Tíminn - 26.03.1972, Síða 1

Tíminn - 26.03.1972, Síða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA \ SENÐ1BILASTÖÐIN Hf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR - 72. tölublað-Sunnudagur 26. marz 1972—56. árgangur. /* 'v AUF MWWrtBIB, mHIAMTMTI H, SiM 1UM V y Norðurlandaráð: 5.4 milljónir til eldfjalla- rannsókna- stöðvar hér KJ-Reykjavik. A fundi menntamálaráðherra Norðurlanda, sem haldinn var i Osló á fimmtudaginn var m.a. samþykkt að veita 5.4 milljónir á árinu 1972 til að koma á fót eld- fjallarannsóknastöð á tslandi. bá var ákveðið til hverra skyldi leita um að taka sæti i þremur ráðgefandi nefndum, sem komið verður á fót til að fjalla um kennslumál, rannsóknarmál og önnur menningarmál. Verður skýrt frá nefndaskipununum siðar þegar endanlega hefur verið frá þeim gengið. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir,.að varið verði sameiginlega til menningarmála rúmlega 31,6 miilj. d.kr. á árinu 1973, auk tæp- lega 14 millj. d.kr., sem verða munu áfram i fjárlögum Norður- landarfkja til málefna, sem ekki eru enn tekin með i sameiginlegu fjárhagsáætlunina. Er hér um nokkra hækkun fjárframlaga að ræða i heild, miðað við þaö sem verið hefur. Ráðherrafundinn sátu af íslands hálfu Magnús Torfi Ólafs- son, menntamálaráöherra, og Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, og sameiginlegan fund menntamálanefndar Norður- landaráðs sat Gylfi Þ. Gislason, en hann er formaður nefndar- innar. Þakka hlýindunum góðan afla á Snæfellsnesinu Hæzti báturinn með rúm 400 t í Eyjum, en dauft hljóðið í Grindvíkingum og Keflvíkingum Aðalfundi miðstjómar lýkur í dag KJ-Reykjavik. Umræður um skýrslur þær, sem fluttar voru i upphafi aöalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins, stóðu fram á nótt en á laugardags- morgun hófust nefndastörf, þar sem tekin voru fyrir ein- stök mál á fundinum. Eftir hádegið á laugardag- inn flutti Jón Sigurðsson hag- rannsóknarstjóri erindi um ástand og horfur i efnahags- málum, en að erindi hans loknu voru tekin fyrir nefnda- álit, og stóð fundur fram að kvöldmat. A sunnudags- morguninn verður fram haldið við afgreiðslu mála, en eftir hádegiðfara fram kosningar á miðstjórnarfundinum og i lok fundarins flytur varafor- maöur Framsóknarflokksins, Einar Agústsson utanríkisráð- herra, ávarp, en að þvi loknu verður fundinum slitið. Framsóknarflokksins. Fundarritararnir Sigurður Geirdal, Kópavogi og Jónas Gestsson Grundarfirði til vinstri, þá Tómas Árnason gjaldkeri, Steingrimur Ilermannsson ritari og ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra, formaður Framsóknarfiokksins. (Tímamynd Gunnar). |llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll| I Er það ( | páskahret? ( ÞÓ-KJ-Reykjavik Það er heldur dauft hljóðiö i vertiðarmönnum i Vestmanna- eyjum og á Suð-Vesturlandi, en aftur á móti I Ólafsvik og öðrum verstöðvum á Snæfellsnesi kvarta menn helzt um of mikla vinnu, — svo mikill fiskur hefur borizt þar að. Þakka ménn þennan góða afla, hlýindunum sem veriö hafa. og vitna i því sambandi til svipaðs veðurfars árið 1965, en þaö ár var cinnig mjög góð vertið á Snæfells- nesi. Engin uppgrip í Eyjum