Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SEND1BILASTOÐINHf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 70. tölublað-Föstudagur 24. marz 1972—56. árgangur. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins A skrifstofu Framsóknarflokksins var í gær uniiiö af kappi við undirbúning miöstjórnarfundarins. F.v. Guðmundur Tryggvason.ólöf Zóphonlasdóttir, Þráinn Valdimarsson og Stefán Guömundsson. (Timamynd Gunnar) SB—Reykjavik. Aöalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst i dag i ráðstefnusal Hótel Loftleiða. Standa fundahöld i þrjá daga og lýkur þvi á sunnudag. Timinn hafði i gær tal af Þráni Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Fram- sóknarflokksins, en á skrif- stofunni hjá honum hefur verið mikið að gera undan- farið við undirbúning fundar- ins. — Fundurinn verður settur kl.2 og hefst með yfirlitsræðu formanns, Ólafs Jóhan- nessonar. Þá flytja skýrslur sinar ritari flokksins, Stein- grimur Hermannsson, Tómas Arnason gjaldkeri og Kristján Benediktsson, framkvæmda- stjóri Timans. Eysteinn Jónsson flytur og skýrslur um viðræður við aðra flokka um myndun sameiginlegs stjórn- málaflokks. Um kvöldið verða almennar umræður, og geta þær staðið eitthvað fram á nóttina. Um dagskrá laugardagsins sagði Þráinn, að nefndastörf hæfust kl. 9.30 árdegis á sama stað, en kl. 2 flytur Jón Sigurðsson hagrannsóknar- stjóri fræðsluerindi um ástand og horfur i efnahagsmálum. Eftir kaffihlé kl. 4 verða mál afgreidd og engin fundahöld verða um kvöldið. Sunnudagurinn hefst kl. 10 með afgreiðslu mála, en kl. 2 hefjast kosningar. Þá flytur varaformaður, Einar Agústsson, ávarp, og fundi verður slitið. Um fjölda fundarmanna sagði Þráinn, að i miðstjórn- inni væru eitthvað á annað hundrað manns. VEGAGERÐIN HEFST EFTIR PASKA ÞÓ — Skaftafelli Sigurður Jóhannsson vega- málastjóri sagði fréttamanni Timans á Skaftafelli I dag, að ák- veðið væri að byrja á vegarlagn- ingunni yfir Skeiðarársand eftir páska. Yrði sennilega byrjað á tveim stöðum I einu, frá Kirkju- bæjarklaustri að vestan, og slðan I öræfunum við Virkisá, og haldið vestur yfir Svinafellsá með brúargerð, en þessi byrjunar- vegur að austan verður aðallega gerður fyrir flutninga á grjóti og öðru, sem þarf að flytja vestur. Vegamálastjóri sagði enn- fremur, að unnið yrði allt árið um kring að vegarlagningunni, og ekki sizt yfir vetrartimann. Væri ekki siður hægt að vinna að þessu verki yfir vetrartimann, þar sem allar ár væru þá litlar, og gott að flytja öll tæki fram og til baka. Hannibal Valdimarsson sam- göngumálaráðherra sagði frétta- manni Timans, að sér þætti áin ekki eins mikil og hann hefði búizt við, en þetta hlaup gæti enn vaxið, og hefði hahn áhuga á koma aftur austur. Hannibal sagðist vera sannfærður um það, að þessi vegur hefði geysimikla þýðingu fyrir þjóðina. Og til að geta státað af fullkomnum hringvegi, þá verðum við einnig að ljúka þeim vegarkafla, sem eftir er að sprengja saman við ísafjarðar- djúp, sagði ráðherrann, en það eru um 30 km. Hans G. Andersen, sendiherra, í Hafsbotnsnefnd S. Þ.: Strúndríki húfi rétt til að nýta og efla fiskimið sín hag Sigurður vegamálastjóri og Hannibal samgönguráðherra hórfa yfir Skeiðará, frá Skaftafelli. (Timamynd ÞÓ) Áin tók kipp eftir að ráðamenn fóru I annarri undirnefnd á fundi hafsbotnsnefndar S.