Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 6
6 HiVllIMJN Föstudagur 24. marz 1972. II Jómfrúræða Jóns Helgasonar á Alþingi: LOGIN UM FISKVINNSLUSKOLA FRAMKV. MEÐ STOFNUN FYRSTA í VESTMANNAEYJUM SKOLANS Þegar frumvarp Steingrims Hermannssonar og Halldórs Kristjánssonar um staðsetningu fiskvinnsluskólans á ísafirði, var til 1. umræðu i efri deiid Alþingis s.l. miðvikudag, tók Jón Helgason til ináls, en hann situr nú á Alþingi i forföllum Björns Fr. Björnssonar. Fer ræða Jóns Helgasonar hér á eftir, en hún er jómfrúræða hans á Alþingi: „Tveir háttvirtir þingmenn Vestfjarðakjördæmis hafa á þingskjali 482 flutt frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskvinnsluskóla, nr. 55 15. april 1971. I 6. grein þeirra laga segir svo með leyfi hæstvirts forseta: „Skólinn skal staðsettur á Suð- vesturlandi. Auk þess skal stofn- aður fiskvinnsluskóli i Vest- mannaeyjum, sem útskrifi fisk- iðnaðarmenn og fiskvinnslu- meistara samkv 1. og 2. tölulið 2. greinar og skal námi skólans skipt i 3 deildir, sbr. 1.-3. tölulið 10. greinar. A árunum 1972-1975 skal ennfremur undirbúa stofnun fiskvinnsluskóla 1. og 2. stigs á Suðurnesjum, Akranesi og i stærstu fiskiðnaðarstöðum i öðrum landshlutum. Heimilt skal, að fengnu samþykki ráðuneytisins, að setja a stofn framhaldsdeildir við skólana utan Reykjavikur, sbr. 4. grein, þegar skilyrði eru fyrir hendi.” Siðan þessi lög voru samþykkt, hefur hæstvirt núverandi rikis- stjórn lýst þvi yfir i mál- efnasamningi sinum, að stefnt verði að þvi, að rikisstofnunum verði valinn, staður úti á landi meir en nú er gert. Til þess að vinna að þessu yfirlýsta mark- miði rikisstjórnarinnar, virðist þvi augljóst tækifæri að fram- kvæma lögin um fiskvinnsluskóla þannig, að velja fyrsta skólanum, sem stofnaður er, stað i Vest- mannaeyjum. Þær hljóta að teljast til þess landshluta, sem við heyrum i Rikisútvarpinuoftá dag kallaðan Suðvesturland, og þvi ætti að mega stofna þenn skóla, EB-Reykjavik. A fundi i neðri deild Alþingis s.l. miðvikudag mælti Kristján Ingólfsson (F) fyrir lagafrum- varpi þvi, sem hann flytur um,að Skógrækt rikisins hafi aðalað- setur sitt á Fijótsdalshéraði . 1 framsöguræðu sinni sagði Kristján, að skipta mætti landinu i tvö svæði: þjónustusvæði, sem væri á suðvesturhorni landsins, og framleiðslusvæði, sem næði yfir hina landshlutana, þar sem atvinnulifið væri fábrotnara en á þjónustusvæðinu. Undanfarna áratugi hefði fólk streymt af fram leiðslusvieðinu yfir á þjónústu- svæðið. Þó væri gjaldeyrisöflun þjóðarinnar mun meiri á fram- leiðslusvæðinu. Þessa meinsemd þyrfti að lækna. Sagði Kristján, að þjóðfélagsleg rannsókn þyrfti að fara fram á þessum fólksflutn- ingum, enda hefur hann ásamt þrem öðrum þingmönnum Fram- sóknarflokksins flutt tillögu um það efni. Kristján sagði, að með þessu frumvarpi væri lagt til að auka fjölbreytni atvinnulifsins á Mið- Austurlandi. Lagt væri til, að i stað þess að hafa aðalstöðvar Skógræktar rikisins i Reykjavik, sem fyrst og fremst virðist talað um i kafla laganna, i Vestmanna- eyjum. En verði ekki fallizt á þá skoðun, er ekkert i lögunum, sem mæli á móti þvi, að fyrst verði hafizt handa um stofnun þess skóla, sem sérstaklega er tekið fram um að stofna eigi þar, enda eru Vestmannaeyjar eini staður- inn, sem lögin taka afdráttarlaust fram um, að stofna eigi skóla á, og þarf þar þvi ekkert að deila um staðarval. I fyrstu málsgrein 6. greinar laganna, sem