Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 21. marz 1972. TÍMINN 11 markaði og réttlátara hraustar og sterkar þvi þá ekki að ráða sig i áður dæmigerð karla- störf, t.d. við sjómennsku eða i byggingariðnaðinn. Rauðsokka orðaði þettameðkon- ur i byggingariðnaði nýlega við mann, sem vegna starfs sins gjör- þekkir til islenzks iðnaðar i öllum greinum, og það eina, sem hann taldi geta mælt gegn þvi að konur fengju byggingavinnu var að engin salerni væru fyrir konur á bygg- ingastöðunum! Það bryti i bága við heilbrigðissamþykktina. Konur ættu kannski að fara að koma sér upp klósettum hér og þar... Kyngreining er sú leið til að við- halda launamisrétti, sem mest er notuð og erfiðast er að sjá við. En atvinnurekendur hafa fleiri vopn á hendi til að vinna á alþjóðasáttmál- anum meö. Ein er yfir-, nætur- og helgidagavinna, eða þá vakta- vinna, sem er betur launuð en venjuleg dagvinna. Konur geta fengið þessa vinnu með sömu kjör- um og karlar, en fáar ráða sig i hana. Það er vegna þess, að þær eru svo oft lika húsmæður og mæð- ur og geta ekki verið að heiman á hvaða tima sólarhrings sem er. A sama hátt valda aldurshækkanir mismunum. Mæður missa timabil úr starfsaldrinum við barneignir og vegna þess, að oft þurfa þær að vera heima um árabil meðan börn- in eru ung, og fá þá ekki starfsald- urshækkanir eins og kalmennirnir, sem vinna óslitið. Einstaklega kemur þetta sér illa fyrir konur innan fyrirtækja, sem greiða sér- stakar launauppbætur fyrir langa, óslitna þjónustu á sama stað. Konurnar sjálfar sinnu* lausar og óstéttvísar Aður var að þvi vikið, að verka- lýðsfélögin veiti ekki konum þá vernd á vinnumarkaðinum, sem ætti að vera hlutverk þeirra, en á þvi er kannski ekki von meðan kon- urnar sjálfar eru jafn sinnulausar um eigin hagsmuni og jafn óstétt- visar og raun ber vitni, þvi miður. Þetta á sér sinar orsakir i uppeldis- og umhverfismótun, og mörgum konum, og karlmönnum reyndar lika, finnst alveg óhugsandi t.d. að eiginkona vinni sér inn meiri pen- inga en eiginmaðurinn. Og einmitt hjá lægst launuðu stéttunum, þar sem mest er þörfin á að varðstaðan sé sterk, bregzt hún oftast vegna óstéttvisi. Eða hvað er hægt aö kalla það annað en óstéttvisi, þeg- ar þurfi allt að þvi að draga verka konur viða um land til að láta skrá sig atvinnulausar, jiegar atvinnu leysið var sem mest hér árið 1968: — þær litu nefnilega ekki á sig sem verkakonur þótt þær ynnu árið um kring þegar vinna var næg, heldur fyrst og fremst sem húsmæður. Það þykir kannski sumum ffnna að vera ,,frú” en að vera „verka- kona”, en með þessu komu konurn- ar bæði i veg fyrir að atvinnuleysis- skráningin gæfi rétta mynd og unnu auk þes beinlinis gegn eigin hagsmunum, þvi meðan þær létu ekki skrá sig, fengu þær heldur ekki atvinnuleysisstyrk. Og hvað er hægt að kalla það annað en sinnuleysi, að i Alþýðu- sambandi Islands, þar sem með- limir eru um 35 þúsund, og þar af 12 þúsund konur, skuli aðeins ein kona eiga sæti i 15 manna miðst., að i 18 manna samninganefndinni eru konur aöeins tvær og i 40 manna yfirnefndinni aðeins þrjár konur. Fjölmennasta stéttarfélag innan A.S.l. er Verzlunarmannafélag Reykjavikur — V.R. Ariö 1960 voru félagar þess tæp tvö þúsund, þar af um áttahundruð konur. Aratug sið- ar eöa i árslok 1970 hafði körlum fjölgað um helming, en fjöldi kvenna þrefaldazt.vFélagsm voru nú orðnir hálft fimmta þúsund og þar af um 55% konur. Núverandi stjórn V.R. erskipuð 11 körlum og 1 konu. Þegar þessi hlutföll i félaga- tölu og skipan stjórnar eru gaum- gæfð vaknar sú spurning hvort kon- ur séu framsæknarinnan félagsins. Eftir samninga 1. des. sl. voru starfsheiti á launaflokkum sam- ræmd þannig að þau gilda jafnt fyrir alla: t.d. hvernig verkar aug lýsingin „Vélritunarstúlka óskast” á pilt, sem hyggst taka sér það starf fyrir hendur. Eftirfarandi auglýsing speglar hinn hefðbundna hátt á verkaskipt- ingu milli kynja og hvernig konum er beint i lægri launaflokka: „Skrifstofustúlka óskast", „Starfsmaöur óskast" Þjónustufyrirtæki óskar eftir starfsfólki: A. Starfsmanni með bókhalds- þekkingu og kunnáttu i ensku og dönsku og skipulagshæfileika. B. Skrifstofustúlku, vélritunar- kunnátta