Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 26. marz 1972. Nýjasti kraninn frd hinum heimsþekktu Foco verksmiðjum í Svíþjóð er aftanókrani, sem veitir vörubílstjórum betra og þægilegra svigrúm við vinnuna en óður. Kraninn er þannig gerður, að hægt er að skilja hann eftir heima, þegar hans er ekki þörf. Foco kranar fóst með margvíslegum hjólpartækjum m.a. grjótklóm, skóflum, krækjum og krókum. Fljótvirk vökvalenging. 270° — 360°snúningur. FOCO KRANINN VINNUR VERKIÐ Suðurlandsbraut 16 • Siml 35200 TJAKKAR 1 1/2 tonns '3 tonna 5 tonna 8 tonna 10 tonna 12 1/2 tonns Vökvatjakkar Bflabúðin h.f. -> Hvcrfisgötu 54 Sími 16765 LAND ÓSKAST með jarðhita Tilboð sendist af- greiðslu Timans merkt: NÝBÝLI 1244. aiangiiíinn í góðar kökur þarf gott efni, gott smjörlíki, Flóru-smjörlíki. Nýja Flóru-smjörlíkið gefur kökunum ljúffengt bragð og lokkandi útlit. SSA*’*> TIOR& er fyrsta ílokks SMJÖRLÍKISGERÐ KEA Reynið nýja uppskrift FLÓRU-APPELSÍNUTERTA með súkkulaði 125 g Flóru-sm jörlíki, 150 g sykur, 3 egg, 1 appelsina, 250 g hveiti, 1 tsk. lyftiduft. Krem: 50 g Flórusmjöriiki, 50 g súkku- laði, ósætt, 1-2 msk. kakó, 3 dl flórsykur, 1 tsk vanillusykur, 1 msk. rjómi, 1 eggjahvita. Skraut: Hnetukjarnar, mandarinurif. Hrærið smjörliki og sykur vel, bætið eggjarauðunum I, einni i einu, hrærið vel og bætið rifnu hýöi af appeisinunni og safanum I. Blandið hveiti og lyftidufti i og siöast stifþeyttum eggjahvltunum. Bakið I hringmóti við 170 gr. C I ca 40 min. Kæliö tertuna og kljúfiö hana I 3-4 iög. Smyrjið kreminu á milli iaga og of- an á tertuna. Skreytið með mandarlnum og hnetukjörnum. Aðferö viö kremiö: Hrærið smjörlikiö, bætið bræddu súkku- laði i,flórsykri, kakói, vanillusykri og rjóma. Blandið stifþeyttri eggjahvltunni I slöast, hrærið öðru hverju I kreminu meðan það kóinar. Klippið út og geymið / Fórnarvika kirkjunnar Nokkur undanfarin ár hefur kirkjati á Islandi minnt á og átt framkvæmd að svonefndri fór- narviku. Þessi vika hefur verið á föstunni, og þá gert ráð fyrir að fólk legði fram gjöf — fórn til að bæta úr hungri þvi, sem þjáir og hefur þjáð mikinn hluta mann- kyns á einn eða annan hátt. Hin óskaplega neyð i Biafra og Austur-Pakistan — nú Bangladesh — hefur undirstrikað þörfina hverju sinni á síðustu ár- um. En allir vita, að þörfin er svo brýn, að telja má, að hungur alls mannkyns og allar þær ógnir. semþvi kunna að verða samferða sé nú þegar fyrir dyrum, eftir ótrúlega fá ár, og þá muni hungursvofan breiða sig yfir Vesturlönd með öfund, hatri og græðgi hungurþjáðs múgs, sem engu muni eira. Það er þvi fátt, sem fremur heyrir til friðar nú, en þau ráð, sem bezt munu duga til aukn- ingar fræðslu og fæðu handa þeim, sem hungrar og þyrstir eftir meiri ræktun og réttlátari skiptingu fæðu og lífsgæða. Þar kemur auðvitað margt til greina. Fyrst mætti nefna hina miklu upptötvun Borlaugs hins norska frá siðasta ári, þar sem kennt er að notfæra sér grænugjafa lofts og jarðar á fljótvirkan auðveldan hátt til að auka og auðga gróður jarðar til fæðu. En auðvitað þarf fræðslu um, hvernig farið skal að. Þá mætti næst benda á hversu mikils vert það væri að veita fjár- magni og auðæfum mannkyns til aukinnar ræktunar litt numinna landsvæða og breyta jafnvel eyði- mörkum i aldingarða, með hinni furðulegu tækni nútimans, i stað þess aö spilla og menga, herja, citra og eyðileggja eða sóa mill- jónum milljarða I einskisverðar tunglferðir eða eyðandi hergögn. Þá er i þriðja lagi það, sem verður að koma fyrst meðan beðið er eftir raunhæfari fram- kvæmdum, en það eru matar- gjafir hinna riku til hinna hungruðu. En að þvi hefur fram- kvæmd fórnarviku okkar hér á tslandi aðallega beinzt. Og má þar og mikið úr bæta. Enn má og minna á það, sem liklega varðar þó mestu á þessu sviði framtiðarmálefna mann- kyns, en það eru varnir gegn of- fjölgun. En þar mun fræðsla og jafnvel löggjöf um getnaðar- varnir þyngst á metunum. Mannfjöldasprengjan er sá voðinn, sem margir óttast mest. En fóstureyðingar, sem mjög er farið að boða og ræða nú, eru ógeðsleg aðferð og nálgast nær þvi aðferð styrjalda og stór- glæpamanna fjöldamorðanna. En þetta er sannarlega málefni, sem ekki er unnt að ræöa sem auka- þátt i örstuttri grein um annað aðalefni. Fórnarvikan okkar i íslenzku þjóðkirkjunni gæti þó sannarlega verið helguð bæði fræðslu og fórn- um. ,,öll fórn er helg og há, hver hönd sem vinnur sterk’.’ Aðalatriðið er að einn og sérhver gangi heilshiigar fram undir merkjum Krists. merkjum rétt- lætis og elsku, og að hver einstak- lingur geri sér grein fyrir þvi, að hann er ekki einn i heimi, sem er orðin svo ótrúlega litill, að útlönd eru rétt við bæjardyr. Hver ein- staklingur á að gæta bróður sins, allt annað gæti orðið dauðasök með röngu eða réttu áður en af veit. Fórnum þvi að minnsta kosti máltiðarvirði til að bæta á ein- hvern hátt úr hungri heimsins i nútið og framtið með fræðslu, ræktun eða matargjöf- um, eftir þvi sem bezt á við. Þannig getur fórnarvikan orðið þáttur i friðarviðleitni og fram- gangi hins sanna kristindóms, sem hvorki spyr um landamerki, trúarsið, þjóðerni né litarhátt, heldur er sannur kærleiki i verki. Vinnum f trú á anda og orð Krists, er hann segir: „Sælla er að gefa en þiggja”. Það er fórn og starf, sem skapar frið ogKiryggi i heiminum. Og þar gefur fórnarvikan þér og mér frábært tækifæri. „Margt smátt gerir eitt stórt”, ef hönd hins góða fær að blessa það til vaxtar og heilla. Fórnarvika — friðarvegur. Reykjavik 17. marz 1972 Arelius Nielsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.