ég las hér upp, er að visu aðeins tekið fram, að við skólann i Vestmannaeyjum eigi að vera þrjár fyrstu deildir skól- ans, undirbúningsdeild, fiskiðn- deild og meistaradeild. En það kom einnig fram siðar i sömu grein að veitt er heimild til að setja á stofn framhaldsdeildir við slika skóla, svo framarlega sem þeireru utan Reykjavikur, og eru Vestmannaeyjar þar ekki undan- þegnar. Það er augljóst, að margt mælir með þvi, að i Vestmanna- eyjum verði fyrsta fiskvinnslu- skólanum valinn staður. Þetta er stærsta verstöð landsins, þar sem allar algengustu bolfisktegundir hér við land eru veiddar og unnar allt árið, en það hlýtur að auðvelda alla verklega kennslu við skólann. Þessi skoðun kom meðal annars glöggt fram hjá Útvegsbanka Islands fyrir nokkrum árum, þegar hann gaf myndarlega upphæð til stofnunar fiskvinnsluskóla i Vestmanna- eyjum. 1 greinargerð fyrir frum- varpinu á þingskjali 482 er skýrt frá þvi, að með stofnun mennta- skólans á Isafirði sé að risa upp menntamiðstöð Vestfjarða. Ég vil af heilum hug láta i ljós ánægju mina yfir þeirri þróun, þar sem ég er búsettur i fámennu héraði og skil þvi vel, hvað það er mikilvægt fyrir þróun byggðar á Vestfjörðum. En mér finnst það einmitt beztu rökin fyrir þvi, hve mikla áherzlu þurfi að leggja á stofnun fullkomins fiskvinnslu- skóla i Vestmannaeyjum. Þar er ekki menntaskóli, og mer er ekki kunnugt um,að undirbúningur að stofnun hans sé enn á döfinni. En skóli, sem veitti viðtæka kennslu og starfsþjálfun i þessum undir- stöðuatvinnuvegi Vestmanna- eyinga, ætti að einhverju leyti að geta gegnt svipuðu hlutverki i menntalifinu þar og mennta- skólinn á Isafirði gerir á Vest- fjörðum, enda er i 4. grein laganna um fiskvinnsluskóla gert ráð fyrir, að nemendur, sem ljúka námi i framhaldsdeild hans, eigi aðgang að frekaranámi i háskóla. Það er ómetanlegt fyrir hvert byggðarlag, að sem flestir nemendur þar geti stundað nauð- synlegt nám innan þess, en þurfi ekki um margra ára skeið að fjarri þeim vettvangi, þar sem skógar væru ræktaðir, yrðu þær framvegis i þvi héraði, þar sem skógar væru mestir og skógrækt lengst komin hérlendis. Væri þetta i samræmi við það, sem allir stjórnmálaflokkarnir hefðu ályktað um, þ.e. að nauðsyn bæri til að stuðla að jafnvægi i byggð landsins. Kvaðs Kristján vona, að þetta frumvarp fengi góða með- ferð á Alþingi. EB-Reykjavik. Stefán Valgeirsson (F) mælti á fundi i neðri deild Alþingis s.l. miðvikudag fyrir frumvarpi, sem landbúnaðarnefnd deildarinnar flytur um breyting á lögum nr. 31 frá 5. mai 1970, um dýralækna. Efni frumvarpsins er þaö, aö lagt er til, að löggilt verði nýtt dýralæknisumdæmi, Dalvikur- Jón Helgason. dveljast fjarri sinni heimabyggð til að geta stundað það. Vaxandi kröfur til fiskiðn- aðarins eins og annarra atvinnu- vega um fjölbreyttni, vörugæði afköst og annað þess háttar mun heimta meiri þekkingu af starfs- fólkinu. Mikið af þeirri þekkingu ætti að vera hægt að fá i fisk- vinnsluskóla, en óhjákvæmilegt hlýtur að verða, að nokkur hluti starfsfólksins hafi meiri sérfræði- þekkingu en þar verður unnt að veita. Hjá þvi starfsliði ætti þvi að vera hægt að fá nauðsynlega kennslukrafta að skólanum, að svo miklu leyti sem kennsla við hann verður ekki fullt starf kenn- aranna. Og gagnkvæmt ætti að- gangur að kennslu ef til vill að auðvelda atvinnufyrirtækjum að ráða sérfræðinga i sina þjónustu. Við vitum að það er margt, sem þarf að gera i okkar