Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.03.1972, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. marz 1972. TÍMINN 13 íslenzkar konur á vinnumarkaði Framhald af bls. 11. ust i 5. tölublaði Samvinnunnar 1971. 1 öðru þessara rikisfyrirtækja dreifðist kvenfólkið á 5.—14. launa- flokk, en karlarnir á 12.—27. launa- flokk. Ef við litum á fólk með stúdents- próf, samvinnu- eða verzlunar- skólapróf eða sambærilega mennt- un og langan starfsaldur, en þetta fólk hafði unnið i 16 ár eða lengur, þá kom i ljós að konurnar voru i\0, flokki en karlarnir i 14.—21. flokki. Karlarnir voru þannig 4—11 launa- flokkum hærri en konurnar. Fólk með sömu menntun og stuttan starfsaldur, þ.e.a.s. 5 ár eða styttri, skiptist þannig.að konur voru i 7. og 10. flokki en karlarnir höfðu allir verið settir i 14. launa- flokk, eða 4—7 launaflokkum ofar en konurnar. Hjá hinu rikisfyrirtækinu kom launamismunurinn einnig greini- legast fram hjá fólki með stúdents- próf, semvinnu- eða verzlunar- skólapróf eða sambærilega mennt- un. Kona með slika menntun og stuttan starfsaldur var i 8. flokki en karlar með sambærilega menntun og starfsaldur voru i 13.—16. flokki eða 5—8 launaflokkum hærri en konan. Þessar niðurstöður virðast fróð- legt rannsóknarefni. Hvernig skyldi standa á þessum mikla mismun? Eru konur i raun og veru svona miklu verri starfs- kraftar, þrátt fyrir sambærilega menntun og starfsreynslu á við karla? „Kvenfólkiö lendir í neðri flokkunum" A skrifstofu BSRB fengu Rauð- sokkur þær upplýsingar, að um þessar mundir væri verið að vinna að athugun á vegum Starfsmanna- félags rikisstofnana á þvi, hvernig fólk skiptist i launaflokka eftir kynjum. Athugun þessi nær til eitt þúsund manns og ætti þvi að gefa glögga mynd af ástandinu. Starfs- maður,er vinnur að þessari könnun sagði,að allt bæri að sama brunni. Kvenfólkið lenti i neöri flokkunum en karlarnir i þeim efri. Væntum við þess, að niðurstöðurnar komi fyrir almenningssjónir áður en langt um liður. Arið 1970 var gerð launakönnun i öllum bönkum i Reykjavik. Niður- staða hennar var birt i Bankablað- inu i október 1970, en blað þetta er sent til allra bankastarfsmanna á landinu. Könnun þessi, sem vakti tals- verða athygli, gefur til kynna fjölda karla og kvenna i hverjum launaflokki ásamt meðalstarfs- aldri starfsmanna ihverjum flokki. Launaflokkar voru þá 10 talsins og voru 1.—5. flokkur ætlaður almenn- um bankastarfsmönnum, en 6,—10. flokkur voru ætlaðir fulltrúum, deildarstjórum og öðrum yfir- mönnum. Niðurstöður könnunarinnar leiddu i ljós, að i 1.—5. flokki voru 462 konur og 63 karlar. 1 6,—10. flokki aftur á móti 103 konur og 351 karlmaður. Þá kom einnig i ljós,að meðalstarfsaldur kvenna var nær undantekningarlaust hærri i öllum launaflokkum. Sem dæmi má nefna 4. flokk, sem er 'langfjöK flokkurinn. Þareru 206 konur og 45 karlar. Meðálstarfsáldur kenn anna i þeim flokki eru 4,5 ár en karlanna 2— 5 ár. 1 5. flokki eru 80 konur og 36 karlar. Þar er meðalstarfsaldur kvenna 8,1 ár en hjá körlum 3,9 ár. Starfsaldur karla er þvi helmingi styttri i þeim flokki, sem er samkvæmt launa- reglugerð bandamanna, svokallaður toppflokkur hjá hinum almenna bandastarfsmanni. Sem dæ'mi má nefna,að i banka einum starfa i sömu deild, karl- maður og kvenmaður á svipuðum aldri. Bæði teljast bankastarfs- menn. Þau hafa starfað jafnlengi i bankanum og konan hefur auk þess meiri menntun. Karlmaðurinn hefur 7000 kr. meiri mánaðarlaun. Bankastörf eru i eðli sinu áþekk, þannig að bankastarfsmaður á að geta innt af hendi flest störf innan bankans. Eðli starfsins virðist þvi ekki liggja til grundvallar þessum launamismun. Eins og áður var getið, vakti könnun þessi talsverða athygli, en á þeim stað, sem hún hefði átt að vekja hvað mest umtal, þ.e.a.s. innan veggja bankanna sjálfra, þar rikti aðeins þögn! Að visu kom i ljós nokkur undrun hjá ýmsum yfirmönnum bankanna, en frá kvenfólkinu heyrðist hvorki hósti né stuna. Getur það verið, að kven- fólkinu, sem er yfir 50% af öllum bankastarfsmönnum, standi á sama hvort brotin eru á þeim lög? Vita þær ekki um lögin frá Alþingi frá 1961 um launajafnrétti? Stafar þetta sinnuleysi ef til vill af upp- eldisáhrifum? Annað dæmi um launamisrétti í bönkum er stöðuveiting, sem átti sér stað fyrir tveim árum. Fulltrúastaða var auglýst laus til umsóknar. Um stöðuna sóttu m.a. karlmaður, sem hafði starfað 6 ár í þessari deild og kona, sem hafði starfað i deildinni samfleytt i 20 ár. Þar að auki hafði konan gegnt þessari stöðu i afleysingum. Karl- manninum