Tíminn - 22.03.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.03.1972, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 22. marz 1972. TÍMINN 19 Skákþing íslands að hefiast Skákþing Islands 1972 verður haldið i útgarði, Glæsibæ i Reyk- javik um páskana. Hefst keppni i landsliðsflokki miðvikudag 22. marz kl. 20.00 Rett til þátttöku i landsliðs- flokki hafa Jón Kristinsson, Freysteinn Þorbergsson, Björn - Þorsteinsston, Magnús Sólmundarson, Jón Torfason, Ólafur H. Ólafsson, Gunnar Gunnarsson, Harvey Georgsson, Jón Pálsson, Halldór Jónsson, Guðmundur Sigurjónsson og Ólafur Magnússson. Sigurvegar- inn hlýtur titilinn skákmeistari tslands 1972 og rétt til þátttöku i svæðamóti i Finnlandi i sumar, auk peningaverðlauna. Fyrirlestur G. G. Hagalins IGÞ—Reykjavik. Guðmundur G. Hagalin rit- höfundur flytur fyrirlestur um bókmenntir i 1. kennslustofu Há- skóla tslands annað kvöld kl. 6.15 siðdegis. Fyrirlestur sinn nefnir hann „Þjóðskáld i lausu máli og góðskáld sem norræn samvinna týndi”. Góð aðsókn hefur verið að fyrirlestrum Guðmundar i vetur, en hann hefur komið viða við i fyrri tiðar bókmenntum, fjallað um þær i ljósi ýmissa staðreynda nútimans, en erindi hans nú mun einkum fjalla um Jón Trausta og Jakob Thorarensen. Tíminn birtir að þessu sinni þrjá leiki I blaðaskákinni, þar sem skákin féil niður i blaðinu á sunnudaginn og I gær. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. abcdepgh Hvitt: Akurcyri: Sveinbjörn Sigurðsson og Ilólmgeir Heiðreksson. 3. leikur Akureyringa Rbl-c3 3. leikur Reykvikinga Bf8-g7 4. leikur Akureyringa e2-e4 Skeiðaró Framhald af bls. 1. vatn á enn eftir að renna til sjávar um sandinn. Visindamennirnir hafa verið á þeytingi um allan sand i dag og unnið við sinar rannsóknir. M.a. hafa þeir mælt með sérstökum hlustunartækjum straumþunga i ánni, og með þvi halda þeir, að hægt sé að reikna út, hve stóra steina áin ber með sér. Viða er á- in orðin á þriðja metra að dýpt, að talið er. Þó svo að visindamennirnir sjái um alls konar rannsóknir hér, er eins og þeir geti ekki verið án að- stoðar Ragnars i Skaftafelli, þvi að á hverjum degi tekur hann vatnssýnishorn fyrir þá og sér um að senda þau til Reykjavikur. Til þess að binda efnið, setur Ragnar sérstakaroinditöflur i flöskurnar. Onnur umferð í landsliðsflokki verður tefld á fimmtudagskvöld kl. 20.00 og þriðja umferð laugar daginn 25. marz kl. 12.30. Þá hefst einnig keppni i öðrum flokkum mótsins en auk landsliðsflokks verður teflt i meistaraflokki, 1. flokki,2. flokki, unglingaflokki og kvennaflokki. Nú verður i fyrsta skipti keppt i kvennaflokki á skákþingi tslands og eru konur sérstaklega hvattar til þátttöku. Islendingum stendur til boða þátttaka i sex—landa keppni I Þýzkalandi i mai, en þar er gert ráð fyrir að kona skipi eitt af 6 borðum landsliðanna. Eins og fyrr sagði hefst keppni i 5 flokkum á laugardaginn n.k. kl. 12.30. Innritun keppenda lýkur i Útgarði kl. 12.15. Skákstjórar verða Bragi Halldórsson og Egill Egilsson. Aðalfundur Skáksambands tslands verður haldinn i Reyk- javik dagana 15. — 16. april n.k. Fullt sarnrdð Framhald af bls. 1.___________ samningi, sem gilt hefði nær óbreyttur i 20 ár. Utanrikisráðherra sagði, að samstarf hans við utanrikismála- nefnd ætti að auka, og að þvi hefði verið stefnt. Minnti ráðherrann á, að nú væri búið að taka upp fasta fundi i nefndinni einu sinni i mán- uði, þar sem hann og ráðuneytis- stjóri utanrikisráðuneytisins mættu til að skýra frá störfum ráðuneytisins. Þá mótmælti ráðherrann þvi, sem sagt er i greinargerð tillögu þingmanna Sjálfstæðisflokksins, að allt frá þvi tsland gerðist aðili að Nato, hefði verið leitazt við að hafa sem nánast samstarf milli lýðræðisflokkanna um fram- kvæmd varnarmála og starfsemi tslands i NATO. Minnti utanrikis- ráðherra á, að i tið fyrrverandi rikisstjórnar hefðu tvéir fulltrúar Framsóknarflokksins verið látnir vikja úr varnarmálanefndinni og enginn framsóknarmaður tekinn inn i staðinn, fyrr en hann hefði beitt sér fyrir þvi nú i vetur. Enn- fremur gagnrýndi utanrikisráð- herra m.a. þá skoðun Sjálfstæðis- flokksmanna og sem þeir leggja til i tillögu sinni, að Alþýðubanda- laginu verði ekki veitt aðstaða til að fylgjast með og hafa áhrif á þær viðræður, sem fram undan eru við Bandarikjamenn og Nato um endurskoðun varnarsamn- ingsins. Rökstuddi