Tíminn - 22.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.03.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. marz 1972. TÍMINN 7 Héldu Liz vera drottningu Elizabeth Taylor varð aldeilis ánægð, þegar hún kom til Tyrk- lands siðast. Vinir hennar þar- lendir sýndu henni tyrkneskt blað, þar sem i stið: Englands drottning — Elizabeth Taylor er gestur hér i landi um þessar mundir. Ekki er vizt að hinni raunverulegu Englandsdrottn- ingu liki jafn vel, að nöfnu hennar sé ruglað saman við hana sjálfa, enda mun það sennilega ekki koma mjög oft fyrir. Varlega heyrnarlausir framundan Sett var upp skilti á King George Avenue i Jerusalem, og stóð á þvi — Varlega heyrnar- lausir framundan. Þetta vakti geysilega reiði þeirra, sem um götuna fóru, og brátt fór borgar- yfirvöldunum að berast fjöldi bréfa, þar sem spurt, hvort næst mætti eiga von á skiltum eins og t.d. — Varlega — lamaður, eða Varlega sköllóttur framundan. Umferðaryfirvöldin létu taka skiltiö niður, og er ekki búizt við að annað skilti álika verði sett upp i Jerusalem á næstunni. Eiginmaðurinn slapp vel Raquel Welch, semeinna bezt er þekkt fyrir sitt fallega útlit, og mun betur fyrir þá sök heldur en leikhæfileikana, þótt hún dundi annað slagið við leiklist, hefur nú skilið við eiginmann sinn Patric A Curtis. Curtis gerði mikið til þess að gera Raquel Welch fræga og tókst það. Hann hefur alla tið verið umboðsmað- ur hennar jafnframt þvi, sem hann hefur farið með eigin- mannshlutverkið. En nú er hvort tveggju lokið. Raquel grét ofurlitið i réttinum, þegar skilnaðurinn gekk i gegn, og fékk i lokin einn dollar, eða tæpar hundrað krónur dæmdar sér sem árs meðlag frá eigin- manninum. Vel sloppið það! Peningaveskið i varadekkinu Ernest Oxland i Tavistock i Englandi hafði keypt sér splúnkunýjan og finan bil. Allt gekk vel með bilinn til að byrja með, en svo þurfti Ernest að skipta um dekk og þá upphófust vandræðin. Billinn hristist og gekk mjög óeðlilega. Ernest tók dekkið af og lét laga það, og siðan var það látið á aftur. En allt fór a sömu leið, höggin fóru ekki úr bilnum. 1 annað sinn var dekkið tekið af, og i þetta sinn kvikmynd, og nú er hún komin alla leið til Hollywood og hefur fengið þar aðalhlutverk i mynd, sem verið er að taka. Myndin á að fjalla um ævintýri úr Þúsund og einni nótt. ófáir Ijósmyndarar Það eru fleiri en Snowdon lávarður, sem tengdir eru konungsættunum i Evrópu, og kunna að halda á myndavél. Þessi mynd er af Beatrix Hollandsprinsessu, og er það maður hennar Claus prins, sem tók myndina, Myndin var tekin i tilefni af 24 ára afmæli prin- sessunnar, og birt opinberlega i þvi sambandi. Hóspennulina milli heimsálfa Lagning háspennuafllinu frá VesturSiberiu til suðurhluta Úralfjalla er nú hafin. Þessi lina er 1000 kilómetra löng og liggur um sovétlýðveldið Kasakhstan, þannig að rafveitukerfi þriggja af mikilvægustu iðnaðarsvæð- unum i Sovétrikjunum tengjast saman, þegar linulagningunni er lokið. Möguleikar á nýtingu raforkunnar á viðáttumiklum svæðum aukast stöðugt og útreikningar sérfræðinga sýna, að notkun háspennulina er mjög hagkvæm. Nýja raflinan, sem áður var nefnd, verður sam- tengd veitukerfi hins evrópska hluta Sovétrikjanna, en þar er samanlögð afkastageta raforkuvera um 105 millj. kilóvött. var það tekið af felgunni. Þá kom i ljós að innan i slöngunni var peningaveski með 13 pundum. Maður einn, sem vann i bilaverksmiðjunni, þar sem dekkið var sett á felguna, hafði fyrir mistök sett veskið sitt inn- an i. Hann var enn að furða sig á þvi, hver hefði stolið veskinu. Stjörnu-rass Jocelyn Lane heitir unga enska leikkonan, sem sýnir á sér bak- hlutann i aðalhlutverki, sem hún leikur i Hollywoodmynd. Cecil Landau, maðurinn sem uppgötvaði Audrey Hepburn, sá Jocelyn i London og ákvað þegar i stað að gera við hana samning. Hún hefur komið fram i enskri kvikmynd, italskri — Eigið þér nokkrar bækur um kenningar Darwins, ungfrú? —Þú heldur þvi fram, að þú hafir ekki skof.ið hjörtinn, sem léns- maðurinn fann i kjallaranum hjá þér. —Herra dómari, ég er reiðu- búinn að sverja, að ég held, að ég hafi ekki skotið hann, —Þetta er ekki nig, þú verður að svara greinilega. —Ég get svarið, að ég er alveg öfuggur um, að ég held, að ég hafi ekki skotið hjörtinn. —Nei, þetta er ennþá verra, þú verður að sverja, að þú hafir annað hvort skotið hjörtinn eða ekki. —Já, þá sver ég það. D Leifur var i siglingum, og þegar hann kom til Suðurhafseyja ák- vað hann að seinda gömlu móður sinni eitthvað i afmælisgjöf. Hann valdi stóran grænan páfagauk og beið svo spenntur eftir að vita, hvernig móðurinn likaði gjöfin. 1 næsta bréfi skrifaði móðirin: —Þakka þér fyrir páfagaukinn, þetta var góð gjöf. En ef ég á að segja eins og er þá þykir mér kjúklingur betri. Þrir gamlir menn á elliheimilinu sátu og spjölluðu um gamla daga og þá einkum hjónabandsvanda- mál sin og hvað peningarnir væru orðnir litils virði. Agúst lagði litið til málanna, en hinir spurðu, hvort hann hefði ekki átt við nein vandamál að striða af þessu tagi. —Jú stundi Agúst. — Ég hef fengið að heyra það alltaf siðan, að Asa átti 14 krónur þegar við giftum okkur. □ Táningarnir okkar telja þaö lifs- skoðun, að vera öðruvisi... og sýna það sannarlega með að klæða sig algjörlega eins. D —Óskapa marblettir eru þetta á fótleggjunum á þér. —Já konan min og ég spilum saman. —Spilar konan þin lika fótbolta? —Nei, við spilum bridge. D —Nei, góðan daginn, Mikkelsen, en hvað þú hefur breytzt á tiu árum —Ég heyti ekki Mikkelsen. —Nú og hefur skipt um nafn lika. —Það er svo mikið að gera hjá mér á skrifstofunni, að ég þarf stundum að taka með mér sjóö- bókina i rúmið á kvöldin. —Já þetta er svona lik a hjá mér. Ég þarf stundum að taka með mér einkaritaranna i háttinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.