Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. marz 1972. TÍMINN HESTAR OG MENN b IAI FIIN QFini-IFSTA reiðlagi sinu og of marga ósiði — fleiri en aðrir, sem hafa lært af sjálfum sér". Á þessum timum var hesturinn enn þarfasti þjónninn i þjóðlifi Is- lendinga og fleiri hafa þá auðvitað verið sem notuðu hestinn af þörf, heldur en af gleðinni einni af sam- skiptum við hann. Nú eru þau umskipti orðin, að allir þeir, sem stunda reiðmennsku gera það vegna þeirrar gleði og þess unaðar sem það veitir þeim. Ætla mætti þvi, að menn gerðu sér almennt far um að sitja vel hesta sina og það væri orðin næsta sjaldgæf sjón að sjá reiðmenn sem sitja hesta illa. Vera má, að við séum ekki sammála um, hvernig hestur teljist illa setinn. Mér kom i hug orð, sem sagt er, að H.J. Hólm- járn hinn sivökuli áhugamaður um hestamennsku og reiðhestarækt, hafi kallað fyrir löngu i hátalara á hestaþingi, er honum ofbauð áseta eins sýnandans. „Fyrsta atriði réttrar reiðmennsku er að fætur visi niður". Vonandi erum við sammála um þetta Smári. Þessvegna er mér það jafnan mikil vonbrigði einkum á mótum t.d. landsmótum að sjá reiðmenn á sýningarhrossum, sem meö ásetu sinni spilla heildarmynd af hesti og manni svo að orð skáldjöfursins Einars Benediktssonar „maður og hestur þeir eru eitt", verða hrein- ustu öfugmæli. Til þess að skýra betur hvað ég á við fylgja 2 myndir teknar á Iands- mótum hestamanna. Hvers heldurðu nú að sé að vænta um reiðlag annarra, þegar sýnendur fremstu reiðhrossa bera sig þannig. Einkum verður mér hugsaði til unglinganna, sem flykk- jast nú I hestamennsku. Aseta eins og myndirnar sýna er óheppileg fyrirmynd, en hvert eiga unglingarnir að leita fyrirmynda, ef vitin eru áberandi á stórmótum okkar. Sem betur fer sjást fyrir- myndirnar á þessum mótum einnig, og hvar sem hópur riðandi manna eru á ferð sjást æ fleiri menn, sem sitja hesta sina vel búnir, og reiðmannlegir. Gleður það þig ekki — eins og mig — að sjá hvithærða öldunginn Höskuld á Hofsstöðum riða hjá, allra manna reiðmannlegastan og hrifur það þig ekki að finna þytinn af Sigurði Ölafssyni, þegar hann flýgur hjá á vekringum sinum svo að grundin syngur undir. En hvi eru svona miklar and- stæður milli þess bezta og lakasta i reiðlagi Islendinga? Hversvegna verða hestar eins og eintrjáningar i höndum sumra manna, en dansa léttir og leikandi hjá öðrum? Vafalaust er hirðuleysi um reið- mannlega ásetu svarið við fyrri spurningunni, en röng handtök og gölluð áseta svarið við þeirri siðari, en i báðum tilfellum væri oftast hægt að bæta um til muna með fræðslu og þjálfun, sem grund- vallaðist á aðstoð kennara, þó að hestamennsku sé ekki hægt að kenna nema að vissu marki, þar sem meðfæddir eiginleikar ráða að sjálfsögðu miklu um, hvað langt menn ná. Þú segist i grein þinni ekki sætta þig við „að svo illa sé komið fyrir okkur I hestamennsku, að við þurfum að fá útlendinga til að kenna okkur að temja hesta. Þótt við þurfum margt til útlendinga að sækja er hestamennskan okkar sérkenni, sem erlendir menn geta allra sizt bætt um". Ég veit ekki um aldur þinn, en hafir þú stundað leikfimi i skóla, þekkir þú allar þær æfingar sem gera þarf. Enginn