Geir Hall- grimsson þá skoðun Sjálfstæðis- flokksmanna i þingræðu i gær þannig, að Alþýðubandalagið ætti ekki að fá að vera með i þessum málum, þar eð bandalagið væri mótfallið aðild landsins að Nato. Margir þingmenn tóku þátt i um- ræðunum i gær, en meira verður sagt frá þeim á þingfréttasiðu blaðsins á morgun. Mdlstaður Framhald af bls. 3. lega við Breta og Vestur-Þjóð- verja, neita rétti okkar til 50 milna fiskveiðilögsögu. Margt i undirbúningi. Hannes Jónsson blaðafulltrúi rikisstjórnarinn- ar sagði, að ýmislegt væri i undirbúningi af opinberri hálfu til kynningar á málstað tslendinga. Til stendur að bjóða hingað 20 til 30 erlendum blaðamönnum og gera sjón- varpsfréttamynd, sem dreift verður erlendis. t sambandi við skákeinvigið verður ef til vill reynt að kynna landhelgis- málið, verið er að undirbúa alla ræðismenn tslands er- lendis til að koma sjónar- miðum okkar á framfæri, og reynt er eftir tnegni að koma greinum i erlend blöð um nauðsyn útfærslunnar. Nýtt bifreiðaverkstæði á Selfossi. Stofnað hefur verið nýtt bifreiðaverkstæði á Selfossi og ber það nafnið Bifreiðaverkstæði M.M. & Co.Eig- endur eru bræðurnir Magnús Magnússon, bifreiðavirki, sem veitir verkstæðinu forstöðu og Guðlaugur Ægir Magnússon, flugvirki. Verkstæðið er á Eyrarvegi 33 og er búið öllum fullkomnustu tækjum til mótorstillinga og vélaviðgerða, en að auki er þar fullknmin smurstöð. Verkstæðið er umboðsaðili fyrir Shell smuroliur og veitir varahlutaþjónustu fyrir öll þekktustu varahlutafyrirtækin, svo sem FRAM og LUCAS. Myndin sýnir Guðlaug Ægi við athugun og stillingu á vél. Alls eru fjórir starfandi á verkstæðinu og veitir ekki af vegna mikiila anna. Flugvöllur Framhald af bls. 8. mál. Ég vil endurtaka það og benda enn á það, að hér er farið fram á könnun aðstæðna og þá sérstaklega með tilliti til gagn- semi og hagkvæmni.Slikakönnun tel ég sjálfsagt að gera. Ég álit, að könnun sem slik hljóti að verða einn liður i þvi að gera sér grein fyrir, hvernig við byggjum upp atvinnulifið i landinu, og undir þessum sérstöku kringumstæðum á þann hátt, sem að ferðamálum snýr. Ég tel það mikla og tima- bæra nauðsyn, að það fáist heildaryfirlit yfir fram- tiðarskipulagningu ferðamála okkar og heildaryfirlit, jafnframt yfir framtiðarskipulagningu samgöngumála okkar innanlands og við önnur lönd. Mér sýnist nauðsynlegt, að það verði enn fremur kannað, hvernig og hvort sé auðvelt að fá erlendis frá fjár- magn til slikra framkvæmda, sem hér er farið fram á, að verði kannaður grundvöllur fyrir. Það kann vel að vera, að af öryggis- ástæðum fyrir millilandaflug þyki mikilvægt að fjármagna slika framkvæmd, sem hér er talað um, og á ég þar fyrst og fremst við Alþjóðlegu flugmála- stofnunina og þær stofnanir, sem taka tillittil álits hennar. Vel væri hugsanlegt að fá fjármagn til slikra framkvæmda sem þessara að einhverju leyti e.t.v. óaftur- kræft, en annars sem lán. Um kostnað við flugvallargerð, ef fram færi i Aðaldal, get ég auð- vitað ekki nefnt neinar tölur. Eins. og ég gat um áðan er talið, að undirbygging og gerð sjálfrar flugbrautar mundi verða þar sér- staklega hagkvæm fjárhags- lega.” Erlent yfirlit Frh af bls. 9 fallizt á beitingu hervalds, hvort sem Verka- mannaflokkurinn eða thalds- flokkurinn stæðu að henni. Við höfum blaátt áfram engin tök á þvi. Hvað það snertir að vera háður fyrri stefnu, þá verða vist allir stjórnarand- stæðingar að sætta sig við þá ásökun. Þeir verða að umbera það og sigrast á þvi. Þeirri staðreynd verðir þó ekki haggað, þrátt fyrir viðræður- nar um borð i Tiger og Fear- less, að i siðustu viðræðunum við Smith, sem fram fóru i Ródesiu i nóvember 1968, — undir forustu George Thomsons og ég var með honum þar sem aðstoðarráð- herra, — reyndist aðila greina á um öll fimm meginatriðin. Ég tel þvi rangt að segja, að við höfum verið að þvi komnir að ná samkomulagi. Stað- reyndin er óhagganleg. Siðustu viðræðurnar við Smith leiddu i ljós, að samkomulae var ekki um eitt einasta af höfuðatriðunum fimm. ||| ÚTBOÐ ||| Tilboð óskast i að steypa gangstéttir og að undirbúa stiga undir malbikun á ýmsum stöðum I Austurbænum. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 2.000.00 króna skilatryggingu. Ti'boð verða opnuð á sama stað föstudaginn 7. aprfl 1972, kl. 11.00 f.h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.