Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 69. tölublað - Fimmtudagur 23. marz 1972—56. árgangur. Við upptök Skeiðarár Eins og sjóðandi grautar- pottur l»ó—Skaftafelli i öræfum, miðvikudag. Skeiðará hefur haidið áfram að vaxa jafnt og þétt i dag, og er vatnsmagnið nú komið i 3500 teningsmetra á sekúndu. Ef hlaupið í Gigjukvisi og Súiu er talið með, er hlaupið um 4500 teningsmetrar á sckúndu, að þvi talið er, en ekki er vitað hvort vatnsmagnið i Gigjukvisl og Súlu hefur aukizl i dag. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður fór meðfram Skeiðarár- jökli i gær og taldi útkomustaði vatns frá jöklinum. Vatn kom undan jöklinum á 17 stöðum. Þar af reyndist vera hlaupvatn á 11 stöðum. Sigurjón telur, að hlaupið fari að ná hámarki úr þessu, þar sem það hafi staðið svo lengi yfir, en aftur á móti telur Ragnar i Skaftafelli svo ekki vera, og bendir á, að þegar hlaupið kom, hafi verið komið eitt og hálft ár fram yfir venjulegan hlauptima. Ragnar segir þetta þá ekkert hlaup vera, og hann telur að hlaupið geti enn vaxið mikið. Þess ber þó að gæta, að hlaupið virðist hafa komið undan jöklin- um á fleiri stöðum en áður, og getur vatnsmagnið þvi dreifzt á fleiri staði. 1 dag, þegar sjón- varpsmenn flugu yfir Gigjukvisl, sáu þeir, að mikill vöxtur hafði hlaupið i kvislina, og þvi greini- legt,að hlaupsins gætir mikið þar einnig. Eins og allt Þingvallavatn. Fyrstu einkenni hlaupsins fann Ragnar i Skaftafelli 1. marz, en þá lagði megna fýlu af jöklinum. Ef miðað er við fyrri hlaup, þá getur Ragnar þess til, að enn geti liðið einn til tveir dagar, þar til hlaupið nær hámarki. Sigurjón Rist vatnamælingamaður sagði i dag, að allt vatnasvæði Skeiðar- ár, næði yfir 1100 ferkilómetra, en það er u.þ.b. 1/10 af landinu. Þar af næði vatnasvæði Grimsvatna yfir 300 ferkilómetra. Vatnsmagn það, sem kemur i hverju Skeiðar- árhlaupi, nemur 4 þúsund giga- litrum, en það samsvarar vatns- magninu i Þingvallavatni öllu. 1 dag hefur áin náð yfir að varnargörðunum, sem gerðir voru 1969, en ekki er það magn mjög mikið. Það hefur þó aukizt stöðugt, eftir þvi sem á daginn hefur liðið, og á morgun ætti að koma i ljós, hvort fyrirhugaðir varnargarðar vegna vega- lagningarinnar verða nógu sterk- ir. Farið að upptökum. t morgun fékk blaðamaður Timans far með þyrlu Andra Heiðberg upp að upptökum Skeiðarár, þar sem hún kemur undan Skeiðarárjökli. Með i för- inni var einnig ósvaldur Knud- sen, sem hér er staddur til að kvikmynda hlaupið. Dvöldumst við við upptökin i rúma tvo tima, og var það stórkostleg sjón að sjá ána koma undan jöklinum, og er- fitt er fyrir ókunnuga að gera sér i hugarlund, hvilikur ógnar kraftur Framhald á bls. 15 Myndin er tekin i vikunni af höfninni á Stokkseyri og bjargvættur Stokkseyringa — nýji hafnargarðurinn tii hægri á myndinni, en bryggjan og frystihúsið náiægt miðri mynd. (Timamynd Gunnar) BÁTARNIR HEFÐU BROTNAÐ í SPÓN ef nýja hafnargarðsins d Stokkseyri hefði ekki notið við KJ — Reykjavik Við vorum með sex báta við bryggjuna hér, i stærsta flóði sem komið hefur á Stokkseyri siðan 1925, og það er ekki nokkur vafi á þvi, að bátarnir hefðu allir brotnað i spón, hefðum viö ekki verið búnir að fá garðinn, sagði Steingrimur Jónsson sveitarstjóri á Stokkseyri i viðtali við Timann i gær. Garður þessi er austan við bryggjuna á Stokkseyri, og var lokið við byggingu hans i des- ember. Er garðurinn um þrjú húndruð metra langur, og var stærsta grjótið i hann sótt um 30 km leið, eða að