Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 28
Á fjórðu hæð með útsýni yfir hafn- firsku höfnina búa ung hjón með húmor. Á heimilinu gætir ýmissa stíl- brigða en „Kitsch“-listastefnan virð- ist vera í uppáhaldi. Lampinn sem eigandinn fékk í þrítugsafmælis- gjöf frá þýskum vinum sínum er eftir listakonuna Laura Kikauka og var keyptur á Schmalzwald- klúbbnum í Austur-Berlín þar sem hún var með listasýningu. Laura þessi er mjög fjölhæf og einskorðar sig ekki við hönnun og myndlist heldur er hún einnig þekkt undir nafninu DJ RecordPlayer og kemur reglulega fram með Fuzzy Love, húsbandi Schmalzwald- klúbbsins, en hún hannar reyndar líka búningana á bandið.Laura Ki- kauka kemur frá Kanada og hefur sérhæft sig í svokallaðri „Kitsch“-list. Kitsch er þýskt orð og kom uppruna- lega fram í lok 18. aldar og stóð fyr- ir ómerkilega og lágmenningarlega list. Þetta umdeilda hugtak hefur svo mótast í gegnum árin og hlaut aukna athygli, umtal og viðurkenn- ingu með tilkomu listamannsins Jeff Koons inn í listakreðsu New York borgar á níunda áratugnum. Þeir sem vilja forvitnast nánar um Laura Kikauka og Fuzzy Love geta lit- ið á síðuna www.schmalzwald.com. Bastkörfur hafa aldeilis slegið í gegn og Ikea býður til dæmis mjög fjölbreytt úrval af þeim. Hentugt er að geyma smádót í þeim á smekklegan hátt. Þær henta vel sem blómapottar og eru tilvald- ar í sumarbústaðinn. Björg Atladóttir lætur hugann reika í eldhúskróknum sínum þar sem hún hefur dýrðlegt útsýni. Björg Atladóttir myndlistarkona nefnir strax eldhúskrókinn sinn þegar hún er beðin að segja frá uppáhaldshorninu sínu. „Mér finnst voða gott að sitja í eldhús- inu enda vilja flestir vera þar og næstum ómögulegt að mjaka fólki inn í stofu,“ segir Björg hlæjandi. „Úr eldhúskróknum er útsýni út á sjóinn og Esjuna, og holtið við næsta hús er ósnortið og sérstak- lega fallegt. Svo er auðvitað þessi stóri himinn síbreytilegur og abstrakt og eilíf inspírasjón.“ Björg segist gjarnan sitja við eldhúsborðið, hlusta á tónlist og skissa. „Eða bara að ég sit og horfi dreymin upp í himininn,“ segir hún og skellihlær. „Þá slaka ég á og læt flæða og þá vaknar stund- um eitthvað og verður til.“ Myndir Bjargar eru mjög sér- stakar að því leyti að hún notar hvorki svart né hvítt heldur beitir vatnslitatækni með þynntum akrýllitum. „Þá kemur hvítur grunnurinn í gegnum gagnsæ lita- lögin og virkar eins og birtan komi innan frá,“ útskýrir Björg, sem er einmitt með myndlistar- sýningu í Hafnarborg, sem lýkur mánudaginn 10. maí. „Fólk talar um að myndirnar mínar séu bjart- ar og glaðar og ég er ákaflega ánægð með það.“ Í eldhúskróknum er Björg með furuborð og stóla og mynd sem hún málaði árið 1981 og kallar „myndina með skeggið“. „Hornið er sem sagt fyrst og fremst heimilislegt og hlýlegt. Maðurinn minn vildi helst að allt yrði eins og á Kárastígnum þar sem við bjuggum áður, og það var bara látið eftir honum, þannig að Kárastígurinn er eiginlega endur- gerður í eldhúsinu í Garðabæn- um.“ edda@frettabladid.is BODUM sérverslun: Góð hönnun og gott kaffi sameinast „Fyrsta hönnun Bodum var Santos-kaffikannan en henni var ætlað að sameina góða hönnun og gott kaffi. Hún sló samstundis í gegn og er söluhæsta kaffikannan í Evrópu enn þann dag í dag,“ seg- ir Jórunn Skúladóttir sem hefur yfirumsjón með Bodum-sérversl- uninni sem er að finna innan dyra Húsgagnahallarinnar og hefur verið starfrækt í tæpt ár. Kannan ber með sér visst raunvísinda- útilit, eins og hún sé tæki af rann- sóknarstofu, en það er útlit sem Bodum hefur haldið sig við. „Margar af vörunum líta út fyrir að vera svo brotthættar en eru í raun mjög sterkar og hita- þolnar og eiga að þola mikla notk- un,“ segir Jórunn, sem segist sjálf hafa átt matarstell frá Bodum í ein tuttugu ár og það sé ekki farið að sjá á því. Hönnun Bodum mið- ast ekki aðeins við fallegt útlit heldur mikið notagildi. Þannig eru til að mynda skurðarbretti sem kvarnast ekki úr við notkun og glerkaffikönnur sem þola mikinn hita án þess að springa. Jórunn segir að gott kaffi hafi upphaflega verið drifkrafturinn í allri hönnun hjá Bodum og fyrirtækið hafi verið einna fyrst að koma með pressukönnuna vin- sælu á markaðinn. „Mikil breyting hefur orðið á kaffi- og temenningu Íslendinga og kaffiboðin snúast ekki lengur um meðlætið heldur gott kaffi. Okkur fannst því kjörið að bjóða upp á vörur sem mæta þessum breytingum,“ segir Jórunn og bætir því við að aldrei hafi komið neitt annað til greina en að bjóða upp á Bodum-vörurnar. „Bodum hefur ætíð haft það að leiðarljósi að bjóða upp á glæsi- lega hönnun á viðráðanlegu verði,“ segir Jórunn. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ljósin í bænum: Kitsch-lampi frá Þýskalandi Jórunn Skúladóttir segir að nú snúist kaffiboðin um kaffið en ekki meðlætið. Bodum Bodum var stofnað af Peter Bodum í Kaupmannahöfn árið 1944. Hann flutti aðallega inn glervörur en á fimmta ára- tugnum hóf hann eigin framleiðslu. Fyrsta vara Bodum var Santos-kaffikann- an sem var hönnuð í samstarfi við arki- tektinn Kaas Klaeson og sló samstundis í gegn um alla Evrópu. Bodum-fyrirtæk- ið stækkaði og hóf að framleiða ýmiss konar eldhúsáhöld og heimilisvörur sem eru þekktar fyrir góða hönnun á góðu verði. Sonur og sonarsonur Peter Bod- um sjá nú um rekstur fyrirtækisins, sem er enn í eigu fjölskyldunnar. SANTOS kaffikanna 8 bolla. Frægasta hönnun BODUM. Kr. 4.480. CHAMBORD pressukanna 8 bolla. Hentar bæði fyrir kaffi og te. Kr. 3.980. C-MILL kaffikvörn. Fæst í 5 litum. Frá kr. 3.380. COLUMBIA teketill 1 l. með thermos. Kr. 3.980 SHIUMA mjólkur- þeytari. Batterídrif- inn og fæst í 2 litum. Kr. 980. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Hornið mitt heima: Himinn og haf í eldhúsglugganum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.