Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. marz 1972. TÍMINN 11 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson GRÆNT UOS TIL MUNCHEN! Níu marka sigur gegn Búlgaríu, 19:10 - Aðeins eitt mark vantaði til að vinna riðilinn ALF—Reykjavfk. — Með glæsilegum sigri yfir Búlgörum i gærkvöldi, 19:10 tryggði islenzka landsliðið sér sæti i handknattleikskeppni Ólympiuleikanna i Míinehen. Sigur tslands var enn stærri en búizt hafði verið við — og ekki ínunaði nema einu marki, að þeim tækist að sigra i riðlinum og hljóta þar með rétt til aö leika úr- Geir — skoraði sex mörk i gær. slitaleik i Madrid um efsta sætið i þessari handknattleikskeppni á Spáni. En Norðmenn sigruðu Austúrrikismenn með 19:9 — og skoruðu þvi einu marki fleira og leika þvi til úrslita gegn Sovét- mönnum, en island keppir um þriðja sætið. En mestu máli skipti að sigra Búlgara. Það tókst með glæsi- brag — og það var vel viðeigandi, að útvarpið lék „Táp og fjör og friskir menn” eftir að lýsing Jóns Ásgeirssonar hafi borizt á öldum ljósvakans frá San Sebastian á Spáni. Staðan i hálfleik var 8:5 og ómögulegt að spá um úrslitin i siðari hálfleik. En snemma varð þó ljóst, að Búlgörum myndi ekki takast að brúa bilið. Og þegar staðan var orðin 13:8 — og 7 minútur til leiksloka — gerðu þeir örvæntingafulla tilraun til að rétta hlut sinn, en þá hófu þeir að leika „maður á mann”. En sú leikaðferð þeirra hrundi eins og spilaborg, þegar þeir misstu mann út af i 5 minútur. Og á þeim kafla leiksins, sem nú fór i hönd, tókst islenzka liðinu að auka bilið i 17:8, 9 marka mun, en þá tókst Búlgörum að skora tvö mörk i röð. En ekki var öll nótt úti enn. Sigurbergur skoraði 18:10 og Björgvin 19:10, og vantaði þá að- eins eitt mark til að ná sömu markatölu og Norðmenn náðu en búlgarska markverðinum tókst að verja. Sekúndurnar liðu ein af annarri. Og rétt fyrir leikslok átti Gisli Blöndal skot, en skot hans hafnaði i markverðinum og tim- inn var útrunninn. Þannig var islenzka liðið aðeins feti frá þvi að sigra i riðlinum, en það hefðu þeir gert, hefði þeim tekizt að skora eitt mark til við- bótar. En fyrsta sæti i riðlinum var ekki aðalatriðið — heidur öruggur sigur gegn Búlgariu — og þar með grænt ljós til Miinchen. tslenzku leikmennirnir stóðu sig, allir með tölu, mjög vel i þessum leik, einkum og sér i lagi þeir Geir Hailsteinsson, Gisli Blöndal, Björgvin Björgvinsson og Sigurbergur Sigsteinsson, svo og IHjalti markinu, sem varði vel á þýðingarmiklum augnablikum. Þá munu þeir Ólafur H. Jónsson og Gunnsteinn fyrirliði hafa leikið sérlega vel. Þetta var fimmti leikur is- lenzka liðsins i Spánarkeppninni. Þrir hafa unnizt og tveir orðið jafntefli. Góð frammistaða það! SigurbcMgur — gcysigóðurá loka- minútunum. Körfuknattleikur: Línurnar farnarað skýrast í 2. deild Linurnar fara nú að skirast i annarri deild. Auðséð er, að Njarðvikurbúar og Vestmanna- eyingar koma til með að berjast um sæti i fyrstu deild á næsta ári. Þótt þessi lið séu i annarri Stúdentafélag HÍ höfðar ekki mál Að gefnu tilefni vill stjórn Stúdentafélags Háskóla ts- lands taka það fram, að það hefur ekki i hyggju að höfða má á hendur einum né nein um, og visar öllum söguburði um slikt heim til föðurhús- anna. Reykjavik, 20,dag marz- mánaðar 1972. Stjórn Stúdentafélags Há- skóla islands. „Róðurinn getur orðið erfið- ur hjá íslenzku stúlkunum” Unglingalandslið stúlkna hefur verið valið J.Herm. — Reykjavík. — Dagana 7.—9. april n.k. fer fram i Sviþjóð Norðurlandamót i handknattleik kvenna (stúlkur 22 ára og yngri). Auk islands taka þátt i mótinu Sviþjóð, Danmörk og Noregur. Að sögn Gunnars Kjartans- sonar landsliðsnefndarmanns, hefur islenzka liðið æft vel að undanförnu undir stjórn lands- liðsþjálfarans, Stefáns Sandholt. Gunnar sagði enn fremur,að i lenzka liðið væri samstillt — og meiri breidd, hvað getu snertir, en oft áður. „En það er vitað mál, að hinar Norðurlandaþjóðirnar standa framarlega i kvennahand- knattleik, og má þvi búast við, að róðurinn verði þungur fyrir okkar stúlkur”, sagði Gunnar enn- fremur. Auk Gunnars og Stefáns, verða með i förinni til Sviþjóðar þeir Sveinn Ragnarsson og Sigriður Sigurðardóttir (Val). Eftirtaldar stúlkur hafa verið valdar til fararinnar: Magnea Magnúsdóttir, Armanni Sigurbjörg Pétursdóttir, Val Björg Guðmundsdóttir, Val Björg Jónsdóttir, Val Elin Kristinsdóttir, Val Sigurjóna Sigurðardottir, Val Erla Sverrisdóttir, Armanni Katrin Axelsdóttir, Ármanni Guðrún Sigurþórsdóttir, Ármanni Oddný Sigsteinsdóttir, Fram Guðrún Sverrisdóttir, Fram Alda Helgadóttir, Breiðablik Hjördis Sigurjónsdóttir, KR Sigþrúður H. Sigurbjörnsdóttir Mörgum þykir valið á unglingalandsliði pilta einkennilegt: Nefndarmenn hafa sárasjaldan sézt á leikjum yngri flokkanna Eins og oft vill verða, þegar úrvalslið eru valin, verður sú nefnd manna, sem velur þau, fyrir gagnrýni. Og var engin undantekning þar á, þegar Unglingalandslið pilta, sem leika á fyrir hönd tslands á Norðurlandamóti pilta i Noregi, dagana 7—9. april n.k., var opinberlega birt i s.l. viku Þegar liðið var birt, vakti það mikið umtal og deilur — og allir voru á sama máli um, að unglinganefnd þeirri, sem valdi liðið, hefði þar orðið á i messunni, þegar það kom fram, að einn af leikmönnum fslandsmeistaranna, Fram, Andrés Bridde, sem hefur aldur til að leika með ung- lingarlandsliðinu, var ekki i hópnum sem á að leika i . Noregi. Þá vakti það furðu manna, að Guðmundur Jó- hannesson, hin stórhættulega vinstri handar skytta Þróttar, Jens Einarsson, hinn bráð- efnilegi markvörður IR, og nokkrir leikmenn bezta 2. flokks liðs okkar nú, Vikings, eru ekki i hópnum. Þá var okkur bent á af manni,sem séð hefur leiki milli 2. flokks pilta á Akureyri, að þar væru a.m.k. tveir til þrir leikmenn, sem ættu heima i unglinga- landsliðinu. Og nú velta menn þvi fyrir sér, hvaða kröfur til leik- manna sú nefnd geri, sem valdi liðið, og eftir hverju hún fór, þegar hún valdi það. Og þá kemur stóra spurningin: Hvaða menn eiga sæti i ung- lingalandsliðsnefndinni? Þegar fréttist hvaða menn skipuðu nefndina, varð undir- ritaður mjög undrandi, þvi að hann hefur fylgzt með keppni yngri flokka i vetur og ekki orðið var við a.m.k. tvo nefn- darmanna og veit ekki betur en að einn þeirra hafi ekki séð leiki i yngri flokkum i mörg ár. Ef hafa á svona nefndar- menn, sem sýna okkar ungu handknattleiksmönnum jafn- mikla litilsvirðingu, megum við ekki búast við árangri i handknattleik á komandi árum. Ef svona kæruleysi verður látið viðgangast, fer þetta að verða alvarlegt mál. —Skora ég hér mað á H.S.l. að gera breytingu á þessu alvarlega vandamáli. Væri ekki heilla- ráð að skipa „einvald” til að velja unglingalandsliðið, a.m.k. mann, sem gæfi sér tima til að horfa á leiki i yngri flokkunum og okkar unga handknattleiksfólk i kapp- leikjum, en ekki aðeins á nokkrum æfingum Ef einhver hefur eitthvað við þessa grein að athuga, má benda á, að iþróttasiða Timans stendur öllum opin til skoðanaskipta. SOS deild, mættu fyrstu deildar liðin margt af þeim læra. Það, sem gerði útslagið i þessum leik, var að Njarðvikur- búar beittu pressu eftir vægast sagt lélega byrjun, en þá var staðan 11 — 11, og ekki hátt á Njarðvikurbúum risið, þvi liði, sem fyrir stuttu átti setu i fyrstu deild. Pressunni voru KA menn auð- sjáanlega óviðbúnir, og i hálfleik var staðan því 41—20. 1 seinni hálfleik jafnast leikur- inn nokkuð, enda sýnir Kristbjörn þjálfari UMF'N ekki meira af pressunni, þvi að hann ætlar sér auðsjáanlega að nota hana i fyrstu deildinni á næsta ári, og þvi óþarfi að flagga henni framan i njósnara fyrstu deildar liðanna á áhorfendapöllunum. Seinni hálfleikinn vinnur UMFN ekki nema með 25—22, og endar þvi leikurinn 66—42. Gjafirnar voru mjög til fyrir- myndar hjá KA^fastar og hnit- miðaðar. Beztu menn KA voru Rögn- valdur, eitilharður og fljótur fram i hraðupphlaup, Viktor með skinandi gott rek og Gunnlaugur, harður undir körfu og falleg „step away” stökkskot. UMFN vantar meira öryggi og festu i leik sinn fyrir utan ótima- bærskot, sérstaklega hjá Hilmari i fyrri hálfleik, og enga baráttu við fráköstin, sem réttlæta slik skot. Annars átti Brynjar beztan leik UMFN- manna. ENSK FÉLAGSAAERKI Póstsendum SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARS SONAR Klapparstig 44 — simi 11783 Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.