Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 6
TIMiMJN Fimmtudagur 23. marz 1972. Frá umræðum á Alþingi s.l. þriðjudag um varnármálin Engin ákvörðun tekin nema fyrst verði /e/f- að umsagnar Alþingis sagði Einar Agústsson, utanrikisráðherra EB-Reykjavlk. Kins og greint hefur verið frá i blaöinu, uiou miklar umræður um öryggismál landsins, á fundi I Sameinuöu Alþingi siöast liðinn þriöju- dag, þegar þar voru á dagskrá tillögur frá þin&mönnum Sjálfstæðis- flokksins og Aiþýðuflokksins, um öryggismálin.Tóku margir þingmenn til iikíIs og varð aö fresta umræöunni um ki. 7 um kvöldið og taka nuílio af dagskrá. Umræðurnar hófust með þvi að Geir Hallgrimsson (S) mælti fyrir þingsályktunartillögu þingmanna Sjálfstæbiflokksins um fyrir- komulag viðræðna um öryggis- mál landsins. 1 upphafi máls sins sagði þingmaðurinn, að Lúðvik Jósefsson sjávarútvegsráðherra, túlkaði ákvæði málefnasamnings rikisstjórnarinnar um varnar- samninginn við Bandaríkin á annan veg en Einar Agústsson, utanrikisráðherra, túlkaði hann. Fór þingmaðurinn þess á leit við forsætisráðherra, að hann segði tilum það, hvor þessara ráðherra túlkaði ákvæðið rétt. Þessu næst minnti þingmaðurinn á ummæli nokkurra þingmanna Fram- sífknarflokksins um varnarmálin i stúdentablaði Vöku. bingmaðurinn sagði, að i Noregi hefðu komið fram áhyggjur út af stefnu islenzku rikisstjórnarinnar i varnar- málunum. Hefðu Norðmenn miklar áhyggjur af auknum flotastyrk Sovétmanna á N- Atlantshafi. Afstaða okkar til varnarmála ok'kar væri ekki einkamál okkar, heldur einnig viðkomandi nágrannaþjóða okkar. Við þyrftum þvi að kynna okkur alla málavöxtu sem bezt. Utanríkismálanefnd geri ítarlega athugun segja þingmenn Alþýðuflokksins um öryggismálin EB-Reykjavik. Þingsályktunartillaga Al- þýouf lokksins um öryggis- málin er flutt af öllum þing- mönnum ílokksins, en Jón Armann Héðinsson er fyrsti f lutningsmaður hennar. Tillagan hljöðar svo: „Alþingi ályktar að fela utanrikismálanefnd að gera itarlega athugun á öryggis- málum tslands. Nefndin skal meðal annars athuga: 1. Gildi varnarsamtaka Atlantshafsbandalagsins fyrir öryggi tslands. 2. Gildi fslands innan þessara varnarsamtaka. 3. Ahrif hinna miklu aukn- ingar á flotastyrk stórvelda á Norður-Atlantshafi á stöðu tslands og nágranna þess. 4. Viðhorf næstu nágranna- þjóða til eftirlitsstöðvanna á íslandi með sérstöku tilliti til Grænlands, Færeyja og Noregs. 5. Gildi radarstöðva og orustuflugsveitar á tslandi fyrir öryggi landsins og varnarkerfi i heild. 6. Starf varnarliðsins með tilliti til hlutverks þess. 7. Möguleikar Islendinga til að taka meiri þátt i eftirlits- starfi yfir Atlantshafi, a.m.k. yfir landgrunninu eða að 100 milna mengunarlögsögu. 