Tíminn - 22.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.03.1972, Blaðsíða 1
EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 68. töIublað-Miðvikudagur 22. marz 1972—56. argangur. D Enn eru sumir álar.minnstu álar.Skeiðarár væöir, og llklega hefur áin vart veriðvaðin meira iannan tima. Hér eru rannsóknarmenn aö vaöa yfir austastaálinn, en þyrla er vestan við, en hún getur ekki flutt alla, þótt hún sé góð. (Tlmamynd Gunnar) Þjóðhátrðarmerkið: 163 NÝJAR TILLÖGUR IGÞ—Reykjavlk. t gær var brugðið tölu á þær tillögur, sem borizt hafa um þjóðhátiðarmerki og vegg- skilti i samkeppni þeirri, sem efnt var til á sínum tima og framlengd var til 20. marz s.l. Hafa borizt hundrað sextlu og þrjár nýjar tillögur I sam- keppnina, ef umslögin ei'n eru taliu, en auðvitað geta fleiri en ein tillaga verið I umslagi. Um sextiu tillögur eru enn fyrir hendi úr hinni uppruna- legu samkeppni, og munu þær að sjálfsögðu einnig verða lagðar til grundvallar nú, þeg- ar dómnefnd tekur til starfa að nýju. Dómnefndin mun þvi vinna úr yfir tvö hundruð til- lögum að þessu sinni. Þar sem ekki er alveg vist að allar tillögur séu komnar til skila enn — þær. ,gém settar kunna að hafa verið i þóst úti á landi — verður aðeins beðið með að afhenda dómnefnd- inni tillögurnar. Þessi mikla þátttaka i sam- keppninni um þjóöhátiðar- merkið er gleðilegur yottur þess, að fólk vilji sitt af mörk um leggja til málsins. Er pjoo- hátiðarnefndin þakklát hinum mörgu þátttakendum og vonar að árangurinn verði hinn glæsilegasti. Skeiðará vex óðfluga Þó—Skaftafelli, þriðjudag. Nú mun rennslið I Skeiöará vera komið i 2500 til 3000 tenings- metra á sekúndu, og hefur áin þar með aukið vatnsmagnið um 1500 til 2000 teningsmetra á sekúndu, á einum og hálfum sólarhring. Ain er nú farin að sækja meira i austur og er farin að nálgast varnargarða þá, sem komið var upp árið 1969. Eiga þessir garðar að sýna, hvort fyrirhugaðir varnargarðar, sem eiga að vera eins og þessir, þola Skeiðarár- hlaup. Ekki er við að búast, að áin skelli á görðunum, fyrr en hún verður komin i 6000 teningsmetra a sekúndu. Vatnsyfirborðið hefur hækkað um 20 sm s.l. sólarhring, og þar af leiðandi fara sifellt fleiri eyrar á sandinum undir vatnið. í gær var áin 330 metra breið fyrir framan Skaftafell, en á þeim slóðum er hún nú orðin 350 metra breið. Neðar á sandinum, sunnan við simalinurnar, þar sem vegur- inn og brúin eiga að koma, hefur áin breikkað úr 400 metrum i 800 metra á tveim sólarhringum. Þar sem áin hefur breikkað svona mikið á þessum slóðum, mun simalinum ekki vera búin bráð hætta i bili. En i öllum Skeiðarár- hlaupum til þessa hafa sima- linurnar brostið, hversu tryggi- lega sem frá þeim hefur verið gengið. Eins og skýrt var frá i blaðinu i gær, hafði frétzt um vaxandi vatn i Gigjukvisl, og eftir hádegi i dag fóru Sigurjón Rist og Haukur Tómasson með þyrlu Andra Heið- berg að kvislinni og voru þar við mælingar i dag. Frá þeim fréttist, að vatnið i kvislinni hefði hækkað um 80 sm frá þvi að siðast var lit- ið á mælinn. Vatnsmagnið þar er um 300 teningsmetrar á sekúndu. Einnig hefur frétzt um vöxti Súlu, sem rennur undan Skeiðarárjökli að vestanverðu. Allt þetta vatn virðist koma úr Grimsvötnum. Ekki er vitað hve mikið hefur lækkað i Grimsvötn- um, en i fyrradag hafði vatns- borðið iækkað um einn metra, Talið er að það eigi eftir að lækka um 90 metra, svo mikið Framhald á bls. 19 Fullt samráð við utanríkismálanefnd EB—Reykjavík. t ræðu, sem Einar Agústsson utanrikisráðherra flutti á Alþingi i gær, lagði hann áherzlu á að samráð yrði haft við utanrikismálanefnd Alþihgis I sambandi við endurskoðun á varnarsamningi islands og Bandarikjanna. Utanrikisráð- herra sagði, að viðræður