Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 22
Við eigum leik á morgun ogþað setur viss bönd á afmæl- isfagnaðinn,“ segir markvörður- inn Árni Gautur Arason en íþróttagarpurinn á 29 ára afmæli í dag. Árni Gautur er staddur úti í Englandi um þessar mundir þar sem hann leikur með fótboltalið- inu Manchester City. „Á morgun spilum við við lið Middlesbrough og ég fer líklega þangað í kvöld til að taka því rólega. Þetta er álagstími í boltanum og því vill afmælið oft víkja fyrir starfinu. Dagurinn í dag verður frekar ró- legur og ég bíð bara eftir þrítugs- afmælinu á næsta ári til að hóa einhverjum saman,“ segir Árni en bætir við: „Það er þó aldrei að vita hvað gerist eftir leikinn á morgun.“ Miðað við frammistöðu Árna í leik Íslendinga gegn Lettlandi fyrir viku þar sem hann varði skot Lettanna meistaralega er engu líkara en að hann sé nú á há- tindi ferilsins. „Það er oft talað um að fótboltamenn eigi að vera upp á sitt besta upp undir þrí- tugu,“ segir Árni, sem segist ekki getað spáð fyrir um hversu mörg ár hann eigi eftir í boltanum. „Það er mjög einstaklings- bundið, og fer eftir meiðslum og öðru, hversu lengi fram eftir aldri menn geta spilað. En ef ég verð heppinn verð ég að spila að minnsta kosti þangað til ég er orðinn 35 ára,“ segir Árni. „Sumir eru að nálgast fertugt þegar þeir hætta en stefnan hjá mér er að halda áfram eins lengi og ég get.“ Árni Gautur kann vel við sig í Bretlandi og býr þar ásamt kær- ustu sinni. Þegar hann er inntur eftir draumaafmælisgjöfinni í ár segir hann: „Ætli ég myndi ekki bara vilja eitthvað golfdót. Ég er að reyna að koma mér af stað í golfinu og vantar nokkra hluti í settið.“ ■ Þennan dag árið 1945 skrifuðuÞjóðverjar undir samning sem hljóðaði upp á skilyrðislausa uppgjöf þeirra í seinni heims- styrjöldinni og þar með var bund- inn endi á sex ára stríð í Evrópu. 7. maí var í kjölfarið yfirlýstur alþjóðafrídagur og nefndur Sig- urdagur Evrópu. Samningarnir voru undirritaðir í Frakklandi en staðfest var að degi seinna yrðu gefnar út opinberar yfirlýsingar um endalok stríðsins samtímis í London, Washington og Moskvu. Thomas Cadett, starfsmaður hjá BBC, fylgdist með undirritun samninga. Hann sagði að and- rúmsloftið hefði verið kalt á samningsstað og að eftir undir- ritunina hefði hershöfðingi Þjóð- verja, Gustav Jodl, verið mjög stuttur í spuna í ávarpi sínu. Eisenhower hershöfðingi reyndi að fresta því að birta smáatriði uppgjafarsamnings- ins vegna þess hve erfitt var að treysta á að hægt væri að gefa út sameiginlega yfirlýsingu á sama tíma í London, Washington og Moskvu. Breski forsætisráð- herrann Winston Churchill, sov- éski leiðtoginn Jósef Stalín og forseti Bandaríkjanna, Harry S. Truman, samþykktu að lokum að gefa út sameiginlega yfirlýs- ingu klukkan 3 daginn eftir og í kjölfarið hættu herir Þjóðverja bardögum. ■ ■ Þetta gerðist 2000 Vladímír Pútín verður forseti Rússlands. 1999 Þrír láta lífið þeg- ar herflugvélar NATO missa marks og skjóta niður kínverska sendiráðið í Belgrad í Júgóslavíu. 1939 Ítalía og Þýskaland opinbera stjórnmálalegt og hernaðarlegt bandalag sitt. 1915 Tæplega 1.200 manns láta lífið þegar þýskt tundurskeyti sökkvir breska farþegaskipinu Lusitania nærri Írlandsströndum. 1891 Í fyrsta skipti heppnast að taka ljósmynd af sólarblossa. 1724 Katrín fyrsta er krýnd keisarynja Rússlands. SAMIÐ UM FRIÐ Kalt andrúmsloft ríkti við undirritun friðar- samninganna. Stríðinu lýkur í Evrópu 22 7. maí 2004 FÖSTUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Einar Sigurbjörnsson, prófessor í guðfræði, er 60 ára. Guðmundur Pétursson, lögfræðingur og fyrrum landsliðsmarkvörður, er 58 ára. Geir Svansson myndlistarmaður er 49 ára. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, er 44 ára. 7. maí 1945 STRÍÐSLOK ■ Sex ára stríði í Evrópu var lokið með skilyrðislausri uppgjöf Þjóðverja. Afmæli ÁRNI GAUTUR ARASON ■ Markvörður Manchester City er 29 ára í dag en bíður með allt tilstand þar til hann fagnar 30 ára afmælinu. PJOTR TSJAÍKOVSKÝ Rússneska stórtónskáldið Pjotr Tsjaíkovský fæddist á þessum degi árið 1840. 7. maí Í desember á síðasta ári kynntiLandsbankinn hugmyndasam- keppni um bætta miðborg. Fólk á öllum aldri og alls staðar af landinu tók þátt í samkeppninni og bárust rúmlega 600 tillögur um hvernig miðborg Reykjavíkur gæti orðið líf- legri og meira aðlaðandi fyrir gesti sem og heimamenn. Þegar samkeppnin var kynnt var boðað að veita peningaverðlaun fyr- ir bestu þrjár hugmyndirnar upp að 750 þúsund krónum, auk þess að verðlauna 10 hugmyndir að auki. Þegar verðlaunin verða veitt í Ráð- húsi Reykjavíkur á laugardaginn klukkan 13 kemur í ljós að dómnefnd var greinilega vandi á höndum með að velja úr bestu tillögurnar því þrenn fyrstu verðlaun verða afhent og fær hver 450 þúsund krónur en að auki verður 21 hugmynd verðlaunuð með 50 þúsund króna viðurkenn- ingu. Þar á meðal verður meðal ann- ars verðlaunað fyrir áhugaverðustu, óvenjulegustu, geggjuðustu og vina- legustu hugmyndina. Ákveðið var að fjölga viðurkenningum þar sem dómnefndin taldi það margar hug- myndir standa upp úr og vera verð- ugar viðurkenninga. Þegar verðlaunaathöfninni lýk- ur klukkan 14 opnar sýning á verðlaunahugmyndunum í Ráð- húsinu þar sem allar innsendar tillögur verða jafnframt aðgengi- legar gestum. ■ Samkeppni BETRI MIÐBÆR ■ Dómnefnd hefur lokið störfum og úrslit munu verða ljós á laugardag. Fleiri viðurkenningar en áformað Vantar nokkra hluti í settið ÁRNI GAUTUR Vonast til að eiga sem flest ár eftir í boltanum. Óskin mín Leikkonan Pálína Jónsdóttir vill ekki láta mikið upp um hvers hún myndi óska sér ef hún fengi eina ósk. „It’s a secret,“ segir leikkonan, sem er greinilega með allt á huldu þessa dagana. INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR, BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON, GUÐJÓN FRIÐRIKSSON OG HALLGRÍMUR HELGASON Hluti dómnefndar Landsbankans í samkeppni um bættan miðbæ Reykjavíkur. Auk þeirra sátu í nefndinni Eva María Jónsdóttir og Margrét Harðardóttir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Anna Elinórsdóttir, Björk, Mývatnssveit, lést mánudaginn 3. maí. Friðfinnur Friðfinnsson, áður til heimils í Melási 12, Garðabæ, lést mánudaginn 3. maí. Guðbjörg Eiríksdóttir lést þriðjudaginn 4. maí. Gunnvör S. Gísladóttir, Droplaugarstöð- um, áður til heimils á Dalbraut 18, lést miðvikudaginn 5. maí. Hreinn Jónasson, Kelduhvammi 16, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 4. maí. Ingibjörg Sigríður Hallgrímsdóttir, Fjallalind 121, lést miðvikudaginn 28. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. 10.30 Oddný S. Aðalsteinsdóttir, Stara- rima 55, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju. 13.30 Ingibjörg Guðmundsdóttir (Dúdda), Aflagranda 40, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Nes- kirkju. 13.30 Kristinn Jóhannsson, Vitastíg 9a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Níels Brimar Jónsson, Fossheiði 16, Selfossi, veður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Jón Þorvaldur Ingjaldsson dr. psychol, Bergen, Noregi, áður til heimilis að Jörundarholti 174, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 14.00 Laufey Guðjónsdóttir frá Grafar- holti, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í Borgarnesi, verður jarð- sungin frá Borgarneskirkju. 15.00 Hólmfríður Ásta Bjarnason, Sléttuvegi 7, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju. ■ Jarðarfarir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.