talar um, hvaðan þær eru komnar. Elztu leikfimikennarar Islendinga lærðu erlendis og fluttu með sér heim æfingakerfi. Fjölda margir erlendir menn hafa þjálfað Islendinga i iþróttum vegna kunnáttu umfram það, sem völ var á hér heima. Æfingakerfið fyrir mannslikamann gerir sama gagn hverrar þjóðar, sem þjálfarinn er, kunni hann sitt starf. Sama gildir um þjálfun hesta. Það er sama, hvort þú riður is- lenzkum gæðingi, arabiskum gæð- ingi, eða amerískum sléttuhesti. Allir bregðast eins við stjórnunar- merkjum reiðmanns, þegar þeir hafa lært þau, en þvi aðeins verður þeim beitt að áseta sé rétt, og að menn kunni rétt stjórnmerki. Þessum stjórnunaraðferðum hefir verið beitt um aldir erlendis og þær kenndar á reiðskólum og taldar undirstaða fullkominnar reið- mennsku, sem m.a. er keppnis- grein á Olympiuleikunum og á ekk- ert skylt við hernaðarþjálfun, eins og þú heldur fram, þó þjálfun hesta i hernaðarskyni fyrr á tímum hafi vafalaust byggzt á hliðstæðum þjálf unaraðferðum. Við höfum enn ekki komið okkur upp fullgildum reiðskólum, en nokkrir Islendingar hafa verið er- lendis á reiðskólum og siðar kennt hér heima með góðum árangri. Við i stjórn Fáks og stjórn L.H. verðum varir við mikinn áhuga fjölda hestamanna a' þvi að fá hingað erlendan kennara i reið- mennsku og höfum athugað mögu- leika á þvi, en hikað við, vegna kostnaðar. Þá var það, sem Walter Feldmann sýndi okkur það vinar- bragð að koma hingað ásamt syni sinum og leiðbeina á nám- skeiði. án endurgialds. Þannig bera Fákur og L.H. alla ábyrgð á þvi, sem þú kallar hreina móðgun við islenzka hesta og tamningamenn. Báðir búa þeir Feldmann feðgar yfir mikilli þekkingu og reynzlu i hestamennsku og eru snjallir reið- menn. Þú fordæmir i grein þinni, að útlendingar séu fegnir til leið- beiningar i hestamennsku, en af efni greinar þinnar verður ráðið, að þú hefur alls ekki kynnt þér, hvers eðlis leiðbeiningarþeirra voru. Hér var ekki um sérstaka þýzka tamningu að ræða, miklu fremur um leiðbeiningu á algildum þjálfunar og stjórnunaraðferðum reiðhesta, hverrar gerðar sem þeir eru, nokkurs konar leikfimi fyrir hesta. Þeir feðgar vildu ekkert fjalla um þau atriði, sem eru sér- stæð fyrir islenzka hesta, svo sem tölt og skeið, þótt þeir kunni á þvi skil við okkur beztu reiðmenn. J- afnframt gáfu þeir leiðbeiningar um ásetu og reiðlag á brokki og stökki. Þeir lögðu rika áherzlu á það, að enginn hestur mætt vera nema skamma stund dag hvern i þjálfun i tamningagerði, þess utan skyldi hann þjálfaður á frjálsum vangi. Námskeið þetta þótti takast vel. Margir þaulreyndir hestamenn tóku þátt I þvi og töldu sig hafa gagn af, og efnt hefur verið til nokkurra hliðstæðra námskeiða siðar og mörg munu áformuð. A þessi námskeið koma að sjálf- sögðu aðeins þeir, sem telja sig hafa þörf fyrir fræðslu og leið beiningar. Margaraf þeim þjálfunaraðferð- um, sem Feldmann feðgar kynntu, eru reyndum tamningarmönnum okkar ekki framandi, þó þeim hafi orðið að beita við frumstæðari að- Framhald á bls. 10 *"" -i#* íjtr! Þjálfao í tamningagerði. Ilöskuldur á Ilofsslöðum meö tamningarfola. Verðlaunahross sýnt á landsmóti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.