Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. marz 1972. TÍMINN 11 nsson slydduveður. Ég var þvi orðinn hrakinn og blautur, þegar ég kom að StroradFjarðarhorni, en þar þáði ég kaffi. Fram Steinadalinn var kafó- færð, alltaf i kálfa og hné, og hélzt svo alla leið suöur að Brimilsgjá efst á Brekkudal. Ég var nú orð- inn svo aðframkominn af þreytu og sulti, að ég komst ekki áfram nema með hvildum. Veður var hið liðilegasta, stórhriðarél og hörkufrost, svo að fötin, sem voru blaut, stokkfrusu utan um mig. Sunnan við Brimilsgjá batnaði færðin, og gat ég dregizt heim að Kleifum. Jafntog ég var kominn i bæinn og setztur niður, sofnaði ég i stólnum. Við það hresstist ég nokkuð, og eftir að hafa þegið góðan beina, hélt ég áfram út að Ólafsdal og fékk þar gistingu. Sjálfsagt verður þetta ekki til mannrauna talið, sem ég hef hér sagt frá, en ég hefi ekki annað meira reynt á þessu sviði og tel það guðs handleiðslu, að ekki fór verr. Já, það var erfitt að lifa fyrir þá, sem voru fátækir og ekkert áttu. En svo hefur alltaf verið, og er ennþá. En ég átti fyrir- myndarkonu, sem kunni þá list að að undirskriftin féll niður. Greinin var eftir Sveinbjörn Dagfinnsson. l!!!!I U.■ 1. ■ lllliiiillll gera mikið úr litlu. Og ég hefði aldrei komizt þau fet, sem ég fór á timabili ævinnar, hefði hún ekki gengið með mér. En svo missti hún heilsuna og var sjúk siðustu ellefu æviárin. Það sem þá bjargaöi, var að ég gat bæði unnið að skósmiði og byggingavinnu i Reykjavik, þaö ár sem hún varð að vera rúmliggjandi á spitala. — Þá voru engir sjúkrasamlags- peningar, en viö fengum þrjú hundruð krónur úr einhverjum sjúkrasjóði til styrktar fátækum. Hitt varð ég að borga, og gat það. Heim fórum við með gömlu Súðinni og vorum rétta viku frá Reykjavik til Hólmavikur. En ferðin gekk þó vel, þvi að þernan á skipinu annaðist Valgerði eins vel og nokkur hjúkrunarkona heföi gert. Já, góöi minn, þaö var aut annaö iif þá en núna. — Uss — vertu i eilifri náðinni. Nú hafa margir alltof mikla peninga og kunna ekkert með þá að fara. Það er viða búið að snúa hlutunum við. Þegar ég var ungur, lutu börn og unglingar aga fullorðins fólks undanbragða- laust, annað kostaði refsingu, sem ekki varð umflúin. Og það er alveg vist, að krakkarnir höfðu gott af að læra að hlýða. Nú eru það i mörgum tilfellum krakkarnir, sem ráða yfir þeim eldri —gera það sem þeim sýnist og heimta það sem þeim bezt Iikar. Ég veit ekki hvernig fer fyrir þessu fólki, þegar það fyrir- hittir sjálft sig, siðar á ævinni. Hólmvikingar hafa það stór- ágætt eins og er, og ég efa, að nokkurn tima hafi verið meiri eða almennari velmegun þar, siðan byggðin hófst. Og þetta er ein- göngu byggtá rækjunni á veturna og grásleppunni á vorin. Frá þvi ég fluttist til Holma- vikur, hef ég eingöngu stundað vinnu við skósmiði og haft litils- héttar verzlun. Fyrstu árin var geysimikið að gera. Það var meðan Djúpavik var i gangi. Þá fékk ég oft fulla poka þaðan. Nú er þetta allt búið. Fólkið kaupir skó sina, gengur eitthvað i þeim og hendir þeim svo, þegar þeir fara að slitna. Það er alveg skelfílegt að vita, hvernig fólk fer með alla hluti, bæði æta og óæta. Það sagði mér einu sinni næstum þvi hundrað ára gömul kona, að bezt væri fyrir fólk að byrja búskap sinn i harðindum, þá vissi það hvar skórinn kreppti og kynni betur að leggja rétt mat á þarfirnar. Sá sem byrjar i góð- æri og miðar allt við óbreytt ástand, honum kann að verða bilt við, þegar yfir gengur harðæri. Ég er senn áttræöur, og þótt segja megi að minn ævidagur hafi liðið stóráfallalaust, þegar frá eru talin veikindi konu minnar, vildi ég ekki snúa aftur til sama lands yrði ég að feta þar sömu slóð. Ekki er ég þó að vola neitt yfir lifsframvindunni. — O nei, við getum tekið i nefið upp á það. Ég hef verið berdreyminn um ævina og fátt komið mér á óvart, sem máli hefur skipt. Engu kviði ég um framhaldiö, þvi að eftir þvi sem nær dregur leiðarlokum, vex sú fullvissa min, að okkur sé stjórnað af