Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 21
21FÖSTUDAGUR 7. maí 2004 Frelsið sent í pósti Það er ekki gott að sjá að „Íslendingar hafi fengið frelsið sent í pósti frá útlöndum“ eins og stundum er haldið fram. Svo er því jafnan bætt við að Jón Baldvin hafi borið póstinn út. Að minnsta kosti virðist ekkert samhengi milli EES og ofangreindra mála, hvorki þeirra sem horft hafa til aukins frels- is né þeirra sem gera það ekki. EES hafði sína kosti en það þurfti meira til. Alþýðu- flokkurinn kom í veg fyrir einkavæðingu rík- isbankanna á árunum 1993 til 1995 og lagðist gegn henni á meðan hann var. Voru kratar í Skandinavíu ekki að einkavæða banka þar um svipað leyti? Voru íslenskir kratar í Alþýðuflokknum meiri forsjárhyggju- menn en velferðarkratar Norðurlanda? Vef- þjóðviljinn hafði ekki áttað sig á að það væri mögulegt. Ætli íslenskir kratar hafi svo orðið frjálslyndari í efnahagsmálum þegar þeir gengu í eina sæng með Alþýðubandalagi og Kvennalista í Samfylkingu? Vefþjóðviljinn á andriki.is Er ásatrú kúl? En er eitthvað kúl við ásatrúna? Nú snýst hún um skemmtilegar sögur af guðum sem voru sumir hrekkjóttir, aðrir miklir bar- dagaseggir, enn aðrir graðir en allir mjög mennskir, breyskir og uppátækjasamir. Dæmalaust skemmtilegt allt saman. Þessir guðir eru þó engin sérstök fyrirmynd í sið- ferðilegum efnum, síst af öllu í nútíman- um. Sumir þeirra stunduðu það t.d að berja á jötnum. Þessir jötnar höfðu þó lítið annað til saka unnið en vera af öðrum „kynþætti“ en æsirnir. Í raunveruleikanum steðjuðu svo heiðnir norrænir víkingar, í krafti þeirra hugmynda sem trú þeirra hampaði, suður í álfu til að berja á múslim- um. Þóttu þeir upp til hópa hrollvekjandi hugrakkir og óhræddir við dauðann, enda hið besta mál að deyja í bardaga. Birgir Baldursson á vantru.net Fákeppnin Við höfum lifað við fákeppni á t.d. trygginga- markaði, matvörumarkaði, olíumarkaði, bankamarkaði, flutningamarkaði, fjarskipta- markaði, kreditkortamarkaði og svo mætti lengi telja. Allt eru þetta svið sem snerta okk- ur daglega, við verðum að eiga viðskipti við öll þessi fyrirtæki, sem mörg hver hafa orðið uppvís að grófum brotum á samkeppnislög- um. Því spyr ég; af hverju er fjölmiðlamarkað- ur svona merkilegur að um hann þurfi að setja sérstök lög, strangari en gilda um ann- ars konar þjónustu? Af hverju er allt í einu mikilvægara að ég hafi aðgang að „fjölbreytt- um“ og „frjálsum“ fjölmiðlum, en neyðist enn til að kaupa tryggingar og versla olíu af fyrir- tækjum sem hafa brotið samkeppnislög? Hvers vegna þarf að brjóta upp fjölmiðlafyrir- tæki, ein fyrirtækja, og af hverju mega mark- aðsráðandi aðilar ekki eiga þau, frekar en önnur fyrirtæki? Ég sé einfaldlega ekki hvað er svona merkilegt við þennan markað um- fram alla aðra markaði. Samkeppnislögin eiga að duga fullkomlega til að taka á fjöl- miðlafyrirtækjum, líkt og öðrum fyrirtækjum. Grímur Sigurðsson á sellan.is Söludeildir: Breiðhöfða 3 Sími 585 5050 Fax 585 5051 sala@bmvalla.is v/Súluveg Akureyri Sími 460 2200 Ægisgötu 6 Reyðarfirði Sími 477 2050 Nú er vor í lofti og rétti tíminn til að hrinda þínum hugmyndum um garðinn í framkvæmd. Inga Rut Gylfadóttir, landslagsarkitekt BM Vallá, aðstoðar þig við að útfæra þínar hugmyndir, hvort sem þú ert að skipuleggja nýjan garð eða endurbæta gamlan. Ráðgjöfin er veitt í lystihúsinu í hjarta Fornalundar. Bókaðu tíma hjá BM Vallá í síma 585 5050. Kynntu þér fjölbreytt vöruúrval á heimasíðu okkar, eða með því að panta handbók í síma 800 5050. Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8 - 18 og á laugardögum frá kl. 9 - 14 í allt sumar. Sumar í Fornalundiwww.bmvalla.is SUMAR HUGMYNDIR KVIKNA SNEMMA FÚSIR T IL FRAMKVÆMDA MEÐ ÞÉR KATRÍN JAKOBSDÓTTIR ÍSLENSKUFRÆÐINGUR FRIÐBJÖRN ORRI KARLSSON HAGFRÆÐINEMI SKIPTAR SKOÐANIR Á að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka? Ég sé enga ástæðu til að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka. Hins vegar er eðlilegt að bókhald stjórnmálaflokka sé opið og upplýst sé hvaða fyrirtæki styrki flokkana. Þannig er vinnu- regla í VG að öll framlög yfir 300.000 krónum eru tilgreind sérstaklega. Starf stjórnmálaflokka á að vera eins opið og mögulegt er og almenningur á rétt á því að vita hvort og þá hvaða fjársterkir aðil- ar standa á bak við tiltekna stjórnmálaflokka. Ef banna ætti fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka fyndist mér eðlilegt að ríkið styrkti starf flokkanna í auknum mæli. Það er eðlilegt verkefni hins opinbera í lýðræðissamfélagi að tryggja skoðanaskipti og gagn- rýna umræðu og tryggja að þeir sem ráða yfir fjár- magninu hafi ekki óeðlileg áhrif á stefnu stjórnmála- flokka. Pólitík kostar sitt, sérstaklega fyrir kosningar þegar flokkarnir leggja mikið í útgáfu- og kynningar- mál. Best væri að ríkið styrkti flokkana meira þannig að þeir þyrftu ekki að leita eftir styrkjum frá fyrirtækj- um. Mikilvægast er þó að bókhaldið sé opið. Það á reyndar við um fleiri málaflokka, til dæmis er mikilvægt að ljóst sé hver á hvaða fjölmiðla. Það er réttur borgaranna að vita það til að þeir geti sjálfir vegið og metið hvort hætta sé á óeðlilegum hags- munaárekstrum. Ritstjórn fjölmiðla á að vera sjálf- stæð og þeir eiga ekki að vera undir hæl eins eig- anda eða sitjandi ríkisstjórnar. Þingmenn hafa tekið upp nýja tísku, og í þetta sinn snýst hún ekki um að ættleiða ólög annarra landa um fjölmiðla. Tískan felst í því að slá sér á brjóst og leggja til lögbann á styrki fyrirtækja til stjórnmálaflokka. Jafn- an eru það þingmenn sitjandi flokka sem fylkjast um þessa vafasömu tillögu. Sömu þingmenn segja einnig með stolti að styrkir fyrirtæka til stjórnmálaflokka valdi því að þingmenn sömu flokka gangi erinda auðmanna í stað þess að fylgja eigin sannfæringu og segir það lík- lega meira um þingmennina sjálfa en aðra. Það sem gleymist í umræðunni er að allir flokkar þeirra þingmanna sem nú verma bekki Alþingis njóta í dag mikilla ríkisstyrkja. Árlega er hundruð- um milljóna skipt á milli flokkanna. Allir vinnandi einstaklingar eru skattlagðir og skattfé fært stjórn- málaflokknum til afnota. Ekki eru fylgjendur flokk- anna sérstaklega skattlagðir heldur allir – líka þeir sem eru flokkunum ósammála. Það er því hræsnin ein að berjast gegn frjálsum styrkjum fyrirtækja til stjórnmálaflokka um leið og samþykktar eru hækk- anir á ríkisframlögum til þeirra og þar með skatt- þvinganir á allan almenning auknar. Er lögbann á styrki frá fyrirtækjum sanngjarnt gagnvart þeim flokkum sem ekki eru á þingi? Er réttlátt að láta skattgreiðendur halda uppi flokkum sem þeir kunna að vera ósammála? Hvernig er ástatt hjá þeim flokkum sem þurfa að láta ríkið hafa fé af skattgreiðendum til að halda uppi starfsemi sinni? Væri ekki sanngjarnari niðurstaða að þeir sem eru sammála ákveðnum flokk- um greiði sjálfir undir starfsemi þeirra og aðrir sem eru ósammála greiði til þeirra flokka eða félaga sem þeir eru sammála? AF NETINU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.