nauðsynleg, kunnátta i ensku og dönsku æskilég. Auglýsingin beinir greinilega hvoru kyni að sinu starfi. Spurningar leita sifellt á — hvernir eru MENN? í orðabók menningarsjóðs útg. 1963 er eftir- farandi skýring á uppsláttarorðinu Maður: „Tvifætt og tvihent spen- dýr, hið eina, sem hefur lært að taka og hagnýta sér orkulindir utan eigin likama.” Lita konur ekki á sig sem menn? Viöbrögð við eftirfarandi auglýs- ingu frá einni af stjórnardeildum rikisins gæti gefiö svarið: „Ráðuneyti vill ráða starfsmann, Starfið er fólgið i að gefa upp- lýsingar um ráðuneytið, visa til vegar i Arnarhvoli, vélrita, sjá um frágang á pósti.” Tólf spurðu um starfið þar af ein kona og var hún auðvitað ráöin, enda viðtekið kvennastarf að ræöa. 1 nokkrum nágrannalanda okkar er sú stefna uppi, að ekki megi höfða til kyns umsækjanda i aug- lýsingum eftir starfsfólki og að jafnvel verði skylt að tilgreina starfskröfur og launakjör i auglýs- ingum, þannig að sá, sem sækir um starf viti fyrirfram að hverju gengið er. Nú "þegar'lauriþega'r og alvinriu- rekendur hafa nýlokið samningum spyrjium við: Hafa báðir aðilar þekkingu og vilja til þess að hagnýta sér þá möguleika, sem i þeim felast — og eru þeim ljósar skyldur og réttindi i þessu tilliti? Þar sem konum fer fjölgandi viö afgreiðslustörf, væri ekki úr vegi að svipast um hjá þeim: Rauðsokka spuröi nokkrar kon- ur, sem vinna við afgreiðslu i verzl- unum, hvernig vinnutima þeirra væri háttað eftir . að vinnuvika styttist i 40 stundir og laugardags- lokun kom til greina og hvort þær fengju laun semkvæmt launa- flokkum. Rauðsokkunni til undrunar höfðu þær litið sem ekkert hugsað um þessí mál. 0 hvort launin voru meiri eða minni en samningurinn segði til um — þær voru ekki vissar. Höfðu aldrei kynnt sér það. Um vinnutimann fengust þau svör, að atvinnurekandinn ákvæði hann. Að lokum spurði rauösokka kon- urnar, hvort þær væru ánægðar með kjör sin. Nei — þær voru ekki allar ánægðar, en þær höföu aldrei um 3% karlanna. 112. fl. og þar yfir var aftur á móti röskur helmingur karlanna en 3% kvennanna. Rikið er stærsti vinnuveitandi landsins. Samvkæmt uppfýsingum frá launadeild fjármála- ráðuneytisins eru u.þ.b. 6.300 manns á hinu almenna launakerfi rikisstarfsmanna. Þar af er um þriðjungur konur. Ráðuneytiö áætlar lauslega að skrifstofufólk teljist um‘, : 1300 1954 i orö- (Tétt: Karlar og konur hafa jatrian rétt til opinberra starfa og til sömu launa fyrir sömu störf”. A siðastliðnum vetri athugaði einn starfshópur rauðsokka skipt- ingu skrifstofufólks i launaflokka hjá tveimur opinberum fyrirtækj- um. Þar eð niöurröðun samkvæmt nýju kjarasamningunum var ekki lokið var stuðzt við samninga frá 69, en telja má vist að miðurstaðan heföi orðið svipuð, þótt samnning- arnir frá '71 heföu verið lagöir til grundvallar. Starfsfólkinu var rað- aö niður eftir launaflokkum, menntun, starfsaldri og kyni og fékkst þannig öruggur og auðveld- ur samanburður. Of langt mál yröi að skýra itarlega frá könnun þess- ari hér, en niðurstöður hennar birt- Frh. á bls. 13. kvartaö né óskaö eftir úrbótum. Rauðsokkunni voru það sár von- brigði,hvað konurnar virtust hugsa litið um eigin hag, ekki sizt vegna þess að skömmu áður hafði hún spurt karla viö afgreiðslustörf sömu spurningar og þeir voru al- veg vissir um hvernig þeir stóöu að vigi, mátu sjálfa sig sem fullgilt vinnuafl og gerðu kröfur samk- væmt þvi. Þær láta sér nægja aö tala Algengt er, að konur hiki við að taka þátt i kjarabaráttunni, ef til vill af misskildu stolti eða kven- legri hæversku. Þær láta sér nægja að tal a sin á milli, en hafast ekki að. Margar ungar stúlkur imynda sé að við giftingu muni samband þeirra við vinnumarkað- inn enda. Oft finna þær samt sem áður, að lifsbarátta þeirra er rétt að byrja og áður en varir hafa þær fyrir fleiri en sjálfum sér að sjá. 1 5. tb. Samvinnurnnar s.l. ár birt ust niðurstöður könnunar, sem gerðvará kjörum u.þ.b. 700 félags- manna V.R. Varöandi flokkaskipt- ingu milli kynja kom m.a. i ljós,að i 6 fl. — miðaö við flokkana 1970 — voru rúmlega 40% kvennanna en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.