höfum VESTURBÆRINN, HAGA Markús Sigurðsson, verzlunarstjóri llans Jörgensson, skólastjóri. einnig fótaaðgerðir fyrir aldraða og félagið starfrækir ýmsa sjóði. —-Hvað er kirkjunefndin gamall félagssapur? —Hún er 32 ára núna. A Bræðraborgarstignum er Kjöt- búð Vesturbæjar, eina kjörbúðin, sem við vissum til að væri þarna i grenndinni. A hurðinni rákum við augun i spjald, sem á stendur, að lokað sé fyrir hádegi á mánudög- um. Við spurðum Markús Sigurðs- son, verzlunarstjora, hvernig sú ráðstöfun mæltist fyrir hjá hús- mæðrum i Vesturbænum. —Heldur illa. Við höfum fengið áskriftalista með mótmælum við þessu og þar voru yfir 100 nöfn. —Verður þessu breytt? —Ég get ekki sagt um það. Málið er i athugun, en liklega endar þetta með laugardagslokun, þó ekkert sé ákveðið. Fólki finnst það hag- kvæmara. —Sendið þið hér mikið heim? —Ekki mjög, en þó dálitið. —Er ekki alltaf að aukast fjöl- breytnin i úrvali kjötvöru? —Jú, mikil ósköp. Þegar ég byrjaði i þessu fyrir 17 árum, sást til dæmis varla fuglakjöt. Nú selst mikið af þvi og alls kyns öðru kjöti en lambakjöti, sem var eiginlega eitt á markaðnum i fyrstunni. Það er svo dýrt, að égheld, að að fólk kaupi annað kjöt lika mikið vegna verðsins. Nú og svo er ótal margt annað, sem ekki fékkst hér áður, og nota barf i matinn. til dæmis öll þessi ósköp sem nú er.u til af kryddi. Vestarlega, næstum niður við sjóinn, inn á milli verkstæðisskúra, er litið fallegt hús, hvitt með rauðu þaki. Þar hittum við fyrir Elisbetu Unu Jónsdóttur og spur.ðum hana hvernig væri að búa svona rétt við höfnina. —Það er alltaf jafn gott. Ég er búin að eiga heima hér i nærri tvo áratugi og hef engin óþægindi af þvi. —Er ekki samt stundum hávaði? —Jú, ég heyri auðvitað hávaðann frá hafnarlifinu, en hann truflar mig ekki meira en umferðarhávað- inn. —Þig langar ekkert til að flytja? —Flytja héðan- Nei, ég vil helzt deyja hérna. Guðrún Jónsdóttir býr við Hringbrautina, rétt við Elliheimil- ið, og hefur gert i 3a ár. —Hefur umferðin ekki aukizt mikið hér á þessum árum? —Jú, alveg griðarlega, en maður venst þvi eins og öllu öðru. Það er alveg indælt að búa hérna. —Þú þarft ekki langt i búðir? —Nei, nei. Maður gengur bara einn hring hér um nágrennið og getur þá fengið allt, sem þarf. Það eina, sem maður tekur stund- umeftir, er að það heyrist varla i börnum hérna i kring. —Við horn Tjarnargötu og Skot- húsvegar hittum við Guðmund Ólafs, lögfræðing, en þarna hafa þau hjónin búið i 22 ár. —Það er dálitill umferðarhávaði hérna nú seinni árin, en þegar við fluttum hingað af Marargötunni, fannst okkur hér himneskur friður. En siðan Glaumbær hvarf er mikið af friðnum komið aftur. Það var alltaf anzi mikil umferð þaðan hérna yfir.Skothúsveginn. —Hvað með verzlanir, i nágrenn- inu? —Þær eru nokkuð langt i burtu, en ekki til vandræða, skýtur frúin inn i. —'Við erum mjög ánægð með a ð búa hérna, þó þetta sé eiginlega á undanhaldi sem ibúðahverfi. Það er að leggjast svo mikið undir starfsemi háskólans hérna i kring um okkur. Hér sjást varla börn. Að endingu kvaðst Guðmundur aðeins hafa yfir einu að kvarta, sem sé þvi, að Tjarnargatan skyldi ekki gerð að einstefnuakstursgötu. SB c3ki iiiai iiiu11 i ara uckk i uiuugoiusKoianum v i ímamynuir uunnar;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.