t Vestmannaeyjum hefur verið heldur dauft yfir vertiðinni fram til þessa, en þó var hæsti báturinn Hamraberg, kominn með 419 tonn á fimmtudaginn var, og fimm aðrir bátar eru komnir með yfir 300 tonn. Gæftir hafa verið stirðar og afli rýr hjá flestum bátum. Of mikil vinna í ólafsvik Afli Ólafsvikurbáta hefur verið mjög góður það sem af er vertið- SJ-Reykjavik. „Þaö er matsatriði hvað jji menn kalla hret” sagði = Jónas Jakobsson veðurfræð- i ingur hjá Veðurstofunni i = viðtali i gær, þegar, við i spurðum hann hvort paska- s hretið væri skollið á, og bætti = við, að auk þess væru ekki i komnir páskar heldur aðeins = Pálmasunnudagur. Ef úr = hreti verður kallast það þvi = vist Pálmasunnudagshret að i svo komnu máli. = 1 gærmogun var suðaustan s kaldi með þéttum éljum suð- i vestanlands. Suðaustan- og j| norðanlands var hægur = vindur og léttskýjað. Aust- ^ firðingar spókuðu sig sums- = staðar i 4 gr. hita, en viba var j| nokkurra stiga frost, mest 10 s gr. á Hveravöllum. Við = Skeiðará var bjart og þvi góð = aðstaða fyrir sérfræðinga að = fylgjast með hlaupinu. Viðar i á landinu var bjart, t.d. i = Húnavatnssýslu og við i Grimsvötn. Norðaustan- = lands var norðvestankaldi og = snjókoma. Veðurfræðingar spáðu, að i vindur gerðist suðlægur eða = jafnvel að suðvestan, enn- i fremur éljum sunnan- og = vestanlands. illlllliiiiiiillillliliiliilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiinii Aþessari mynd, sem tekin var um borð i Bjarna á Faxaflóa I siöustu viku. Þeir eru að draga netin, en Snæ- fellsnesfjallagarðurinn er fyrir stafni. (Tímamynd Magnús Magnússon). inni, og orðinn um helmingi meiri að magni til en á siðustu vertið. Hæstu bátarnir eru komnir með um og yfir sex hundruð lestir, og segir það sina sögu. Gæftir hafa verið sæmilegar, en þó hefur fall- ið úr dagur og dagur hjá bátun- um, og féll þannig föstudagurinn úr, en bátarnir voru á sjó i gær, og von var á góöum afla á land i gær- kvöldi. Sjómenn i ölafsvik þakka þennan góða afla hlýindunum, sem veriö hafa að undanförnu, en þeir segja að jafnan aflist vel i verstöðvum á Snæfellsnesi, þegar verðráttan er hlý. Vitna þeir i þessu efni til ársins 1965, þegar góð vetið var. Lélegt í Grindavík Vertiön hefur verið fádæma léleg i Grindavik fram til þessa. Sömu sögu er nánast að segja úr Keflavik, þó svo að hljóðið i mönnum sé ekki eins bágborið þar. Þær fréttir fengust á hafnar- vigtinni i Grindavik, að afla-og gæftaleysi héldist i hendur. 1 fyrradag var enginn bátur á sjó, en aftur á móti gátu allir róið i gær. Aflinn, sem komið hefur á land, er nálægt 5000 tonnum minni en á sama tima i fyrra, og var það þó engin metvertið. Ofan á þetta bætist, að þegar gæftir eru svona slæmar, þá koma bátarnir oftast með 2-3 nátta fisk að landi, og er hann þá orðin léleg vara og fer þá i 2. og 3. flokk. Það var ekki alveg eins slæmt hljóðið i þeim i Keflavik, er við ræddum við þá. Þeir sögðu, að aflinnværi mun lélegri, en á sama tima i fyrra, og óhætt væri að segja aflann voðalega tregan, en um það mætti lika kenna gæfta- leysinu. Myndir af fulltrúum á aðalfundi miðstjórnar I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.