8.Kostnað við varnir lands- ins og efnahagslega þýðingu þeirra fyrir tslendinga. Utanrikismálanefnd er heimilað að ráða starfslið til að vinna að rannsókn þessari og senda fulltrúa til næstu landa til gagnasöfnunar. Nefndin skal gera itarlega skýrslu um öll þessi mál og leggja hana fyrir Alþingi svo fljótt sem unnt er." o o o Alþýðubandalagið verði ekki með - í viðræðum við erlenda aðila um endurskoðun varnarsamningsins, segja þingmenn Sjálfstæðisfl.j EB-Reykjavik. Þingsályktunartillaga Sjálf- sla-oi.sflokksins um öryggis- mál landsins, er flutt af tiu þingmönnum flokksins og er Geir Hallgrimsson fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela hverjum þeirra þingflokka, sem styðja þátttöku Islands i Atlantshafsbandalaginu, að tilnefna einn fulltrúa, sem skuli starfa með utanrikisráð- herra i viðræðum við Banda- rikjamenn og aðrar þjóðir bandalagsins um endurskoðun varnarsamningi íslands og Bandarikjanna á grundvelli Norður-Atlantshafssamnings- ins, þátttöku Islands i störfum bandalagsins og skipan öryggismála landsins." Flutningsmenn tillögunnar leggja hér til, samkvæmt þvi sem upplýst hefur verið, að Alþýðubandalagið skuli ekki eiga fulltrúa i þessum við- ræðum, og var mikið rætt um það atriði i umræðunum um þessa tillögu og tillögu þing- flokks Alþýðuflokksins um öryggismálin, sem fram fór i Sameinuðu Alþingi siðast liðinn þriðjudag, og greint er frá annars staðar hér á siðunni. Aðrar þjóðir létu okkur ekki af- skiptalausa. Þá sagði þingmaðurinn og þótt við hefðum her hér, hlytum við að geta gert okkur grein fyrir þvi, hvernig öryggismálum okkar væri bezt fyrirkomið. Það hefði ekki á undanförnum árum, verið hugað vel að þessu. Þingmaðurinn sagði, að stefna rikisstjórnarinnar i varnar- málunum hefði skaðað Island út á við. Við þyrftum að skapa ák- veðna stefnu i þessum málum svo að nágrannaþjóðirnar vissu hvar við stæðum. Að lokum taldi þingmaðurinn að Alþýðubaridalagið ætti ekki að vera með í ráðum, þegar fjallað væri um þessi mál, vegna þess að það væri mótfallið aðild tslands að NATO. Jón Armann Héðinsson (A) mælti fyrir tillögu þingflokks Alþýðuflokksins um öryggis- málin. Rakti hann sögu hersetu á tslandi frá þvi brezkir hermenn stig á land i Reykjavik 10. mai 1940. Hann sagði, að NATO væri meira en hernaðarbandalag. Það stuðlaði að félagslegum, menn ingarlegum og viðskiptalegum tengslum milli aðildarþjóðanna. Þá sagði þingmaðurinn, að i Time væri nýleg grein um aukinn flotastyrk Sovétmanna. Hefðu Sovétmenn aukið flotastyrk sinn glfurlega á undanförnum árum. Ef svo færi fram sem horfði, yrðu Sovétmenn með lang stærsta flota i heiminum eftir nokkur ár. Sagði þingmaðurinn að þetta ylli sér áhyggjum og gerði þvi næst tölu- lega grein fyrir núverandi flota- styrk Sovétmanna. Að lokum sagði hann m.a. að djúpur ágrein- ingur væri nú innan rikisstjórn- arinnar um þessi mál, og ekki væri nú meiri hluti fyrir þvl á Alþingi að gera landið varnar- laust. Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, sagði -að Sjálfstæðis- flokksmenn væru sömu skoðunar nú og 1956, þegar þeir áttu ekki heldur aðild að rikisstjórn, að engum væri treystandí að fara með utanríkismál þjóðarinnar, nema þeim sjálfum. Það sem væri frábrugðið við tillöguflutn- ing þeirra þá um þessi mál og til- löguflutninginn nú væri að 1956 hefðu þeir gert tillögu um hlut- fallskosningu I nefnd til að fjalla um þessi mál, en nú leggðu þeir til að hluta Jringmanna yrði haldið utan við það að fjalla um þennan hluta af málefnum þjóðarinnar. — Ég tel það ekki lýðræðisleg vinnubrögð, sagði