við Bandarikjastjórn um varnar- samninginn hæfust innan tiðar, en hingað til hefði landhelgismál- ið setið fyrir öðrum verkefnum utanrikisráðuneytisins. Hins - f sambandi við endurskoðun varnarsamningsins vegar yrðu niðurstöður en- diirskoðunarinnar ekki lagðar fyrir þetta Alþingi heldur hið næsta. Þá sagði utanrlkisráð- herra m.a., að þegar væru farnar að berast skýrslur frá erlendum aðilum, sem utanrikisráöuneytið hefði óskað'i sambandi við endur- skoðunina, og yrðu þær skýrslur lagðar fyrir utanrlkismálanefnd. Útanrikisráðherra skýrði frá þessu á fundi i Sameinuðu Al- þingi, en þar fóru fram i gærdag miklar umræður um varnarmálin og utanrikismál, þegar á dagskrá fundarins voru tillögur þing- manna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins um öryggismál landsins. 1 þessum umræðum fullyrti Geir Hallgrimsson, að stefna rikisstjórnarinnar i var- narmálunum hefði skaðað Island út á við. Einar Agústsson utan- rikisráðherra mótmælti þessum ummælum varaformanns Sjálf- stæðisflokksins og bað hann að sanna fullyrðingar sinar, sem þingmaðurinn var ekki búinn að gera, þegar umræðum um tillög- urnar var frestað og teknar út af dagskrá fundarins um kvöld- matarleytið. Sagði utanrikisráð- herra, að ekkert, sem styddi þessi ummæli Geirs, hefði komið fram i viðræðum sinum við erlenda valdamenn, heMur heföu þeir talið eðlilegt aö rikisstjórnin færi fram á endurskoðun á varnar- Framhald á bls. 19 Líkur á verulegum útflutningi til vöruhúsa f Kanada KJ—Reykjavík. Verulcgar líkur éru nú á þvi að skriður muni komast á viðskipti milli tslands og Kanada innan skamnis, þvi að vöruhúsa f.yrirtækið T.E. Eaton's hefur ákveðiö aö beita sér fyrir kynningu og sölu á islenzkum vörum I hinum fjölmörgu vöruhúsum sinum viðsvegar um Kan- ada. Eru fulltrúar frá Eatons's væntanlegir hingað i mai til að ræða um kaup á vörum héðan. Heimir Hannesson lög- fræðingur var fyrir nokkru á ferð i Kanada i boði Vestur- tslendinga, og sat hann þá m.a. þing Þjóðræknisfélags- ins. Var hann þá boðaöur á fund með einum.af fram- kvæmdastjórum Eaton's i Winnipeg, en sa maður er af islenzkum ættum. Skýrði hann Heimi svo frá, að fyrir- tækið hefði ákveðið aö is- lenzkar vörur yrðu að jafn- aði til sölu hjá Eaton's, og væri þriggja ára kynningar- ogsöluáætlun i undirbúningi, sem ætti að byrja á næsta sumri. — Ástæðan fyrir þess- ari ákvörðun fyrirtækisins er sú, sagði framkvæmdastjór- inn, — að Islendingar bjóða upp á margskonar nýstár- legar vörur, sem fólk hefur áhuga á, og einnig að i Mani- toba, þar sem kynningar- og söluáætlun mun hefjast, er mjög vinsamleg afstaða gagnvart öllu islenzku og þvi sem frá Islandi kemur. Þá kom einnig fram i samtali þeirra Heimis Hannessonar og framkvæmdastjóra Eaton's i Winnipeg, að fram- undan eru merk timamót i Islandssögunni, þegar Is- lendingar halda upp á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar, og verður þá góður jarðveg- ur til að bjóða fram islenzkar vörur og vekja athygli á Is- landi. Vöruhúsafyrirtækið Eaton's verzlar meö allskon- ar vörur, svo sem tiðkast i vöruhúsum, en Eaton's mun vera ein stærsta vöruhúsa- samsteypa i heimi. Meðal þess sem þeir hafa áhuga á hér á landi má nefna tizku- fatnað úr ull, keramik, sæl- gæti, skartgripi, hverskonar, matvæli og fleira. Heimir Hannesson sagðist á ferð sinni hafa orðið var við mikinn áhuga ýmissa for- ystumanna V-lslendinga um mál þetta, og hefðu komið fram hugmyndir um að is- lenzkur verzlunarfulltrúi starfaði að þessum málum fyrir hönd isl. aðila. Til mikils væri að vinna að komast i gott viðskiptasam- band við þetta mikla og virta verzlunarfyrirtæki. sa »ov na á blaðsí HmHHHHinBnBanH >u 20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.