Þ, sem nú stendur yfir i New York, hélt Hans G. Andersen ambassador ræðu, og túlkaði þar sjónarmið Islands. Hér á eftir fer kafli ur ræðu am- bassadorsins: — Ráðstafanir til að vernda fiskstofnana i þvi að tryggja hámarksveiði á varanlegum grundvelli, eru öllum til hags, og nauðsynlegar verndarráðstafanir — af hálfu strandrikisins og með samkomulagi hlutaðeigandi rikja — verða að haldast i hendur og mynda raunhæft allsherjarkerfi. Verndarráðstafanir af hálfu strandrikisns hafá hér höfuð — þýðingu þar sem hrygningar- stöðvar og uppeldissvæði eru að mestu leyti á grunnslóðum. Strandrikið hefur einnig mestra hagsmuna að gæta varðandi verndun fiskistofnanna, og t.d. við Island gilda miklu strangari verndarreglur unnan fiskveiði- takmarkanna en svæðareglur þær, sem gilda utan þeirra. Hins vegar er einnig nauðsynlegt, að til komi frekari ráðstafanir með samkomulagi þjóða til að koma I veg fyrir ofveiði tiltekinna stofna i heild á hinum viðátturniklu svæðum utan lögsögu einstakra rikja. Hitt grundvallartriðið er hagnýting fiskistofnanna eða skipting þeirra, eins og sumir vilja orða það. Lausnin á þvi máli er fólgin i þvi að viðurkenna, að fiskimið strandrikisins séu hluti af auð- lindum þess innan sanngjarnrar fjarlægðar frá ströndum miðað við aðstæður á staðnum, sem máli skipta. Framhald á bls. 19 Þó— Skaftafelli. Það var eins og við manninn mælt, að strax og hópurinn frá Vcgagerðinni og Seðlabankanum var farinn frá Skaftafelli i dag, eftir stutta viðdvöl, tók Skeiðará kipp, og I kvöld var vatnsmagnið Þarna kemur áin af miklum krafti undan Skeiðarárjökli, og er mikill atgangur Iheinni. (Tímamynd Þó) komið i 5500 teningsmetra á sekúndu og straumhraðinn 7 m á sek. Hafði þvi vaxið mikið I ánni frá hádegi, þegar hópurinn var á varnargörðunum og virti ána fyrir sér þaðan. 1 dag fór áin að grafa sig af miklum krafti meðfram Skafta- fellsbrekkum, og leggst hún nú i kvöld með miklum krafti og þunga að varnargörðunum. Er straumþunginn þar mjög mikill, og um klukkan þrjú náði áin að grafa litillega úr syðsta straum- brjótnum á vestari varnar- garðinum. Hrundi smávegis úr garðinum, en ekki er hægt að segja, að þetta séu miklar skemmdir. Ef áin heldur áfram að aukast f kvöld og nótt, verður fróðlegt að fylgjast með viðureign árinnar og varnargarðanna, en þetta er nokkurskonar prófraun fyrir þá. Fyrirhugað er að var- nargarðarnir, sem eiga að koma i framhaldi af þessum, verði sam- skonar. Yzt á þessum varnar- görðum eru hafðar svokallaðar grjótpylsur, en þær eru þannig gerðar, að grjót er sett i vírnet, sem siðan eru „saumuð" saman. Þeir Sigurjón Rist og Helgi Hallgrimsson fóru vestur að Gigjukvisl i morgun, og að sögn Sigurjóns er vatnsmagnið þar ekki minna en eitt þúsund teningsmetrar á sekúndu, og hefur þvi vatnsmagn hennar aukizt mikið frá þvi fyrir tveim dögum, er hún var mæld. Ragnar i Skaftafelli telur liklegt, að Skeiðará geti náð hámarki um helgina, ef hún heldur áfram að aukast,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.