utanrikisráðherra. Ráðherrann upplýsti, að innan tiðar yrðu hafnar viðræður við Bandarikjastjórn um endur- skoðun varnarsamningsins, en niðurstöður endurskoðunarinnar yrðu ekki lagðar fyrir þetta Alþingi heldur hið næsta. Þá sagði hann, að þegar væru farnar að berast utanríkisráðuneytinu skýrslur erlendra aðila, sem óskað hefði verið eftir I sambandi við endurskoðun varnarsamn- ingsins. Lagði utanríkisráðherra áherzlu á, að gott samstarf yrði haft við utanrikismálanefnd ATþ'ingis varðandi þessi mál óíl. Þegar meiri upplýsingar bærust, kvaðst utanrikisráðherra, láta nefndinni þær í té. Varðandi þau ummæli Geirs Hallgrimssonar um að stefna rikisstjórnarinnar í varnarmál- unum, hefði skaðað málstað tslands út á við, sagði utanrikis- ráðherra, að hann hefði alls ekki orðið var við slikt hjá þeim erlendu valdamönnum, sem hann hefði rætt við, teldu þeir eðlilegt að rikisstjórnin færi fram á en- durskoðun á nær óbreyttum varnarsamningi i 20 ár. Bað ráð- herrann Geir Hallgrímsson að sanna þessi ummæli sin. Þessu næst sagði utanrikis- ráðherra að mikill hluti greinar gerðar með tillögu þingmanna Sjálfstæðisflokksins, væri byggður á röngum forsendum. 1 greinargerðinni segir: „Allt frá þvi, að Island gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu, hefur verið leitazt við að hafa sem nánast samráð milli lýðræðis- flokkanna um framkvæmd varnar mála og starfsemi Islands I bandalaginu, og verður að telja sjálfsagt, að slikt samstarf haldi áfram'.' Utanríkisráðherra sagði, að þetta væri ekki rétt. Ef Fram- sóknarflokkurinn væri talinn lýðræðisflokkur þá hefði þetta samráð ekki verið haft við hann. t tíð fyrrverandi rikisstjórnar, hefðu tveir fulltrúar Fram- sóknarflokksins I varnarmála- nefndinni, verið látnir vfkja úr henni og enginn tekinn inn I staðinn, fyrr en hann hefði látið gera það nú i vetur. Þá segir i greinargerðiniii: „Eðli málsins samkvæmt er úti- lokað, að þeir, sem andvlgir eru áframhaldandi aðild tslands-að Atlandthafsbandalaginu, taki þátt í viðræðum við það og Bandarikjamenn um varnarmál Islands. Þeir hafa sjálfir lýst yfir þvi, að um þau mál hafi tslend Einar Agústsson ingar ekkert að ræða við Atlants- hafsbandalagið, þvi að þeir eigi þegar að slita öll tengsl við það og hverfa úr samtókunum." Utanrikisráðherra sagði, að þetta væri ekki heldur rétt. t mál- efnasamningi rikisstjórnarinnar stæði, að varðandi aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu skyldi núgildandi skipan haldast að óbreyttum aðstæðum. Alþýðu- bandalagið ætti auðvitað að vera með i ráðum um mikilsvert mál sem þessi. Ennfremur segir í greinargerð þingmanna Sjálfstæðisflokksins: „Upplýst hefur verið, að rikis- stjórnin hefur ákveðið að setja ráðherra við hlið utanrikisráð- herra til að fjalla um endur- skoðun varnarsamningsins." Utanrikisráðherra sagði, að þetta væri ekki heldur rétt. Hann hefði i byrjun þings sagt, að utan- rikismál og þar með talin varnar- mál heyrðu undir hann og það gilti enn. Um tillögu þingmanna Alþýðu- flokksins, sagði utanrikisráð- herra meðal annars, að þar væri farið fram á breytta starfshætti Alþingis, þ.e. að ein