Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 27
5FÖSTUDAGUR 7. maí 2004 Snyrtifræðingar: Fyrir snyrtistofur, nánast allar rekstrarvörur á lager, þar á meða tattoo vélar og litir. Orenna augnbrúnalitur í 20 ml. túpum sem er til í 7 lit- um, gel festir 6% og vökva- festir 3%, eingöngu stofu- vara. Einnig Tana og Berrywell augnbrúnalitir. FYRIR SNYRTISTOFUR - SNYRTIFRÆÐINGA Naglafræðingar: Millenium nails, gel margar gerðir, efni fyrir acrylic neglur, mikið af nagla- skrauti, nagla vinnuborð, nagla ofnar, airbrush sprautur, töskur og allt sem þarf. Fótaaðgerðafræðingar: Til á lager vinnustólar, úðaborar margar gerðir, silicon, Sixtus fótavör- ur og ýmislegt annað. Nuddfræðingar: Nuddbekkir til á lager, einnig glæsilegir ferða nuddbekkir og nuddtæki. Nuddolíur frá Sixtus í 5 lítra brúsum ásamt öðrum olíum í 1 lítra og 1/2 líters umb. einnig nuddkrem í 1/2 kg. umb. Einnig grenningar leir í 5 kg. umb. og 1/2 kg. Vinnuljós með stækkunargleri, lampar, gufur og margt fl. S. Gunnbjörnsson ehf. Iðnbúð 8. 210 Garðabæ. S: 565 6317. Nærbuxur: Litadýrðin allsráðandi Pilsatískan er óðum að styttast og í sumar þegar hitinn hækkar fara sokkabuxurnar í hvíld og leggirnir fá að njóta sín. Undan stuttu pilsunum gægjast oft nærbuxurnar og því ekki úr vegi að velja flottar litríkar naríur undir pilsið. Og það er svo sem alltaf gaman að klæð- ast sætum nærbuxum hvort sem maður aðhyllist stuttu pils- in eður ei. Litadýrðin er allsráðandi í nærbuxnatísku sumarsins og ekki er verra að hafa áprentað- ar myndir eða slagorð til að gera þær enn meira áberandi. Nærbuxurnar eru allar úr TopShop. ■ Hártískan: Krullurnar komnar aftur Rennislétt hár hefur verið eftirsóknarvert undanfarin ár og nátt- úrulegir krullhausar hafa ekki átt sjö dag- ana sæla. Þeir sjá þó fram á bjartari tíð því nú hafa hártísku- mógúlarnir söðlað al- gjörlega um og segja gamla góða krullu- járnið vera ómissandi fyrir næstu misseri. Því meiri krullur, því betra. Það eru þó skiptar skoðanir í tískuheim- inum um þetta krulluæði sem er á næsta leiti og segja fróðir menn að það sé ekki alveg kominn tími lokkanna frá áttunda og níunda áratugnum. Betra sé að fara hægt í sak- irnar, blanda krull- unum við slétt hár, fikra sig svo áfram með krullujárninu og carmenrúllunum áður en lagt er í alls- herjar permanent- meðferð. ■ Heimilisráð: Gallabuxur í nýjum búningi Flestir eiga gamlar gallabuxur sem hafa fengið að víkja fyrir nýjum, eru orðnar gatslitnar eða bara komnar úr tísku. Það þarf alls ekki að henda gömlu galla- buxunum heldur er um að gera að reyna að endurnýta þær á ein- hvern hátt. Með sum- arið á næsta leiti er því óvitlaust að draga fram þessar gömlu gallabuxur og gefa þeim nýtt og frísk- legra útlit. Ýmsar aðferðir eru við að breyta og bæta gamlar gallabuxur en auðveldast er að vaða með skærin á skálm- arnar og búa til stutt- buxur, þær munu einmitt eiga mjög upp á pallborðið í sumar. Sé vilji fyr- ir að fara aðeins lengra er lítið mál að spretta upp skálmunum að innan- verðu, klippa og sauma saman aft- ur svo úr verði mínipils. Það hafa ekki allir áhuga á mínítískunni og vilja halda í sídd- ina, þá er bara að sleppa því að klippa, spretta skálmunum upp, bæta við efnisbút í miðj- una og sauma saman aft- ur, útkoman er sítt pils. Sé liturinn eitthvað til trafala er tilvalið að kaupa sér klór, sem kostar lítið, blanda honum við vatn og leyfa buxunum eða pilsinu að liggja þar í nokkra klukku- tíma. Útkoman er splunkuný hvít og sumarleg flík. ■ Klassískt er að gera gamlar gallabuxur að stutt- buxum. Þeir sem ekki hafa áhuga á mínítísk- unni geta gert sér síðara pils. Auðvelt er að gera mínípils - með því að leggja það í klór verður útkoman hvít og sumarleg flík. Handtöskur: Litlar og nettar Handtöskur halda áfram að skipta miklu máli fyrir heildarútlitið, en nú virðist sem þessar handhægu hirslur séu að minnka að umfangi. Um leið eru litirnir að verða líflegri og töskurnar meira áberandi. Lítil fínleg veski sem hægt er að halda nett í hendi sér þykja mun flottari en stórar töskur. Þá er langflottast að eiga margar töskur og skipta þeim út eftir því hvert tilefnið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.