Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 23. marz 1972. - rætt víð Guðrúnu Petersen, 18 ára matsvein á Gunnhildi frá Hafnarfirðí —Ég fór á sjóinn i og með vegna kaupsins, en þó fyrst og fremst af þvi að mig langaði til þess. Ég kann mjög vel við mig til sjós. Það er yfirleitt ekki auglýst eftir matsveinum á báta, svo það er erfitt fyrir stúlkur að fá pláss nema þær þekki til. Nú vantar menn á bátana, og lika matsveina, svo það er tilvalið fyrir konur, sem hafa áhuga, að gripa tækifærið og fara á sjóinn. Þetta sagöi Guðrún Maria Petersen, fyrrverandi starfs- stúlka í myndagerö Tímans, nú matsveinn á Gunnhildi GK 246 frá Hafnarfiröi, sem er á linuvei&um. —Tryggingin er um 40.000 kr. á mánuöi, svaraöi Gu&rún þegar viö spuröum hana um kaupiö I sjómennskunni, og ég hugsa, a& ég hafi haft litiö meira en sem þvi svarar þennan hálfa tnánuð, sem ég er búin aö vera á bátnum, þvi aö vi& höfum fiska& lftiö, og svo var báturinn bilaöur i nokkra daga. Þetta eru náttúrlega miklu betri laun en ég get haft i landi, þvieg hef aöeins unglingapróf, og reyndar lika húsmæðraskóla. Ég fengi varla meira en 16.-18.000 kr. fyrir vinnu i landi. —Hvar hafiö þiö veriö aö fiska? —Út af Eldey og leggjum upp i Grindavfk, þar liggur báturinn nú vegna brims. Við erum sex á Gunnhildiog höfum fengiö þetta 4 tn. i róöri undanfariö. Við förum út snemma á morgnana og kom- um aftur í land að kvöldi, og sof- um venjulega um borð nema um helgar. Þá komum við til hafnar kl. 6-7 á laugardagskvöldum, og komum aftur til skips upp úr 11 á sunnudagskvöldum. —Hefur þú veriö til sjós áður? —Já, ég var nokkra túra á trolli fyrir norðan fyrir tveim árum, þegarég var sextán ára, á Frosta frá Hofsós. Ég var á húsmæðra- skólanum á Löngumýri og féll svo vel fyrir norðan, að ég fór þangað aftur til að vinna, og var þá m.a. matsveinn á Frosta. —Þú átt eins árs son Guðrún, hvernig finnst þér sjómennskan samræmast móðurhlutverkinu? —Ég held honum liði miklu betur núna heldur en þegar ég vann frá kl. 9 til 5 og var að flækj- ast með hann i fóstur úr i bæ á morgnana og heim aftur á kvöld- in. Ég sakna hans auðvitaö, en ég sé hann um helgar og þegar bræla er eins og t.d. i dag. Skipverjarnir á Gunnhildi leggja sér ekki til munns neitt sorafæöi frekar en a&rir islenzkir sjómenn. Um bor& er daglega heitur morgunmaifur, tvær kjöt- máltiöir (fiskur er nær aldrei á boröum), og auk þess kaffi og me&læti nokkrum sinnum yfir daginn. Gu&rún hefur aldrei haft sama matinn síöan htin byrjaði, og félagar hennar um borð eru ekki farnir að kalla hana skitkokk eða eiturbrasara ennþá. —Hins vegar hafa þeir hótað þvi að kjöldraga mig, ef ekki fer að rætast úr með aflann, sagði hún við okkur. —Mér virðast sjómennirnir samt ekkert hafa út á það að setja að hafa stulku sem kokk. En ef við værum færri, og matsveinn- inn þyrfti að vera á dekki, væri kennski heppilegra að hann væri karlmaður. Ég þarf ekki að vera á dekki frekar en ég vil núna. —Veiztu um aðrar stúlkur á bátum? —Ég hef bara heyrt talað um eina þarna suður frá. —Hvernig er vinnuaöstaöan vi& matseldina? —Þaö er frekar þröngt miöaö vi& i eldhúsum i landi. En mér likar sem sagt prýöilega á sjón- um. —Lita skipsfélagarnir á þig sem konu eða sem hvern annan félaga sinn karlkyns? —Þeir lita fyrst og fremst á mig sem kokkinn á bátnum. SJ Mynd úr bók Georgs Schraders '¦':''.'¦ '.'¦. '.¦¦¦¦¦ .¦ :¦;':¦ .'..:'¦'¦¦:'¦ = ¦ : .::.-. '.:'.'': -.'..-."'.¦¦¦.'-:¦ :"':'.¦.'.¦ '¦¦¦¦¦:'¦.' '" _________________________ Dæmi um gallaöa ásetu á ver&launahrossi á landsmóti Sæll Smári. Astæðan til að ég rita þér þessar linur er sú, áð ég las grein þina i Timanum 21.januar s.l., sem þú kallar ,,þýzka tamningin, gerðis- tammning". I þessari grein fannst mér koma fram svo mikill þekkingarskortur á þvi, sem um er fjallað, að mig langaði til að eiga orðræður við þig i von um, að þær kynnu að leiða til annarar afstöðu þinnar til þjálfunar hesta en fram kemur i áðurnefndum ritsmiðum. Ritstjórn Timans neitaði mér samkvæmt fyrirmælum þinum, að segja mér nafn þitt, svo ég á þann kost liklegastan að ná til þin að senda þér linu i þvi sama blaði, sem þú birtir hugleiðingar þinar um hestamennsku. Glöggt er gestsaugað Árið 1913 kom út bók eftir erlend- an mann, sem hafði tnikla þekk- ingu á hestum og reiðmennsku Georg H.F. Schrader. Hann hafði dvalið hér á landi um skeið og kynnt sér náið islenzka hesta og reiðmennsku. Schrader þótti margt miðutr fara i meðferð tslendinga á hestum sinum og reiðlagi alls fjölda manna allmjög ábótavant. Hann segir eftir að hafa lýst þvi hvernig þeir sitja hest, að honum þykirfara veláhesti: „enfærrieru þeirkarlmennirnir, sem ríða svona vel a.m.k. riða þeir ekki fallega. Margir eru þeir, sem lafa lauslega i hnakknum og það eins og og þeir ætli að láta tærnar dragast með jörðinni, sumir halda dauðahaldi utan um hestinn með fótunum, sumir eru aftur langt of álútir, eða þá fattir á hestbaki og sperra fæturna beint fram á við, flestir reiðmenn berja sifelldan fótastokk, eins og þeir væru að baða vængjum, hvort sem farið er fót fyrir fót á brokki eða stökki. Margir iða lika i höndunum og öxlunum, veifa svipunni i loftinu yfir hestinum og eru að smáslá i þá hvað ofan i annað...Þetta óreið- mannlega og ljóta ið og sprikl er það, sem einkennir sérstaklega is- lenzka reiðmenn. Það mætti þó búast við þvi, að menn færu betur á hestbaki, en þeir gera, svo vanir eru þeir að sitja á hesti". Siðar segir: ,,Að visu má færa Islending- um það til málsbóta, að þeir eru ekki skólaðír reiðmenn, heldur lærir það hver af sjálfum sér. En þeir háfa of margar misfellur á Glæsilegt samspil manns og hests.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.