af nefndum þingsins, utanrikismálanefnd, tæki upp sjálfstæða starfsemi og réði til sin starfslið. Aleit ráð- herrann, að slikt þyrfti að athuga á breiðari grundvelli, én taka ekki aðeins eitt mál út úr. Utanrikisráðherra lagði enn áherzlu á, að gottsamstarf yrði haft við utanrikis- málanefnd og engin ákvörðun yrði tekin i öryggismálunum, nema fyrst yrði leitað umsagnar Alþingis. Utanrikisráðherra sagði, að eðlilegt væri að þessar tillögur fengju skoðun í utanriks- málanefnd, en itrekaði það álit sitt, að hann lita á tillögu þing manna Sjálfstæðisflokksins, sem ódulið vantraust á sig. Þá tók til máls Garðar Sigurðsson (AB) og réðst hann harkalega á stefnu Sjálfstæðis- flokksins i þessum málum. Næst tók Svava Jakobsdóttir (AB) til máls og sagði hún m.a. að hún liti ekki á tillögu Sjálfstæðisflokks- þingmanna sem vantraust á ák- veðinn aðila, heldur á lýðræðis- legt stjórnarfar. Ennfremur tóku til máls þeir Bjarni Guðnason (SFV) og Matthias A Mathiesen (S). Um- ræðunni var þvi næst frestað og málið tekið út af dagskrá, enda var komið að kvöldmat. Framkvæmd verði þjóðfélagsleg rannsókn á flutningi fólks til þéttbýlisvið Faxaflóa Tillaga um að Alþingi álykti að fela rikisstjórninni að beita sér fyrir framkvæmd þjóðfélags- legara rannsókna á orsökum fólksflutninga frá hinum ýmsu landshlutum til þéttbýlissvæð- anna við Faxaflóa, hefur verið lögð fyrir Sameinað Alþingi af fjórutn þingmönnum Fram- soknarflokksins. Greinargerð tillögunnar er svo- hljóðandi: „A undanförnum áratugum hafa hinir miklu búferlaflutn- ingar verið eitt helzta einkenni islenzkrar þjóðfélagsþróunar. Fólksflóttinn til höfuðborgar- svæðisins hefur skapað margþætt vandamál, er setja mjög svip á Islenzka þjóðfélagsgerð nú. Rikisstjórnir og önnur ráðaöfl hafa reynt að beita margvis- legum aðgerðum til að stöðva þenna fólksflótta, en yfirleitt án verulegs árangurs. Byggð hafa verið hafnarmannvirki, sam- göngur.efldar, atvinnufyrir- tækjum komið á fót, menntunar- aðstaða bætt o.s.frv. Þrátt fyrir þetta rýrnar hlutfallslegur ibúa- fjbldi landsbyggðarinnar gagn- vart þéttbýlissvæðinu við Faxa- flóa. Fari svo fram sem horfir I þessum efnum, hlýtur fækkandi ibúafjöldi landsbyggðarinnar að þýða, að örðugra verði um nýt- ingu landsgæða, og af þvi leiði aukinn vanda á sviði framleiðslu til lands og sjávar. Mörg dæmi sýna og sanna, að þótt næg og mikil atvinna sé fyrir hendi, getur ibúum byggðarlags allt að einu fækkað. Auðvelt er oft að geta sér til um orsakirnar i hverju einstöku tilviki. Engu að siður virðist þó full ástæða til að skoða forsendur þessa mikla þjóðarvanda I ljósi nútima félags vísinda. A undanförnum árum hefur þjóðin eignazt unga og áhuga- sama fræðimenn á þessu sviði, einnig hefur verið komið á fót námsbraut i félagsvisindum við Háskóla tslands. Verður að ætla, að hér sé um viðeigandi verkefni að ræða fyrir þessa aðila, og þá þeim mun fremur sem með þvi yrði reynt að finna orsakir válegrar þjóðfélagsmein- semdar." Flutningsmenn tillögunnar eru þeir Kristján Ingólfsson, Haf- steinn Þorvaldsson, Ingi Tryggvason og Eysteinn Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.