Ásgarði i Grims- nesi. Jafnframt garðbyggingunni var höfnin dýpkuð þannig, að sprengt var neðansjávar, en siöan byggður malargaröur út i höfnina, og mokaði krani grjótinu upp af botninum og einnig malar- garðinum i burtu. Er þetta i fyrsta skipti, sem þessi háttur er hafður á hér á landi. Steingrimursveitarstjóri sagði, að garðurinn hefði ekkert skemmzt i þessum tveim miklu flóðum og brimi, sem orðið hafa nú með stuttu millibili i suð — suð — austanátt. Allir sex bátarnir voru við bryggjuna, en árið 1967 kom mun minna flóð, og slitnuöu þá tveir bátar frá bryggju og eyðilögðust, og tveir aðrir skemmdust. Hefur garðurinn þvi þegar sannað ágæti sitt og veitir bátunum á Stokkseyri öruggt sk- jól, þótt mikið brim verði i slikum flóðum, sem urðu á dögunum. Samningar við sjúkra- húslækna hjá sátta- semjara IGÞ — Heykjavík. Kjarasamningar við lækna á rikisspilöluin og sjúkrahúsuin borgarinnar hafa verið lausir frá þviá áraniótuin. Ilafa saniningar gemtið liæát til bessa. en læknar munu vera orðnir órólegir yfir þvi. að enn skuli ekki hafa dre'gið i samkomulagsátt og niun jafnVel liafa boriðá góma, að þeir inuni fara að beita uppsögnum, verði einhverrar niðurstöðu ekki að vænta hráðlega. Kjaradeila þessi hefur nú veriö i höndum sáttasemjara, Torfa Hjartarsonar, i allt að mánaðar- tima, og hafa nokkrir fundir verið haldnir með samninganefndum. Fyrrverandi formaður nefndar iækna er nú oröinn formaður félags þeirra, en i stað hans hefur Guðmundur Oddsson læknir tekíð við starfi nefndaríormanns. Læknum lil aðstoðar er Guð mundur Ingvi Sigurðsson lögfr. Þrir menn eru i samningahefnd af hálfu rfkisins, þeir Guðjón Hansen tryggingafræðingur, Jón Ingvarsson og Georg Lúðviksson framkvæmdastjóri rikisspital- anna. Af hálfu borgarinnar sitja þeir Haukur Þ. Benediktsson framkvæmdastjóri Borgar- sjúkrahússins og Magnús Óskarsson i samninganefndinni. Búizt er við fundum nú um næstu helgi. Eiga þeir að hefjast á laugardaginn, og er þá búizt við að fjör fari að færast i leikinn. Fyrir utan ýms minniháttar atriði, hefur vinnutimastytting verið til umræðu fram að þessu. Nú er fjörutiu stunda vinnuvika lögskipuð, en um niutiu af hun- draði þeirra lækna, sem nú eiga i samningum, skila lengri vinnuviku i starfi. Kaupkröfur læknanna munu nema nokkuð hærri prósenttölu en samið var um á hinum almenna vinnu- markaði. Forseti Skáksambands íslands* Erum ekki um neinar Oó—Reykjavik. — Við eruni ekki til viðræðu um breytingar á fjármálahlið þessa samnings, sem við gerð- um I Amsterdam, sagði Guö- mundur G. Þórarinsson for- seti Skáksambands tslands I gær. Fischer sendi mér skeyti I morgun, sagði Guðmundur, þar sem hann segir, að Ed- mondson hafi ekki haft umboð til að semja fyrir sig i Amster- dam, og muni hann ekki fall- ast á að tefla á Islandi, nema öllum hagnaði af einviginu veröi skipt milli hans og Rúss- anna. Ég sendi honum þegar i stað svarskeyti um,að við vær- til viðræðu breytingar um ekki til viðræðu um breyt- ingar á fjármálahlið sam- ningsins. Einnig sendi ég Al- þjóðasambandinu skeyti, þar sem sagt var frá viðbrögðum Fischers og svarskeyti minu. Einnig hafði ég samband við sovézka sendiráðið og bað þar um aö koma sams konar skila- boöum til Skáksambands Sovétrikjanna, og jafnframt færði ég júgóslavneska aðal- ræðismanninum afrit af skeyti Fischers og svari minu, og sendi hann júgóslavneska skáksambandinu boðin. — Mitt álit á þessu er,sagði Frh. á bls. lf^.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.