æðri mætti, sem við aðeins skynjum i sálarsýn. Skólaganga hefur hvorki stutt að frama minum ne orðið mer að fótakefli. Fjóra mánuði taldist ég fá tilsögn. Sú litla æfing sem ég fékk i skrift, var með stafpriki á svell, þegar ég stóð yfir Brodda- nesfénu á vetrarbeit. Séra Jón Brandsson prófastur á Kolla- fjarðarnesi fermdi mig. Það fræ- korn, sem hann þá sáði i sáí mina, held ég að hafi borið einhvern ávöxt, enda hvert orð hans af heilindum og trúarsannfæringu talað. I Fiskaren lO.febrúar 1972 segir meðal annars: Góð veiði var hjá Finnmerkur-togurunum árið 1971. Sá togarinn, sem mestan afla hafði, var með 1900 tonn og var það togarinn „Vardögutt”. Togarinn Botsfjörd 1. sem mestan afla hafði i fyrra og aflaði þá 1900 tonn, var aðeins með 1400 tonn á siöast liðnu ári. Var hann frá vegna bilana um 11 vikna skeið. Aflahæstu Findstogararnir voru með 1800 tonn, og þeir, sem minnstan afla höfðu, voru með 1400 tonn. Aflahlutur var frá 45.000.00 til 56.000.00 n. kr., — meö þvi að margfalda með 12 þá er hluturinn i isl. kr. 540 þús til 780 þús. kr. t sama blaði segir frá þvi, að góð veiði hafi verið við Vestur- Grænland eftir áramótin. Ahöfn skuttogara sem veiðir fisk til söltunar, segir frá þvi, að eftir vikuveiðar hafi verið búið aö verka 130 tonn af saltfiski. Verk- smiðjuskipin framleiða ógrynni af fiskflökum og hefur verið svo mikið fiskiri, að skipin hafa verið með full troll eftir stutt tog. Reyndir fiskimenn álita að nú sé að hefjast nýtt veiöitimabil við Vestur-Grænland eftir margra ára ördeyðu. Fiskveiðar við Norður-Noreg lO.feb. voru um 40% meiri en á sama tima i fyrra, þrátt fyrir slæma tið. Árið 1970 veiddu Norðmenn samtals 3,9 millj. tonna af fiski, þar af voru 308 þús. tonn þorskur. Útflutningsverðmæti hans var 404 millj. n. kr. Árið 1971 var þor- skveiðin svipuð og árið áður, en útflutningsverðmæti hækkaði i 523 millj. n. kr. Meðalverð á þorsktonni var árið 1970 13.11 n. kr. en var árið 1971 16.41. Veiði á nokkrum tegundum hefur orðið talsvert minni árið 1971 en árið áður og er þar helzt að telja lúðu, grálúðu, hámeri og fleiri tegundir KJ-Reykjavik — Við erum þrir saman að skrifa bók um varnarmál Norður- Evrópu, og verður þar sérstak- lega fjallað um varnarmál Norð- urlandanna, allt frá Finnlandi i austri til tsiands f vestri, sagði Johan Jörgen Holst fram- kvæmdarstjóri Norsk Utenriks- poiitisk Institutt á fundi með blaðamönnum. Holst er hér að safna efni i bókina, og i leiðinni flytur hann erindi á hádegisverð- arfundi Varðbergs og SVS Holst er framvkæmdastjóri Norsk Utenrikspolitisk Institut, en það er sjálfstæð stofnun í Noregi rekin með fjárstyrk frá rikinu. Starfa 35 manns i 3 deildum hjá þessari stofnun, sem mætti telja, en þessar eru helztar. Svipað aflamagn var á skelfiski, og áður, en útflutningsverðmæti nokkru hærra. Krabbadýr veiddust i svipuðu magni og áður, nema humarveiðin rýrnaði mjög. Þótt svo hafi farið, að minna magn hafi fengizt af sumum teg- undum er þó verðmætið meira en nokkru sinni fyrr, alls var flutt út fyrir 2.300 millj. n. kr. árið 1971, en árið áður fyrir 1.800 millj. n. kr. Ingólfur Stefánsson. vinnur að margskonar athugun- um og rannsóknum á sviði utan- rikismála, og hefur með hondum töluverða útgáfustarfsemi. Holst sagði blaðamönnum að hann hefði komiö hingaö i á- gúst s.l. til að safna efni i bókina, og svo aftur núna. Hefur hann átt viöræður, og mun eiga viðræður við fulltrúa allra stjórn málaflokkanna, embættismenn sem fjalla um varnar og utan- rikismál og fleiri. Eftir viðtöl við þessa menn mun hann svo skrifa i bókina um áhrif tslands á þróun- ina i varnarmálum Norður-- Evrópu. Holst er jafnaðarmaður og á sæti i utanrikismálanefnd Verka- mannaflokksins norska. O O o o o o o lOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' Æfingabúningar MIKIÐ ÚRVAL Póstsendum O O o o o o o SP0RTVAL JHiemmtorgi — Simi 14390 , OOOOOOOOOOO®' Skrifar um varnarmál Norðurlanda Þ.M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.