Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 67. tölublað-Þriðjudagur 21. marz 1972—56. árgangur Skákeinvígið hefst í Belgrad 22. júní Sigurvegarinn fær 9.5 millj. kr. OÓ—Reykjavik. Samningar hafa nú tekizt i Amsterdam um tilhög- un heimsmeistaraeinvigisins i skák, og verður fyrri hluti einvigisins tefldur i Belgrad, en siðari hlutinn i Reykjavik. Samningar hafa verið langir og strangir, og leit jafnvel um tima svo út, að slitna mundi upp úr þeim. Seint á sunnudagskvöldið gekk þó saman, og gengu Júgóslavar að mestu að kröfum íslendinga, en báðir aðilar slökuðu nokkuð á. Samningafundirnir i Amsterdam halda enn áfram, og er verið að ganga frá ýmsum minni háttar atrið- um i sambandi við einvigið. Þar beljar hún fram undan jökli Einvigið um heimsmeistaratit- ilinn hefst i Belgrad 22. júni. Verður teflt á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Er fyrirhugað a6 siðasta skák þess hluta einvigisins, sem tefld verður i Belgrad, verði háð 18. júli. Siðan veröur einvigið flutt til Reykjavikur, og hefst sá hluti þess, sem hér verður tefldur 6. ágúst. Fari svo, að þeir Spassky og Fischer þurfi að tefla allar 24 skákirnar, mun einviginu ljúka 31. ágúst. Það eru einkum ýmis fjármála- atriði i sambandi við heimsmeist- arakeppnina, sem eftir er að ganga frá. Ákveðið er að verðlaun in verði um 13 millj. isl. kr. Er búið að ákveða, að sigurvegarinn fái 72,5% upphæðarinnar, en sá sem biður lægri hlut fær afgang- KJ—Reykjavík. Blaðamannafélaginu hefur enn hvorki borizt bréf né skeyti frá Bernadettu Devlin til skýringar á, hversvegna hún kom ekki til Is- lands á föstudaginn eins og hiin var margsinnis búin að segja að hún myndi gera. Bernadetta hefur gefið i skyn i blaðaviðtali, að hún hafi fyrir helgina sent blaðamannafélaginu skýringu á þvi hversvegna hún kom ekki, en það bréf var ekki komiðf gærkvöldi. inn. Fær þvi sá sem vinnur um 9,5 millj. kr., en sá sem tapar 3,5 millj. kr. Dómarar i Reykjavfk verða Guðmundur Arnlaugsson og Þjóðverjinn Lothar Schmith. í Belgrad verður teflt kl. 4 til 9 að staðartima, eða 6 til 11 að is- lenzkum tima. í Reykjavfk hefj- ast skákirnar kl. 5. Myndin var tekin á sunnudaginn og sést á henni, (Timamynd Gunnar) hvar Skeiðará beljar fram kolmórauð undan jöklinum. Rannsóknamenn ósköpunum við bíða eftir Skeiðará ÞÓ—Skaftafelli í öræfum, mánudag Hlaupið i Skeiðará hefur aukizt jalnl og þétt, en þó telst aukning hæg, miðað við nokkur siðustu hlaup, að sögn Ragnars Stefáns- sonar i Skaftafelli. Hér austur við Skeiðará blða menn nú eftir ósköpunum, sem verða þegar hlaupið verður i hámarki. 1 dag hafa málmar litazt, og er það i fyrsta skipti I þessu hlaupi, sem slikt gerist. Fellur þá á bæði eir og silfur, jafnt utan húss sem innan. Þeir Ragnar i Skaftafelli og Sigurjón Rist telja, að á næstu tveim sólarhringum muni hlaupið fara að nálgast hámark, en eins og áin er i dag, er hún mun meiri en þegar hún er mest á sumrin. Er hún þá i kring um 7 hundruð teningsmetrar á sekúndu," en i dag var hún orðin rúmlega eitt þúsund teningsmetrar. Þegar hlaupið er komið i fullan vöxt, getur vatnsmagnið i ánni orðið 7 — 10 þúsund tenings- metrar á sekúndu, þannig að áin er nú um einn tiundi af þvi, sem hún getur mest orðið. Skeiðará rennur nú að mestu i „Tækifæri aldarinnar til að rannsaka miðalda kirkjugarð" Klp—Reykjavik. Fyrir þrem árum kom i ljós forn grafreitur i hólma, sem nú er niður við sjáva.rmál rétt hjá bænum Stóruborg undir Austur-EyjafjöIIum. Stóra- borg er m.a. þekkt vegna skáldsögunnar önnu á Stóru- borg eftir Jón Trausta, sem hann lét gerast þar. Þórður Tómasson, safnvörður