landi, verk- efnin blasa alls staðar við. En við vitum lika, að ekki er hægt að gera allt i einu. Það verður einh- vers staðar að byrja og ganga siðan á röðina. Ef háttvirt Alþingi samþykkir nú, að fiskvinnsluskóli sá, sem fyrst og fremst virðist talað um i fyrsta kafla laga um þá skóla, skuli vera á Isafirði, þá yrði það til að draga framkvæmd ákvæðisins um stofnun skólans i Vestmannaeyjum, þar sem óh- jákvæmilega yrði litið á, að lögð væri mest áherzla á stofnun þess fyrrnefnda. Ég vil vara við þvi að hefja harðar deilur milli landshluta um staðarval slikra stofnana utan Reykjavikur, þar sem hætt er þá við að það hindri nauðsynlega hreyfingu þeirra um landið. Og allra sizt finnst mér að rökstyðja megi staðarvalið með þvi, að þær eigi að vera þar sem aðrar, er svipuðu hlutverki geta gegnt, eru komnar áður. Þvert á móti tel ég, að við þurfum að vinna saman að skyn- samlegri dreifingu þeirra milli héraða, þannig að stuðningur verði að þeim i sem flestum byggðarlögum. Það þarf á þessu sviði sem öðrum að hugsa um fólkið alls staðar i landinu. Ég vænti þvi þess, að sem flestir geti fallizt á þá skoðun, sem ég hef rökstutt i þessum orðum, að lögin um fiskvinnslu- skóla verði nú þegar framkvæmd með stofnun fyrsta fiskvinnslu- skólans i Vestmannaeyjum, og siðan verði haldið áfram við stofnun þeirra annars staðar á landinu, eins og lögin gera ráð fyrir. Ég vona þvi, að háttvirt menntamálanefnd sjái ekki ástæðu til að mæla með samþykkt þessa frumvarps, sem hér figgur fyrir. En komi það óbreytt til annarrar umræðu, mun verða flutt breytingartillaga við það.” umdæmi, og nái það yfir ólafs- fjörð, Svarfaðardalshrepp, Hris- ey og Arskógsstrandarhrepp, auk Dalvikurhrepps, en Eyjafjarðar- umdæmin vestri og eystri minnki i samræmi við það. Frumvarp sama efnis og þetta var flutt á siðasta þingi, en hlaut ekki afgreiðslu, og er það nú flutt aftur, að beiðni sveitarstjórna i viðkomandi hreppum. SÍMASKRÁIN 1972 Laugardaginn25. marz n.k. verður byrjað að afhenda simaskrána fyrir árið 1972 til simnotenda i Reykjavik. Fyrstu tvo dagana, laugardaginn 25. og mánudaginn 27. marz verður afgreitt út á simanúmerin 10000 til 26999, það eru simanúmer frá Miðbæjarstöðinni. Þriðjudaginn 28. og miðvikudaginn 29. marz verður afgreitt út á simanúmer sem byrja á þrir og átta, það eru simanúmer frá Grensásstöðinni. Simaskráin verður afgreidd i nýja verzlunarhúsinu Aðalstræti 9 daglega kl. 9 — 19. 1 Hafnarfirði verður simaskráin afhent á simstöðinni við Strandgötu mánudaginn 27. marz. Þar verður afgreitt út á sima- númer sem byrja á fimm. í Kópavogi verður simaskráin afhent á Póstafgreiðslunni Digranesvegi 9 þriðju- daginn 28. marz. Þar verður afgreitt út á simanúmer sem byrja á tölustafnum fjórir. Athygli simnotenda skal vakin á því að simaskráin 1972 gengur i gildi frá og með fimmtudeginum 30. marz 1972. Simnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu simaskrána frá 1971 vegna fjölda númerabreytinga, sem orðið hafa frá þvi að hún var gefin út, enda er hún ekki lengur i gildi. BÆJARSÍMINN. Auglýsingastofa Timans er I Bankastræti 7 slmar 19523 — 18300 D VERKAMENN Áburðarverksmiðja rikisins þarf að ráða nokkra verkamenn nú þegar. Upplýsingar i sima 32000 á skrifstofutima. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS Fjölbreyttara atvinnulíf úti á landsbyggðinni LÖGGILT VERÐI NÝTT DÝRALÆKNISEMBÆTTI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.