Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 24. marz 1972. TÍMINN 19 Finskur stúdentakór Finnski stúdentakórinn Brahe Djaknar kemur um páskana til íslands i tónleikaför á vegum Norræna Hússins og Stúdentakór- sins i Reykjavik, og er með þvi að endurgjalda heimsókn Stúdenta- kórsins til Ábo. Þessi 60 manna karlakór mun halda tónleika i Reykjavik á laugardag fyrir páska, á Flúðum á páskadagskvöld og i Keflavik á annan páskadag. Kórinn hefur áður sungið viða um heim, m.a. i Hamborg, Prag, Leningrad og París, og veríð verðlaunaður i ýmsum alþjóð- legum söngkeppnum, t.d. hlaut hann fyrstu verðlaun i alþjóðlegu söngkeppninni ,,Let the people sing”, sem BBC gekkst fyrir árið 1969. Á söngskrá kórsins er m.a. verk eftir stjórnandann, Gottfrid Grasbeck, „Stámmor ur elementen”, sviðskantata fyrir karlakór. segulband og mynd- vörpu, sem franska sjónvarpið flutti 1969. Brahe Djaknar er Finnlands sænskur stúdentakor og syngur aðallega á sænsku. Símaskráin komin Ný simaskrá fyrir árið 1972 kemur út um næstu helgi. Upplag bókarinnar er um 80000 eintök. Hún er i sama broti og sima- skráin frá 1971, en hefir aukist um 48 blaðsiður, og kápan er i fána- litunum. Á minnisblaði á blaðsiðu 3 eru auk upplýsinga um vaktir lækna og lyfjabúða, upplýsingar um Iðnnemar og Landhelgisgæzlan Á aðalfundi Iðnaðarmanna- félags Hafnarfjarðar, sem hald- inn var fyrir nokkru, voru samþykktar eftirfarandi á- lyktanir: vaktir tannlækna og simanúmer Almannavarna rikisins. Afhending simaskrárinnar til simnotenda i Reykjavik byrjar laugardaginn 25.. marz n.k. Sima- skráin verður afgreidd i nýja verzlunarhúsinu Aðalstræti 9. Daglegur afgreiðslutimi er frá kl. 09 — 19. Athygli simnotenda skal vakin á auglýsingum i dag- blöðunum um afgreiðslu sima- skrárinnar. Simaskráin 1972gengur i gildi frá og með fimmtudeginum 30. marz 1972. Simaskráin til simnotenda út um land verður send til simastöðv- anna til dreifingar strax eftir páska. Strandrfki Framhald af bls. 1. „Aðalfundur Iðnaðarmanna- félagsins i Hafnarfirði, haldinn 24.febrúar 1972, fagnar þeim um- ræðum, sem fram hafa farið millfforráðamanna bæjarins og Landhelgisgæzlunnar um hugsanlegan flutning á Land- helgisgæzlunni til Hafnarfjarðar og væntir þess að samningar tak- ist. Félagið vekur athygli á að innan bæjarfélagsins er og mun verða hægt að veita alla þó þjón- ustu sem starfsemi Landhelgis- gæzlunnar krefst.” „Aðalfundur Iðnaðarmanna- félagsins i Hafnarfirði, haldinn 24.febrúar 1972, fagnar ákvörðun stjórnvalda um stofnun Tækni- stofnunar sjávarútvegsins og skorar á bæjaryfirvöld að vinna ötullega að þvi að fá stofnunina til Hafnarfjarðar.” xmvöí/öwisww'swwwjí Gisli G. ísleifsson | Hæstanittalögmaður o § Skóla\önSustig la.sinii 14150 ^ » '■ Sú stefna að viðurkenna beri, að fiskimið strandrikisins séu hluti af auðlindum þess, á sivaxandi fylgi að fagna. Hún kemur fram i tillögum um 200 milna efnahagslega lögsögu eða yfirráð, i útfærslu tslands i 50 milur (á grundvelli landgrunns- laganna frá 1948), svo og nýlegri útfærslu Nigeriu og Senegal i 40 milur og 110 mflur. Þessi stefna kemur einnig fram i ýmsum yfir- lýsingum rikja Suður Ameriku, Asiu og Afriku svo og i þeim meginsjónarmiðum, sem liggja til grundvallar tillagna ýmissa annarra rikja i öðrum hlutum heims. Allar þessar staðreyndir renna stoðum undir hin vaxandi öfl, sem hafa mótað áfram- haldandi þróun þjóðaréttarins til viðurkenningar á þvi, að fiskimið strandrikisins séu hluti af auð- lindum þess innan sanngjarnrar fjarlægðar miðað við aðstæður á staðnum, sem máli skipta, Sendi- nefnd Islands fagnar þessari þróun, og væntir þess, að margar fleiri þjóðir muni svo fljótt sem verða má styðja þessa þróun. Það er sannarlega kominn timi til þess að horfast i augu við þá staðreynd, að óumflýjanlegt hefur verið að endurskoða úreltar fullyrðingar. Hér er ekki um að ræða átök milli þjóðernisstefnu og alþjóða- samstarfs. Hér er heldur ekki um að ræða að nauðsynlegt sé að hafa þröng fiskveiðitakmörk fyrir strandrikið og svokallað frelsi til fiskveiða utan þeirra eða utan landhelgi, sem byggt er á allt öðrum sjónarmiðum. Það sem um er að ræða er öllu heldur að gera sér grein fyrir og viður- kenna rétt strandrikisins til að hagnýta og efla fiskimið sin — auðlindir strandrikisins — til hags fyrir ibúana. Áð þvi er tsland varðar leiðir sú meginregla til þess, svo sem nánar er vikið að i greinargerð þeirri, sem vitnað var til, að lög- saga íslands nái til sjávar- botnsins og hafsins yfir land- grunnssvæðinu, sem eru lifræn umhverfisheild og eru þær auð- lindir við Island, sem hafa gert landið byggilegt. Hér er um að ræða frumskilyrði lifs á tslandi. «. í góðar kökur þarf gott efni, gott smjörlíki, Flóru-smjörlíki. Nýja Flóru-smjörlíkið gefur kökunum ljúffengt bragð og lokkandi útlit. TIOR6) er fyrsta ílokks SMJÖRLÍKISGERÐ KEA Reynið nýja uppskrift EKTA FLÓRU-SANDKAKA 250 g Flóru-smjörliki, 250 g sykur, 250 g hveiti, 5 egg, 150 g ósætt súkkuiaði. Hrærið smjörlikið og sykurinn smátt og smátt út i. Brjótið eggin i glas, sláið þau i sundur og hellið smátt og smátt út i. Blandið hveitinu saman við með sleikju. Setjið deigið i smurt, aflangt jólaköku- mót, sláið þvi aðeins niður i borðið og hakið við 175 — 200*C i 45 — 60 minútur. Bræðið súkkulaðið og hjúpið kokuna þegar hún er köld. Ath. Súkkulaðihjúpuð geymist kakan mjög vel. Páskaegg f yrir fjölskylduna* Skiöaferó meö Flugfélagi islands til Akureyrar og isafjaröar afsláttur fyrir einstaklinga. Bjóðum einnig hjónum, fjölskyldum, og hópum sérstok vildarkjör. Kynnið yður sérfargjöld Allar upplýsingar veita ferðaskrifstofurnar og Flugfélagið fSLANDS ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.