Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeNDIBILASTÓÐINHT EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Norðurlandaráð: 5.4 milljónir til eldfjalla- rannsókna- stöðvar hér KJ-Reykjavik. A fundi menntamálaráðherra Norðurlanda, sem haldinn var i Osló á fimmtudaginn var m.a. samþykkt að veita 5.4 milljónir á árinu 1972 til að koma á fót eld- fjallarannsóknastöð á lslandi. Þá var ákveðið til hverra skyldi leita um að taka sæti i þremur ráðgefandi nefndum, sem komið verður á fót til að fjalla um kennslumál, rannsóknarmál og önnur menningarmál. Verður skýrt frá nefndaskipununum siðar þegar endanlega hefur verið frá þeim gengið. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir^að varið verði sameiginlega til menningarmála rúmlega 31,6 miilj. d.kr. á árinu 1973, auk tæp- lega 14 millj. d.kr., sem verða munu áfram i fjárlögum Norður- landarfkja til málefna, sem ekki eru enn tekin með i sameiginlegu fjárhagsáætlunina. Er hér um nokkra hækkun fjárframlaga að ræða i heild, miðað við það sem verið hefur. Ráðherrafundinn sátu af Islands hálfu Magnús Torfi Ólafs- son, menntamálaráðherra, og Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, og sameiginlegan fund menntamálanefndar Norður- landaráðs sat Gylfi Þ. Gislason, en hann er formaður nefndar- ínnar. Erþað páskahret? 3 SJ-Reykjavfk. = = ,,Það er matsatriði hvað i E menn kalla hret" sagði = g Jónas Jakobsson veðurfræð- j§ = ingur hjá Veðurstofunni i = = viðtali I gær, þegar, við § = spurðum hann hvort paska- = = hretið væri skollið á, og bætti = 3 við, að auk þess væru ekki = = komnir páskar heldur aðeins 3 =_ Pálmasunnudagur. Ef úr = = hreti verður kallast það þvi = & víst Pálmasunnudagshret að s s svo komnu máli. = § I gærmogun var suðaustan g = kaldi meö þéttum éljum suð- = 3 vestanlands. Suðaustan- og = = norðanlands var hægur = = vindur og léttskýjað. Aust- = = firðingar spókuðu sig sums- = = staðari4gr.hita,enviða var = S nokkurra stiga frost, mest 10 =, 3 gr. á Hveravöllum. Við = 5 Skeiðará var bjart ogþvigóö = = aðstaða fyrir sérfræöinga að = = fylgjastmeð hlaupinu. Viðar = = á landinu var bjart, t.d. i = = Hunavatnssýslu og við = = Grimsvötn. Norðaustan-= = lands var norðvestankaldi og = §1 snjókoma. = = Veðurfræðingar spáðu, að = = vindur gerðist suðlægur eða = = jafnvel að suðvestan, enn- = = fremur éljum sunnan- og = = vestanlands. = Aðalfundi miðstjómar lýkur í dag KJ-Reykjavlk. Umræður um skýrslur þær, sem fluttar voru i upphafi aöalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins, stóftu fram á nótt en á laugardags- morgun hófust nefndastörf, þar sem tekin voru fyrir ein- stök mál á fundinum. Eftir hádegið á laugardag- inn flutti Jón Sigurðsson hag- rannsóknarstjóri erindi um ástand og horfur i efnahags- málum, en að erindi hans loknu voru tekin fyrir nefnda- álit, og stóð fundur fram að kvóldmat. A sunnudags- morguninn verður fram haldið við afgreiðslu mála, en eftir hádegið fara fram kosningar á miðstjórnarfundinum og i lok fundarins flytur varafor- maður Framsóknarfiokksins, Einar Agústsson utanrfkisráð- herra, ávarp, en að þvi Ioknu verður fundinum slitið. Framsóknarflokksins. Fundarritararnir Sigurður Geirdal, Kópavogi og Jónas Gestsson Grundarfirði til vinstri, þá Tómas Arnason gjaldkeri, Steingrlmur Hermannsson ritari og ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra, formaður Framsóknarflokksins. (Tfmamynd Gunnar). Þakka hlýindunum góðan afla á Snæfellsnesinu Hæzti báturinn með rúm 400 t í Eyjum, en dauft hljóðið í Grindvíkingum og Keflvíkingum Þó-KJ-Reykjavik Það er heldur dauft hljóðið I vertiðarmönnum i Vestmanna- eyjum og á Suð-Vesturlandi, en aftur á móti i ólafsvik og öðrum verstöðvum á Snæfellsnesi kvarta menn helzt um of mikla vinnu, — svo mikill fiskur hefur borizt þar að. Þakka m'enn þennan góða afla, hlýindunum sem verið hafa, og vitna I þvl sambandi til svipaðs veðurfars árið 1965, en það ár var einnig mjög góð vertið á Snæfells- nesi. Engin uppgrip í Eyjum í Vestmannaeyjum hefur verið heldur dauft yfir vertiðinni fram til þessa, en þó var hæsti báturinn Hamraberg, kominn með 419 tonn á fimmtudaginn var, og fimm aðrir bátar eru komnir með yfir 300 tonn. Gæftir hafa veriö stirðar og afli rýr hjá flestum bátum. Of mikil vinna í ólafsvík Afli ölafsvikurbáta hefur verið mjög góður það sem af er vertið- Aþessari mynd, sem tekin var um borö I Bjarna á Faxaflóa f siftustu viku. Þeir eru að draga netin, en Snæ- fellsnesfjallagarðurinn er fyrir stafni. (Tfmamynd Magnús Magnússon). inni, og orðinn um helmingi meiri að magni til en á siðustu vertiö. Hæstu bátarnir eru komnir með um og yfir sex hundruö lestir, og segir það sina sögu. Gæftir hafa verið sæmilegar, en þó hefur fall- iö ur dagur og dagur hjá bátun- um, og féll þannig föstudagurinn úr, en bátarnir voru á sjó i gær, og von var á góöum afla á land i gær- kvöldi. Sjómenn i Ólafsvik þakka þennan góða afla hlýindunum, sem verið hafa aö undanförnu, en þeir segja að jafnan aflist vel i verstöðvum á Snæfellsnesi, þegar verðráttan er hlý. Vitna þeir i þessu efni til ársins 1965, þegar góð vetiö var. Lélegt í Grindavík Vertiðn hefur verið fádæma léleg i Grindavik fram til þessa. Sömu sögu'er nánast að segja úr Keflavik, þó svo að hljóðið i mönnum sé ekki eins bágborið þar. Þær fréttir fengust á hafnar- vigtinni i Grindavik, að afía-og gæftaleysi héldist i hendur. 1 fyrradag var enginn bátur á sjó, en aftur á móti gátu allir róið i gær. Aflinn, sem komið hefur á land, er nálægt 5000 tonnum minni en á sama tlma i fyrra, og var það þó engin metvertið. Ofan á þetta bætist, að þegar gæf tir eru svona slæmar, þá koma bátarnir oftast með 2-3 nátta fisk að landi, og er hann þá orðin léleg vara og fer þá i 2. og 3. flokk. Það var ekki alveg eins slæmt hljóðið i þeim i Keflavik, er við ræddum við þá. Þeir sögöu, að aflinnværi mun lélegri, en á sama tima i fyrra, og óhætt væri að segja aflann voðalega tregan, en um það mætti lika kenna gæfta- leysinu. Myndir af fulltrúum á aðalfundi miðstjórnar Framsoknarflokksins sjó bls. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.