Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.03.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. marz 1972. TÍMINN 3 TVIBURASYSTURNAR SOMDU SÖGUR OG MYNDSKREYTTU - OG ÞÆR GERA ÞAÐ ENN — rætt við Ursulu Moray Williams, systur Barböru Árnason Tviburasystur ólust upp i rólegu umhverfi i enskri sveit, bjuggu yfir auðugu imyndunar- afli, sem meðal annars fékk útrás i þvi, að frá þvi þær voru átta ára og þar til þær voru 15 ára, sömdu þær sögur og myndskreyttu og gáfu hvor annarri á afmælisdag- inn og á jólunum. Þvi miður eru nú þessi bernskuverk öll glötuð nema eitt, þvi þau eyðiiögðust á sty rjaldarárunum. En systurnar urðu fullorðnar, og það einkennilega var, að báðar tóku miö af þessari bernskuiðju, en skiptu að verulegu leyti með sér verkum. önnur hélt áfram að teikna og mála, hin að skrifa sögur. Einstaka sögu hefur hún þó sjálf myndskreytt, systirin aðrar, og kunnir bókaskreytinga- menn afganginn. Aðra þessa systur þekkir hvert mannsbarn á Islandi, þvi að hingað fluttist hún, og við höfum notið listar hennar i rikum mæli. Það er Barbara Arnason list- málari. Hina systurina þekkja færri hér. Þó má vera að sumir krakkar muni eftir bók, sem út var gefin 1954, og heitir Ævintýri litla tréhestsins. Höfundur hennar er Ursula Moray Willi- ams, tviburasystir Barböru. Hún skrapp til íslands um siðustu helgi til þess að sjá leikrit mágs sins og leiktjöld systur sinnar i Þjóðleikhúsinu, þar sem Gló- kollur er sýndur fyrir fullu húsi glaðra leikhúsgesta. Alltof stutta stund stöldruðu þær systur við hjá mér. Það var dálitið einkennileg tilfinning að sjá þær saman, hlusta á báðar hlæja sama sérkennilega hlátri ólgandi kátinu, horfa á Barböru með sin tiðu svipbrigði — Ursulu kyrrlátari á yrta borði, skynja hjá báðum sambland rikarar hlé- drægni og óvenjulegs hæfileika til að tjá sig. Hve margar bækur hafið þér skrifað alls? spyr ég Ursulu. Ég man það ekki nákvæmlega — þær eru yfir fimmtiu, allar fyrir börn. Er það rétt, að gert hafi verið leikrit eftir sögunni af Litla tréhestinum? / Bretlandi er bókin Ævintýri litla tréhestsins talin meðal klassiskra barnabókmennta Já, i Japan. Ég skil ekkert hvernig farið er að þvi, sennilega er látbragðsleikur mikið notaður. Það hafa meira að segja verið samdar tvær leikritsgerðir þar, þá fyrri gerði kennslukona til flutnings fyrir skólabörn, en svo var gerð önnur þýðing og samið leikrit fyrir venjulegan leiksviðs- flutning. En hafið þér ekki lika skrifað skemmtilegast aö semja? Sögur — tvimælalaust. Að segja sögu er það skemmtilegasta sem ég get hugsað mér. Þar er hægt að koma að ýmsum lýsingum, sem ekki er hægt að hafa i leikrit- um. En mér er leikhús mjög hug- stætt, og auðvitað er gaman að skrifa leikrit. Við Barbara vorum alltaf að semja leikrit, þegar við vorum litlar, en þegar ég eltist, þá lagði ég meiri rækt við sögurnar. Bækur yðar hafa verið þýddar á mörg tungumál, hafið þér tölu á hve mörg þau eru orðin? Önei, ég held t.d. aö Litli tréhesturinn hafi verið þýddur á öll Evrópumál, — sama er að segja um margar fleiri bækur minar. Þá hafa þær lika verið þýddar á einhverjar af Afriku- tungum, en auk þess seljast þær mikið i Astraliu. Litli tréhestur- Jú, það hef ég gert, bæði fyrir I skóla, leiksvið og sjónvarp. Þrjú s leikrit eftir mig hafa lika verið flutt i útvarp. Hvaö af þessu þykir yður kj ' -- Ursula Moray Williams inn hefur lika verið gefinn út með blindraletri. Er ekki misjafnlega auðvelt að skrifa bækurnar? Jú, ef við höldum okkur við Litla tréhestinn, sem var 6. bókin min, varð sagan þannig til, að við vorum búin að vera gift i þrjú ár hjónin, án þess að eignast börn. Ég þráði börn, og þegar ég svo gekk með fyrsta barnið mitt, þá kom þessi saga allt i einu i huga minn, eins og af sjálfu sér. Að visu stóð ég allt i einu föst i seinni hluta sögunnar, þar sem kemur að þvi, að Sóti stelur Karki, en eins og svo oft gerist, þá tók sag- an á ný að streyma fram af sjálfu sér, og ég þurfti raunverulega ekkert fyrir meira að hafa. Eigið þið ekki tvo syni? Nei, við eigum fjóra, og riú eig um við lika þrjár tengdadætur og v Framhald á bls. 6. Reynslan sýnir, að við höfum valið rétta ieið inn f þotuöldina. Það er Boeing 727, sem nú nýtur mestrar hylli í heiminum. Rúmlega 900 þotur eru af þeirri gerð í almennu farþega- flugi. Jafnt sérfræðingar sem farþegar hafa lært að meta, hvernig tekizt hefur í Boeing 727 að sameína hraða og þægindi. ÞJÓNUSTA - HRAÐÍ - ÞÆGINDI Flughraði 950 krn á klukkustund í 10 km hæ’ð. Flugtími tíl London og Kaupmannahafnar um 2Vz klukkustund. Flugþol án víðkomu er 4200 km. Rúmgott, bjart, farþegarými, búið sann- kölluðum hægindastólum. Ákjösanleg aðstaða fyrir hinar lipru flugfreyjur Flugfélagsins til að stuðla að þægilegri og eftirminniiegri ferð. Flugáhöfn þjálfuð og menntuð samkvæmt ströngustu kröfum nútímans. /W G 0 0 G 0 0 0 0 O 0 0 0 0 0 G Q 0 0 ö 0 0 0 G 0.0 0 0 G 0 0 ( Hreyflarnir þrír, samtals 16000 hestöfl, eru aftast á þotunni. Farþegarýmið verður því hljótt og kyrrlátt. Flugvélin er búin sjálf- virkum siglingatækjum og fullkomnum öryggisút- búnaði. Boeing 727.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.