var veitt staðan. Félgsstarf hjá bankamönnum er blómlegt, en þvi miður er kvenfólk oftast i miklum minni hluta á öllum fundum. Konur verða að gera sér ljóst, að þær verða að vera virkir aðilar i stéttarfélögunum, þvi leiðin til betri lffskjara vinnst með samn ingum en ekki stritinu einu saman. Að visu má geta þess, að fyrir nokkru tóku konur sig saman i banka einum og báru fram lista til stjórnarkjörs i sinu starfsmanna- fél?gi. Ýmsar orsakir fyrir launamisrétti karla og kvenna hafa oft verið nefndar og verða ekki raktar hér. En við viljum minna á, að launa- misrétti, skortur á góðum dag- heimilum og tvöfalt starf kvenna, sem vinna utan heimilis, er ekki náttúrulögmál, heldur þjóðfélags- legt vandamál, vandamál sem hægt er að ráða bót á. Misréttiö nær líka til skólafólks Launamismunurinn nær ekki að- eins til kvenna og karla, sem komin eru út i lifsbaráttuna fyrir alvöru, heldur einnig til skólanemenda, sem þó sitja að flestu leyti við sama borð. Könnun, sem gerð var meðal menntaskólanema i Reykjavik, á sumartekjum þeirra 1971 leiddi i ljós, að meðalmánaðarlaun stúlkn- anna voru 11.000 krónum lægri en meðalmánaðarkaup piltanna. Stúlkurnar fengu 15.000 kr. á mánuði áð meðaltali en piltarnir 26.000. Þátttekendur sem voru rúmlega lOOunnu frá 1 mánuði upp i 4 mánuði yfir sumarið. Meðal-1 tekjur stúlknanna fyrir sumarvinn- una alla voru um 45 þúsund, en pilt- anna um 90 þús. Eftir könnuninni að dæma er auðveldara fyrir pilta en stúlkur að fá vinnu og þeim gefst einnig kostur á meiri vinnu. Piltarnir höfðu að jafnaði mun hærri mánaðarlaun en stúlkur, hvort sem var i verkamannavinnu, þjónustu-, iðnaðarstörfum, sjósókn eða landbúnaði. Mestur var munurinn við landbúnaðar störf. Þar voru meðalmánaðarekjur pilt- anna 26.000 kr. en stúlknanna 10.000 kr. Minnstur launamismunar var í iðnaði, þar höfðu piltarnir að jafnaði 20 þúsund i kaup á mánuði en stúlkurnar 15. þúsund. Fæðingarorlof á öllum vinnustöðum Sú staðreynd blasir við okkur, að flest þau störf sem konur vinna i þjóðfélaginu, eru metin til lágra launa. Og er ekki enn augljósara nú, þegar konur og karlar eru orðin jafnrétthá að lögum, að sá vandi er enn óleystur að koma á raunveru- legum jöfnuði? Hefðin er sterkari en lagaákvæð- in, þótt slik ákvæði geti að visu rutt braut nýrri menningu. . Hvernig skyldi standa á þessum mikla mun? Engin heildar- könnun hefur farið fram á viðhorfum atvinnurekenda og annarra ráðamanna til þess að leita skýringa. Itarleg skoðana- könnun af þessu tagi er nauðsynleg og athugun á stöðu kvenna i.at- vinnulifinu i heild, svo að unnt verði að komast nær lausn málsins á rökréttan hátt. Rauðsokkur hafa spurt nokkra ráðamenn um álit, og þeir svöruðu m.a. að konur væru metnaðarlaus- ar, gerðu ekkert sjálfar til þess að komast áfram, sæktu ekki um stöð- ur, nytu ekki trausts i viðskiptalif- inu, hefðu litla stéttarvitund, tækju starfið ekki alvarlega, og siðast en ekki sizt, þær yrðu ólettar og væru þvi stopull vinnukraftur. Rétt er það, að konur eignast börn og eru þvi á yngri árum oft stopulli vinnukraftur en karlar. .Tilhneiging virðist vera til þess að I láta allar konur gjalda þessa. Jafn- vel þær sem eru komnar úr barn- eign og hafa langa starfsreynslu að baki. Riki og bær greiða fæðingaorlof, einnig bankarnir. Slikt hið sama ætti aö gilda á hinum frjálsa vinnu- markaði. Hvort sem það mál yrði leyst gegnum tryggingar, sjúkr- asjóði eða með öðru móti, þvi að ljóst er, að mörg smærri fyrirtæki eiga erfitt með að taka á sig slikan aukakostnað. Þar með væri stigið stórt skref i þá átt að jafna sam- keppnisaðstöðu kvenna á vinnu- markaðinum. Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um jafnlauna- dóm. Honum er ætlað það hlutverk að tryggja framkvæmd laga um jafnrétti kynjanna i atvinnulifinu. Við trúum þvi, að með tilkomu sliks dóms, sem skipaður væri körlum til jafns við konur, opnist ný leið i bar- áttunni fyrir launajöfnuði og rétt- látara þjóðfélagi. S.J. TIL SÖLU er 7 kilowatta LISTER ljósavél. Up- plýsingar gefur Hinrik Jóhannsson, Helgafelli, simi um Stykkishólm. Nú flýgur Douglus konungur 8 með . Sunnufarþega til Mallorka ÉSjjf ^ En nú er upppantað t þœr allar (340 sœti í 3 flugvélum). 0", 04 4 o JS. 'U e^rau stœrsta og vinsœlasta ferðaskrifstofa landsins hefur auðvitað aOtaf ferðir til allra eftirsóttustu staðanna. # Kynnið ykkur strax hinar ótrúlega ódýru og eftirsóttu Sunnuferðir. Reynslan sýnir: Þœr fá færri en vilja. sunna ferðaskrifstofa bankastræti? símar 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.