að Skógum hefur fylgzt með þessum minjum og skoðað svæðið. Að undanförnu hefur verið mikið brim á þessum slóðum, og hefur gengið upp i hólmann og skolað þaðan burt mold og öðru, og hefur þá grafreiturinn komið enn betur i ljós. Að stóruborg var byggð fram til 1840, og er álitið að grafirnar séu þaðan og frá hjáleigunum i næsta nágrenni, og eru þær elztu taldar vera allt frá 11. öld. Þórður Tómasson sagði I viðtali við blaðið, að þarna sæjust um 80 grafir, en þær væru vafalaust mun fleiri. Sumar þeirra væru tómar, en þó mótaði þar enn skýrt fyrir beinagrindunum' sem þar hefðu legið, en þarna heföu flestir verið jarðaðir kistu- laust. Hann sagði, að það væri eftirtektarvert, hve þarna væri mikið um grafir barna og unglinga, og mætti þvi fá þar nokkuð öruggt hlutfall um dauðsföll frá þessum timum, þvi að grafirnar væru heilleg- ar og hægt að mæla þær á alla vegu. Hann sagði að fundizt hefðu nokkrir góðir hlutir, m.a. beltishringur frá miðöld- um. Þórður sagði, að þetta væri bezta tækifæri aldarinnar til að rannsaka miðalda kirkju- garð. Þarna væri oft mikið brim, og eftir það mætti lesa úr þessu eins og opinni bók. sí tveim farvegum, og er sá eystri, sem rennur undir Skaftafells- brekkum, mun stærri. 1 dag hafa smá jakastykki verið að veltast niður ána, og eins var það i gær, þá bar hún með sér smá jaka- stykki. Jakaburðurinn hefur stöðugt aukizt i dag, þótt hann sé ekki orðinn neitt á við það, sem hann verður. 12 manns vinna nú að rannsók- num hér við Skeiðará vegna fyrirhugaðrar vegalagningar. Eru visindamennirnir frá Orku- stofnun, Vegagerð rfkisins og Raunvisindastofnuninni.Hafaþeir verið að gera hallamælingar, jarðvegsrannsóknir, rannsaka framburð og unnið önnur störf vegna fyrirhugaðrar vegagerðar. Vegagerðarmenn eru að vonum ánægðir með að fá að rannsaka þetta hlaup, en hitt er svo annað mál, að næsta hlaup i Skeiðará getur hagað sér allt öðru visi. Nefna má, að þegar hlaupið varö 1934, voru stórar ishrannir um allan sand, — svo stórar, að engin mannverahefði getað staðizt þær, segir Ragnar i Skaftafelli. Þetta hlaup er það stærsta, sem komið hefur á þessari öld. Þetta hlaup hjálpar aðelns rannsóknamönnum, en sýnir þeim ekki til fullnustu, hvernig Skeiðará hagar sér, þegar hún er verst. Rannsóknirnar hafa gengið vel fram til þessa, en þær hafa staðið i tvo daga. T.d. hafa rann- sóknamenn athugað aurburöinn i sambandi við fyrirhugaða brú á Skeiðará, sem áætlað er að komi fimm kilómetrum suður frá Skaftafellsbrekku. Þá hafa verið gerðar hraðamælingar, og er nraðinn i ánni nú fjórir metrar á sek, en i j»ær var hann aðeins rúmir 3 metrar á sek. Sést á þvi, að vatnið hefur aukizt að mun. Þá hefur það heyrzt, að vatnsmagnið i Sandgigukvisl, eða Gigjukvisl, hafi aukizt mikið siðustu dægur. 1 dag var fyrirhugað að Sigurjón Rist færi þangað i þyrlu Andra Heiðberg til að kanna vatns- magnið i kvislinni. Helgi Hallgrimsson verk- fræðingur hjá Vegagerðinni sagði okkur I dag, að brúin yfir Gigju kvisl væri að mörgu leyti erfiðari viðfangs en brúin yfir Skeiðará. þar sem kvislin ber miklu meiri aur fram, sem hleðst upp þegar hún er i hlaupi. Aætlað er að stólparnir á brúnni yfir Skeiðará verði 6 metra háir, en ekki er ák- veðið með hæð stólpanna á brúnni yfir Gigjukvisl. Skeiðará ber fram 30 milli. tonn Þó—Skaftafelli í öræfum. Til marks um þaö, hve mikið Skeiðará ber fram af aur og öðrum föstum efnum i hverju hlaupi, telja Helgi Hallgrimsson og Sigurjón Rist, aö aurburðurinn sé I kring um 30 milljónir tonna, af föstum efnum. Er þá mið- að viö meðalhlaup.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.