Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 18. marz 1972. TÍMINN 19 „Skrifstofufólkið" Sviðsetning sjónvarpsins frumsýnd ó mdnudagskvöldið A mánudagskvöld kl. 21.30, verö ur frumsýnd sviBsetning Sjón- varpsins á leikritinu „Skrifstofu- fólki” (The Typers) eftir Murrey Schisgal. Schisgal er einn hinna kunnustu i hópi ungra, bandariskra leik- ritahöfunda, og hafa leikrit hans á siðasta áratug verið þýdd á fjölda tungumála og flutt viöa um heim. Einna þekktust þeirra eru gamanleikurinn LUV, sem Leik- félag Reykjavikur sýndi fyrir 4 árum undir nafninu „Yfirmáta ofurheitt”, „Tigrisdýrið” CThe Tiger) og „Skrifstofufólk”, en siðastnefnda leikritið hefur verið sýnt i meira en 20 löndum. Leikendur i „Skrifstofufólki” eru tveir, Kristbjörg Kjeld og Pétur Einarsson. Pressuball Framh. af bls. 1 að reyna að fá hana á fund hér i Reykjavik. Devlin var áður búin að lýsa þvi yfir, að hún myndi ekki mæta á neinum fundi þar sem hún kæmi hingaö i boði Blaðamannafélagsins. Eflaust hefur veriö heldur auðvelt að telja henni trú um að á Pressuballi væri samansafn lúterskra ihaldsmanna. Hitt er ekki vitað, og mun á það reyna, hovrt að þeir, sem nú telja sig hafa tryggt sér Devlin fyrir ræðu- mann i april eru kaþólskari og irsk—sinnaðri en þeir sem sækja Pressuball. Bernadetta Devlin afþakkaöi ekki einu sinni boðiö á Pressu- ballið. Hún sendi einungis far- miðana til baka orðalaust, eins og Flugfélag Islands i Lond.on væri einhver aðili aö málinu. Þessi hegðun öll krefst skýringa. Þetta er móðgun við islenzku pressuna — hið frjálsa orð — sem irskur málstaður hefur ekki þurft að kvarta undan. Gestur á Pressu balli getur komið svo að segja hverju sem er i fjölmiðla, mál- stað sinum til framdráttar. Oðru máli gegnir um einhvern ræðu- mann á fundi hjá Alþýöubanda- laginu — og það hlutskipti virðist konan hafa kosið sér, samkvæmt „góðra manna ráðum”. Leikstjóri er Klemens Jónsson, en stjórnandi upptöku Andrés Indriðason. Sviðsmynd gerði Björn Björnsson, myndatöku annaðist Sigmundur Arthursson, en þýöinguna geröi Öskar Ingimarsson. FUF- róðstefna: Utanríkismól og landhelgin SB—Reykjavik. Næstkomandi fimmtudag efnir FUF i Revkiavik til almenns fundar i ráðstefnusal Loftleiða- hótelsins umræðuefni verða utan- rikismálin og landhelgin. Framsögumaður verður Einar Agústsson, utanrikisráðherra. Fundurinn hefst kl. 20.30. Nánar verður sagt frá tilhögun siðar. Myndasýning Sigurðar verkfræðings Thoroddsen er í Bogasal Þjóðm in jasafnsins Fíknilyf Framhald af bls. 1 starfandi samstarfshópur að þessum málum. Um lausn á þessu vandamáli sagöi forsætis ráðhérra m.a. að nauðsynlegt væri áð koma á fræðslu um þessi mál, komast i samband við ung- lingahópa og fá þá til aö beita sér gegn fikniefnaneyzlu og vinna bug á þvf i þjóðfélaginu, sem leiddi til þess að fólk neytti þessara efna. Tillagan, sem til umræðu var, er flutt af tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Oddi Ólafs- syni og Ellert B. Schram. Tóku þeir báöir til máls og töldu ráðstafanir til að koma i veg fyrir fikniefnaneyzlu hér, mjög nauð- synlegar. I greinargerð með þessari tillögu segir m.a. að full- yrt sé, að nú þegar sé fikniefnum smyglað og dreift inn i landið með skipulegum hætti. Ofarlega á baugi Frabjs? minna úr þessu atriði, játa ég að útilokaömun.vera aðlifa á'þessum verkamannalaunum Einars rika. Það er þó óhætt aö segja lista- mönnum, að illa þekkja þeir kjör alþýðu tslands, ef þeir halda, að það sjónarmið að 45 — 90 þús. krónur séu engir peningar, munu njóta skilnings. Skipasmiðastöð Skipasmiðastöð Þorgeirs og Ellerts h/f á Akranesi hefur nýlega orðið fyrir gifurlegu tjóni vegna bilunar i skipalyftu stöðvarinnar. Þessi skipasmiða- stöð er vaxin upp úr litilli vélsmiðju og hefur á undan- förnum árum glimt við alla erfið- leika ungs iðnaðar á íslandi. Stjórnendur stöðvarinnar hafa ávallt reynzt vandanum vaxnir og þvi var það, að rekstur fyrir- tækisins var kominn á traustan grundvöll er lyftan brast. Þeir aöilar, sem um er að ræða, munu ekki nú frekar en fyrr hlaupast frá vandanum, heldur er von þeirra sú aðeins, að njóta skilnings vegna þeirrar sérstöðu, er óhappið skapar fyrirtækinu. Tjón fyrirtækisins eykst með hverjum þeim degi, er liður án ákveðinna viðbragða til hjálpar. Fjármálaráðherra og iðnaðar- málaráðherra munu eigi skorast undan þvi að bregðast vel við, en varhugavert er fyrir rikið, að gerast félagsaðili að rekstri stöðvarinnar, samhliða fjárfram- lagi, af slikum aðgerðum er ekki góö reynsla. Ariðandi er að einstaklingar, sem sýnt hafa slika hæfileika til að byggja upp sjálf- stæðan atvinnurekstur styrkja- laust, fái tafarlausa fyrirgreiðslu með lán, þegar svona stendur á. Núverandi rikisstjórn hefur sýnt i verki að hún telur skipasmiðar þýðingarmikinn iðnað, með þvi aö eignast meirihluta hlutafjár i stærstu skipasmiðastöð landsins. Þar leggur rikið fram mikið fé og hefur auk þess skipað i stjórn fyrirtækisins nýta og dugandi menn, sem áhuga hafa á skipa- smiðum. Skipasmiðastöð Þorgeirs og Ellerts h/l' hefur á að skipa góðri stjórn með kunnáttu i skipasmiðum, og þvi verður vandinn leystur þar með lánsfé. K.Sn. MASSEY FERGUSON MF135 ávatlt í fararbroddí! Mest selda dróttarvélin, jafnt á íslandi sem og i öSrum löndum, Fjölbreyttur tœknilegur búnaSur, mikil dráttarhœfni, lítil eigin þyngd (minni jarSvegsþjöppun) og traust bygging. Perkins dieselvélin tryggir hámarks gangöryggi, áriS um kring, hvernig sem viSrar. SUDURLANDSBRAUT 32 'Simi 38540

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.